Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 42
42 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
i
t
I
I
j
I
Jólasveinninn
Heimsókn i Litlu-Brekku ó Höf óaströnd
JÓLAHALD til sveita er ekki svo mjög
frábrugðið jólahaldi í þéttbýli. Þó þurfa
bændur að fóðra skepnur sínar yfir
hátíðina, sem og aðra daga, og mjólka
kýrnar kvölds og morgna eins og venjulega.
Kristbjörg Bjarnadóttir, húsfreyja á Litlu-
Brekku á Höfðaströnd í Hofshreppi, hefur
búið í sveit alla sína ævi. Hún er ættuð frá
Ökrum í Fljótum og ólst þar upp. Árið 1953
fluttist hún að Litlu-Brekku og hóf þar búskap
ásamt manni sínum, Axel Þorsteinssyni, frá
Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust 6 börn,
sem öll komust til fullorðinsára en elsti son-
ur þeirra lést af slysförum á síðasta ári. Krist-
björg og Axel eru hætt búskap og hafa Bjarni
sonur þeirra og kona hans, Birna Júlíusdótt-
ir, tekið við honum.
Kristbjörg man tímana tvenna en hún seg-
ir að jólahaldið sé nokkuð hefðbundið, þar
sem hangikjöt og laufabrauð eru ómissandi
þáttur. „Eg hef aldrei matreitt rjúpu á ævi
1 minni. Bróðir minn veiddi töluvert af rjúpu
heima í Fljótum en þær voru yfirleitt seldar
í kjötbúðina á Siglufirði. Ef hins vegar eitt-
hvað varð eftir af fugli heima, var hann étinn
því þetta var jú matur. Fyrstu búskaparár
mín var jólahaldið með svipuðum hætti og
heima áður, en eftir að börnin okkar stækk-
uðu og rafmagnið kom til sögunnar árið 1966,
var líka farið að borða svínakjöt, lambalæri
og hrygg. Áður en rafmagnið kom var ekki
hægt að geyma nema saltað og reykt kjöt.“
Bakaði 10 smákökutegundir
Á aðfangadagskvöld hefur alltaf verið
hangikjöt á borðum á Litlu-Brekku en í seinni
tíð hefur Kristbjörg einnig verið með svína-
kjöt. „Á jóladag eru svo borðaðar leifar frá
kvöldinu áður og á annan dag jóla er steiktur
lambahryggur eða læri og jafnvel lax á borð-
um. Hangikjötið er heimareykt og það er
venjulega soðið tímanlega og borðað kalt á
aðfangadagskvöld."
Undírbúningur jólanna hefur verið nokkuð
hefðbundinn í gegnum tíðina en þó hefur
Kristbjörg heldur fækkað smákökutegundun-
um seinni árin. Þegar mest var bakaði hún
einar 10 smákökutegundír og þá þurfti hver
krakki að fá sína uppáhaldstegund.
Jóiatréð prik með grænum
kreppappír
Fyrsta jólatréð, sem Kristbjörg man eftir
heima í Fljótum, var heimasmíðað, prik með
grænum kreppappír og vírteinum fyrir log-
andi kertin. í þá daga var ekki jólatré á öllum
heimilum. „Ein af mínum fyrstu bernskuminn-
ingum frá jólunum, var þegar ég var 5 eða
6 ára og það var einmitt þá sem mér fannst
jólakertin lýsa einna best á trénu. Þá fékk
ég að fara á næsta bæ, þar sem bjuggu eldri
hjón og 10 ára dóttir þeirra. Maðurinn var
nánast rúmliggjandi og þar var ekkert jólatré
og mér fannst alveg útilokað að stúlkan fengi
ekki að sjá jólatré, svo ég arkaði með jóla-
tréð okkar og nokkur kerti til hennar annan
í jólum. Á bænum var aðeins ein baðstofa
og mjög þröngt en þarna sátum við hvor á
sínu rúminu og horfðum á kertin brenna nið-
ur. Og mér er alltaf minnisstætt hvað mér
fannst birta mikið í stofunni og hvað við vor-
MIKIL vinna liggur að baki íslensku jólasveinunum sem Liesel býr til. Hér eru fjórir
þeirra á arinhillunni í Hólsgerði þar sem þau hjónin búa.
FJÖLSKYLDAN í Hólsgerði býr til nokkur piparkökuhús á aðvent-
unni, en þau eru m.a. gefin vinum og ættingjum.
L
IESEL Malmquist á Akureyri
byrjar að huga að undir-
búningi jólanna strax í
september, en hún og eig-
inmaður hennar Jóhann Malmquist
“'ó'úa sjálf til mikið af þeim jólagjöfum
sem þau gefa. „Okkar fólk kann
betur að meta það að fá eitthvað
sem við búum til sjálf," segir Liesel.
Hún er frá Ham-
borg í Þýskalandi en
hefur búið á íslandi í
rúm 40 ár. Þau hjónin
ákváðu strax að velja
bestu jólasiðina frá
hvoru landi. „Við
ákváðum að blanda
saman skemmtileg-
ustu jólasiðunum frá
hvoru landi og það
hefur gefist vel,“ segir
Liesel. Af íslenskum
siðum nefnir hún
_/iaufabrauðsgerð, fjöl-
skyldan hittist öll
heima hjá þeim Liesel
og Jóhanni, yfirleitt á
sunnudegi í aðvent-
unni og svo er keppst við. „Við
gerum um 200 kökur og tökum all-
an daginn í verkið, en allir hafa
gaman af,“ segir hún. Gjarnan er
boðið upp á aðventuskúffuköku
með kaffinu þann dag, en börnin
eru einkar hrifin af þeirri köku. Þá
hafa þau fyrir sið að borða kæsta
Liesel Malmquist er f ædd i
Hamborg og hef wr hef ur búió
á Akureyri i f jóra úratugi
SKEMM
HÖLDUM í
Morgunblaðið/Kristján
LIESEL Malmquist við jólaenglana sem hún og
Jóhann eiginmaður hennar útbúa í sameiningu.
skötu á Þorláksmessukvöld, en
þeir sem ekki eru hrifnir af slíkum
mat fá annan fisk.
Af þýskum siðum nefnir Liesel
að ævinlega séu þau með lifandi
jólatré með lifandi kertaljósi, en sá
háttur var hafður á í heimalandi
hennar. „Við fylgjumst vel með Ijós-
unum, en óneitanlega finnst manni
meira til jólatrésins koma þegar á
því eru lifandi ljós,“ segir hún. Þeg-
ar börnin voru lítil skreyttu þau
hjónin jólatréð og svo var stofunni
lokað.
Börnin biðu spennt þar til jólin voru
hringd inn kl. 6 á aðfangadags-
kvöld; þá fengu þau loks að sjá
jólatréð. „Þetta var siður í Þýska-
landi og börnin hafa sagt mér að
þetta hafi verið ógurlega spenn-
andi, þeim þykir vænt um þessa
minningu."
í heimalandi Lieselar kom jóla-
sveinninn í eina heimsókn til barn-
anna fyrir jólin, það var aðfaranótt
6. desember. Skórinn var settur
fyrir utan svefnherbergisdyrnar og
iðulega var fallegur hlutur eða eitt-
hvað gómsætt í honum að morgni.
Þessum sið héldu þau hjónin.
Aðventan er mikill annatími, en
auk þess sem Liesel útbýr mikið
af þeim jólagjöfum sem þau gefa,
gerir hún öll jólakortin sjálf. Fjöl-
skyldan hittist og býr til nokkur pip-
arkökuhús og þá býr hún líka til
veglega piparkökujólasveina sem
hún gefur þeim sem koma með
jólapóstinn til þeirra á Þorláks-
messu eða aðfangadag.
Aóventuskúffukaka
________100 g smjörlíki___
500 g síróp
100 g sykur
1 -2 egg (eftir stærð)
625 g hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1 bolli mjólk og brúnkökukrydd
ofhýddar möndlur til oð leggjo
ofon ó kökuna
Smjörlíki, sykur og síróp er hitað
í potti. Hveiti, lyftiduft, natron og
krydd sigtað í skál. Öllu öðru hrært
saman við. Bökunarpappír settur
í skúffu. Deiginu smurt á og möndl-
um raðað í munstur ofan á.
Bakist í meðalheitum ofni, 150°,
til 175°, í 20 mínútur. Skerið kök-
una heita í jafna bita.
Niirnberger
Elisenlebkuchen
2 e99
200 g púðursykur
vaniliudropor
'á tsk negull, steyftur
1 tsk steyttur kanill
nokkrir rommessensdropar
rifinn börkur af einni sítrónu
75 g súkkat í smóbitum
125 g fínmalaðar möndlur
125 g fínmglaðar möndlur
125 g fínmolaðar heslihnetur
% tsk lyftiduft
u.þ.b. 40 oblótur (hveitiþynnur)
Eggin eru þeytt í þykka kvoðu.
Sykrinum bætt út í smámsaman.
Þeytið vel uns sykurinn er leystur
upp. Blandið öllu hinu varlega sam-
+