Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 E 57 JÓLAKARLAR þrykktir á maskfnupappfr meö taulitum. VÍRHJÖRTU og rauðar tölur á jólapakkann handa ástinni einu. FRJÓTT ímyndunarafl, vel birgur kryddskápur, Ifmbyssa, tau, bréf og bylgjupappi, jafnvel bara hluti af þessu, er það sem þarf til að gera þessa skrautlegu jólapakka. Gréta Guðmundsdóttir gerði nokkra pakka fyrir Morgunblaðið, notaðist við pappírspoka og bylgju- pappa striga og bönd úrföndurbúð, heilt, þurrkað krydd, jólaefni, dag- blöð og skreytingar úr kanildeigi, en ilmurinn af því minnir óneitan- lega á jólin. Kanildeigið er búið til úr tveimur hlutum af kanildufti á móti einum hluta af eplamauki. Deigið er hnoðað, flatt þunnt út, mótað að vild, t.d. með piparköku- móti og látið þorna í u.þ.b. tvo sól- arhringa. Gæta verður þess að gera göt í fígúrurnar þar sem band á að koma, áður en þær þorna. Gréta notar límbyssu til að líma skreytingar á pakkana. Þeir sem ekki búa svo vel geta notað trélím eða jafnvel tonnatak. Pakki menn inn í dagblöð, segir Gréta nauðsyn- legt að hafa plast eða filmu undir þvi prentsvertan smitist. UMBÚÐIR jólagjafa geta vakið undrun og ánægju, verið fallegar og fljótlegar um leið. Sá sem hefur einlitan pappír, jafnvel hvítan vélritunarpappír eða rúllu af brúnum maskínupappír, getur sett gjafir í skrautumbúðir. Ein- föld byijun er oft best og það veiyulega verður sérstakt. Ódýr- ir smáhlutir til daglegra nota geta verið óvænt prýði á gjöf. Stundum ganga þeir sjálfir í sam- band við pappírinn utan um gjöf- ina, stundum þarf að hefta, nota límband, lím, eða títuprjón. Málmgormar í hnút, sem not- aður er venjulega til að skrúbba potta og pönnur, teygjast tölu- vert og falla ljúft að hvers kyns minni pökkum. Gaman er að gefa smáábend- ingu um innihald pakkans. Eymapinna má festa með lím- bandsbútum eða hefti á pakka með sápu eða handklæði. Nær- fatapakkinn góði nær á sama hátt æðra stigi ef málbandi er vafið um pappirinn eða bómullar- hnoðrar festir við. Hárteygjur eru ágætar til að loka vöndullaga pakka til endanna og einfaldar spennur geta líka dugað. Bréfaklemmum má stinga í pappír utan um bókagjöf, hægt er líka að pakka lesningunni í dagblað eða líma spæni, sem til falla þegar blýantar eru yddir, á einlitan pappír. Lakkris og klemmur Pakka veiðimannsins má skreyta með gimi, gott þykir að loka pakka ungviðis með lakkrís- lengjum, rómantískir mega vel fá pakka með dropum af kerta- vaxi, varalitakossum þeirrar heittelskuðu eða rakspíra sem úðað hefur verið á pappírinn. Framagjamir kynnu að endur- nýta minnismiða eða límrönd sem settir hafa verið út um allt á þeirra pakka. Auðvelt er að loka með þvotta- klemmum pakka sem geymir rúmföt og þess háttar góss. Loka má prjónlespakka með garni sem vafið er þvers og kmss. Sælkerinn þarf ekki að velkj- ast lengi í vafa fái hann pakka þar sem tannstönglar hafa verið þræddir í pappírinn. Eða lárvið- arlauf límd á, sykurmolar festir hér og hvar með ofurlími, mand- arínubörkur heftur í bréfið eða gróft salt límt á. Hlutir sem glatað hafa nota- gildi eða aldrei haft það geta vel passað utan um pakka. Gervi- blóm er gott á pakka blóma- rósar, vírstilkurinn vafinn utan um og sumar komið í desember. Sturla Birgisson. Matreiðslwnaður ársins 1995 og 1996. Yfirmatreiðslumaður Perlunnar. á \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.