Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn LEST eigum við okkur jólaboða, eitthvað sem minnir á að jólin eru í nánd. Mandarínur í trékassa eða rauðu neti, austurlenskar krydd- blöndur í ýmsu samhengi, hvort heldur er kanilstöng í glöggbolla, negulnagli í appelsínu eða engifer I smákökum. Ilmurinn af nýsoðnu hangikjöti, skötu eða rauðkáli í potti. Rétt eins og jólin séu ein allsherjar matarhátíð, svo mjög snýst allur undirbúningur þessarar mestu hátíðar kristinna manna um mat. Að ógleymdum gjöfunum. Greniilmur, góður matur og jólagjöf, sem valin er af umhyggju og pakkað inn af hugkvæmni, eru ómissandi þáttur í jóla- haldinu en við verðum að vera minnug þess að umbúðirnar mega ekki bera innihaldið ofurliði. Hversu oft höfum við ekki kinkað samþykkjandi kolli þegar við höfum verið minnt á að litlar gjafir gleðja ekki síður en stórar, að hugurinn sem að baki liggur sé það sem máli skiptir? Og vitum við ekki öll að það er ekki magnið heldur gæðin sem eiga að ráða? Það er ekkert að því að borða góðan og ofurlítið óhollan mat um hátíðirnar, meira máli skiptir að við hugum að hollustunni hversdags. En það er kannski óþarfi að fá sér þrisvar sinnum á diskinn. Minnug alls þessa fögnum við fyrsta sunnudegi í aðventu. Vonum að okkur gefist ráðrúm til að njóta hennar með fjölskyldunni og gera ef til vill eitthvað gott og gagnlegt í leiðinni. Hlusta á jólaóratóríur og Bing Crosby syngja um hvít jól og vona að við missum ekki sjónar á því sem er mest um vert um jólin, jólaboðskapnum, og því að geta lagt til hliðar allt amstur hversdagsins og notlð jólahelginnar. Að við væntum ekki meira af jólunum en svo að þau geti staðið undir því. Jólahaldiö er ekki annað en það sem við ieggjum í það. Ætli menn sér um of verður engin orka aflögu til að njóta þess sem vel er gert. Vandamálin leysast ekki sjálfkrafa um jólin frekar en aðra daga. Um jólin á allt að vera eins og það hefur alltaf verið, jólin eru hátíð hefða og fastheldni. En líf manna breytist, ástvinir hverfa á braut og nýir koma til sögunnar. Er jólin ganga í garð skjóta upp kollinum endurminningar sem hægt hefur verið að ýta til hliðar í gráma hversdagsins. Vonandi aðeins Ijúfsárar hugsanir sem minna okkur á hversu mikils virði það er að geta notið og fundið til. Með von um góða aðventu og gleðileg jól. y/j/r)a/' )/////sia/’rit/é////’ Jólin hér og þar Jólatréð skreytt eplum 16-19 Skarfur og jólasaga 28 Opið hús á aðfangadag 34-35 Þýskir siðir og íslenskir 42-43 ítölsk skemmtan og óhátíðleg 54-55 Fast og fljótandi Saffran um jólin 6 Heitir drykkir og yljandi 20 Nýstárlegt meðlæti 32-33 Þurrkað og saltað jólaket 39 Prúðbúið fiskihlaðborð 40-41 Kalkúni Sáms frænda 46-47 Jólavín með jólamatnum 48 Rjúpur að hætti Toscana-búa 50-51 Jólabúðingur í skjóðu 58-59 Kökur og konfekt Þegar piparkökur bakast ...14 Dökkur ávaxtadraumur 22-23 Jólakonfektföndur 24 Norður-afrískar smákökur 26-27 Flauelsmjúk súkkulaðinautn 30-31 Ofót og örlæti Jólin brotin til mergjar 44-45 Jólakveisa 4 Grænt og sykurlaust Fyrirhafnarinnar virði 10 Hátíðargrænmeti 12 Ekkert meinlætalíf 36-37 Skreytingar______________ Mamma jólabarn 52-53 Ferskar og ætar 56-57 Höfundar efnis; Ámi Matthíasson, Áslaug Jónsdóttir, Bogi Þór Arason, Brynja Tomer, Egill Egilsson, Hákon Már Oddsson, Hrönn Marinósdóttir, Karl Blöndal, Kristján Kristjánsson, María Hrönn Gunnarsdóttir, Sigríöur Ingvarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Urður Gunnarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Þómnn Þórsdóttir. Hönnun: Áslaug Snorradóttir og Magnús Axelsson. Umbrot: Þorsteinn Þröstur Jakobsson. Forsíöumynd: Kristinn Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.