Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 36
36 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ ÞVÍ að Kirsten Friðriksdóttir dönskukennari greindist með syk- ursýki fyrir þremur árum, hefur hún verið dugleg að prófa sig áfram með uppskriftir, aðlaga gamlar og góðar uppskriftir og búa til nýjar. Hún segir lítinn vanda að laga uppskriftirnar að þörfum sínum. Þær geta einnig nýst þeim sem minnka vilja við sig sykurinn og fituna en sykursjúkir verða að fækka hitaeiningunum eins og kostur er. Notar Kirsten jógúrt, fitusnauðan sýrðan rjóma og kota- sælu eins mikið og hægt er. í einni uppskriftanna er vín, sem hún seg- ist þola, sé það í mjög litlu magni. Ekki sé þó víst að það eigi við alla sykursjúka. Allar uppskriftir nema ostakak- an og tofukakan eru fyrir 4. Athuga þarf að uppskriftir þar sem notuð er strásæta má aldrei baka við meiri hita en ca. 180-190° C-annars hverfur sætubragðið. Kotasœluábœtir meó ávaxtasósu ________1 dós kotosaalo_____ _____1 sítróno, börkur og safi ________5 blöð matarlím_____ ________1 msk strásæto_____ _______2 dl rjómi, þeyttur___ 2 eggjohvítur, stífþeyttar Matarlímsblöðin fyrst lögð í bleyti og síðan brædd í safanum af sítrónunni. Sítrónuberkinum og strásætunni bætt út í kotasæluna og matarlíminu þegar það er að- eins farið að kólna. Þeytta rjóman- um og eggjahvítunum er síðan bætt varlega út í. Sett í 4 bolla og látið stífna í ísskáp. Þegar bera skal ábætinn fram er bollunum dýft örstutt í heitt vatn og innihald- inu hvolft á disk eða grunna skál. m KOTASÆLUÁBÆTIR með ávaxtasósu. Bragðgóður eftirréttur og ekki spillir fyrir að hann er sykur- og fitusnauður. KIRSTEN FRIÐRIKS- DÓTTIR lumar á syk- ur- og hitaeininga- snauóum ef tirrétta- uppskriftum fyrir félk meó sykursýki, m jólkurof næmi og sjálfsofnæmi Ávaxtasósa úr einhverjum ávöxt- um, t.d. kiwi, ástríðuávöxtum, jarð- arberjum eða bláberjum sett í kring á diskinn. Skreytt með ávöxt- um eða strimlum af sítrónu- eða appelsínuberki. Kaffimús 2 eggjarauður ____________i egg____________ l'/z dl léttmjólk 1 msk skyndikaffi 2 blöð matarlim 3 msk strósæto 12 msk (írskt) viskí) 1 eggjahvíta, stífþeytt Tll skrauts 1 eggjahvíto, stífþeytt 4 msk sýrður rjómi 10% Eggjarauður og eggið hrært saman. Mjóik og skyndikaffi hrært saman við. Eggjablandan er síðan hituð varlega (að suðumarki) þar til hún þykknar og hrært stöðugt í á meðan. Matarlímsblöðin sett í bleyti og síðan hrært saman við heita blönd- una. Þegar blandan er farin að kólna er strásætunni (og viskíinu) bætt í. Að lokum er ein stífþeytt eggjahvíta hrærð varlega saman við og músin sett í 4 ábætisglös. Látið kólna í ísskáp. Við framreiðslu er síðasta eggjahvítan stífþeytt og í hana bætt 4 msk af sýrðum rjóma. Þetta er síðan sett ofan á ábætinn. (Ekki hægt að gera fyrr en á síðustu stundu, því annars fer loftið úr eggjahvítunni). Tofu-„osfakaka" Botn 50 g sólblóma SÚKKULAÐIKAKA. Þeir sem hafa sykursýki eða skert sykurþol verða að forðast sætabrauð og sælgæti sem og mat- væli sem innihalda mikla fitu. í fyrstu kann að virðast sem þeir verði þá að lifa meinlætalífi hvað fæðu varðar en því fer fjarri. Ef viljinn erfyrir hendi er enginn vandi að útbúa fallegt veisluborð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. EPLAOSTAKAKA. RÚLLUTERTA með mokkakremi, piparkökur og möndlu-apríkósukökur. MEINLÆTAUF KONÍAKSSTANGIR. mjöl og mjólk þeytt saman í potti og hitað meðan hrært er stöðugt í. Soðið í u.þ.b. 1 mín., en þá er matarlíms-kaffiblöndunni bætt út í. Kælt og þeytta rjómanum bætt saman við. Kreminu er smurt á kælda kök- una, hún rúlluð upp og skreytt með blöndu af kókosmjöli og kakói. Einnig er hægt að nota sultu fyrir sykursjúka í stað kremsins. Uppskriftin er 6-7 K. Vilja gleymast Talið er að tæplega fimm þús- und íslendingar séu með sykursýki Þrátt fyrir það vilja sykursjúklingar gleymast og yfirleitt hafa þeir litla ástæðu til að opna blöð og tímarit um kökur og kræsingar á borð við þetta. Kirsten Friðriksdóttir, dönsku- kennari við Verzlunarskóla íslands, og Aðalheiður Ríkarðsdóttir, einn af eigendum heildverslunarinnar Lyru, hafa báðar áhuga á málefn- um sykursjúklinga. Þær hafa feng- ist við að búa til uppskriftir að kökum, tertum og eftirréttum sem sykursjúklingar geta gætt sér á til jafns við aðra veislugesti og eru svo örlátar að leyfa lesendum Morgunblaðsins að njóta afrakst- ursins. „Sykurbrúnaðar" kartöflur Aðalheiður notar sérstakan gervisykur, atwel, í uppskriftirnar sínar. Þeir sem sakna þess að hafa brúnkál og brúnaðar kartöflur með jólasteikinni geta tekið gleði sína á ný því hægt er að nota at- wel-sykurinn í stað venjulegs syk- urs til að búa meðlætið til. Þá þarf að hafa í huga að bræða atw- el-sykurinn fyrst í vatni yfir hita og bæta smjörinu síðan út í, annars vill hann kekkjast. Það sama á við þegar sultur eru gerðar úr „sykrin- um“. atwel-sykurinn þeytist líka vel með eggjum en þá verður að byrja á að þeyta eggin og strá „sykrin- um" síðan út á meðan þeytt er áfram. Einn desilítri af atwel- sykrinum jafnast á við u.þ.b. 100 g sykurs. Rétt er að minna á að ef ávext- ir er notaðir í uppskriftir fyrir sykur- sjúka verður að bæta kolvetna- fjölda ávaxtanna við heildarfjölda kolvetna í uppskriftinni. Síðan er ráð að útbúa fallegan ostabakka með grænmeti og vínberjum ef von er á sykursjúkum vini eða vanda- manni í heimsókn. Súkkulaóikaka 225 g hveiti 1 dl kakó _________1 tsk sódgduft_______ _________2 dl súrmjólk ___________2 dl atwel_________ _____________2e99_____________ 100 g smjörlíki, brætt og kælt Krem _________3 dl atwel_________ ___________1 dl kakó_________ _____________1 egg____________ 100 g smjör Egg og atwel hrært saman. Smjörlíki bætt í og svo súrmjólk- inni og hveiti/kakó/sódadufts- blöndunni á víxl. Deigið má þynna með köldu kaffi eða mjólk ef þurfa þykir. Bakað við 180°C í u.þ.b. 20 mín. Krem Öllu hrært saman og þynnt með köldu kaffi eða mjólk ef þurfa þykir. Kakan er u.þ.b. 15 K.(1 K er mæli- eining fyrir 10g af kolvetnum). E.t.v. skreytt með ávöxtum (kiwi, jarðarber, mandarínur), en þá reiknast ávextirnir til viðbótar. Epla-ostakaka Botn 135 g smjör /i dl atwel 'á tsk vanilludropar 150 g hveiti Fylling 250 g rjómgostur 14— 1 dl atwel ____________f e99___________ ______!4 tsk vanilludropar__ ______1 msk kartöflumjöl____ __________1 msk atwel_______ __________Vi tsk konill_____ 3 epli, ofhýdd og skorin í þunnar __________sneiðar___________ 60 g hnetuspænir Smjöri, atwel og vanilludropum hrært saman uns hræran verður létt og Ijós. Hveitinu blandað vel saman við. Botn og hliðar á 20 sm klemmuformi klædd með deiginu. Rjómaostur og sykur hrært saman og egginu og vanilludrop- um bætt út í. Blöndunni hellt í formið. Kanil, atwel og kartöflumjöli blandað saman. Eplasneiðunum raðað ofan á blönduna í forminu og kanilblöndunni stráð yfir. Hnetuspónunum einnig. Bakað í 10 mín. við 225°C. Hiti lækkaður í 200°C og bakað í 25 mín. til við- bótar. Uppskriftin er u.þ.b. 15 K. mmmmmmmmmmmmmmmmms Mokkarúlluterta ____________4 egg____________ __________1 'á dl atwel______ 2 msk kartöflumjöl (25 g) 60 g hveiti (1 dl) 1 tsk lyftiduft Krem 2 eggjarauður __________2 msk gtwel________ 2 tsk maizenamjöl __________1 dl mjólk_________ 2 matarlímsblöð, lögð í bleyti í __________5-10 mín.__________ 2 tsk skyndikaffiduft, leyst upp í ______ögn of sjóðondi vatni__ 1 dl rjómi, þeyttur Til skrauts kókosmjöl og kakó Eggin þeytt vel. Atwel sigtað út í meðan þeytt er. Kartöflumjöl, hveiti og lyftidufti blandað varlega út í með sleikju. Deiginu hellt á bökunarpappír sem hefur verið mótaður í 40x40 sm „form“. Bakað í 8-10 mín. við 200°C í miðjum ofni. Kælt á bökunarpappír sem kó- kosmjöli hefur verið stráð á, papp- ír settur ofan á og síðan rakt stykki. Krem Eggjarauður, atwel, maizena- mmmmmmmmmmmmmmmm Piparkökur 500 g hveiti _________2/4 dl gtwel_____ _________180 g smjörlíki__ 2 tsk mgtgrsódi 4 tsk kanill _________2 tsk negull_____ _______'/2 tsk pipgr______ _________1 dl mjólk_______ 1 tsk síróp Hnoðað deig eða gert í mat- vinnsluvél. Kælt. Flatt út og stungnar út piparkökur sem bak- aðar eru við 200°C í 10-15 mínút- ur. Uppskriftin er u.þ.b. 33 K. Koniaksstangir ____________200 g smjör_____________ ____________1 dl atwel______________ ____________300 g hveiti____________ 'á dl koníak eða sterkt kaffi súkkulaði (ef vill) (sykurlaust- eða suðusúkkulaði) Smjöri og atwel blandað saman. Hveiti hnoðað upp í, ásamt koníaki eða kaffi eða blöndu af kaffi og koníaki. Mótað í lengjur. Einnig er þægilegt að gera deigið í mat- vinnsluvél, hafa vökvann heldur meiri og sprauta deiginu úr rjóma- sprautu meðan það er nýhnoðað og mjúkt. Bakið í 10-12 mínútur við 175°C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.