Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 E 49 P“ MORGUNBLAÐIÐ tSiœœwai FRANSKT FRAKKAR eru oft sagðir daðrarar og sælkerar, unnendur fegurðar. Minna er talað um hugsanlega lesti eins og skapvonsku, vegna þess að hart er í ári og umferð þung. Hugurinn kætist við matar- borð og náttborð í Frakklandi og hér verður fjallað um mat. Hvorki er hægt að segja nýtt eða gamalt eldhús í gildi lengur, sambland þessa er frekar það sem fæst á vertshúsum og þau bjóða flest nokkra sígilda rétti auk sér- stæðari samsetninga. Kæfur eru yfirleitt glansnúmer á forréttaseðl- um, hugarflug kokksins nýtur sín þar. Hér á eftir koma tvær ansi ólíkar útgáfur. I íslendingar gera eitthvað af því að veiða gæsir og vel má nýta lifr- ina úr fuglunum í kæfu. Ef erfitt er að nálgast hana er alltént hægt að fá kjúklingalifur í næstu eða þarnæstu búð. wmmmmmmmmmmmmm Gæsalifrarkæfa Fyrir 8 manns, wndirbúningur og eldon um 40 min. 2 gæsolifrar, hvor um 600 g ______eða fleiri minni lifrar_ 2 msk kryddblanda; kgnill, _____engifer, negull, múskat_ __________2 msk hveiti_______ ___________2 tsk salt________ 2 tsk sykur Setjið lifrarnar í ísskáp í klukku- stund a.m.k. Þær þurfa að vera vel kaldar fyrir þessa uppskrift. Blandið saman kryddi, hveiti, sykri og salti. Skerið kaldar lifr- arnar á ská í um 1,5 sm þykkar sneiðar og veltið þeim uppúr blöndunni. Burstið ofgnótt af. Veltið lifrarbitunum í 40 sek. á hlið á teflonpönnu yfir meðalhita. Geymið feitina sem myndast smám saman í skál. Leggið lifrarsneiðarnar hverja yfir aðra í ferkantaða pönnu, um 40 sm langa. Strjúkið feitinni yfir. Hyljið og hafið í ísskáp í þrjá sólar- hringa áður en borið er fram. Stoltið Frakkar eru stoltir af gæsalifrar- kæfunni, viðhafnarforrétti með ristuðu brauði eða fíngerðu, ein- földu salati. Uppskriftin að ofan er óvenjuleg út af jólakryddinu og mælt er með úfnu grænu salati og sveppum með, vættu í úrvals- olíu og góðu ediki, krydduðu á gamlan máta með salti og pipar. Annars eru jarðsveppir, truffles, eitt besta tilbrigðið við gæsalifrar- kæfu, eins og þráður í miðju henn- ar eða í flögum hér og hvar. Sagt er að villisvín þefi enn sveppina uppi í skógum Frakkalands. Stundum eru hafðar jurtir í stað þessara svörtu sveppa eða ekki neitt, nema hroð, sem er hlaup og roð samanlagt, ofaná kæfunni. Góð og fremur þrungin frönsk hvít- vín, t.d. Gewurztraminer frá Els- ass, eiga vel við gæsalifrarkæfu. Fölsk gæsalifrarkæfa Fyrir 1-2, fliútlegl. Þeir sem vilja hlaupa án þess að kaupa, of mikið að minnsta kosti, geta sem best prófað þessa kjúklingakæfu áður en ráðist er í gæsina. Það sem þarf í lítinn skammt eru 300 g af fuglalifur, rúsínur, smjör og armaníak. Fyrst er rífleg matskeið af rúsín- um lögð í bleyti. Nokkru seinna er kjúklingalifur velt snöggt á pönnu í svolitlu smjöri. Hún er tek- in af hitanum meðan miðjan er enn bleik. Þannan er nú vætt með ar- maníaki. Lifrinni aftur skellt á og blandað vel við áfengið, 150 g af mjúku smjöri, salt og pipar. Síðan er mjúkum rúsínunum bætt við og kæfan geymd í köldu búri eða ís- skáp yfir nótt. Hún er svo höfð í forrétt, með ristuðu brauði og ef til vill fersku grænmeti í fagurlega, daðurgjarnri samsetningu. SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin kr. 9.975 stgr. sýður vatniðjyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Tllboðsverð nú aðeins REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Rafha, Suðuriandsbraut, H.G. Guðjónsson, Suðurveri, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Staðafell hf., Keflavík, Samkaup, Keflavík, Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiðjan ^ Akur, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgamesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. <D Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, £E Pingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsgangaloftið ísafirði, Straumur hf., ísafirði, Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik. JQ NORÐURLAND: Kf. Hnitfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. O Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri, og útibú á Norðuriandi, Kf. Þingeyinga, Húsavik, Kf. Langnesinga, ■g Þórshöfn. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, £ Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfiröi, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf. ^ A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Ámesinga, Vík, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfell, Hollu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. Náttfatnaður fyrir dömur, herra, unglinga og bömfrá 6 mánaða. Mikið úrval af náttfatnaði úr náttúrulegri bómull, bómull sem ekki hleypur, gefur ekki lit og helst sem ný lengi. Dömu ullar- og silkináttfatnaður frá CÁLIDA. CALIDAýýr/Vþig og ekki bara gœðanna vegna. Póstsendum um land allt. PARÍSARbúðin NEffB CALIDA Vörumerki vandlátra Svissnesk gæðavara Austurstræti 8, sími 551 4266 Laugavegi 30, sími 562 4225 Jólagjöfina færðu í Kjarakaupum Vandað hnífasett Fjórir hnífar og eitt brýni. Verð: Jólatré „Puns"-sett fyrir 12 manns. Verð: Handmálað matar- og kaffistell fyrir fjóra. 20 hlutir. Verð: Verð frá: 1111« Tveir kertastjakar Verð: 3.500 j\]araKaup Faxafeni 10, simi 568 4910. Óseyri 4, Akureyri, simi 462 4964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.