Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 12
12 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AGÚST Pétursson, svili Þorra, lumaði á fleiri grænmetisréttum, sem eiga vel heima á jólaborðinu. Þá er ekki verra að þeir eru einfaldir að gerð. Spinatfylltar pönnukökur Þessi réttur er mjög léttur og hefur ótrúlega einfalt og hreint bragð. Hann er því tilvalinn for- réttur með margskonar mat. En hann gengur einnig vel sem fis- léttur aðalréttur við síður hátíðleg tækifæri. Athugið að parmesan- ost er hægt að kaupa í stykkjum og er hann mun bragðmeiri og ferskari en sá sem seldur er rif- inn. Það er því mun betra að kaupa hann þannig og rífa sjálfur niður jafnóðum. Pönnukökur ____________2 egg____________ __________70 g hveiti_______ __________'A tsk salt 150 ml mjólk ________50 ml ólífuolío______ Fylling 600 g frosið spíngt, eðg 1 kg ____________ferskt___________ 50 g furuhnetur, ristaðar ó pönnu þgr til þær eru Ijósbrúngr ________150 g kotdsæla_______ 70 g parmesan-ostur rifinn __________40 g smjör________ ________solt og pipar_______ Sé*a lítill laukur, saxaður Vi dós tómatgr, mgrðir gegnum ____________sigti____________ __________'A tsk sglt,_______ fersk basilikg, u.þ.b. 8-10 lauf fersk steinselja til skrguts Eggin slegin saman og hveiti og salt hrært saman við þar til blandan er kekkjalaus. Mjólkinni blandað í og síðast olíunni. Látið standa í kæli í það minnsta í hálfa klst. áður en deigið er steikt i þunnar kökur á pönnuköku- pönnu. Sósan er soðin meðan réttur- inn er lagaður. Glærið saxaða laukinn í olíunni. Þegar laukurinn er tilbúinn er tómaturinn marinn gegnum sigtið og salti og basiliku bætt út í. Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður og sósan látin krauma meðan pönnukök- urnar eru útbúnar. í fyllinguna er að sjálfsögðu best að nota nýtt spínat, en þar sem það fæst sjaldan hér á landi og er að auki óheyrilega dýrt er ágætt að nota frosið í staðinn. Spínatið er soðið í svolitlu vatni í 3-5 mín, ef það er ferskt, ann- ars þar til skömmu eftir að frost- ið er farið úr því. Síðan er það sett í sigti og pressað úr því mest af vatninu, þá er það saxað gróft og sett í skál þar sem smjöri, kryddi, ristuðum furu- hnetum og % af parmesan-ostin- um er blandað saman við það, síðast kotasælunni. Fyllingunni jafnað á pönnukökurnar sem rað- að er í eldfast mót. framt til í svolítið framandi keim. __________100 g smjör____________ 1 lítill ferskur gnanas leða Vi dós ósykraður), skorinn í fallega bita __________3 msk rúsínur__________ 1 stór laukur, saxaður 100 g cashew-hnetur (fóst í __________heilsubúóum)____________ 1 msk grófmöluð kóreanderfræ (fóstíheilsubúðum) 1 tsk turmerik________ _______'A tsk coyenne-pipar______ 2 bollor hrísgrjón (hýðisgrjón) 1 tsk salt 1 tsk (eða einn teningur) Afganginum af parmesan- ostinum stráð yfir og svolítilli olíu eða smjörklípum dreift þar yfir, til þess að osturinn brúnist. Bak- að í ofni við 200° í u.þ.b. 15 mín. eða þar til osturinn er gullinn og pönnukökurnar svolítið stökkar. Að síðustu er hluta af tómatsós- unni hellt á miðjar pönnukökurnar og saxaðri steinselju dreift yfir til skrauts. Borið fram með afgang- inum af tómatsósunni. Ef þetta er hugsað sem forrétt- ur er hæfilegt að áætla eina pönnuköku á mann og þá er fal- legt að setja þær á sérdisk, ofan á salatblað og bæta tómatsósu á til hliðar við pönnukökuna. Skreytt með steinselju, áður en þetta er borið fram. Valhnetuhleifur Þessi hleifur er afar einfaldur í framleiðslu og mjög bragðgóð- ur. Það eina sem þarf að passa er að ofbaka hann ekki, því þá verður hann þurr, hann þarf samt að fá góða skorpu. 200 g hakkaðar vglhnetur 100 g hakkaðar möndlur 1 'á bolli heilhveiti-brouðmylsna ________'A bolli hgframjöl________ ________1 fint saxoður laukur_____ 1 selleristilkur, fíntsoxaður 1 stórt hvítlauksrif, saxað 2 msk fersk, söxuð steinselja ____________’A tsk salt___________ ______________4egg________________ 1 dl rjómi Öllum þurrefnum er blandað saman í skál. Eggin slegin saman við rjómann og blöndunni hrært út í þurrefnin. Blandan er sett í aflangt brauðmót og bökuð við 200° í u.þ.b. 40 mín. eða þar til góð, gullin skorpa hefur myndast. Borið fram með grænmetissalati, kartöflum, sveppasósu og öðru uppáhalds hátíðarmeðlæti fjöl- skyldunnar. Hrísgrjónapilaff Þessi bragðgóði, svolítið sæti réttur er ættaður frá Indlandi. Hann er ágætur á annan í jólum, eða á nýársdag, þegar fólk er orðið leitt á þungmeti og jafn- ________grænmetiskroftur________ 1 msk söxuð kóreonderlauf ef vill, eða fersk steinseljg Laukurinn saxaður og glærað- ur á pönnu í hluta feitinnar, hnetunum bætt út í og þær steiktar þar til laukurinn er örlítið farinn að brúnast. Þá er grjónun- um bætt í og þau látin drekka í sig olíuna. Þegar það hefur gerst er vatni sem er að rúmmáli u.þ.b. 2,5 sinnum grjónin bætt á pönn- una. Suðan látin koma upp á ný og pönnunni lokað þétt. Hitinn lækkaður og allt látið krauma í u.þ.b. hálfa klst. eða þar til hrís- grjónin eru soðin og búin að drekka í sig vatnið. Á meðan eru rúsfnurnar steikt- ar svolítið í afganginum af ol- íunni. Þegar hrísgrjónin eru soðin er öllu hinu hrært saman við, nema kóreanderlaufinu. Allt látið krauma við vægan hita í svona 15 mínútur til að láta bragðið blandast. Gott er að setja hluta af ananassafanum saman við ef vantar vökva í réttinn. Þegar rétturinn er tilbúinn er kóreanderlauf klippt yfir, eða bara fersk steinselja sem er ein- faldara að nálgast og hefur að auki ekki eins framandlegt bragð. Rétturinn er síðan borinn fram með hrásalati og hvítlauksbrauði ef vill. kross, vefjið í rakan klút og látið standa í kæli í 'h klst. 4. Fletjið deigið út í ferhyrning 4- 5 mm á þykkt og skerið kalt smjör- ið í 3-4 mm þykkar sneiðar sem raðað er ofan á u.þ.b. * 1 2 3A hluta deigsins. Byrjið á að brjóta smjör- lausa hlutann yfir á smjörhlutann og síðan þriðjunginn sem eftir er yfir það sem nú er tvöfalt. Þannig fást þrjú lög af deigi með smjöri á milli. Nú er orðin til lengja. Brjótið hana á sama hátt á lengdina, þannig að úr verði nokkurn veginn ferningur. Kælið í hálftíma. 5. Fletjið deigið út á ný og brjótið það aftur saman eins og áður er lýst. Kælið aftur og endurtakið einu sinni enn. 6. Geymið deigið í kæli þar til á að nota það. Fylling _______6 hvitkólsblöð (ystu blöð__ _______ó fremur stórum haus)______ ____________50 g smjör____________ 60 ml (3 bolli) ólifuolía _______100 g laukur, sgxaður______ _______2 hvítlauksrif, söxuð______ 125 g hýðishrísgrjón (löng) þvegin ____________300 ml vatn___________ 3 egg, hrærð _______________salt_______________ nýmalaður, svartur pipar 1 tsk ferskt estragon 1 tsk fersk steinselja 50 g ristgðor möndluflögur ______100 g sveppir, sneiddir____ 4 tómgtar gfhýddir, fræhreinsaðir ________og skornir í bótg _______ 4 hgrðsoðin egg, skorin i bóta 100 g maribóostur 1. Til að ná hvítkálsblöðunum heil- um er best að sjóða allt hvítkáls- höfuðið í gufu í u.þ.b. 15 mín. Kælið og flettið blöðunum af. Þurrkið og setjið til hliðar. 2. Hitið smjör og olíu á pönnu og glærið lauk og hvítlauk í 2 mínút- ur. Bætið þvegnum hrísgrjónunum út í og látið þau drekka í sig fit- una. Bætið vatninu út í og látið krauma undir þéttu loki í 40-45 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru mjúk og hafa drukkið í sig vatnið. 3. Þegar hrísgrjónin eru soðin, tak- ið þau af hitanum, hrærið % hlut- um eggjablöndunnar út í ásamt salti og pipar. Látið kólna og bæt- ið kryddjurtum og möndluflögum saman við. 4. Fletjið deigið útí ferhyrning u.þ.b. 30x45 sm. 5. Markið ferhyrning á miðju deigs- ins með því að draga hnífsblað u.þ.b. 8 sm frá jöðrum þess, allan hringinn. Við þetta verða til fjórir ferhyrndir fletir á hornum deigsins. Skerið þá af og geymið til að nota í skraut. 6. Leggið 3 hvítkálsblöð á deigið þannig að þau hylji miðjuna og standi út af ferhyrningnum sem markaður var. (Hvítkálinu er ætlað að koma í veg fyrir að safi úr fylling- unni bleyti deigið um of.) 7. Setjið helminginn af hrísgrjóna- blöndunni á hvítkálið. Setjið síðan helminginn af tómötunum og sveppunum á hrísgrjónin. Þar á kemur afgangurinn af hrísgrjóna- blöndunni og þá aftur afgangurinn af tómötum og sveppum. 8. Dreifið eggjabátunum og sneiddum ostinum yfir. Lokið með afganginum af hvítkálsblöðunum. 9. Brjótið langhliðar deigsins upp og fellið saman. Penslið samskeyt- in með eggjablöndunni. Penslið aftur og brjótið endana yfir, þannig að deigrúllan lokist fullkomlega. 10. Gott er nota þykkan álpappír sem undirlag undir hleifinn. Hon- um er nú velt yfir á álpappírinn og hann síðan settur á ofnplötu. Penslið hleifinn með eggjablönd- unni og skerið út skraut úr afgangi deigsins. Raðið skrautinu á hleif- inn, t.d. laufblöðum og blómum, eða öðru sem listrænn innblástur gefur tilefni til. Penslið yfir með afganginum af eggjablöndunni og bakið í ofni við 200° í 30 mín, eða þar til hleifurinn er gullinn. Villisveppasósa , U.þ.b. 450-500 g islenskir villisveppir (t.d. kóngssveppur, gulbroddi eða kgntgrella) 6-8 g þurrkaðir kóngssveppir, muldir í mortéli_____ 2 msk smjör ________114-2 pelar rjómi______) ________50-75 g gróðoostur_____| ________(helst 75% feitur)_______ } ________salt, sykurog pipar____ _____________konígk_______ 1. Sveppirnir hreinsaðir og skornir í hæfilega stóra bita (það er þó e.t.v. óþarft að skera smáar kantarellur og gulbrodda í bita). Brúnaðir vel á pönnu í smjörinu. 2. Sveppirnir settir í pott og rjóm- anum bætt útí ásamt muldum kóngssveppinum. Suðan látin > koma rólega upp og þá bætt út í } gráðaostinum. Þeir sem ekki hafa smekk fyrir gráðaost skulu fara varlegar og smakka eftir hvern gráðaostabita sem þeir setja útí. Saltað og piprað eftir smekk og einnig er gott að láta örlítinn sykur með til að skerpa bragðið. 3. Sósan látin sjóða við lægsta hita í 30-45 mínútur a.m.k. og hrært í af og til. Sósan þykknar af sjálfu sér. Verði hún of þykk er [ hægt að bæta í rjóma. Rétt áður * en hún er borin fram er einni msk af koníaki bætt í sósuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.