Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðuneytis- Áhugaverður valkostur fyrir fólk á öllum aldri til ad koma sér i toppform og öðlast aukinn lífskraft. Æfingar sem sameina mýkt, einbeitingu og öndun. Innritun og uppl. í símaj 552 6266 J Kínversk leikfimi »iTjAHNAnwt$ • mmm húsi sundlaugar Seltjarnarness BREIÐHOLT • ÁRBÆ)ARHYERFI Danshöllin Drafnarfelli 2 Þessi mubla áframsendist, strákar. Hún passar ekkert með nýju álgardínunum mínum . . . -kjarni málsins! SKRANING I Sl || Eldhressir karlar á öllum aldri taka hressilega á undir leiðsögn KARLS SIGURÐSSONAR. OG KLÚBBURINN SÍVINSÆLI D I A tv n Annir knattspyrnumanna í Englandi Orðinn vanur miklu álagi Guðni Bergsson • • LL LIÐ sem falla úr úrvalsdeildinni stefna að sjálfsögðu á að vinna sæti sitt í deild- inni á ný en það gengur oft erfíðlega fyrir sig í fyrstu deildinni vegna þess að hún er jöfn og þar eru margir um hituna. Þar leika tutt- ugu fjögur félög og aðeins tvö þau efstu vinna sér sjálfkrafa sæti í úrvalsdeild- inni,“ segir Guðni Bergsson, fyrirliði og leikmaður Bol- ton í Englandi. Lið hans er nú í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu og stefnir á að endurheimta sæti í úr- valsdeildinni sem það varð af á liðnu vori. „Við byrjuð- um vel í haust og höfum nokkurn veginn náð að halda okkar striki." - Þú hefur leikið alla leiki þeg- ar þú hefur gengið heill tii skógar? „Ég hef verið óheppinn og orðið fyrir meiðslum það sem af er vetrinum en þegar ég hef verið heill hef ég leikið. Þá er ég fyrir- liði og yfirleitt er reynt að halda þeim innan liðsins." - Er mikiii munur á að leika í fyrstu deild eða úrvalsdeildinni? „Þar er verulegur munur á, eink- um eru gæðin mun meiri í úrvals- deildinni en hraðinn í leiknum er áþekkur og oft á tíðum meiri í 1. deild. Við höfum í tvígang í vetur fengið að reyna okkur við úrvals- deildar lið, Chelsea og Tottenham, og haft betur í bæði skiptin. Þeir leikir veita okkur sjálfstraust og sýna að við eigum fullt erindi á meðal þeirra bestu og erum með betra lið en í fyrra.“ - Hefur orðið mikii breyting á leikmannahópnum milli ára? „Alls ekki, en við erum að leika betur en þá og erum reynslunni ríkara. Framkvæmdastjórnin og þjálfarinn þekkja betur hvað þeir eru að eiga við og liðið er tækni- lega betra en áður. Hlutirnir vinna betur saman hjá okkur, einkum ef tekið er mið af fyrri hluta tímabils- ins í fyrra er okkur gekk flest í mót. Síðari hlutinn var betri en þá var orðið um seinan fyrir okkur.“ - Hefur hlutverk þitt breyst eftir að þú tókst við fyrirliðastöð- unni? „Að einhverju leyti er það. Sem fyrirliði hef ég reynt að vera meira hvetjandi en áður og láta meira til mín taka eins og gengur hjá mönnum í þessari stöðu. En liðið er skipað mörgum reynslu miklum mönnum og flestir lata til sín taka gerist þess þörf. Ég var ekkert valinn vegna þess að ég væri há- værastur en aðsópsmestur við að hvetja menn til dáða, enda útlend- ingur. Ég reyni hins vegar að láta gott af mér leiða.“ - Hvernig tóku félagar þínir að útiendingur væri fyrirliði? „Ágætlega að ég held. Altjent hafa þeir ekkert verið að fetta fingur út í þá ákvörðun við mig. Auðvitað er oft baunað á mig eins og aðra en það hefur ekk- ert aukist eftir að ég varð fyrirliði." - Vegna samninga úrvalsdeiidaliðanna við sjónvarps- stöðvar hafa tekjur þeirra aukist verulega umfram önnur lið. Er að myndast óbrúanlegt bil á miili deildanna af þessum sökum? „Það fer mikið eftir félögum en að sjálfsögðu verður alltaf munur á milli deildanna, hjá því verður ekki komist þó ekki væri nema vegna þess að fleiri áhorfendur ►Guðni Bergsson er atvinnu- maður í knattspymu og leikur með enska 1. deildar félaginu Bolton, en það trónir nú í efsta sæti deildarinnar. Hann er að leika sitt þriðja keppnistímabil hjá félaginu en hafði áður ver- ið fimm leiktíðir hjá úrvals- deildarfélaginu Tottenham. Eiginkona Guðna er Elín Kon- ráðsdóttir og eiga þau einn son, Berg, sem er 4 ára. Guðni er 31 árs og hefur leikið 71 landsleik og oft verið fyrirliði. koma á leiki í úrvalsdeildinni. Það er hins vegar ljóst að tilkoma þess- ara sjónvarpssamninga hefur breikkað bilið enn meira en áður var. Einnig hafa tekjur margra af stærri félaganna aukist veru- lega af sölu á minjagripum, bún- ingum og þess háttar varningi og er jafnvel orðin ein helsta tekju- lindin. Það fer Manehester United fremst í flokki." - Á Bolton stóran hóp tryggra áhorfenda sem mætir á alla leiki? „Það tel ég vera. í fyrra komu að meðaitali átján þúsund áhorf- endur á heimaleiki en hefur eitt- hvað fækkað í vetur við það að við féllum niður í fyrstu deild. Nú um stundir er verið að byggja nýjan og glæsilegan völl og menn vona að með góðu gengi þá geti félagið fengið yfír tuttugu þúsund áhorfendur á hvern heimaleik." - Það er ekkert jólafrí í ensku knattspyrnunni ólíkt því sem er í öðrum löndum. Það hefur verið gagnrýnt af ýmsum og ekki hefur bætt úr skák að miklir kuldar hafa verið og leikjum verið frest- að. Hver er þín skoðun á þessu mikla álagi? „Ég er orðinn vanur þessu því svona hefur þetta verið þau ár sem ég hef verið í Englandi, bæði hjá Tottenham á árum áður og nú hjá Bolton. Það hefur hins vegar verið rætt hér að gefa jólaleyfi því þess- ir leikir hafa mikið áhrif á jóla- hald hjá fjölskyldum þeirra sem standa í þessu. Þetta þarf að skoða til hlítar en er eins og mál standa er ekkert auðvelt í fram: kvæmd í þessu máli. í fyrstu deild eru tuttugu og fjögur lið, þau mæt- ast öll heima og að heiman og taka einnig þátt í bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni. Öllum þessum leikjum þarf að koma á á afmörkuðum tíma. Eina leiðin sem ég sé til að fækka leikjum er að fækka í hverri deild, til dæmis um tvö í úrvalsdeildinni og tvö til fjögur í fyrstu deild og svo framvegis.“ Ekki valinn vegna þess að ég var há- værastur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.