Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þórhallur Magnússon GAMALL Tíbeti snýr bænahjólum í Dharamsala. Hann heldur einnig á bænahjóli. Tíbetar trúa því að þessi athöfn geri bænirnar kraftmeiri og að þær titri um allan alheim er hjólunum er snúið. DHARAMSALA á Norður- Indlandi er lítið þorp við rætur Himalaya-fjall- anna þar sem þúsundir tíbetskra útlaga lifa í sátt og sam- lyndi við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur ekki gefið upp vonina að komast aftur til heimalands síns og það vinnur að friðsamri frelsisbar- áttu undir stjóm Dalai Lama. Flestum er nú um stundir kunn- ugt um hið dularfulla og framandi land Tíbet, handan Himalayafjall- garðsins, norðan Indlands og Nepal. Tíbetskur búddismi er orðinn al- þekktur í hinum vestræna heimi og við sjáum tákn og ímyndir úr trú og heimspeki Tíbeta á ólíklegustu stöðum í okkar menningu. Banda- rískur kvikmyndaiðnaður hefur ekki látið þennan spennandi menningar- heim fram hjá sér fara og nægir þar að nefna myndina „Little Buddha". Einnig mátti greina, í kvikmyndinni „The Independence Day“, mynd af forseta Bandaríkjanna í handabandi við Dalai Lama, æðstaprest Tíbeta og friðarverðlaunahafa Nóbels, á skrifborði forsetans. Þar var sú mynd notuð sem tákn um friðar- hyggju og alheimshugsun forsetans. Tíbetskir munkar, snoðklipptir í vín- rauðum og gulum kuflum sínum eru orðnir að frumgerfingum hugmynda okkar um búddista austurlanda og drungaleg tónlist þeirra með bæna- söngli er fólki víða kunn. Það sem ekki er jafnvel þekkt er pólitískt ástand Tíbets og barátta Tíbeta fyrir sjálfstæði frá Kínveijum sem hertóku landið árið 1950, með hörmulegum afleiðingum fyrir menningu og lífshætti þjóðarinnar. í dag er Tíbet hérað í Kína, kallað Xizang, og hefur samkvæmt skil- greiningu sjálfsstjórn en í reynd er það ekki svo. Um það bil sex milljón- ir Tíbeta lifa kúgaðir í eigin landi sem er stjórnað af annarri þjóð, Kín- verjum, með allt öðrum gildum og hugmyndafræði. Þeir sem kynna sér ástandið í Tíbet sjá fljótt að þar á sér stað þjóðarmorð, þar sem Risinn rauði er að kæfa forna, fagra og einstaka menningu. Samið á 16. öld Aðdragandi þessa máls, hertök- unnar og útlegðarinnar, er langur og flókinn. Hann er tengdur trúar- brögðum Tíbeta, búddismanum, og því hlutverki sem Tíbetar gegndu sem lærimeistarar nágrannaþjóð- anna í heimspeki og hugleiðslu. Reyndar réttlæta Kínveijar innrás sína inn í Tíbet einmitt á samningi sem gerður var á milli Tíbeta og Mongólaveldisins á sextándu öld og Manchu-veldisins öld síðar. Samn- ingurinn var fólginn í að Tíbetar, sem höfðu trúar sinnar vegna engan her, fræddu Mongóla og Manchua um kenningu Búdda og hlytu í stað- inn hernaðarlega vernd frá þessum aðilum. Það kom aldrei annað til UNDIR OKIRAUÐA RISANS í tæp 50 ár hafa Tíbetar lotið yfirráðum Kínverja og nú er svo komið að margir telja ástæðu til að óttast að tíbetsk menning líði undir lok. Þórhallur Magnússon dvaldist meðal tíbetskra útlaga á Indlandi og segir frá starfsemi þeirra auk þess sem hann fjall- ar um sögu Tíbeta og heimspeki. TÍBETSK kona situr og kembir ull. Þegar flóttamenn koma frá Tíbet fá þeir oft vinnu við hannyrðir. Þeir flytja svo vörurnar út til Vesturlanda og gengur salan mjög vel. greina en að Tíbet væri sjálfstætt ríki í þessum samningum. Menning Tíbets er gegnsýrð af trúarbrögð- unum; allar listir og siðavenjur eiga sér trúarlegan uppruna eða for- dæmi. Þjóðinni var stjórnað af prestastéttinni, lömunum, en hver ijölskylda reyndi að setja einn af sonum sínum í klaustur, svo að hér var ekki um beina stéttaskiptingu að ræða. Búddisminn kom til Tíbets á sjö- undu öld eftir Krist. Þá hafði hann þróast og breiðst út á Indlandi í margar aldir. Tíbetar höfðu verið herská þjóð og lagt undir sig stór svæði í Mið- Asíu, Kína og á Ind- landi. í Tíbet höfðu áður verið stund- uð einskonar seiðgoðatrúarbrögð en við trúskiptin varð þjóðin friðsöm og allur kraftur hennar beindist að andlegum þroska einstaklinganna og samhjálp. Eldri trúarbrögð Tíbets heita Bön og lítur út sem þau hafi sameinast mahayanastefnu búddis- mans sem þá dafnaði á Indlandi. Inntak búddismans Kenning búddismans er í mjög stuttu máli sú að takmark okkar mannanna ætti að vera það að eyða hatri á meðal okkar, sjálfselsku og endalausum þrám og löngunum í hluti sem að endingu eru einskis verðir. Við sjáum heiminn í röngu ljósi, því að það er í reynd ekkert sjálf til að beijast fyrir og hlutir heimsins eru í raun ekki til á þann hátt sem við skynjum þá. Búddistar hafna eðlishyggju heimsins og áherslan er lögð á síbreytileika lífs- ins og forgengileika þess. Til að öðlast réttan skilning á heiminum þarf að koma til langt nám í heim- speki og langar setur í hugleiðslu. Þar koma klaustrin inn í myndina. Munkar og nunnur í tíbetskum búd- disma reyna að öðlast hugljómun svo að þau geti hjálpað sem flestum öðrum til að ná hinu sama. Tíbetar stunda trú sína af alvöru og öll breytni þeirra miðast yfirleitt af því að það sem gert sé komi sem flestum til góðs. Ofbeldi, lygar eða neikvæð- ar hugsanir eru hlutir sem flestir Tíbetar forðast sem heitan eldinn. I raun er allt líf í Tíbet gegnsýrt af búddismanum, eða var það fram að „nútímavæðingu" Kínveija. Sið- ferðisgildi Tíbeta eru tengd eiði bod- hisattvans; að allt sem maður geri sé undir því komið að allar verur njóti góðs af því. Allar listir Tíbeta eru tengdar búddismanum. Myndlist þeirra eru tönkur sem sýna hina ýmsu dýrlinga eða óhlutbundnar mandölur (fernings og hringlaga form) til að hugleiða á. Tónlistin er trúarieg og oftar en ekki lofsöngvar um hinar ýmsu hetjur Tíbeta, en það eru yfirleitt siddar, menn sem hafa öðlast yfirnáttúrulegt vald yfir heimi blekkingarinnar, Samsara. Fyrir utan gífurlegan fjölda heimspekirita sem þýdd hafa verið af sanskrít og önnur sem hafa orðið til í Tíbet, þá eru bókmenntir Tíbeta að mestu leyti trúarlegar. Mannfagnaðir eru haldn- ir á helgum dögum búddismans. Það er augljóst að yfirgripsmikið kerfi eins og kommúnismi, eða maoismi í þessu tilfelli, sem nær til velfiestra sviða mannlífsins og boðar gerólíka lífssýn og siðferðisreglur, breytir ekki aðeins efnahagslífi Tíbets, held- ur allri menningunni með. Afleiðing- in kann að verða dauði tíbetskrar menningar. Ætlun Kínveija með hernáminu var aldrei sú ein að kúga tíbetsku þjóðina, heldur að sameina hið gíf- urlega landflæmi Tíbets kínverska ríkinu og mynda þar sósíalískt sam- félag. Vandinn var sá að í samfélagi þar sem flestir voru hirðingjar eða bændur, afgangurinn munkar og nunnur, hentaði alls ekki hin komm- únistíska orðræða. Tíbetar skildu aldrei hvað verið var að tala um þegar sagt var: „stétt", „stéttarbylt- ing“, „verkalýðsstétt", „auðvaldið" og þar fram eftir götunum. Þessi orð voru ekki einu sinni til á tí- betsku. Beitt var öllum tiltækum ráðum til að koma hinni kommún- ísku hugmyndafræði inn í tíbetskt samfélag. Bókaútgáfa var bönnuð, nema um væri að ræða áróðursrit kommúnistaflokksins, þar sem sömu tuggurnar voru settar fram í sífellt nýju samhengi. Myndlistarmenn sem áður höfðu málað trúarlegar myndir voru neyddir tif að mála „hetjur" kommúnismans, þar sem þær voru að kenna ábótum klaustranna og helstu heimspekingum „hina full- komnu“ hugmyndafræði. Einnig var á allan hátt reynt að breyta gildum samfélagsins svo að áhersla fólks í lífinu yrði að eignast mótorhjól, sjón- varp og að njóta kínverks bjórs. Flótti Dalai Lama Fyrstu árin eftir hernám Kínveija stóðu Tíbetar í þeirri trú að þeir fengju að halda sjálfsstjórn um innri málefni ríkisins og menningu þjóðar- innar. En Kínveijar sviku þá aftur og aftur þar til að uppúr sauð, árið 1959, þegar orðrómur barst út á meðal íbúa Lhasa, höfuðborgar Tí- bets, að til stæði hjá Kínveijum að ræna Dalai Lama og setja hann í varðhald einhvers staðar í Kína. Allt tiltækt kínverskt herlið í Tíbet var sent til Lhasa og skothríð var gerð á Potala-höllina þar sem Dalai Lama var talinn vera. Hann hafði hinsveg- ar flúið nóttina áður til Indlands, en þar var vel tekið á móti honum og þeim 80.000 Tíbetum sem komu á eftir. Ferðalagið yfir Himalaya er gífurlega erfitt og margir verða úti er þeir reyna að komast til Ind- lands. Hið merkilega við hina fyrstu flóttamenn frá Tíbet var að það sem þeir tóku með sér var ekki fatnaður og vistir fyrir ferðalagið, heldur heimspekirit og helgar bækur. Ríkis- stjórn Indlands, undir forystu Ne- hrus fékk Tíbetum lítið yfirgefið þorp í ijöllunum norðan Delhi, þar sem bretar höfðu dvalist á sumrin er hitinn á sléttunum varð óbærileg- ur. A næstu árum gerðust hræðilegir atburðir í Tíbet og þá sérstaklega í menningarbyltingunni 1965. Frá hernáminu hafa rúmlega 6000 klaustur og musteri verið lögð í eyði. I þeim stærstu voru yfir tíuþúsund munkar og fræðimenn að störfum. I klaustrunum höfðu verið yfir hálf milljón munka og nunna sem nú voru drepin, pyntuð, sett í þrælkun- arbúðir, eða ráfuðu umkomulaus um landið. Talið er að 1,2 milljón Tíbeta hafa látið lífið á beinan eða óbeinan hátt fyrir tilstuðlan Kínveija. Tí- betska tungumáiið og tíbetskt letur eru að hverfa. Kínverskar sjónvarps- stöðvar senda út efni þar sem Dalai Lama er kallaður svikari eigin þjóð- ar og áróðri er haldið uppi gegn trú- arbrögðunum. Þrátt fyrir það kynna Kínveijar landið fyrir ferðamönnum sem „heilagt land á þaki heimsins". í Lhasa, höfuðborg Tíbets, búa nú um 40.000 Tíbetar, en 160.000 Kín- veijar. 97% verslana og fyrirtækja í Lhasa eru í eigu Kínvetja. Karokee- barir eru á hveiju götuhorni í mið- bænum og á kvöldin ráfar rótlaus ungdómur Tíbets drukkinn á milli þeirra 300 vínveitingahúsa sem eru í Lhasa. Að nefna Dalai Lama á nafn er stranglega bannað og ferða- mönnum í Tíbet er vísað úr landi fyrir að gefa Tíbetum myndir af Dalai Lama sem er elskaður og dáð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.