Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 35 I I i Súper framhald! Síðustu 5 kílóin fjúka. Meira aðhald og erfiðari tímar. BREF TIL BLAÐSINS Bókaútgáfa á tölvudiski Frá Tryggva V. Líndal NÝLEGA gaf ég út smásögu eftir sjálfan mig á tölvudisklingi: Sýndist mér að þar væri loks komin leið til að gefa út bókmenntir af lengra tag- inu, án þess að þurfa að hætta um- talsverðum fjármunum til. Vil ég því miðla þeirri reynslu minni áfram til lesenda nú. Kostir Nú hef ég undir höndum tölvu- disk, með límmiða, þar sem á stend- ur: „Klýtemnestra í Mýkenu. Smá- saga eftir Tryggva V. Líndal. (Eig- inútgáfa, á mjúkum Macintosh- tölvudisklingi, Reykjavík, 1996. Öll réttindi áskilin.)" Gefst fólki færi á að kaupa disk- inn, smella í Macintosh-tölvuna sína, og lesa þannig söguna af skjánum. Einnig getur lesandinn prentað efnið út á tölvustrimli, á eigin kostn- að, ef hann vill heldur lesa það af blaði. Ég get einnig náð til fleiri lesenda með því að færa efnið yfir á PC- tölvudiska, fyrir PC-tölvueigendur með búnað sem tekur ekki við Mac- intosh-diskum. Einnig get ég látið efnið auglýsa sig sjálft, með því að láta vista það á heimasíðu einhvers á Alnetinu. Ennfremur með því að setja disk- inn í umboðssölu í bókabúðum; í umslagi sem fer vel í hillu. Kostir slíkrar útgáfu eru að kostn- aður allur er hverfandi lítill. Einnig sit ég ekki uppi með um- frambirgðir, því ég fjölfalda mjúka diska af harða diskinum mínum eftir þörfum. Gallar Vankostirnir eru þó greinilega nokkrir: Það er svo auðvelt fyrir aðra að fjölfalda efnið, að ekki er hægt að koma í veg fyrir „sjóræningjaútgáf- ur“. Einnig veit kaupandinn að tölvu- diskur hefur ekki gengið í gegnum þann hreinsunareld sem gera má ráð fyrir um þykkar'bækur; hvorki er varðar kröfuharða ritstjórn forlags né nauðsyn höfundar til að stytta verkið sem mest, né heldur að höf- undur hafi viljað leggja umtalsvert áhættufé í útgáfuna. Ekki er heldur enn hægt að leggja slík verk inn á almenningsbókasöfn til útláns; því bókasöfnin styðjast við eldri skilgreiningu á hvað sé bók; þ.e. að hún hafi hefðbundna kápu, blaðsíður, o.s.frv. (Þó hýsa þau sum nú þegar skylt efni, svo sem ritað efni á geisladiskum, og bókmenn- taupplestur á geisladiskum, hljóð- snældum og hljómplötum.) Einnig er bókaforlögum minni hagur í því að taka þátt í útgáfu efnis á tölvudiskum, þar eð varan er svo ódýr að varla svarar auglýs- ingakostnaði o.þ.h. Ekki er heldur hefð fyrir að bók- menntagagnrýnendur dagblaða fjalli um tölvudiskaútgáfur og auglýsi þær þannig upp. Því fá þær ekki aðra auglýsingu en þá sem höfundurinn sjálfur skap- ar sér, með eigin fjölmiðlaskrifum og uppátækjum. Loks er á það að líta, að gagnvart almenningsálitinu verður tölvudiskur seint eins þungvægur og hefðbundin bók: Rithöfundur getur ekki komið sér til álits með tölvuefni einu sam- an, þegar vitað er að engum er leng- ur ókleift að gefa út stuttar bækur á eigin kostnað; svosem ljóðabækur; ef nokkuð liggur við. Einnig er nærtækara að höfundar birti styttri ljóð sín og greinar í blöð- um og tímaritum en á tölvudiskum. Ennfremur tekur því varla að birta á diski viðbótarefni af sama tagi og þegar hefur birst mikið af, eftir höf- undinn, annars staðar. Til að höfundi sé stætt á því að halda úti tölvudiskaútgáfu á eigin verkum þarf hann því helst að vera búinn að sanna sig með hefðbundn- um hætti. (T.d. hefur undirritaður gefið út tvær ljóðabækur, birt mikinn fjölda ljóða og greina í blöðum og tímaritum, og er félagi í Rithöfunda- sambandi Islands; sem ljóðskáld og greinahöfundur.) Við slíkar aðstæður tel ég það vera fullgilda viðbót að gefa út á tölvudiski það sagna- eða fræðsluefni sem, vegna lengdar, hefði að öðrum kosti dregist úr hömlu að gefa út á bók. Það væri æskilegt að fleiri, sem eru að brenna inni með óútgefín bókverk, drifu sig nú í að koma þeim út á diski; þótt ekki væri nema sem bráðabirgðaútgáfu. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík. Olga H. Kristinsdóttir 15 kg síðan í júní '96 Ellen Elsa Sigurðardóttir 20 kg síðan í maí '95 Ölrún Marðardóttir 10 kg síðan í sept '96 Sigrún Axeldóttir 12 kg síðan ísept '96 Guðrún Ýr Birgisdóttir 8,5 kg síðan í sept '96 BOKHALDSHUGBUNAQUR fyrirmmom Á annað þúsund notendur |T| KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 DONSKUSKOLINN STÓRHÖFÐA 17 DÖNSKUSKÓLINN er nú að hefja fimmtu starfsönn sfna og haldin verða námskeið bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Hagnýt dönsk málnotkun kennd í samtalshópum, þar sem hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer kennsla fram í tvo tíma tvisvar í viku. Einnig verða haldin stutt námskeið fyrir unglinga sem vilja bæta sig í málfræði og framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annars konar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku sem og sérstaka bókmenntahópa fyrir fullorðna. Innritun hefst mánudaginn 6. janúar í síma 567 7770 og einnig eru veittar upplýsingar í síma 567 6794. Auður Leifsdóttir, cand. mag. hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. Sjotta konan horfin! Sjötta konan jafngildir samanlögöu þyngdartapi kvennanna fimm á myndinni eöa 65,5 kg. Þessar konur byrjuðu allar á 8-vikna fitubrennslu námskeiði hjá okkur. Þær breyttu fæðuvenjum sínum og æfa reglulega Vertu með, þetta er aðveldara en þú hyggur! MtM&m RGUSTU & HRRFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355 8>vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Nýr upplýsingabæklingur: „í formi til framtíðar • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Barnagæsla Hefst 13. jan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.