Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 48
S60 6060 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI I SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skorað á ráðherra að bæta kjör lækna Staðar- uppbót möguleg INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir nauðsynlegt að kjaranefnd lækna skoði hvort greiða eigi þeim læknum sem starfa á landsbyggðinni staðaruppbætur. „Mikilvægt er að halda heilbrigð- isþjónustu gangandi úti á landi en þá þarf einnig að kalla hlutina sin- um réttu nöfnum," sagði Ingibjörg. Bæjarstjórn Eskiijarðar hefur *<•* skorað á heilbrigðisráðherra að endurskoða starfssamning við heilsugæslulækna í héraðinu. Bæjarstjórnin telur ástand heilsu- gæslumála þar vera mjög alvarlegt en vegna óánægju með launakjör hætti annar af tveimur heilsu- gæslulæknum störfum um áramót en hinn hefur einungis ráðið sig tímabundið. Veruleg kjaraskerðing Að sögn Arngríms Blöndahl, a JBPbæjarstjóra á Eskifirði, höfðu læknarnir þar til í sumar fastan samning vegna þjónustu við Huldu- hlíð, dvalarheimili aldraðra og fóru þar stofugang daglega. Þegar þeir voru ráðnir að nýju í kjölfar upp- sagna heilsugæslulækna, hafi heil- brigðisráðuneytið rofið það sam- komulag og nú sinna þeir einungis útköllum. „Nýi samningurinn hefur því haft í för með sér verulega kjaraskerð- ingu fyrir læknana og gert það að verkum að enginn fæst til starfa nema tímabundið." Arngrímur segir kjaramál lækna alla jafna ekki vera málefni bæjar- stjórnar. „En við teljum ástandið 'vera mjög slæmt þar sem erfitt er að fá lækna til starfa nema í skamman tíma, oft á tíðum lækna- nema, og því verður bæjarstjórnin að bregðast við með einhveijum hætti.“ Ingibjörg Pálmadóttir vildi ekki tjá sig sérstaklega um málefni Eskifjarðar þar sem hún hefði ekki rætt við bæjarstjórn Eskifjarðar. MAGNÚS Guðjónsson, Ólafur Valur Ólafsson og Björn Straumland, skipverjar á ÆGI voru í óða önn að undirbúa brottför í gær og m.a. tóku þeir niður jólaskrautið. Morgunblaðið/ÁrnijSæberg Varðskipið Ægir fór í gær til tveggja mánaða veðurathugana úti á rúmsjó Megum ekki missa af lægðunum „í STÝRIMANNASKÓLANUM lærði maður að taka veður og sneiða hjá lægðum. Þessi leiðangur er svolítið frábrugðinn, því við megum helst ekki missa af lægðun- um,“ segir Halldór Nellet, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, sem í gær stýrði varðskipinu Ægi úr höfn í Reykjavík til að taka þátt í veðurathugunarverkefni langt suð- ur í hafi. 18 manna áhöfn Ægis tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem stendur yfír í tvo mánuði. Skipið verður staðsett þann tíma 900 míl- ur suð-suðvestur af Íslandi, miðja vegu milli írlands og Nýfundna- lands, og safnar upplýsingum um veður, strauma og vinda allt frá yfirborði sjávar og upp í 16 kíló- metra hæð. Tilgangurinn er að fá úr því skorið hvort hægt verði að afla betri upplýsinga um veður á þess- um slóðum og um leið renna stoðum undir betri veðurspár. Komið hefur verið fyrir um borð í Ægi sjálfvirkri veðurathugunar- stöð sem skipveijar hafa fengið þjálfun í að meðhöndla og eiga þeir auk þess að senda á loft og safna loftbelgjum sem safna eiga upplýsingum um veðurfar á þjóð- braut lægðanna á Atlantshafi. Alls taka fjögur skip þátt í þess- um leiðangri og verða skipin stað- sett með 150 sjómílna millibili á 35 gráðu vesturlengdar. Ægir verður nyrstur, þá franskt skip, svo bandarískt og syðst verða Rússar. Sjö flugvélar sveima yfir skipunum og auk þess verða frek- Varðskipið Ægir tekur þátt í alþjóðlegu veðurathugunarverkefni og verður hér við veðurathuganir næstu 2mánuði. Um150 sjómílur sunnar eru fleiri skipi sem taka þátt í sama verkefni. 301 201 ari athuganir gerðar í landi, en stjórnstöð verður í Shannon á ír- landi, að sögn Halldórs. Sjá ekki land vikum saman Varðskipið er væntanlegt heim til Reykjavíkur að nýju í lok febr- úar, en fram til þess tíma munu skipverjar ekki sjá land, nema hvað skroppið verður inn til írlands að taka olíu. „Auðvitað hefði maður óskað sér að vera á stærra skipi í þessu verk- efni en þetta verður að duga. Nýi Ægir er stærsta skip sem við eig- um, en hann er að verða 30 ára. Þetta verkefni er sönnun þess að verkefni Landhelgisgæslunnar eru að aukast og við þurfum að fá stærra skip,“ sagði Halldór Nellet, skipherra á Ægi. Nýlegar rannsóknir á notkun getnaðarvarnapillu fyrir tvítugt Aukin áhætta talin geta verið á brj óstakrabbameini NYLEGAR rannsóknir benda til þess að tengsl geti verið milli bijóstakrabbameins og notkunar getnaðarvarnapillunnar fyrir tvítugt. Þetta kom fram í máli Laufeyjar Tryggvadóttur, faralds- fræðings hjá Krabbameinsfélagi íslands, á ráð- stefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla ís- lands, þar sem hún kynnti í gær niðurstöður rann- sóknar á áhættu á bijóstakrabbameini tengdri notkun á getnaðarvarnapillunni hjá ungum kon- um. I rannsókninni, sem Laufey kynnti og fram fór á vegum Krabbameinsfélags |slands og Rann- sóknastofu í heilbrigðisfræði HÍ, voru þessi hugs- anlegu tengsl könnuð í faraldsfræðilegu gagna- safni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, heilsu- sögubankanum, en þar er að fínna upplýsingar gefnar af 90.000 íslenzkum konum, sem fyrr eða síðar hafa komið í skoðun hjá Krabbameinsfélag- inu. 82% yngri kvenna hófu notkun pillunnar fyrir tvítugt Út úr þessum upplýsingum hefur mátt lesa, að hlutfall notenda sem hófu notkun getnaðar- varnapillunnar fyrir tvítugt jókst jafnt og þétt með hveijum nýjum fæðingarárgangi eftir 1944, þ.e. hjá konum sem ekki voru orðnar tvítugar þegar pillan kom fyrst á íslenzkan markað. Um 90% kvenna á þessum aldri hafa notað pilluna til skemmri eða lengri tíma. Hlutfallið fór úr 20% hjá konum fæddum 1945-1947 í 82% hjá yngri aldurshópnum, korium fæddum 1963-1967. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú, að sam- band milli tímalengdar notkunar og áhættu á að greinast með bijóstakrabbamein sé marktækt háð fæðingarári. Hlutfallsleg áhætta er samkvæmt niðurstöðunni tvöföld fyrir konur fæddar eftir 1950, sem notað hafa pilluna lengur en í fjögur ár. Erlendar rannsóknir á sama viðfangsefni gefa sumar svipaðar vísbendingar en Laufey bendir á, að niðurstöður umfangsmikillar fjölþjóðlegrar rannsóknar, sem birt var í enska læknaritinu Lancet í júní sl., benda til að hverfandi áhættu- aukning hljótist af notkun pillunnar eftir tvítugt. Að sögn Laufeyjar ber þó að skoða niðurstöðum- ar varðandi notkun pillunnar fyrir tvítugt með viss- um fyrirvörum. Til dæmis veiti pillan ákveðna vemd gegn krabbameini í eggjastokkum. Einnig beri að hafa í huga, að þær getnaðarvamapillur, sem em á markaðnum núna, hafa lægra hormónainnihald en þær sem konumar í rannsókninni notuðu. Bilun í London tafði innritun BILUN á jarðstöð í London olli töfum á innritun farþega Flug- leiða í Leifsstöð á föstudag, en fjölþjóðlegt innritunarkerfi fé- lagsins varð óvirkt og þurfti því að innrita farþega á gamla mátann, að sögn Einars Sig- urðssonar, aðstoðarmanns for- stjóra Flugleiða. Innritunarkerfi Flugleiða er rekið af írska flugfélaginu Aer Lingus og sagði Einar bilun af þessu tagi mjög sjaldgæfa. Hann sagði að 15-20 mínútna seinkun hefði orðið á flugi þriggja véla til Bandarikjanna og tveggja véla til Kaupmanna- hafnar. Innritunarkerfið komst í lag á nýjan leik um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.