Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 2 7 ' farin ár hellti hann sér út í ætt- fræðirannsóknir af brennandi áhuga og tókst að rekja ættir sínar langt aftur í aldir. Ekki lagði hann minni metnað í þessar rannsóknir en skógræktina og byggingarfram- kvæmdirnar. Pabbi var sannkallað sameining- artákn fjölskyldunnar, burðarás heimilsins og traustasti stólpinn. Hann var okkur börnunum einstak- ur faðir og hornsteinn tilveru okk- ar. Hjá honum fundum við öryggið, festuna og tryggðina. Allt sem hann gaf verður hluti af okkur að eilífu. Hann brýndi fyrir okkur heiðarleika og heilbrigða lífshætti. Við bárum ómælda virðingu fyrir honum og leituðum mikið tii hans. Þá var hann alla tíð sá sem sagði meiningu sína hreint út, hvort sem manni líkaði betur eða verr. Hann var einnig sá sem hvatti okkur áfram og vakti hjá okkur fallegar og göfugar hugs- anir. Hann tók okkur alltaf jafn vel, með þessu stillilega og hægláta fasi sem einkenndi hann á hveiju sem gekk. Pabbi var einstaklega barngóður og hændust börn mjög að honum. Gladdist hann innilega yfir hverju barnabarninu og aldrei sparaði hann góð orð í þeirra garð. Voru þau öll sérstök í hans augum og bar hann hag þeirra fyrir btjósti. Það var sama hvernig stóð á hjá honum þegar börn birtust. Hann gaf þeim tíma, lék við þau og spjallaði. Sér- hvert þeirra gerði hann að sínum bestu vinum. En hann var ekki að- eins sameiningarafl sinnar eigin fjölskyldu heldur heillar ættar. Fyr- ir liðlega 30 árum gerðist hann aðal- hvatamaður að stofnun Niðjasam- taka Gunnlaugsstaðaættarinnar og lifa þau samtök góðu lífi enn í dag. Snemma árs 1995 greindist krabbamein hjá föður mínum, en þá hafði hann átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára skeið þótt ekki bæri mikið á því. Hann hafði alltaf tekið vanda annarra mjög nærri sér, var bæði hjartastór og réttsýnn, en hver sá vandi sem að honum sneri var hins vegar alfarið hans einkamál. Auðvitað tók hann okkur innsýn í fagurt mannlíf sem auðgaði og fegraði þá tilveru sem við lifum í og Nú finn ég, hve ilmbylgjan að mér ber með eldsárum, tregandi kvíða hið liðna, hið horfna, sem lifað er. Lund mína minningar - bjarminn sker og svipir í augum mér svíða (Einar Ben.) Við hjónin söknum góðrar konu þar sem Unnur var og vottum öllum hennar ástvinum dýpstu samúð okk- ar. Blessuð sé minning Unnar Maríu Magnúsdóttur. Magnús Þór. Hún Unnur er dáin, og eins og alltaf þegar einhver, sem maður er búinn að þekkja alla ævi, deyr, riij- ast upp ótal hlutir. Unnur og Kalli að koma í sveitina til okkar. Jóla- pakkinn frá Unni Magg er kominn, með einhveiju góðgæti fyrir utan pakka handa öllum. Mamma að fara suður, gistir hjá Unni Magg. Við að fara suður, verðum að hafa tíma til að koma við hjá Unni og Kalla. Einn vetur bjuggum við Binni í næsta Bakka við Unni og Kalla. Við að eignast sjónvarp? Til hvers? Við förum bara til Unnar, ef okkur lang- ar að horfa á eitthvað. Til Unnar vorum við alltaf velkomin og þangað var gaman og gott að koma. Það var stutt í hláturinn og hann var smitandi, sérstakur. Þar kom að fjölskyldan í Króki fiutti suður. Fyrsta veturinn okkar hér dó Kalli. Eftir það bjó Unnur ein. Um vorið eignaðist ég dóttur, og þegar hún var skírð kom Unnur og bakaði pönnukökur með Steinu vinkonu, einhverra hluta vegna er þessi pönnukökubakstur, öðrum fremur, í minnum hafður. Ég bjó nokkur ár erlendis og eitt sumarið kom Unnur, með mömmu og pabba, í heimsókn. Við ferðuð- umst með þau vítt og breytt, til annarra landa og um Svíþjóð. Gist- þann kostinn að beijast, eins og alitaf áður og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Með fádæma æðru- ieysi og dugnaði streittist hann á móti sjúkdómi sínum og fór allra sinna ferða eins og kostur var þó oft væri hann sárkvalinn. Hann var einn sjálfstæðasti maður sem ég hef þekkt og vildi alls ekki vera baggi á neinum. Sjálfsbjargarviðleitnin, kjarkurinn, harkan og baráttuþrekið var ótrúlegt. Ekkert gat tekið bjart- sýnina og hugrekkið frá honum, jafnvel ekki eftir að hann var orðinn þjakaður af banvænum sjúkdómi. Létt lundin, hláturinn og kímni- gáfan voru án efa sterkustu vopn hans til að lifa af sársauka og erfið- leika. Fátt var talað um sorg og sút en þess meira um fegurð og gleði. Þegar sjúkdómur pabba var kominn á lokastig var athygli hans samt sem áður óskipt hjá fjölskyldunni. Sem fyrr bar hann meiri umhyggju fyrir öðrum en sjálfum sér. Jafnvel ná- lægð dauðans breytti honum ekki. Tilgangur lífsins var honum einfald- ur og augljós. Sá að gefa af sjálfum sér, hiífa sér hvergi og vera heill til hinstu stundar. Þegar ég hugsa til föður mína minnist ég nokkurra orða Halldórs Laxness sem minna mig sérstaklega á föður minn: „Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið eitthvert slángur af bókum því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur i mönnum sem hafa gott hjartalag." Ég átti því láni að fagna að rneð pabba og eiginmanni mínum, Ólafi R. Dýrmundssyni, var mjög kært alla tíð. Hann minnist m.a. með virð- ingu og þökk aðstoðar á námsárum erlendis, hollráða við húsbyggingu og tijárækt og margra góðra stunda sem þeir áttu saman, ekki síst síð- ari misserin. Ég veit að þar ríkti gagnkvæmt traust. Að endingu sendi ég sérstakar kveðjur til alls starfsfólks á deild A-4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Heimahlynningar Krabbameinsfé- lags íslands og Heimahjúkrunar. Ég þakka þessu góða fólki alla hjálpina og þann ómetanlega stuðn- ing sem það veitti föður mínum og okkur aðstandendum. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Afi okkar er látinn. Með honum er farin ein af þeim fyrirmyndum sem við munum ætíð búa að. Hveij- um og einum er nauðsyn að læra af þeim sem eldri eru. Án fortíðar verður engin framtíð. Afi var heimspekingur, athafna- maður og garðyrkjumaður. í öllum þessum hlutverkum má segja að hann hafi skilað af sér þeirri hug- sjón í verki að með samhjálp og djúpri virðingu fyrir náttúrunni muni okkur farnast vel. Mahatma Gandhi, hinn indverski friðarberi, sagði að fræðilegar vangaveltur og hömlulaus mælskan væri til einskis ef ekki fylgdu framkvæmdir. í þess- um anda sáum við afa. Hann var ekki bara maður orða heldur var hann fyrst og fremst maður at- hafna. Þegar menn eins og afi falla frá gefur það okkur tilefni til þess að nema staðar og spyija okkur sjálf spuminga sem vakna þegar við minnumst þeirra. Getum við vandað okkur enn meira við að lifa, getum við lært eitthvað af lífi manns eins og afi var? Þeir sem urðu svo lán- samir að kynnast honum skilja hvað átt er við. Við skulum minnast alls þess góða og uppbyggilega sem menn á borð við afa geta kennt okkur hvort sem lífs eða liðnir era. Við bama- börnin minnumst afa með virðingu og aðdáun á því hvernig honum tókst að lifa sínu lífi eins og sönnu stórmenni sæmir. Með minningu hans að leiðarljósi mun trú okkar á góða framtíð halda áfram að vaxa og dafna. „Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verð- ur aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðj- anna.“ (Lao Tze). Óskar Dýrmundur, Guðrún Ólöf og Sigurrós Svava. um í tjaldi, sem ætlað var fjórum, við vorum fimm og eitt barn, aldrei kvartaði Unnur,_enda ekki hennar stíll að kvarta. Ég kom aftur heim og síðan hafa samverustundirnar með Unni verið margar. Unnur og mamma fóru nokkrum sinnum saman til sólarlanda. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heyra ferðasögurnar þegar þær komu aft- ur. Alltaf höfðu þær lent í einhveiju óvæntu og hlógu mikið þegar þær sögðu frá. Unnur var mikil handavinnukona og eigum við öll eitthvað eftir hana af fallega og vel unnum munum. Fastur punktur í jólahaldi minnar fjölskyldu voru jólaboðin hjá Unni. Hvergi hef ég fengið eins gott Ris a la Mande eins og hjá Unni. Öll ár síðan fjölskyldan flutti suður hef- ur Unnur verið hjá mömmu á Rauða- Iæknum á gamlárskvöld. Þar var alltaf glatt á hjalla, sungið, spilað og dansað, án áfengis, enda allt stakt reglufólk. Áramótin núna voru öðruvísi; það vantaði Unni, hún var farin þangað sem leið okkar allra liggur að lokujn. Ég vil fyrir mína hönd og okkar allra þakka Unni samfylgdina um leið og ég votta hennar nánustu samúð okk- ar. Vertu af okkur kært kvödd og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg Elín. Elskuleg amma okkar er horfin frá okkur úr þessu jarðríki. Hún var yndisleg kona sem geislaði af lífs- krafti, dugleg og traust. Amma var hress og kát og sá altaf björtu hliðar lífsins. Að vera innan um fólk var henni mikils virði og það á eftir að vera tómlegt hérna hjá okkur á Kársnesbrautinni þar sem hún var svo mikið með okkur. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þú varst alitaf tilbúin að styðja okkur hvort sem það var í orði eða verki. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Minning þín mun ávallt lifa í bijóstum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Unnur María, Jónas Karl, Elvar Steinn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, RAGHEIÐUR (Ragna) ÓLAFSDÓTTIR SUGGITT, 26 Pine Street, IMatich, Mass. 01760, lést 25. desember. Útförin hefur farið fram. Gordon H. Suggitt, Guðrún Bedrósian, Michel Bedrósian og barnabörn. + Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og tengdasonur, SÆVAR ÆGISSON, Tangargötu 6A, Isafirði, varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 23. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00. Margrét Svavarsdóttir, Svavar Þór, Unnur Margrét, Eygló Björnsdóttir Vallartröð 4, Kópavogi, og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELI'N KONRÁÐSDÓTTIR, Öldugranda 9, Reykjavík, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 31. desember. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Fyrir hönd aðstandenda, Konný Garibaldadóttir, Eiríkur Friðbjarnarson, Áslaug Garibaldadóttir, Stefán Benediktsson, Gunnlaug Garibaldadóttir, Sveinn Jónsson, Jenný Garibaldadóttir, Nils Skogen, Einar Garibaldason, Karin Johanson, Þorbjörn Garibaldason, Skúli Jón Theodórs, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR K. JÓSEPSDÓTTIR fyrrv. hjúkrunarkona, lést á Landspítalanum að kvöldi 23. desember. Útförin ferfram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Kveðjuathöfn verður í Akureyrarkirkju mánudaginn 13. janúar. kl. 13.30. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Hauksdóttir, Snorri Box, Haukur Box, Adrian Box, Snorri Hauksson, Christa Haukssson, Daníel Snorrason, Þorsteinn Snorrason, Kjartan Snorrason. + Eiginkona mín og móðir, KARÓLÍNA GUÐNÝ INGÓLFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. janúar 1997. Steingrímur Sigvaldason, Björn Steingrímsson. + Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN JÓNA THEÓDÓRSDÓTTIR, Skipholti, Vatnsleysuströnd, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. desember síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki og læknum á deild 32A á Landspítalanum færum við hjartans þakkir fyrir góða umönnun og hlýju. .... í . Kristinn Agustsson og aðrir aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, BERGUR ÖRN EYJÓLFS, Norður-Vík, Vík í Mýrdal, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Guðlaug M. Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.