Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VIÐTAL við rússnesku þingkonuna Galínu Starovoitovu, sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag, veitir nokkra innsýn í afstöðu Rússa gagnvart Vesturlöndum og Atlantshafsbandalaginu. Þingkonan, sem er þekktur umbótasinni, hlynnt Vestur- löndum og bandamaður Jelts- íns forseta, segir meðal annars að á Vesturlöndum vilji menn ekki viðurkenna að litið sé á Rússa sem óvini, en það geri Vesturlandabúar þó í raun með því að ætla að þenja NATO alla leið að landamærum Rúss- lands. „Einu öflin i Rússlandi, sem geta hagnazt á fyrirhug- aðri stækkun NATO til aust- urs, án þess að Rússlandi verði einnig boðin aðild, eru harð- línumenn og hernaðarsinnar, menn sem vilja að jafnmiklu verði eytt til hermála og gert var í tíð Sovétríkjanna," segir hún. Viðhorf Starovoitovu sýnir vel að það eru ekki aðeins harðlínumenn úr röðum kommúnista eða þjóðemis- sinna í Rússlandi, sem hafa efasemdir um stækkun Atl- antshafsbandalagsins til aust- urs. Telja má að velflestir Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rússar telji stækkun NATO ógnun við rússneska hags- muni. Þótt Sovétríkin, sem litu á NATO sem höfuðóvin sinn, séu hrunin, líta Rússar ennþá á bandalagið sem óvin — sennilega í langtum meiri mæli en Vesturlandabúar líta á Rússland sem fjandsamlegt ríki. Engu að síður verður ekki framhjá þessu viðhorfi Rússa gengið við stækkun Atlants- hafsbandalagsins. Þótt Rússar geti ekki fengið að ráða því hvort eða hvenær NATO tekur inn ný aðildarríki, verða aðild- arríki bandalagsins að leggja sig í framkróka að efla sam- starf og samskipti við Rúss- land og leitast við að útskýra fýrir rússneskum ráðamönnum og almenningi að stækkunin sé ekki ógnun við Rússland. Ferð Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, til Rússlands nú um helgina, og væntanlegar heimsóknir Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Bills Clinton Bandaríkjaforseta, eru til þess fallnar að ræða þessi mál í hreinskilni. Atlantshafsbandalagið hef- ur breytzt mjög á undanföm- um ámm. Meginhlutverk þess er ekki lengur að vera viðbúið árás úr austri, heldur að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu gegn margvíslegum nýjum hættum. Þar á meðal eru þjóðemisdeilur, hryðju- verk, misnotkun kjarnorku og pólitískar og trúarlegar öfga- hreyfingar. Ein af hættunum, sem NATO þarf að vera við- búið — en aðeins ein af mörg- um — er að öfgamenn nái völd- um í Rússlandi á ný, en það er möguleiki, sem flestir viður- kenna að ekki sé hægt að úti- loka. Það er því ekki að furða að ríkin í Mið- og Austur-Evr- ópu, ekki sízt Eystrasaltsríkin, sækist eftir þeirri öryggis- tryggingu, sem aðild að NATO felur í sér. Bandalagið hefur tekið að sér ný verkefni í friðargæzlu, neyðaraðstoð og björgunar- störfum, auk þess sem það hefur stuðlað að eflingu lýð- ræðis, virðingu fyrir mannrétt- indum og friðsamlegri sam- skiptum milli ríkja Evrópu, ekki sízt þeirra, sem sækjast eftir aðild að bandalaginu. Lausn deilna við nágrannaríki, borgaraleg stjóm á heraflan- um, lýðræðislegt stjórnkerfi og virðing fyrir mannréttindum eru á meðal þeirra skilyrða, sem aðildarríki NATO þurfa að uppfylla. Af þessum sökum eru það hagsmunir Rússlands, líkt og annarra Evrópuríkja, að Atl- antshafsbandalagið stækki. Það er til þess fallið að auka stöðugleika og tryggja frið í álfunni. Vesturlönd verða að bera virðingu fyrir viðhorfum Rússa til Atlantshafsbanda- lagsins. Engu að síður er breyt- ing á þeim viðhorfum, ásamt áframhaldandi lýðræðisþróun, forsenda þess að Rússland gæti um síðir sjálft fengið aðild að NATO, eins og Galína Starovoitova vill stuðla að. RUSSLAND OG NATO HELGI spjall Það er tími ástarinnar Hamsun: Viktoría ÞAU STÓÐU í skjóli af tijánum en blöstu þó við eins og skuggamyndir sem soga í sig síðustu dreggjar desembersólarinnar. Samt var miður dagur. Snjóföl á jörðu og birti upp Hljómskálagarðinn. Þau stóðu milli grannra birkihríslnanna og hússins og gatan blasti við. Dauf birta af bílljósum á húsvegg handan götunnar. Hann var í frakka, hún í kápu. Sem sagt svalur vetrardagur. Við sáum aftan á þau en samt var hægt að greina vangasvipinn því þau litu hvort á annað og hún teygði höfuðið að andliti hans og það var engu líkara en hún hefði svansháls og augljóst þau horfðust í augu. Skuggarnir hættir að flökta og hríslurnar hreyfðust ekki í blæstrinum. Myndræn þögn þar sem hendur þeirra mættust. Þau minntu helzt á tvö lítil böm en þó var það fráleitt svo hávaxin sem þau voru, sérstaklega hann með þetta stóra höfuð og þessar þreknu karlmannlegu herðar. Hún var öll fínlegri þótt hávaxin væri og það mátti gera sér í hugarlund vel formaðan vanga hennar og það lýsti af hárinu sem var tekið upp í hnakkan- um. Hann var svarthærður, vel klipptur. Við getum virt þau fyrir okkur eins lengi og við viljum. Við getum séð sjálf okkur í þessum hreyfmgar- lausu skuggum, horft á einn dag í lífi okkar löngu liðinn. Eða vorum við ekki einhvem tíma á ferð á svipuð- um slóðum þegar allt var fögnuður og eftirvænting. Ekki sízt svart vetrarmyrkrið og hvítt föl sem lýsir upp granna skugga og myndir sem annars væm máðar út. Við getum einnig gert okkur þau í hugarlund þar sem þau standa grafkyrr og minna á tvo erfðavísa sem leita hvor annan uppi í gerfrumunni, dragast af einhveij- um ástæðum hvor að öðrum í fryminu, renna sem snöggvast saman í eina veru; minna á tvær stjömur sem toga hvor aðra með sér, sameinast og hverfa í þeirri svipan sem orka þeirra er til annars ætluð. Og þama standa þau á höfði áður en augu okkar snúa þeim rétt í þessari hraðfleygu tilveru sem sviptir þau allri hreyfíngu á þessu andartaki. Við höfum spurt sjálf okkur hver þau séu og hvað þau séu að gera þarna í garðinum. Em þau að kveðja hvort annað, kannski að eilífu? Era þau gift eða er ást þeirra í meinum? Hvað skyldu þau vera að hugsa á þessari stundu? Eða trén? Skilja þau eftir sál sína á þessum stað og fara svo með kvíða og brostnar vonir inní hversdagslegt amstur? Þau sem haldast í hendur á þessari hreyfingarlausu stund og eiga enga tilvem utan þessa áleitna auga- bragðs þegar blaðaljósmyndarinn smellir af á því hárfína sekúndubroti þegar skuggi vex úr flöktandi geisla og fölri birtu. Nú er blaðið löngu komið í öskutunnuna en myndin hefur festst í huga okkar sem þekktum þau ekki. Þau hjálpuðu okkur að vakna af svefni sem var í þann veginn að breytast í draumlausa martröð. En við gáfum þeim líf sem þau hafa ekki lifað. Þau sem em hvergi til nema í huga okkar. M. DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokks, fjallaði í ára- mótagrein sinni hér í Morgunblaðinu á gamlársdag um þær miklu umræður, sem fram hafa farið í þjóðfélaginu undanfarna mánuði um fiskveiðistjórnunarkerfið, kvótakerfið og hugmyndir, sem fram hafa komið um veiðileyfagjald. Þessar umræður hafa staðið með hléum í allmörg ár eins og menn vita. Þótt þær hafi verið miklar á meðal almennings nokkur undanfarin misseri, sem blöskrar hvernig að málum er staðið, vom þær mjög takmarkaðar á árinu 1996 á opinberum vettvangi, þar til Davíð Oddsson sjálfur gerði þessi málefni að umtalsefni í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust. Er það í sjálfu sér mikilsvert, að helzti forystumaður þjóðarinnar taki þetta mál ítrekað til umræðu, þótt sitt sýnist hveijum um þau sjónarmið, sem hann hefur lýst, eins og gengur. í áramótagrein sinni hér í Morgunblað- inu sagði Davíð Oddsson m.a.: „Það er afar slæmt hve umræðan um þessi mikil- vægu mál hefur verið mglingsleg. Allt er þar í einni bendu og einum graut og fátt verið gert til að greiða úr þeirri flækju ... Hugmyndir um veiðileyfagjald hafa verið settar fram, en því miður er framsetning þeirra hugmynda í skötulíki. Fylgjendur þeirrar aðferðar virðast ekki hafa komið sér saman um neitt annað en nafnið á hugmyndinni. Sumir hafa talið, að með henni gæti ungu fólki, sem nú séu allir vegir lokaðir, opnast greið leið til þess að fara að stunda sjávarútveg! En þegar veiði- leyfagjaldshugmyndin er útfærð af tals- mönnum hugmyndarinnar á Alþingi kemur í ljós, að með þeirri skattheimtu yrði slíku fólki allar bjargir bannaðar. Skatturinn leggst ofan á þá kvóta, sem fyrir era, þannig að kvótaleyfíshafar myndu greiða vaxandi skatt til ríkisins. Þannig er aug- ljóst, að veiðileyfaskatturinn yrði viðbótar- gjald fyrir þá, sem þurfa að leigja eða kaupa sér kvóta. Sumir prédikarar veiði- leyfagjaldsins hafa talað um, að því skuli fylgja stórkostleg gengisfelling og þegar þeir hafa verið spurðir um, hvernig þeir ætluðu að koma í veg fyrir hrikalega koll- steypu í þjóðfélaginu, hefur svarið verið einfalt; „með uppskurði á landbúnaðar- kerfinu". Það er kannski hægt að reikna sig til slíkra niðurstaðna en raunvemleik- inn er annar. Sumir veiðileyfagjaldsmenn vilja árleg uppboð á aflaheimildum. Hveij- ir skyldu standa bezt að vígi til þess að taka þátt í slíkum uppboðum? Skyldu það vera þeir, sem eiga fjármagnið og fyrir- tækin fyrir - togara og vinnsluhús, eða hinir, sem ætla að hasla sér völl? Ekkert af þessu nefur verið skilgreint þannig að skiljanlegt sé og þá er flúið í síðasta vígið og sjálft „réttlætið“ kallað til sögunnar. í rauninni em það þau rök, sem skiljanleg- ust eru. Vandinn er sá, að það hefur eng- inn öðlast „patent“ á réttlætinu frekar en á draumunum og draumur eins er martröð annars. Veiðileyfagjaldshugmyndin hefur hvergi verið praktísemð hjá þjóð, sem á allt sitt undir fiskveiðum. Það er brýnasta verkefni þessarar umræðu, að þeir menn sem segjast fylgja hugmyndum um veiði- leyfagjald nái áttum, samræmi sín sjónar- mið og geri upp við sig hvað í hugmynd- inni felst og hvernig sé hægt að útfæra hana. Á meðan það er ekki gert er hug- myndin og það trúboð, sem henni hefur fylgt engum til gagns og eingöngu til þess fallið að ýta undir óánægju, öfund og óróleika. Hver hefur hag af slíku?“ Úr því að forsætisráðherra upplifír þess- ar umræður með þeim hætti, sem hann lýsir í þessum tilvitnuðu orðum er skiljan- legt að honum þyki þær „ruglingslegar“ og „í einum graut“! En vonandi verður hægt að halda þann- ig á málum, að draumur þeirra, sem vilja ná fram réttlæti fyrir hönd þjóðarinnar breytist ekki í martröð útgerðarmanna. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. janúar Er réttlætið síðasta vígið? DAVIÐ ODDSSON telur bersýnilega, að talsmenn veiði- leyfagjalds hafí „flúið í síðasta víg- ið“, með því að kalla réttlætið til sögunnar. Ekki getur það átt við um Morgunblaðið, að réttlætið hafi verið síðasta vígi blaðsins í þessum umræðum af þeirri einföldu ástæðu, að spurningin um réttlæti í þessum málum hefur frá upphafí verið grundvallaratriði og meginröksemd í málflutningi blaðsins. Varla getur það verið tilefni til áfellisdóms frá sjónarhóli formanns stjórnmálaflokks, sem starfar undir kjörorðinu „gjör rétt, þol ei órétt“. Morgunblaðið þolir ekki þann órétt, sem þorra landsmanna er sýndur með því, hvernig núverandi fiskveiðistjóm- unarkerfi hefur verið útfært. Samkvæmt lands lögum, sem Alþingi íslendinga hefur sett, eru fiskimiðin við íslands strendur sameign íslenzku þjóðar- innar. í kosningabaráttunni fyrir þing- kosningarnar 1991 hvatti Davíð Oddsson, sem þá hafði tekið við formennsku Sjálf- stæðisflokksins, til þess, að þetta laga- ákvæði yrði gert „virkara". Morgunblaðið fagnaði þeirri yfirlýsingu, enda ekki hægt að skilja hana nema á einn veg. í raunvemleikanum hefur fískveiði- stjórnunarkerfið hins vegar verið útfært á þann veg, að í upphafí var útgerðarfyrir- tækjum úthlutað ákveðnum kvóta afla- heimilda, og byggðist sú úthlutun á ákveðnum reglum, sem settar vom. Síðar var þessum útgerðarfyrirtækjum heimilt að stunda fijáls viðskipti með aflaheimild- irnar. Fljótlega kom í ljós, að hér var um gífurleg verðmæti að ræða, sem útgerðim- ar höfðu fengið endurgjaldslaust en þær gátu síðan selt, ef þeim sýndist svo, fyrir mikla fjármuni. Hér hafði það gerzt, að afnotarétti af fiskimiðunum, sem skv. lands lögum eru sameign þjóðarinnar, hafði verið úthlutað til fámenns hóps manna fyrir ekki neitt, en þennan afnotarétt gátu þeir síðan selt fyrir stórfé og gerðu margir. Það er fyrst og fremst þetta grundvall- aratriði, sem Morgunblaðið hefur gagnrýnt á þeirri forsendu, að það væri óréttlæti, að sameiginleg eign þjóðarinnar væri þannig í raun afhent fámennum hópi þjóð- félagsþegna endurgjaldslaust. Morgun- blaðið hefur krafizt þess réttlætis fyrir hönd þorra íslenzku þjóðarinnar, að þeir, sem vildu nýta fiskimiðin, greiddu eðlilegt gjald fyrir þau afnot í sameiginlegan sjóð. Þetta hefur ekki verið „síðasta vígi“ Morg- unblaðsins heldur hefur þetta frá upphafí verið aðal röksemd blaðsins í þessum umræðum. Röksemd sem stendur fyrir sínu í dag og er meginástæðan fyrir því, að íslenzka þjóðin er að rísa upp gegn þessu kerfí. Til viðbótar þessu réttlætissjónarmiði er svo hægt að færa margvísleg önnur rök fyrir því, að endurgjaldslaus úthlutun á slíkum verðmætum, sem hér um ræðir, sé óveijandi. Það á ekki bara við um úthlutun á aflaheimildum fyrir ekki neitt heldur einnig við úthlutun á öðrum takmörkuðum gæðum svo sem sjónvarpsrásum, eins og Morgunblaðið hefur margsinnis bent á. í fyrsta lagi er hægt að færa rök fyrir því, að endurgjaldslaus úthlutun aflaheim- ilda til útgerðarfyrirtækja sé stórfelldasta styrkveiting til útgerðarinnar úr almanna- sjóðum, sem um getur. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alla tíð barizt gegn opinberum styrkjum til atvinnufyrirtækja. Hvers vegna ver hann þessa styrkveitingu nú? Að þetta er styrkur fer ekki á milli mála, þegar til þess er horft, að nýtt útgerðarfyr- irtæki, sem stofnað væri í dag, fengi enga ókeypis úthlutun aflaheimilda heldur yrði að borga þær fullu verði. Hvers vegna styður ríkisvaldið sum útgerðarfyrirtæki með „sértækum" aðgerðum af þessu tagi en önnur ekki? í annan stað er ljóst, að þessi mismunun gengur þvert á þau jafnræðissjónarmið, sem tvær ríkisstjórnir undir forustu Davíðs Oddssonar hafa með umtalsverðum ár- angri barizt fyrir að koma á undanfarin ár. M.ö.o. hefur verið lögð áherzla á, að atvinnufyrirtæki sitji við sama borð og keppi á jafnræðisgrundvelli og einstök fyrirtæki njóti ekki sérstakra ívilnana af hálfu hins opinbera. Hvers vegna er þess- ari stefnu ekki fylgt fram í málefnum útgerðarinnar? Það er augljóst, að þau útgerðarfyrirtæki, sem í upphafí fengu úthlutað ókeypis aflaheimildum, hafa gíf- urlegt forskot á fyrirtæki, sem koma síðar til sögunnar. Það er því sama, hvort litið er á þetta mál út frá því kjörorði Sjálfstæðisflokks- ins að gera rétt og þola ekki órétt eða út frá áratuga gamalli baráttu flokksins gegn opinberum styrkjum til atvinnufyrir- tækja eða út frá nýju baráttumáli Sjálf- stæðisflokksins um jafnræði í atvinnulíf- inu - í engu tilviki getur hin endurgjalds- lausa úthlutun aflaheimilda, sem síðan er heimilt að stunda fijáls viðskipti með, gengið upp. Morgunblaðið hefur verið þeirrar skoð- unar og lýst henni ítrekað, að fyrst eigi að ná samkomulagi um það grundvallarat- riði, að útgerðarfyrirtækin greiði hæfílegt endurgjald í sameiginlegan sjóð fyrir af- notarétt af auðlindinni. Þegar almenn sátt hefur tekizt um það grundvallarat- riði, sé tímabært að setjast niður og ná málamiðlun um það, hvernig slíkt kerfi yrði útfært og auðvitað verða sjónarmið og hagsmunir útgerðarmanna og sjó- manna að koma þar við sögu. Ókostir kvótakerfis í RAUN OG VERU má segja, að um- ræður um fiskveiði- stjórnunina hafi verið tvíþættar. Annars vegar hefur verið rætt um nauðsyn þess, að endurgjald komi fyrir afnotarétt af sameiginlegri eign þjóðarinnar, físki- miðunum. Hins vegar hefur kvótakerfíð sem slíkt verið gagnrýnt á allt öðmm for- sendum, sem koma spurningunni um veiði- leyfagjald ekkert við. Þar má fyrst nefna brottkast á físki. Sögusagnir um mikið brottkast á físki hafa gengið áram saman. Fyrir einu og hálfu ári gerði Morgunblaðið tilraun til að festa hendur á þessum sögusögnum. Blaðamenn á vegum Morgunblaðsins fóra um landið og ræddu við sjómenn. Þeim var heitið því, að þeir gætu talað nafn- laust í blaðinu, ef þeir vildu upplýsa um brottkast á físki. Niðurstaðan var viðamik- ill greinaflokkur sem birtist í Morgunblað- inu vorið og sumarið 1995 og vakti mikla athygli. í þessum greinaflokki var í fyrsta sinn dregin fram í dagsljósið sú staðreynd, að mikið er um að smáfíski sé kastað. Þótt síðar hafí verið sett löggjöf um þetta mál fer ekkert á milli mála, að vanda- málið er ekki úr sögunni. Það er einfald- lega innbyggt í núverandi kvótakerfí. Þetta er einn af ókostum kvótakerfísins. í annan stað hefur hið fijálsa framsal verið gagnrýnt á þeirri forsendu m.a. að um stórfellda misnotkun sé að ræða. Þetta veit Davíð Oddsson mæta vel, enda hafa sterkustu gagnrýnendur hins fijálsa fram- sals komið úr þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins og er þá átt við þá Guðjón Guðmunds- son, þingmann Sjálfstæðisflokks í Vestur- landskjördæmi og Guðmund Hallvarðsson, þingmann Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkur- kjördæmi. Skömmu fyrir jól nefndi Guðjón Guðmundsson í umræðum á Alþingi slá- andi dæmi um tvo sjómenn, sem hugðust kaupa trillu og leizt vel á eina slíka en hún reyndist kvótalaus, þar sem eigandi hennar hafði selt allan kvótann, sem henni fylgdi og hann hafði að sjálfsögðu fengið úthlutað endurgjaldslaust. Nokkmm mán- uðum seinna voru þeir enn á ferð og sáu þá, að trillan var óseld en hafði hækkað verulega í verði. Hver var ástæðan fyrir því? Hún var sú, að í millitíðinni hafði kvóti verið settur á steinbít og trillunni verið úthlutað kvóta. Nú hafði trillan hækkað svo í verði, að sjómennimir höfðu ekki efni á að kaupa hana. Nokkmm mánuðum eftir þetta rákust þeir enn á FRÁ ÞINGVÖLLUM Morgunblaðið/Árni Sæberg sömu trilluna og nú hafði hún lækkað í verði. Hver var ástæðan fyrir því? Hún var sú, að nú hafði eigandinn selt stein- bítskvótann, sem hann fékk endurgjalds- laust. Það eru þessi dæmi um það, hvemig hið fijálsa framsal er misnotað, sem valda því, að þjóðin er að rísa upp gegn þessu kerfí, vegna þess, að fólk þekkir þessi dæmi úr sínum heimabyggðum allt í kring- um landið. Ef trillueigandinn, sem Guðjón Guð- mundsson alþingismaður sagði frá, hefði greitt eðlilegt gjald fyrir hinn upphaflega kvóta og síðan fyrir steinbítskvótann í sameiginlegan sjóð landsmanna og eftir það fundið kaupanda, sem engu að síður gat talið sér hagkvæmt að kaupa kvótann fyrir verð, sem skilaði kvótahafanum ein- hveijum hagnaði, væri þetta ekki frásagn- arvert á Alþingi. Það er svo annað mál, að þær milljónir eða milljónatugir, sem trillukarlar em að fá í sinn vasa með þvi að selja kvóta, era smámunir miðað við þá eignamyndun, sem er að verða í stóra útgerðarfyrirtækjunum vegna gífurlegrar verðhækkunar kvóta á undanfömum ámm. Og það er sú eigna- myndun, sem gerir það að verkum, að þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ein- ar K. Guðfinnsson, er að koma fram á sjónarsviðið sem harðasti andstæðingur þessa kerfís innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur raunar gengið svo langt að segja, að breyting á því sé óhjá- kvæmileg nú á þessum vetri. Era þessir þingmenn að mati formanns Sjálfstæðis- flokksins að „ýta undir óánægju, öfund og óróleika", eins og hann komst að orði í áramótagrein sinni hér í blaðinu sl. þriðju- dag um þá, sem beijast fyrir breytingum? t^mmmammi auðvitað er Hin ckilinn- margt ‘ málflutn- llin bKllJd.il ingi gagnrýnenda legu rök kvótakerfisins at- hugavert. Morgun- blaðið hefur t.d. aldrei tekið undir þau sjón- armið, sem hafa ekki sízt komið fram hjá ýmsum hagfræðingum og einnig hjá ein- staka talsmönnum iðnaðarins, að gengis- felling eigi að fylgja upptöku veiðileyfa- gjalds. Hins vegar er ekki hægt að taka undir það með forsætisráðherra, að veiði- leyfagjald í almannasjóð mundi verða við- bótargjald fyrir þá, sem nú kaupa eða leigja kvóta. Þá réðu lögmál markaðarins ekki ferðinni í sjávarútveginum. Það er auðvitað ljóst, að útgerðarfyrirtæki hafa ekki hag af því að leigja eða kaupa kvóta umfram ákveðið verð. Þau mundu einfald- lega ekki kaupa eða leigja kvóta, ef endur- gjald í almannasjóð bættist við markaðs- verð á kvóta. Sá hagnaður, sem kvótaselj- andinn hefði, mundi minnka, sem nemur veiðileyfagjaldinu. Væntanlega trúa menn enn á lögmál markaðarins. Að lokum er það að sjálfsögðu afurðaverðið á erlendum mörkuðum, sem ræður því, hvað menn em tilbúnir til að borga fyrir kvóta hér heima. Morgunblaðið hefur að vísu ekki mælt með árlegu uppboði á kvóta. Það hafa ein- staka talsmenn Alþýðuflokksins hins vegar gert. Það er alveg rétt hjá Davíð Odds- syni, að þeir sem ráða yfir fjármagni og fyrirtækjum mundu standa bezt að vígi í slíkum uppboðum. Fyrir nokkmm ámm var á það bent hér í blaðinu, að ef kvóti væri boðinn upp árlega og hver og einn gæti boðið í hann, mundu t.d. ýmis af stærstu fyrirtækjum landsins, sem ekki hafa hingað til stundað rekstur í sjávarút- vegi, geta keypt kvótann upp og gert aðra að leiguliðum sínum. Það er svo annað mál, að þessi sömu fyrirtæki era að kaupa kvóta með öðmm hætti um þessar mundir þ.e. með því að kaupa hlutabréf í útgerðar- fyrirtækjum á mjög háu verði. Davíð Oddsson telur í áramótagrein sinni, að „brýnasta verkefni þessarar um- ræðu“ sé það að fylgjendur veiðileyfa- gjalds samræmi sjónarmið sín. Er það endilega svo brýnt verkefni? Er þá ekki stutt í, að til verði stjórnmálahreyfing í kringum þetta mál? Er það æskilegt? í áramótagrein sinni segir formaður Sjálfstæðisflokksins, að réttlætisrökin í þessu máli séu skiljanlegust. Morgunblaðið trúir því, að í þeirri afstöðu Davíðs Odds- sonar og þeim sjónarmiðum, sem hann hefur áður lýst og ekki sagt að hann hafí horfíð frá, að nauðsynlegt sé að gera lagaákvæðið um sameign þjóðarinnar virk- ara, felist möguleiki á að sjónarmið blaðs- ins og forystumanna Sjálfstæðisflokksins geti að lokum náð saman. Opinber ummæli Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, að undanförnu má einnig skilja á þann veg að í þeim felist opnun til samkomulags og málamiðlunar. Enn sem fyrr er það skoðun Morgun- blaðsins að Sjálfstæðisflokkurinn sé lykill að friðsamlegri lausn þessa máls. „Morgunblaðið hefur krafizt þess réttlætis fyrir hönd þorra ís- lenzku þjóðarinn- ar, að þeir, sem vildu nýta fiski- miðin, greiddu eðlilegt gjald fyr- ir þau afnot í sam- eiginlegan sjóð. Þetta hefur ekki verið „síðasta vígi“ Morgun- blaðsins heldur hefur þetta frá upphafi verið aðal röksemd blaðsins í þessum umræð- um. Röksemd sem stendur fyrir sínu í dag og er megin- ástæðan fyrir því, að íslenzka þjóðin er að rísa upp gegn þessu kerfi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.