Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLA.ÐIÐ TÍSKUVERSLUNIN Smo'rt GRÍMSBÆ V/BÚS TAÐAVEG • SÍMI 588 8488 ÚTSÆ*LÆ*mi ei* HcafSn Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-15 • Sími 588-8488 NEffB PARÍSARbúðin Laugavegi 30, sími 562-4225 Austurstræti 8, simi 551 4266 ^ .................... .........................*\ H e i IdarJÓGA jóga fyrir alla Heildarjóga (grunnnámskeið) Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 8. jan. Þri. og fim. kl. 20:00. Hefst 9. jan. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 15. jan. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við mundur kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Takmarkaður fjöldi | Þri. og Fim kl. 20:00. Hefst 14. jan. Lísa Opnir tímar: MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU 7:30-8:30 Lfsa Lísa 10:30 til 11:45 Ásmundur eða Anna Dóra 12:10-13:10 Ásmundur Anna Dóra Ásmundur Anna Dóra Ásmundur 16:15-17:15 Lísa Lísa 16:45-17:50 Lísa Lísa 17:15-18:15 Anna Dóra Ásmundur Anna Dóra Ásmundur Anna Dóra 17:45:18:15 Hugleiðsla 18:20-19:35 Ásmundur Anna Dóra Ásmundur Anna Dóra Ásmundur l/A/1 A eJcjcAi | ^ ^ er opin 11 til 18 STU D I O SAUNA • STURTUR • NUDD I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Fyrirspurn vegna greinar um vændi GUÐRÚN Jóhannsdóttir, Túngötu 20, Bessastaða- hreppi, hringdi með eftirfarandi fyrirspurn vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu 3. janúar eftir Halldór Jónsson verkfræðing og óskar eftir svari frá honum. Telur Halldór að íslenskar stúlkur eigi erindi í vændi? Hefur hann lesið bókina „Þegar vonin ein er eftir“ og aðrar sjálfsævisögur vændiskvenna? Veit Halldór að ungar stúlkur sem eru neyddar út í vændi af melludólgum sem pína þær út í vændi með því að gera þær háðar eiturlyfjum og hirða afreksturinn af vændinu? Á Halldór dætur eða aðr- ar stúlkur nákomnar sem hann vildi óska slíkrar ævi? Tapað/fundið Gullarmband fannst GULLARMBAND fannst fyrir utan Glæsibæ 21. desember. Upplýsingar í síma 553-7112. Reiðhjól fannst TRECK-Mountain reið- hjól fannst á horninu á Melgerði og Háagerði. Upplýsingar í síma 581-1165. Penni tapaðist DUNHILL kúlupenni tapaðist í eða við skáp númer 374 í karlaklefa sundlaugarinnar í Laug- ardal, fimmtudaginn 2. janúar síðastliðinn. Skil- vís finnandi er vinsam- lega beðinn um að skila pennanum í afgreiðslu sundlaugarinnar. Fund- arlaunum er heitið. Varðandi týnda hunda ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir um að hafa sam- band við dýraspítalann í Víðidal strax í síma 567-4020. COSPER ÞÚ OG þínir rómantísku sveitavegir! SKAK Umsjón Margcir Fctursson STAÐAN kom upp á alþjóð- lega Guðmundar Arasonar mótinu um daginn. James Burden (2.125), Bandaríkj- unum, hafði hvítt og átti leik, en Heimir Ásgeirsson (2.185) var með svart. 32. Hg7! og svartur gafst upp. Ef hann þiggur drottn- ingarfórnina verða lokin: 32. - Dxh5 33. Hh7+ - Kg8 34. Hgl+ - Dg6 35. Bxg6 og hvítur hefur unnið drottninguna til baka með gjör- unninni stöðu. Skákmót um næstu helgi: Hraðmót til minn- ingar um norska skákfrömuðinn Amold J. Eikrem fer fram í göngu- götunni í Mjódd, laugardaginn 11. janúar og hefst kl. 14. Verðlaunin eru 15 þús., 12 þús. og 8 þús. auk stigaflokkaverðlauna. Skákþing Reykjavíkur 1997 hefst í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, sunnudaginn 12. janúarkl. 14. Tefltverð- ur á sunnudögum og mið- vikudags- og föstudags- kvöldum. HVÍTUR leikur og vinnur HOGNIHREKKVISI o UHum ohkur sjár-suepp)rl py/soU'b/iwr óp oJcarhaencK. c,perutre.." Víkveiji skrifar... AÐ HEILSAST og kveðjast, það er lífsins saga. Það fer ekkert á milli mála að ár hefur kvatt og annað heilsað. Kunningi Víkveija, kominn nokkuð til ára sinna, full- yrðir, að tíminn líði hraðar hjá öldr- uðum en ungum. Hann kvaðst meira að segja geta sannað þá stað- hæfingu eftir reikningskúnstarregl- um - og það þrátt fyrir fræga stærðfræðitregðu landsmanna. Gefum okkur, sagði kunninginn, að meðalævi fólks hér á landi sé ein 80 ár. Tökum sem dæmi ein- stakling sem lifir nákvæmlega þessa gefnu meðalævi, enda mín- útumaður að upplagi. Fyrsta æviár- ið lifir hann sum sé aðeins einn áttugasta (1/80) af ævinni, það er höfuðstólnum. Það er hægt farið í sakir, hlutfallseyðsla smá! Orðinn sjötugur á hann á hinn bóginn að- eins eftir tíu ár. Næsta ár lifir hann ekki 1/80 af „inneign“ sinni, eins og fyrsta æviárið, heldur dijúgum meira, eða einn tíunda. Eyðsluhrað- inn eða hlutfallið vex með hveiju árinu, sagði kunninginn, og taldi dæmið gert upp. Spurningin er, hafði hann rétt fyrir sér? xxx HVERSU mikil eru útgjöld hins opinbera, stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga? Svar er finna í ritstjórnargrein Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, í Sveitarstjórnarmálum. Þar segir að opinber útgjöld hafi numið 177 milljörðum króna árið 1995. Þar af var hlutur ríkisins 140 milljarðar, eða 79%. Eyðsluhiutur sveitarfélaganna var 37 milljarðar króna, eða 21%. Yfirtaka sveitarfé- laganna á grunnskólanum stækkar eyðsluhlut þeirra í fjórðung opin- berra útgjalda. Öll er þessi eyðsla að sjálfsögðu sótt í vasa skattborg- aranna með einum eða öðrum hætti. Skipting opinberra umsvifa er víða erlendis með allt öðrum hætti en hér. Hlutdeild sveitarfélaga er víðast hærri. Sums staðar er og þriðja stjómsýslustigið, fylki eða ömt, eins konar millistig ríkis og sveitarfélaga. Ekki myndi það lækka heildarútgjöldin hér á landi - eða skattgreiðslur almennings - að dómi Víkveija ef þriðja stjórn- sýslustigið með tilheyrandi yfir- byggingu og skriffinnsku kæmi til sögunnar! Þá er nú farsælli leið að efna til færri og stærri sveitarfé- laga, eins og stefnt virðist að. xxx TÖLUVERÐAR umræður hafa farið fram um góðæri eða ekki góðæri í íslenzku efnahagslífi, kaupmáttarauka eða ekki kaup- máttarauka. Til eru ýmsir mæli- kvarðar á kaupmátt. Einn af þeim er trúlega viðskiptajöfnuður þjóðar- innar við umheiminn. Hagvísa Þjóðhagsstofnunar rak á fjöm Víkveija á dögunum. Þar kemur fram að kaupgleði íslend- inga á hvers konar innflutningi hefur vaxið mjög á árinu sem var að kveðja. Ritið gerir ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður okkar hafi verið óhagstæður um hvorki meira né minna en níu milljarða króna árið 1996, en hann var hagstæður um 3,4 milljarða króna árið áður. Orðrétt segja Hagvísar: „Þessi þróun viðskiptajafnaðar í ár [1996] stafar af mikilli aukningu innflutnings, sem á meðal annars rætur sínar að rekja til vaxandi kaupmáttar og aukinnar bjartsýni á efnahagshorfur. Vöruinnflutning- ur á fyrstu níu mánuðum ársins var 15,8% meiri að raungildi en yfir sama tímabil í fyrra . . .“ Mest er aukning innflutnings í fjárfestingarvörum, 36%. Almennur innflutningur jókst um 12,8%. Og á fyrstu níu mánuðum næstliðins árs vom nýskráðar bifreiðir langleiðina í 9.200 talsins, sem var 37% aukning frá sama tímabili árið áður. Hver og einn verður síðan að lesa það út úr þessum tölum sem hann kýs. En ljóst er, hvað sem öðru líður, að kaup landsmanna á innflutningi hvers konar hafa tekið mikinn fjör- kipp á árinu sem var að kveðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.