Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS ADOLF MAGNÚSSON + Magnús Adolf Magnússon fæddist í Vest- mannaeyjum 20. júlí 1916. Hann lést á Landspítalanum 25. desember síð- astliðinn. Magnús var þriðji í röð af tíu börnum hjón- anna Magnúsar Magnússonar skipasmiðs frá Geitagili í Orlygs- höfn, f. 6.10. 1882 og Oddnýjar Er- lendsdóttur frá Skíðbakka í Landeyjum, 11.10. 1888. Þau bjuggu þá í Bjarmalandi í Vestmannaeyj- um, en fluttu síðar til Reykja- víkur. Systkini Magnúsar Adolfs eru: Hulda, f. 29.6.1913; Marta, f. 19.11. 1914; Þórdís, f. 28.9. 1918, d. 23.4. 1939; Jór- unn Lilja, f. 5.12. 1919; Erlend- ína, f. 18.6. 1921, d. 27.9. 1922; Erlendur, f. 13.3. 1923; Guð- björt, f. 31.12. 1924; Elísabet, f. 24.11.1925 og Fanney, f. 7.3. 1927. Hinn 12. janúar 1944 kvænt- ist Magnús Ólöfu Ingunni Björnsdóttur frá Syðra-Vall- holti í Skagafirði, f.28.10. 1921, d. 22.09. 1993 og bjuggu þau lengst af í Kópavogi. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún Dísa, f. 5.9. 1944. Hún er gift Birni Ólafssyni og eru böm þeirra: Erla María, f. 31.10. 1963, gift Ómari Óskarssyni og eiga þau þijá syni; Hrafnhildur, f. 17.6.1970, en hún er gift Jóni M. Kat- arínussyni og eiga þau dreng og stúlku; Magnús Ólafur, f. 9.2. 1973; Oddný, f. 22.12. 1975, hún á tvær dætur; Eygló, f. 7.8. 1977; og Berglind, f. 7.8.1977. 2) Björn Magnús, f. 21.10. 1948, kvæntur Steinunni Torfa- dóttur og era böm þeirra: Torfi Birkir, f. 16.1. 1973, og Ólöf Ingunn, f. 16.2. 1979. Magnús hóf störf hjá Vega- gerð ríkisins sem vörubifreiða- sljóri um 1940 og starfaði siðan hjá Vegagerðinni í aldarfjórð- ung við akstur, stjórn þunga- vinnuvéla, viðgerðir og sem verkstjóri á verkstæði áhalda- húss Vegagerðarinnar í Reykjavík. Hann vann síðar þjá Heklu hf., og O. Johnson og Kaaber, svo í áratug hjá Bíla- leigunni Fal, eða þar til hún hætti starfsemi, en þá fór hann til Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. og lauk þar starfsferli sín- um. Útför Magnúsar Adolfs verð- ur gerð frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að leggja upp í hinstu för á hátíð ijóss, friðar og kærleika, er sann- arlega táknrænt fyrir jafn ljúfan og góðan dreng og tengdafóður minn, Magnús A. Magnússon. Magnús var borinn og bamfæddur í Vestmannaeyjum, þar sem hann ólst upp með foreldrum og systkin- um. Á þeim árum blasti alvara lífsins snemma við og unglingar urðu fljótt að fara að vinna fyrir sér og skóla- gangan varð stutt. Magnús fór, eins og margir fleiri, suður í leit að vinnu, þar sem hann síðar ílengdist. Maggi sá fjölskyldu sinni farborða af miklum sóma, oft eina fyrirvinna heimilisins eins og tíðkaðist á þeim árum. Hann var sérlega handlaginn og vel verki farinn. Heimili þeirra Lóu og Magga, er þau bjuggu sér, lengst af á Kársnesbraut 24 í Kópavogi, bar þess glöggt vitni, ekki síst tijáræktin í garðmum sem Maggi nostraði við af óþreytandi lagni og smekkvísi. Magnús var af þeirri kynslóð sem ruddi okkur sem yngri erum brautina til aukinna mannréttinda og jöfnuð- ar, þar sem ekkert var gefíð eftir og samstaða höfð að leiðarljósi. Þátt- taka í launa- og réttindabaráttu var hluti af lífsbaráttu þess tíma og þar lét Maggi ekki sitt eftir liggja, alla tíð dyggur málsvari alþýðunnar. Magnús var ljúfur og hæglátur maður og seinn til vandræða. Hann hældist ekki af verkum sínum né hreykti sér yfir aðra. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, af æðruleysi og prúðmennsku, trúr uppruna sínum, talsmaður heilinda og heiðarleika. Ágimd og öfund voru honum víðs fjarri. Hann hafði til að bera einstaka yfirvegun þótt undir niðri væri ávallt stutt í glettnina og spaugsyrðin og síðast en ekki síst ljúfa brosið. Magnús þorði að vera hann sjálfur og berjast fyrir þeim málefnum sem voru honum hugstæð. t Elskuleg móðir okkar, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala 27. desem- ber 1996, verður jarðsungin frá Áskirkju 8. janúar 1997 kl. 13.30. Lilja Hallgrímsdóttir, Þórdi's Ólöf Hallgri'msdóttir, Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Grýtubakka 12, Reykjavik, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Kolbrún Karlsdóttir, Magnús Karlsson, Guðríður Magnúsdóttir, Ragnhildur Karlsdóttir, Þorvaldur Rúnar Jónasson og barnabörn. Dag hvem gekk hann til vinnu sinnar af hógværð og eljusemi og lét ekki sitt eftir liggja, þótt þeim sem til þekktu dyldist ekki að hann var oft þreyttari en hann vildi vera láta. Úm miðjan aldur fór Magnús í hjartaaðgerð til Lundúna og heppn- aðist sú aðgerð afar vel. Hann vann lengst af fullan vinnudag, þótt þrek- ið dvínaði með árunum. Maggi var einn af þeim sem ekki bera tilfinningar sínar á torg. Frá- fall eiginkonunnar, Ólafar Ingunnar Bjömsdóttur, varð honum erfitt, en hann af sinni hljóðlátu umhyggju- semi og trygglyndi stóð henni þétt við hlið í erfiðum veikindum sem hún átti við að stríða mestan part ævinn- ar. Bamabömin og bamabamaböm- in hafa ætíð átt vísan stað í hjarta afa og þeim hefur hann tekið opnum örmum af hjartans einlægni og ávallt tilbúinn að gefa þeim af tíma sínum. Hans verður nú sárt saknað. Dagur er að kveldi kominn og löngu dagsverki lokið. Kæri Maggi, ég veit að Guð hefur ætlað þér sérstakt hlutverk með því að taka þig til sín á þessum degi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast mannkostum þínum og megi minningin um góðan dreng, bróður, föður, afa og langafa lýsa okkur sem eftir stöndum, áfram veginn inn í framtíðina. Steinunn Torfadóttir. Tengdafaðir minn, Magnús A. Magnússon, lést á jóladag, eftir nokkurra vikna sjúkdómslegu og hefur vonandi verið hvíldinni feginn, eftir liðlega áttatíu ára lífsvist, sem ekki var alltaf einn rósagarður. Hann mun ekki hafa lagt út í lífið með mikla bóklega menntun, frekar en margir alþýðumenn af hans kyn- slóð, en þó varð starfsvið hans, bestu ár ævinnar, að vinna við og þjóna þeirri vélvæðingu, sem hófst með heimsstyijöldinni síðari og komu er- lendra heija, sem fluttu með sér þungavinnuvélar og annan búnað til verklegra framkvæmda. Magnús hóf snemma störf hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar í fyrstu við akstur og flutninga, síðar sem vélstjóri á þungavinnuvélum, viðgerðarmaður og verkstjóri á bifreiðaverkstæði Vegagerðarinnar í Reykjavík. Á þessum tíma aflaði hann sér rétt- inda, sem fullgildur meistari í sinni iðn og er öruggt að sú þekking, sem var grundvöllur þeirra réttinda, var fengin með eigin reynslu af að leysa erfið verkefni við margskonar að- stæður og einfaldan verkfærakost. Mér er l.d. minnisstæð sú frásögn Magnúsar, að þegar Vegagerðin fékk fyrstu jarðýtuna í Skagafjörð, þá var hún svo þung að ekki var til flutnin- gatæki í landinu til að flytja hana í vegarstæðið á Vatnsskarði og var því ekki um annað að ræða en aka henni á eigin beltum, frá bryggju og upp i Vatnsskarð. Þessi vél var að- eins 7,5 tonn að þyngd og hefur þetta áreiðanlega ekki verið síðasti spölurinn, sem hún mátti fara, fyrir eigin vélarafli. Svona voru aðstæður frumheijanna. Þessi ár voru tími tæknivæðingar í vegagerð á íslandi, og þeir sem þátt tóku, eru nú sem óðast að kveðja og er sárt til þess að vita, að með þessum mönnum, eins og Magnúsi, hverfur veruleg vitneskja um þessi ár, sem ekki hefur verið fest á blað, vegna þess að þetta tímabii, 1940- 1965, hefur verið svo nærri í tíma, að menn eru rétt að byija að skoða sögusvið þessara ára. Magnús var heldur ekki sú mann- gerð sem miklaðist af verkum sínum, þó venjulega væru þau unnin af þeirri alúð og nákvæmni, að af bar. Hann var maður fárra orða, en var lagið að hlusta, skilja kjarna málsins og segja svo álit sitt umbúðalaust. Ekki er víst að það hafi alltaf afl- að honum vinsælda um ævina, en hann var einarður í skoðunum, án þess að troða öðrum um tær. Magn- ús var góður fjölskyldufaðir og síðar þegar bamabömin komu, var afa- hlutverkið honum eðlislægt og veit ég að þar mun mörgum þykja skarð fyrir skildi, þegar hann er nú horfinn á braut. Magnús og Ólöf Ingunn, kona hans, voru sæmdarhjón og góðir full- trúar þess alþýðufólks, sem verið hefur burðarás þeirrar velmegunar sem við höfum búið við á seinni hluta þessarar aldar. Ég vil þakka fyrir þau ár sem við höfum átt samleið og sakna þess nú, að hafa ekki gefíð mér meiri tíma til spyija og hlusta. Björa Ólafsson. Elsku langafi minn. Mig langar að þakka þær stundir sem við áttum saman, eins og þegar við fórum tveir norður í Syðra-Vall- holt og vomm með brennu í gömlum turni. Við þurftum að raka heyið, en svo hætti ég því og fór að skoða Andrésar andar-blöð. Ég fékk oft góðar gjafir og súkkulaðirúsínur frá þér afi. Árið 1994 þegar fjölskyldan fór hringinn í kringum landið þá komstu með, afi, og systir þín Marta. Þið fómð heim þegar við fómm til Grenivíkur. Þú varst hjá okkur lang- afi síðustu þijú jól, síðan langamma dó. Það var gott og gaman að hafa þig með á þessum stundum. Vertu yfir og allt um kring með eáífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð blessi þig, afi minn. Þinn Ólafur Ingi Ómarsson. Magnús A. Magnússon er látinn. Hann dó á Landspítalanum á jóla- dagskvöld. Með Magnúsi er genginn góður drengur og gegn, slíkt práð- menni að fágætt er. Hann var bæði Ijúfur - svo sannur og trár, - svo traustur og sá alltaf hið góða í öllum hlutum. Gerði öllum vel og gekk aldr- ei á hluta nokkurs manns. Hvers manns hugljúfi, sívinnandi eljumað- ur, sem kom sér alls staðar vel. Hann var áttræður að aldri er hann lést, borinn og barnfæddur úti í Vestmannaeyjum, en flutti upp á land og starfaði lengi hjá Vegagerð ríkisins. Hann lagði leið sína norður, vann á vélum við vegagerð undir stjórn Jóhanns Hjörleifssonar vega- verkstjóra að uppbyggingu vegarins til Akureyrar, þá um Vatnsskarð, niður í Skagafjörð. Þá naut Magnús sín vel á stórvirkum vinnuvélum sem til landsins voru að koma og boðuðu nýja tíma - tíma tækni og framfara - jarðýtumar, beltavélamar, sem ullu byltingu í atvinnusögu lands- manna. Ráðskonan í þessum annálaða og harðduglega vinnuflokki sumarið 1943, Olöf Ingunn Bjömsdóttir, upp- eldissystir mín og náfrænka, var ekki lengi að sjá hver mannkosta- maður Magnús var. Þá ekki síður hann, að sjá kosti hinnar glæsilegu skagfirsku stúlku, enda fór svo að fljótt bundust þau tryggðum, ung og æskuheit og"lögðu saman út í lífs- baráttuna. Þá kom Magnús oft í Vallholt á eðalvagninum sínum, kolsvörtum, svo glansandi og gljáandi. „Dross- ían“ hans Magga sögðum við himin- lifandi. Það jafnaðist ekkert á við að fá að sitja í og finna hvernig dross- ían dúaði. Eins og við svifum á ein- hverri himinsæng um óravíddir al- gleymisins. Þessi vel hirti vagn var sérstakt augnayndi okkar krakkanna í Vallholti, sem vorum nokkrum árum yngri en þetta ástfangna fólk sem okkur þótti svo vænt um. Svo glæsi- leg sem þau voru, bæði tvö, geisl- andi af lífí og hamingju. Þá voru góðir tímar. Lífið og starfið beið þeirra syðra í borginni við sundin blá. Þau urðu meðal fyrstu landnema í hinum unga kaupstað, Kópavogi, sem var að rísa milli tveggja voga, ekki steinsnar frá Reykjavík. Þau byggðu sér stórt hús við Kársnesbrautina, hús númer 24 og áttu þar heima langa tíð, við ást og yndi. Þau voru mjög samhent, eins og ein sál í tveimur verum, en voru samt svo ólík. Hún svo geisl- andi af fjöri, syngjandi kát og ræðin, en hann slíkur alvörumaður, hægur og gætinn svo af bar og eiga ekki allir slíka mannkosti til að bera. Starfsvið Magnúsar var við vélar, þær áttu hans hug. Um meira en tveggja áratuga skeið starfaði Magn- ús hjá Vegagerðinni. Fyrstu árin þar stundaði hann jafnframt nám í bif- vélavirkjun og vann síðan langa starfsæfi við vélaviðgerðir og eftirlit, fyrst hjá Vegagerðinni, síðar hjá Heklu hf., þá hjá Ó. Johnson & Kaab- er, DAF-umboðinu. Lengur þó hjá bílaleigunni Fal, verkstjóri þar og hafði umsjón og eftirlit með útleigu- bílunum. Starfsferlinum lauk hann svo hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um hf. Hjá öllum þessum fyrirtækjum vann Magnús við vélar og fórst það verk vel úr hendi. Vandvirkni og iðju- semi einkenndi allt hans starf. Með rólegri íhugun, eftirtekt og aðgæslu vann hann sitt starf í kyrrð og næði. Það eru góðir starfsmenn, sem bera slíkt í fari sínu og tileinka sér slíka eiginleika. Eiginkona hans var sem fyrr er frá greint, Ólöf Ingunn Björnsdóttir frá Syðra-Vallholti í Skagafirði. Hún er látin fyrir fáum árum. Þau hjón eignuðust tvö börn, stúlku og dreng. Hún heitir Kolbrán Dísa - búsett í Kópavogi, gift Bimi Ólafssyni borgfirskrar ættar. Eiga þau stóran og myndarlegan barna- hóp. Sonurinn heitir Bjöm Magnús og býr einnig í Kópavogi. Hann er kvæntur Steinunni Torfadóttur, skaftfellskrar ættar, komin frá Hala í Suðursveit. Þau eiga tvö börn upp- komin. Á hveiju ári komu þau hjón norður í Skagafjörð í sínu sumar- leyfi, þau Maggi og Lóa, sem þau jafnan vom kölluð. Þá urðu fagnað- arfundir í Vallholti, frændur og vinir eru víða norðan fjalla, víða þurfti að koma og tíminn fljótur að líða og það varð líka að sinna verkunum. Ljúft er mér að minnast iðjusemi Magnúsar við hrífuna. Hann á mörg hrífuförin í Vallholti. Meiri vand- virkni og samviskusemi er ekki til. Það mátti ekki verða eftir eitt strá, svo eftir væri tekið og hirt. Hann fór oft með krakkana í eftirleit um völl- inn að lokinni hirðingu og hún var stundum dijúg eftirtekjan. Ekki_ varð langt á milli þeirra hjóna. Ólöf lést 22.09. 1993 á Land- spítalanum og Magnús eins og áður sagði 25.12. 1996. Hann erþví kom- inn til hennar Lóu sinnar, en svo var hún ávallt nefnd af frændfólki og vinum. Saman halda þau jólin í ár eins og var. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þeirra. Afkomendum þeirra, hinum stóra frændgarði sem upp vex, vil ég votta innilega samúð mína og hluttekningu við fráfall þessara mætu hjóna. Gunnar Gunnarsson, Syðra-Vallholti. Mig langar að minnast Magnúsar A. Magnússonar í örfáum orðum. Ég kynntist Magnúsi árið 1981. Hann var afi konunnar minnar, Erlu Maríu Kristinsdóttur. Hún ólst að miklu leyti upp á heimili hans og konu hans, Ólafar Ingunnar Björns- dóttur, sem lést árið 1993. Ég man að í fyrsta skipti sem ég hitti Magn- ús spjölluðum við mjög lengi saman og kunni ég vel við hann. Erla sagði þá við mig að þetta væri mjög óvenju- legt, því afi hennar talaði vanalega ekki svona mikið. Tveimur mánuðum síðar fóru ég og Erla saman með vinum í helgarreisu til Hornafjarðar. Erla átti að mæta í próf á mánudeg- inum en viti menn, bíllinn bilaði á leiðinni heim þannig að hún missti af prófinu. Þá sagði Magnús við hana: „Nú hættir þú með þessum dreng.“ Sem betur fer tók hann mig aftur í sátt. Þetta er eina skiptið sem ég hef séð Magnús reiðan á fimmtán árum. Magnús var góður maður. Hann kom oft í heimsókn og strákamir okkar elskuðu hann mikið og hlökk- uðu alltaf til að sjá hann. Magnús var hjá okkur í mat á aðfangadags- kvöld síðstu tvenn jól og vildum við einnig hafa hann hjá okkur þessi jól. Læknar sögðu að það væri í lagi ef Magnús treysti sér til. Hann var búinn að vera á spítala í tæpa tvo mánuði þannig að hann hlakkaði til að koma. Þegar við fórum að sækja hann hafði honum versnað mikið en vildi samt koma. Hann var hjá okkur á aðfangadag en á hádegi á jóladag hringdum við á sjúkrabíl því honum hafði hrakað svo mikið. Magnús lést um kvöldið. Ég vil að leiðarlokum þakka Magnúsi góð kynni og vináttu. Guð gefi þér frið og_ hvíld um alla eilífð. Ómar Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.