Morgunblaðið - 15.01.1997, Side 20
I
20 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
LISTIR
„Hláturinn hjálpar“
*
UNGVERJINN George Tabori;
leikskáld, leikstjóri (og stundum
leikari), er 82 ára gamall og býr í
Vínarborg. Þrátt fyrir háan aldur
þykir sköpunargleði hans vera með
eindæmum og vart líður það leikár
að ekki sjáist nýtt leikrit eftir hann
á fjölum evrópskra leikhúsa. Ævi-
og starfsferill þessa kraftmikla leik-
húsmanns er enda með nokkrum
ólíkindum.
„Hitler var einmana"
Tabori er fæddur í maímánuði
árið 1914 í Búdapest. Hann og fjöl-
skylda hans voru gyðingar og töld-
ust til menntamanna í landinu. Fað-
ir hans var kennari og gerði sömu-
leiðis kvikmyndir um félagslegar
aðstæður þeirra sem minna máttu
sín í Ungvetjalandi á árunum eftir
fyrri heimsstyijöld. Tabori hélt til
Þýskalands að loknu stúdentsprófí
árið 1932 og settist að í Berlín.
Hann langaði til þess að verða rit-
höfundur, en var gert að læra hitt
og þetta í sambandi við hótelrekst-
ur. í þeim tilgangi starfaði hann
um tíma á Hótel Hessler, litlu en
virðulegu hóteli í Kantstræti, og
upplifði þá hrikalegu óróatíma sem
fylgdu falli Weimar-lýðveldisins og
valdatöku nasista. Tabori sá Hitler
fagna kanslaratign sinni í Vil-
hjálmsstræti hinn 30. janúar 1933
og fékk ekki betur séð en að þar
færi afskaplega einmana maður.
Ekki það að hann vorkenndi mann-
inum. En rétt eins og flestir í Þýska-
landi gerði Tabori sér litla grein
fyrir því á þeim tíma, hverskonar
helvíti Adolf Hitler og fylgismenn
hans voru um það bil að innrétta í
Þýskalandi: „Fólk vissi ekki neitt.
Það djöfullega við ráðabrugg nas-
ista var að það voru ætíð tekin lítil
skref í hvert eitt sinn. Nokkrir
menn handteknir eða barðir.
Fangabúðir? Jú, fólk hafði heyrt
um þær, en hverskonar fangabúðir
voru þetta? Ógn nasismans barst
til fólks um langan veg.“
George Tabori yfirgaf Berlín í
kjölfar valdatöku nasista, sneri aft-
ur til Búdapest og starfaði sem
blaðamaður. Hann flutti til London
árið 1935 og vann síðan sem stríðs-
fréttaritan fyrir BBC í Mið-Austur-
löndum. Árið 1943 flutti hann aftur
til London.
í seinni heimsstytjöldinni gerðust
afdrifaríkir hlutir í líft George Tab-
oris. Þeir mörkuðu ekki aðeins líf
hans upp frá þvl, heldur og allt
hans ævistarf og þá ekki síst I leik-
húsinu. Nánast allir ættingjar hans,
nákomnir sem og fjarskyldir, lentu
í fanga- og útrýmingarbúðum nas-
ista. Þaðan áttu þeir ekki aftur-
kvæmt. Faðir hans dó í Auschwitz
árið 1944, en móðir Taboris fór
huldu höfði í Búdapest til stríðs-
loka. Reyndar var hún tekin hönd-
um dag einn, er hún var á leið til
systur sinnar og sett um borð í troð-
fulla lest sem flutti gyðinga frá
Búdapest til Auschwitz. Á einskon-
ar „umskipunarstöð“ við landamær-
in náði móðir hans hins vegar að
sannfæra þýskan liðsforingja um
að sleppa sér, eftir að hafa veifað
vegabréfi frá sænska Rauða kross-
inum. Hún horfði á eftir 4.000 gyð-
ingum halda rakleiðis í opinn dauð-
ann, en tók fyrstu lest aftur til
Búdapest og fór heim til systur
sinnar að spila brids! Þessa ótrúlegu
sögu færði Tabori í leikbúning árið
1979 og nefndi „My Mother’s Cour-
age“, eða „Hetjan móðir mín“.
Tabori gerist
handritahöfundur í Holiywood
Tabori kvæntist fyrstu konu sinni
á stríðsárunum og hóf að skrifa
skáldsögur. Alls komu út 4 bækur
eftir George Tabori, áður en hann
fluttist til Bandaríkjanna, árið
1947. Hann hugðist dvelja þar í
alls þrjá mánuði, en bjó þar í 22
ár. Tabori hélt þó enskum ríkisborg-
ararétti sínum og náði aldrei að
festa neinar rætur í Ameríku: „Mér
Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands sýn-
ir nú leikritið „Hátíð“ (,,Jubilee“), eftir Ge-
orge Tabori. Þetta er í fyrsta sinn sem leik-
rit eftir Tabori er sett á svið á íslandi og
af því tilefni skrifaði Bjarni Jónsson með-
fylgjandi grein um höfundinn. Fyrir nokkrum
árum flutti Útvarpsleikhúsið leikritið „Hetjan
móðir mín“ eftir Tabori.
George Tabori
fannst Bandaríkin spennandi, en
mér fannst ég aldrei eiga þar
heima... Ég var eftir sem áður
enskur ríkisborgari og undir niðri
gat ég ekki slitið mig í burtu frá
Evrópu."
Það var aðalstarfi George Tabor-
is allan sjötta áratuginn að skrifa
handrit fyrir draumaverksmiðjurn-
ar í Hollywood. Á sama tíma kynnt-
ist hann mörgum af fremstu og
þekktustu lista- og menntamönnum
Evrópu, sem höfðu flúið ógnaröld-
ina í hinni gömlu heimsálfu og
reyndu nú eftir bestu getu að koma
undir sig fótunum í Ameríku. Hann
vann með Bertolt Brecht, þeim leik-
húsmanni á þessari öld sem Tabori
hefur ætíð þótt mest til koma
(„Brecht var næsta óþekktur í
Hollywood, það voru bara Þjóðvetj-
arnir sem könnuðust við hann.“).
Tabori undirbjó einnig framleiðslu
á kvikmynd, gerðri eftir „Töfrafjall-
inu“, skáldsögu Thomas Manns.
Peningamenn í Hollywood hristu
hins vegar hausinn og hlógu, enda
var viðvarandi ótti við allt sem tald-
ist „evrópskt", eða „kommúnískt".
Tabori leigði ásamt móður sinni
hjá leikkonunni Sölku Viertel. Þar
var ávallt margt um manninn og
helstu átrúnaðargoð Taboris frá því
í æsku héldu meira og minna til í
húsi hennar; Charlie Chaplin, Greta
Garbo, Amold Schönberg... fólk
sem var misvel stætt fjárhagslega
og stóð langt því frá allt í hæstu
þrepum mannvirðingastigans í
Hollywood.
„Fellow traveller"
George Tabori fékk sitt fyrsta
leikverk, „Flight into Egypt“, fært
upp á Broadway árið 1952. Leik-
stjórinn var ekki ómerkari maður
en Elia Kazan, sem þá var einn
metnaðarfyllsti leikstjórinn á
Broadway og hafði m.a. átt stóran
þátt I velgengni Tennessee Will-
iams. Tabori og Kazan urðu góðir
vinir, en sú vinátta kólnaði snögg-
lega eftir að áhrif hins svonefnda
„McCarthy-isma“ fóru að koma í
ljós og innibyrgður ótti bandarísks
samfélags fékk útrás í heiftarleg-
um nornaveiðum, þar sem fórn-
arlömb yfirvalda voru oftar en ekki
framsæknir mennta- og listamenn.
Tabori segir Kazan hafa verið al-
gjörlega háðan almenningsálitinu
og því hafi það ekki komið á óvart
þegar Elia Kazan tók upp á því
að ófrægja samverkafólk sitt í því
skyni að koma sér í mjúkinn hjá
höfundum „svarta listans". Tabori
vann ekki með Kazan eftir þetta.
„Við vorum svo móralskir á þessum
tíma. En menn geta orðið undar-
lega spilltir þegar þeir fara að njóta
einhverra vinsælda." Þar kom að
George Tabori var einnig settur á
svarta listann, sem „fellow travell-
er“, þótt hann segist aldrei hafa
aðhyllst kommúnisma. „Það var
aldrei neinn kommúnismi til í dæm-
inu. Fáránleiki McCarthy-tímans
var þessi móðursýki. Ekki það að
menn væru myrtir. En mönnum
var bannað að vinna, þeir frömdu
sjálfsmorð, lentu í fangelsi."
Áður en Tabori sneri baki við
kvikmyndunum skrifaði hann
handritið að kvikmynd Alfred
Hitchcocks, „I Confess", árið 1953.
Ekki varð þó af frekara samstarfi
þeirra. Tabori mat manninn mikils,
en var ekki mikill aðdáandi hans
sem kvikmyndagerðarmanns.
„Skrýtlan er fullkomnasta
form bókmenntanna"
Tabori stjórnaði um langt skeið
eigin leikhópi í New York, ásamt
annarri eiginkonu sinni, Vivicu
Lindfors. Hann skrifaði leikrit sem
sett voru á svið í borginni, þ. á m.
„Mannæturnar"; leikrit um fanga
í Auschwitz sem eru svo aðfram-
komnir af hungri að þeir neyðast
til þess að éta einn samfanganna.
Tabori setti leikritið síðan sjálfur
upp í Schiller-leikhúsinu I Berlín
árið 1969. Þar með hófst sá kapít-
uli I lífi hans sem enn sér ekki
fyrir endann á og er helgaður evr-
ópsku leikhúsi. Hann fluttist bú-
ferlum til Þýskalands og vakti
strax athygli fyrir afgerandi skoð-
anir sínar á leiklist og leikstjórnar-
aðferðir þær sem hann notaði til
þess að virkja undirmeðvitund leik-
aranna. í Bandaríkjunum komst
Tabori rækilega í kynni við þær
aðferðir sem þarlendir sálkönnuðir
höfðu reynt á sjúklingum sínum.
Hann hafði sjálfur leitað aðstoðar
sálfræðinga, þar sem honum gekk
afar illa að sætta sig með einhvetj-
um hætti við hörmungarnar sem
höfðu dunið yfir hann og fjölskyldu
hans í heimsstytjöldinni. í tengsl-
um við uppsetningar sínar stóð
Tabori oft fyrir leiksmiðjuvinnu,
og fékk á sig það orð að vera mis-
kunnarlaus í umgengni við þátttak-
endur. Markmið hans var ætíð hið
sama: Að fá leikarana til þess að
opna fyrir tilfinningar og afstöðu
sem þeir héldu aftur af. Slík vinnu-
brögð eru án efa árangursrík, en
þeim fylgir mikil ábyrgð, þar sem
leikstjórinn getur ekki opnað fyrir
tilfinningaflæði hjá leikara, ef
hann kann ekki að höndla það sem
kemur upp á yfirborðið. Af George
Tabori fer hins vegar það orð að
hann svíkist ekki undan merkjum
á ögurstund og líti á það sem per-
sónulegan ávinning að vinna með
leikurum sem gangast inn á vinnu-
aðferðir hans.
Gaman og alvara
Það er einkennandi fyrir leikhús-
manninn George Tabori að hann
beitir jafnt sársauka og kímni í
þeirri viðleitni sinni að kalla fram
viðbrögð hjá áhorfendum. í „Hetj-
an móðir mín“ spyr ein persónan
í lestinni sem er á leið til Ausch-
witz: „Hvar er matarvagninn
hérna?“ Og ókunnur maður hefur
mök við móður Taboris þar sem
þau standa í mannþröng í lestinni,
með orðunum: „hvort hún vilji vera
svo góð - þetta sé kannski í síð-
asta sinn..." (!) Þessi endalausi
línudans á milli gleði og alvöru
segir Tabori að sé honum svo gott
sem í blóð borinn. „Það kemur
ætíð upp sú staða í leikritunum
mínum að þau hætta að vera fynd-
in. Ég held að húmor virki ekki
nema að baki búi dauðans alvara.
Þá er ég að tala um brandarana,
sem mér finnst vera fullkomnasta
form bókmenntanna: Brandarar
eru stuttir, ganga algjörlega upp
og koma ætíð á óvart.“
Tabori starfaði sem leikstjóri I
Bremen um skeið, en var síðan
fastráðinn leikstjóri við Kam-
merspiele í Munchen árið 1978.
Þar vann hann sýningar upp úr
textum eftir Samuel Beckett og
Franz Kafka, sem hlutu fádæma
lof áhorfenda og gagnrýnenda.
Árið 1987 tók hann síðan við stjórn
eigin leikhúss í Vínarborg. Leik-
húsið kallaðist „Der Kreis" eða
„Hringurinn“ og þar hélt Tabori
áfram að þróa aðferðir sínar og
vinnubrögð. Þremur árum seinna
hætti George Tabori sem leikhús-
stjóri og hefur hin síðustu ár ein-
beitt sér að því að skrifa leikrit
auk þess sem hann leikstýrir af
og til. Hann segist vera svo hepp-
inn að hafa ávallt alið með sér
barnslega ástríðu gagnvart leik-
húsinu og líti á það sem fegursta
og raunsannasta form mannlegra
samskipta. Leikhúsið standi á ber-
svæði í dag og verði að leita svara
við fjölmörgum spurningum sem
ekki sé lengur hægt að svara með
hjálp marxískra fræða eða mark-
aðshyggju. Hann hefur ekki
áhyggjur af því að leikhúsið nái
ekki að endurspegla raunveruleika
nútímans og tekur sem dæmi að
eitt sinn hafi hann logið upp
draumi og sagt hann sálfræðingi
sínum. Er hann ákvað að segja
konunni hvernig I pottinn var búið,
þá svaraði hún því til að lygin
hafi samt sem áður verið raunveru-
leg I hans eigin huga - líkt og
draumur. „Þegar maður skáldaði
upp sögu, væri maður að gera
ákafa tilraun til þess að tjá þann
raunveruleika sem býr að baki
ímynduninni. - Leikhúsmaðurinn
í mér tvíefldist við þessi orð!“
• Að ofan er vitnað til orða George
Tabori í þýska leikhústímaritinu
Theater Heute, maihefti ársins 1994.
Höfundur er leiklistnr- og
bókmenntaráðunautur.
MORGUNBLAÐIÐ
Tímarit
• Á VEGUM bókafulltrúa rík-
isins í menntamálaráðuneytinu
eru komnar út þtjár ársskýrsl-
ur; Ársskýrsla almennings-
bókasafna 1994, Ársskýrsla
skólasafna í grunnskólum
1994- 95 og Arsskýrsla skóla-
safna í framhaldsskólum
1995- 96.
Árið 1994 voru almennings-
bókasöfnin 176 alls, þar af eru
42 bæjar- og héraðsbókasöfn,
112 hreppsbókasöfn og 22
stofnanasöfn. í almennings-
bókasöfnunum voru nærri 1,9
milljónir bóka og eru það rúm-
lega 7 bækur á hvern íbúa
landsins. Vestfirðingar eiga
langmest eða 17 bækur á íbúa.
Útlán safnanna voru 7,44 bæk-
ur á íbúa en heildarútlán þegar
öll safngögn eru talin með voru
7,74 á íbúa og hefur þeim fjölg-
aðum 6,5% milli ára.
íbúar á Suðurlandi fengu
lánaðar flestar bækur enda var
Bæjar- og héraðsbókasafnið á
Selfossi með hæstu útlánatölu
á landinu, 15,5 bækur á íbúa.
Það met hefur safnið átt síðan
1992 erþað sló Bókasafni
Siglufjarðar við. Annað í röð-
inni var Héraðsbókasafn
A-Húnvetninga á Blönduósi
með 13 bækur á íbúa.
Almenningsbókasöfnin höfðu
rúmlega 453 milljónir króna til
ráðstöfunar þetta ár sem er um
1.700 krónur á íbúa. Helmingur
þessarar upphæðar fer til þess
að borga laun en fjórðungur til
þess að kaupa safnkost.
Kvennasaga
í konfektdós
í TILEFNI af opnun Kvenna-
sögusafns íslands í Landsbóka-
safni íslands - Háskólabóka-
safni 5. desember sl. var opnuð
sýning á gögnum og munum
úr fórum safnsins. Þar má sjá
handrit, bréf, Ijósmyndir og
ýmis skjöl er varða sögu
kvenna, ljósmyndir frá kvenna-
frídeginum 24. október 1975,
bækur með blaðaúrklippum um
kosningabaráttu Vigdísar Finn-
bogadóttur árið 1980 og fleira.
I kynningu segir: „Sýningin
ber yfirskriftina Kvennasaga í
konfektdós og er merking þess
tvíþætt. Annars vegar sýnir hún
á hvem hátt konur hafa varð-
veitt sögu sína og skáldskap í
gegnum tíðina, í konfektöskjum
eða í öðrum umbúðum. Hins
vegar má líta svo á að kven-
nasagan sé eins og konfekt sem
gefur hinni hefðbundnu sögu
bragð og margbreytileika".
Sýningin er á 2. hæð Lands-
bókasafns í Þjóðarbókhlöðu og
verður opin til 16. janúar nk.
Unglingar í
Skruggu-
steini
SIBBA,
Sigurbjörg
Jóhannes-
dóttir sýnir
nú smá-
myndir I
skotinu í
Listmuna-
galleríinu
Skruggu-
steini,
Hamraborg
20a, Kópa-
vogi. Sýningin er opin alla virka
daga kl. 12-18 og á laugardög-
um frá kl. 11-16.
Sibba er útskrifuð frá MHÍ
1995 (málun). Hún hefur einnig
stundað listnám í Myndlista-
skóla Reykjavíkur og á Spáni.
Hún hefur verið með fjórar
einkasýningar og tekið þátt í
nokkrum samsýningum bæði
hér heima og á Spáni.
Sýningin stendur til 27. jan-
úar.