Morgunblaðið - 15.01.1997, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hallur Guð-
mundsson
fæddist i Krossavík
við Þistilfjörð 20.
ágúst 1918. Hann
lést í Landspítalan-
um 6. janúar síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Einarsson
og Elín Guðmunds-
dóttir, Fagranesi á
Langanesi, síðar
^ Garði í Þistilfirði.
Systkini Halls eru:
Sigríður, býr í
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi; Aðalsteinn, látinn; Guð-
mundur, látinn; og Einar, lát-
inn.
Hallur flutti árið 1936 til
Karlsskála við Reyðarfjörð, til
Sigríðar systur sinnar og Stef-
áns Guðnasonar hreppsljóra.
Hinn 4. júlí 1953 kvæntist
Hallur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Þóru Olöfu Guðnadóttur
Ég átti erfitt með að trúa því,
J*~er mér barst sú fregn til eyrna,
að vinur minn Hallur Guðmunds-
son væri látinn. Margvíslegar
minningar runnu gegnum hugann.
Síðast hitti ég Hall 22. desem-
ber sl. á sjúkrahúsinu í Neskaup-
stað. Hann hafði þá í einhverja
daga dvalið þar vegna lungna-
bólgu sem hann hafði fengið, en
var allur að hressast og sagðist
mega fara heim á Þorláksmessu
og hlakkaði hann til þess að geta
verið á sínu heimili um hátíðarn-
- ar. Forlögin höguðu því hins vegar
svo til að honum auðnaðist ekki
að eiga gleðileg jól á sínu notalega
heimili í faðmi fjölskyldunnar. Að
vísu kom hann heim eins og áætl-
að var, en heilsa hans tók stefnu
niður á við og fór hann því aftur
á sjúkrahúsið í Neskaupstað á jóla-
dag. Hrakaði heilsu hans enn og
var hann sendur til Reykjavíkur
2. janúar sl. og lagður inn á Land-
spítalann, þar sem hann kvaddi
síðan þetta jarðneska líf aðfara-
nótt sl. mánudags.
Hallur var við nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum 1941-1942.
Sótti síðar námskeið í matreiðslu
^;í Neskaupstað og í sjómannaskó-
lanum í Reykjavík.
I mörg ár var hann matsveinn
á ýmsum bátum og skipum. Má
þar nefna eftirtalin skip: Birkir
SU, Björg SU, Goðaborg SU, Geir
Goði GK, Svalan SU, Víðir SU,
Jón Kjartansson SU, Seley SU,
Vattarnes SU, Austfírðingur SU,
Hólmatindur SU, Hólmanes SU
og Barðinn NK.
Hallur þótti einkar snjall mat-
reiðslumaður og útsjónarsamur.
Hann var árum saman í forsvari
fyrir matvælaþættinum á þorra-
blótum Eskfirðinga. Þegar hið
umfangsmikla landsmót UMFI var
haldið á Eiðum árið 1968, var
Hallur fenginn til að vera yfirmat-
sveinn og var það mál manna að
einkar vel hefði tekist til með þann
þátt mála.
frá Karlsstöðum í
Vöðlavík. Þau hófu
búskap á Karls-
stöðum í Vöðlavík
og bjuggu þar til
ársins 1956, er þau
fluttust til Eski-
fjarðar. Bjuggu
þau fyrst í Klaustri
en síðan á Karls-
stöðum, eða Kirk-
justíg 4 á Eskifirði.
Börn Halls og Þóru
eru: Einar, f. 18.10.
1954; dóttir, and-
vana fædd 9.10.
1957; og Guðmund-
ur Unnsteinn, f. 12.8. 1965.
Barnabörn þeirra eru: Sigurð-
ur Elmar Einarsson, f. 2.1.
1975; Louise Ballund, fóst-
urbarn Einars, f. 25.1. 1980;
og Sophia Oddný Einarsdóttir,
f. 14.11. 1985.
Hallur var jarðsunginn frá
Eskifjarðarkirkju 11. janúar
síðastliðinn.
Hann rak sjoppu og matsölu í
Keflavík fyrir Snorra Gíslason, var
með mötuneyti fyrir byggingarfé-
lagið Snæfell hf. á Eskifirði á
uppgangsárum þess og enn fremur
mötuneyti fyrir Hraðfrystihús
Eskifjarðar hf. á síldarárunum.
Um árabil var Hallur skilvindu-
maður í síldar- og loðnubræðslu
Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og
tók í því sambandi þátt í starfs-
menntun á vegum Titan-fyrir-
tækisins, sem framleiddi umrædd-
ar lýsisskilvindur.
í byrjun áttunda áratugarins
rak hann um tveggja ára skeið
Hótel Öskju hf. á Eskifirði. Leigði
hann húsnæðið af Eskifjarðar-
kaupstað og rak hótelið alfarið á
eigin reikning ásamt Þóru eigin-
konu sinni.
Sem krakki á Eskifirði kynntist
ég Halli. Hvort tveggja var að vin-
skapur var með fjölskyldum okk-
ar, auk þess sem Éinar sonur hans
var bekkjarfélagi minn, sessunaut-
ur og leikfélagi árum saman. Þá
var sérstaklega kært með Halli
og Hilmari bróður mínum. Sagði
Hilmar mér að hann hefði átt hauk
í homi þar sem Hallur var en þeir
unnu saman sumarið 1957 í línu-
flokki við lagningu háspennulínu
frá Egilsstöðum tii Neskaupstað-
ar. Hilmar var þá 17 ára en Hall-
ur 39 ára og sá um matseld uppi
á Eskiijarðarheiði fyrir vinnu-
flokkinn. Hilmari fannst hann um
margt óreyndur sveitadrengur
uppalinn norður í Árneshreppi á
Ströndum og að vinnufélagar
hans, sem allir voru eldri, hefðu
um margt forskot á hann. Þá hafði
Hilmar þá sérstöðu meðal vinnufé-
laganna að vinnuveitandinn, Bóas
Emilsson, var móðurbróðir hans.
Til marks um sérstakt samband
sem þarna tókst með Halli og
Hilmari þá skrifuðust þeir á í
mörg ár eftir þetta enda voru þeir
þá hvor í sínum landshluta.
Hallur var barngóður og börn
hændust að honum. Hann gaf sér
ávallt tíma til að ræða málin, enda
þótt börn eða unglingar ættu í
hlut, ekki síður en um fullorðið
fólk væri að ræða.
Síðar lágu leiðir okkar Halls
saman á vinnumarkaðnum, fýrst
við handflökun fisks í frystihúsinu
og seinna er ég var háseti á skut-
togaranum Hólmanesi, þar sem
hann leysti þá af sem kokkur.
Mér er minnisstætt hið hressi-
lega og skemmtilega andrúmsloft
er ríkti um borð þá túra sem Hall-
ur var þar. Hann var mjög pólitísk-
ur og hafði mjög gaman af skoð-
anaskiptum um landsins gagn og
nauðsynjar. Voru alltaf afar fjör-
ugar og í senn gagnlegar umræð-
ur um hin margvíslegustu mál er
efst voru á baugi hveiju sinni.
Hallur var greindur maður, sem
fylgdist vel með hinu pólitíska
vafstri í landsmálum sem og bæj-
armálum. Hann var gagnorður og
mælskur en jafnframt stríðinn og
hafði jafnan haft betur í orðaskipt-
um, þegar upp var staðið eftir að
skipst hafði verið á skoðunum um
umdeild málefni.
Hallur setti sterkan svip á bæj-
arlífið á Eskifirði. Þegar þingmenn
kjördæmisins komu og héldu sam-
eiginlega framboðsfundi var Hall-
ur að sjálfsögu mættur til að hlýða
á framboðsræður frambjóðenda.
Þessir fundir voru oft hinir
skemmtilegustu, ekki bara vegna
mælsku og athyglisverðra skoð-
anaskipta þingmannanna, heldur
ekki síður vegna framíkalla og
athugasemda frá áheyrendum,
sem nú höfðu tækifæri til að meta
efndir löngu gefinna kosningalof-
orða.
Á slíkum fundum var Hallur
ómissandi. Mætti í því sambandi
nefna ógleymanleg atvik og orða-
skipti, er gera það að verkum að
það eina sem enn er minnisstætt
af fundum sem þeim, er einmitt
innlegg eins og Hallur skaut að.
Hallúr var sterkur samvinnu-
og félagshyggjumaður. Menn
stóðu ekki einir ef Hallur var í
félagsskapnum. Enda var hann
alla tíð virkur og áhugasamur í
þeim efnum. Um það geta félagar
hans í Verkalýðsfélaginu Árvakri
vitnað, svo og áhugamenn og sam-
heijar hans í landsmála- sem og
bæjarpólitíkinni.
Reynsla mín af Halli er sú að
hann var sérstaklega tryggur og
traustur maður. Við áttum far-
sælt, gagnlegt samstarf árum
saman, og vinskapur hélst ætíð
með okkur. Eins og áður segir
markaði Hallur sér sess í hinu
daglega lífi hér á Eskifirði. Það
var alltaf vinsamlegt og ánægju-
legt að mæta Halli, nú hin síðari
ár á sínum daglegu og heilsusam-
legu göngutúrum með hundinn
Zorro sér við hlið. Hallur spurði
þá iðulega frétta af útgerðarmál-
unum og var áhugasamur um
framgang atvinnumála byggðar-
lagsins.
Með Halli er genginn góður
drengur. Að leiðarlokum vil ég
þakka honum fyrir allt og allt.
Halls mun ég ávallt minnast með
hlýhug og virðingu. Eftirlifandi
eiginkonu, Þóru Guðnadóttur, og
sonum þeirra Einari og Guð-
mundi, svo og öðrum aðstandend-
um vottum við hjónin einlæga
samúð okkar.
Guð blessi minningu Halls Guð-
mundssonar.
Emil Thorarensen.
Það er skarð fyrir skildi í röðum
okkar E-lista manna á Eskifirði.
Með Halli er genginn einn af
áhugasömustu og duglegustu ein-
staklingum, sem stóðu á bak við
hið óháða framboð E-listans til
bæjarstjórnarkosninganna á Eski-
firði vorið 1994. Hallur lét að sér
kveða í bæjarmálum kaupstaðar-
ins og hafði iðulega á hreinu sínar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Hallur var einkar seigur og öt-
ull samheiji og síðast en ekki síst
baráttuglaður. Það var reglulega
lærdómsríkt, gaman og ánægju-
legt að eiga samstarf við hann.
Hallur átti sæti í bæjarmálaráði
listans og mætti iðulega á fundi
þess. Það var framboðinu veruleg-
ur stuðningur að njóta margvís-
legrar reynslu hans, hollra ráða
og umsagnar um hin ýmsu mál-
efni. Að leiðarlokum kveðjum við
Hall með söknuði. Við minnumst
hans að öllu góðu og þökkum jafn-
framt fyrir samstarfið.
Eiginkonu Halls, Þóru, og
sonunum, Einari og Guðmundi,
svo og öðrum aðstandendum send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Bæjarmálaráð E-listans,
Eskifirði.
HALLUR
+ GUÐMUNDSSON
GUÐMUNDUR
ÓLASON
Guðmundur
Olason fæddist
á Smjörhóli 17.
desember 1907.
Hann lést að
morgni 26. desem-
ber síðastliðinn á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Foreldrar Guð-
mundar voru Oli
Jón Jóhannesson,
f. 12.3. 1881, d.
20.3.1943, og Ánna
Friðfinna Guð-
mundsdóttir, f.
16.2. 1880, d. 27.8.
1950. Þau bjuggu á Smjörhóli
í Oxarfirði. Systkini Guðmund-
ar voru Jóhanna Ingibjörg, dó
ung, Jóhanna Guðbjörg, f.
18.7. 1916, d. 17.9. 1991, henn-
ar maður var Ársæll Jóhann-
son og bjuggu þau á Ytra
Lágafelli í Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi. Svava, f. 3.10.
1919, húsmóðir á
Smjörhóli, Oxar-
firði, hennar mað-
ur var Sigurður
Ingólfsson frá Víði-
hóli, f. 27.10. 1917,
d. 19.11.1954, eign-
uðust þau fjögur
börn. Ingibjörg, f.
2.7. 1913, hennar
maður er Guðmar
Gunnlaugson, f.
9.9. 1913, þau eru
búsett á Akureyri
og eignuðust þau
sex börn.
Guðmundur
hafði búið allt sitt líf á Smjör-
hóli og varla hægt að segja að
hann hafi annars staðar alið
manninn á meðan hann lifði
sína löngu og góðu ævi.
Útför Guðmundar fór fram
frá Skinnastaðarkirkju í Öxar-
firði 4. janúar síðastliðinn.
Það var sár og erfið staðreynd
sem var smellt framaní andlitið á
mér eins og blautri tusku að morgni
26.12. síðastliðins, þegar mér var
tilkynnt það umbúðalaust að nafni
minn á Smjörhóli væri látinn. Hann
hafði dottið daginn áður og brotn-
að, en það hafði láðst að segja mér
frá því. Hann hafði verið fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þar sem hann lést þennan umrædda
morgun. Fyrir vikið var þetta mun
erfiðara fyrir mig, en eftir nokkurn
grát og gnístran tanna tókst mér
að komast yfir það mesta. Það
verður að viðurkennast eins og er
að þessi gamli maður átti stóran
stað í hjarta mínu, vegna þess að
ég hafði aldrei þekkt hann nema
að góðu einu og alltaf reyndist
hann mér hið besta. Ég held nefni-
lega að ég hafi fallið í þá gryfju
sem ég held að svo margir falli í,
að líta svo á að þetta gamla fólk
sem hefur alltaf verið í kringum
okkur allt okkar líf eigi bara að
vera þar. Ég held að við séum of
eigingjörn og gerum gamla fólkinu
bara erfiðara fyrir, að fara þegar
það gengur veg sinn á þessu til-
verustigi á enda.
Guðmundi man ég alltaf eftir í
sveitinni í Öxarfirði frá því að
maður fór að koma þangað sem
var nokkuð oft á mínum byijunar-
árum í lífinu. Alltaf fór maður með
pabba og mömmu ef eitthvað var
um að vera í sveitinni og svo var
ég heillaður af þessari sveit sem
ég vil halda fram að sé yndisleg-
asti staður á jarðríki, því ég held
að hvergi líði mér eins vel og í
Öxarfirðinum, að ég eyddi ófáum
sumrunum, svo og jóla- og páska-
fríunum þar. Um leið og síðasta
prófið var búið að vori var hoppað
uppí mjólkurbílinn hjá Gulla Indriða
og brunað sem leið lá inní Smjör-
hól, ekki mátti ég vera að því að
bíða eftir einkunnunum því sauð-
burðurinn var löngu byijaður. Og
það varð hreinlega að draga mann
burtu að hausti því skólinn þurfti
endilega að byija áður en göngurn-
ar voru búnar. Yfir sumarið var
það heyskapurinn, að reka rollu-
skjáturnar úr túninu (Surtlu mína),
bruna um á dráttarvélunum og síð-
ast en ekki síst var það að skríða
um alla mela og móa og gróður-
setja plöntur með nafna mínum.
Þeir voru ófáir dagarnir sem fóru
í það með gamla manninum að
gróðursetja blessaðar hríslurnar
hans. Á þeim dögum komu margar
sögurnar sem gaman var að hlusta
á, sérstaklega hafði gamli maður-
inn gaman af því að segja manni
sögur af atburðum sem höfðu átt
sér stað í því umhverfi sem við
vorum í, í hvert skipti. Alltaf var
maður jafn hissa á því hvernig
hann nennti að labba um allt, með
eitthvað á bakinu, hann labbaði
hreinlega um allar jarðir og alltaf
hélt hann á einhvetju á bakinu.
Svona var það í göngum. Ég minn-
ist þess varla að hafa séð hann á
hestbaki, hann labbaði um allt
þvers og kruss. Auðvitað var það
það sem gerði að hann var alltaf
svona heilsuhraustur.
Þar sem bækur voru líf hans og
yndi fór maður ekki varhluta af
því þann tíma sem maður var á
Smjörhóli. Alltaf var hann að
gauka að manni einhverri skruddu,
þar sem hann bað mann um að
finna eitthvað og segja sér síðan
frá og útskýra. Hann gerði sér
nefnilega grein fyrir því að ég var
enginn lestrarhestur og hafði
reyndar ekkert gaman af að læra
heima á meðan maður var í skólan-
um, en með þessu síaðist ýmislegt
í hausinn á manni sem maður hafði
gaman og gagn af. Sérstaklega
hafði hann gaman af því að láta
mig leita að einhveijum ljóðum eða
vísum og ég man alltaf eftir einni
sem hann sagði mér. Þetta er eins-
konar gáta, ég átti að finna út
hvetju væri verið að lýsa, og var
hún svona:
Einfætling ég úti sá
ei til ferða laginn
báðum öxlum ber hann á
bull og ragn á daginn.
Þessa vísu sagði hann mér einu
sinni að vori þegar ég mætti í sveit-
ina og neitaði að segja mér svarið
fyrr en um haustið, en ég lék á
gamla manninn og fann vísuna og
svarið í bók um sumarið og þóttist
heldur en ekki grobbinn að geta
sagt honum frá „símastaurnum".
Það verður hinsvegar að viður-
kennast að gamli maðurinn var
sérviskuhundur. Hversu oft var
maður ekki búinn að hrista hausinn
yfir því, hversvegna í ósköpunum
hann þurfti að slá með orfi og ljá
hvern einn og einasta lófastóran
blett á landareigninni sem óx gras
á og ekki var hægt að slá með
vél. Og enn þann dag í dag fæ ég
ekki skilið hvers vegna hann leyfði
honum pabba mínum heitnum ekki
að ala undan Skjónu gömlu, þeim
besta hesti sem nokkurntíma hefur
á Smjörhóli verið fyrr og síðar. Já,
svona er lífið, það á að bera virð-
ingu fyrir svona mönnum, sem
standa fastir á sínu og gefa sig
hvergi, þetta er þeirra einkenni, og
þetta var svo sannarlega einkenni
sem hann bar.
Kæri nafni minn, þín mun ég
alltaf sakna, símtalanna frá þér
sem komu alltaf þegar maður var
farinn að skammast sín fyrir að
hafa ekki slegið á þráðinn lengi,
jafnvel þótt þú hefðir ekkert að
segja var eins og þér fyndist skylda
að hafa samband. Ég bið að heilsa
þér og öllum sem ég þekki þarna
hinum megin. Við sjáumst síðar.
Guðmundur Jónasson.