Morgunblaðið - 15.01.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 15.01.1997, Síða 48
‘UYUNOAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknival SKEIFUNNl 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓIF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samanburður á vímuefnaneyslu 15 ára unglinga í 20 löndum Amfetamínneysla algengari en hjá norrænum jafnöldrum ALGENGARA er að 15 ára ungling- ar hér á landi neyti amfetamíns en jafnaldrar þeirra á hinum Norð- urlöndunum og sé litið til 20 Evrópu- landa er amfetamínneyslan aðeins algengari hjá breskum og grískum unglingum. Um 10% íslenskra ungl- inga hafa prófað hass eða maríjú- ana. Þá segir rúmur fjórðungur þeirra að auðvelt sé að verða sér úti um hass og 14% telja auðvelt að nálgast amfetamín. íslensku unglingarnir neyta ekki meira áfengis en jafnaldrar þeirra í mörg- um Evrópulöndum, en áberandi er að íslensku unglingarnir verða frem- ur ölvaðir. Þrátt fyrir þetta eru Is- lendingar í 1. sæti meðal bindindis- Um 10% íslenskra unglinga hafa prófað hass eða maríjúana manna, því 18% unglinga í 10. bekk hafa hvorki neytt áfengis né reykt sígarettur. Þetta kemur fram í könnun, sem Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála vann og er hluti af samanburði á vímuefnaneyslu ungl- inga í 20 Evrópuríkjum. Þórólfur Þórlindsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, segir at- hyglisvert hve neyslumynstur áfeng- is hér á landi er ólíkt því sem gerist í nágrannalöndunum. „íslensku unglingarnir drekka sig oftar fulla og þetta speglar greinilega neyslu hinna fullorðnu. Þá vekur einnig athygli að hér eru flestir bindindis- mennirnir í hópi unglinga." 22% verða drukkin 13 ára og yngri Þóróifur segir vandamál sem fylgja áfengisneyslu vera fleiri hér en hjá nágrannalöndunum vegna þessa neyslumynsturs. „Þá vekur einnig athygli að íslensku ungling- arnir byrja mun yngri að drekka en í flestum samanburðarlöndunum. Aðeins í Bretlandi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð höfðu fleiri orðið drukknir þrettán ára og yngri, en 22% íslenskra unglinga eiga þá reynslu að baki.“ Þessi könnun er hluti af rannsókn á högum íslenskra unglinga sem hófst árið 1992. Þá var gerð um- fangsmikii könnun á vímuefna- neyslu og voru minni kannanir gerðar 1994 og 1995. í mars á þessu ári verður aftur gerð um- fangsmikil könnun. ■ Ofbeldi/6 Japan Miklar birgðir af frystri loðnu TÖLUVERÐAR birgðir eru nú af frystri loðnu í Japan. Árleg 1 neyzla er um 30.000 tonn, en 21.000 tonn af framleiðslu síðasta árs eru enn í geymslum. Fram- leiðslugeta hér á landi er langt umfram þörf markaðsins, en auk þess geta Kanádamenn framleitt töluvert magn. Loðnan frá þeim er mun stærri en sú íslenzka, en Japanir borga mest fyrir stóra loðnu. Jón Magnús Kristjánsson, for- stöðumaður söluskrifstofu SH í Tókýó, segir mikilvægt að gæði framleiðslunnar verði mikil og . magn í samræmi við þarfir mark- aðsins. Islendingar seldu um 40.000 tonn af frystri loðnu á síðasta ári til Japans og frá Kanada komu um 11.000 tonn. Verð á loðnunni frá Kanada var þriðjungi_ lægra en verðið á loðnunni frá íslandi. ■ Miklar brigðir/Bl Ærin Hatta bar tveimur lömbum Eyjafjarðarsveit ÆRIN Hatta á bænum Ytra- Laugalandi í Eyjafjarðarsveit kom húsbændum sínum í opna skjöldu í síðustu viku er hún bar tveimur lömbum, hrút og gimb- ur. Tímasetning Höttu er mjög óvenjuleg enda fengitíma rétt að ljúka, auk þess sem hún bar tveimur lömbum á hefðbundn- um tíma sl. vor. Meðgöngutími áa er um 20 vikur og Hatta hefur því komist í kynni við _ hrút seinni partinn í ágúst. Á myndinni er Hjörleifur Tryggvason, bóndi á Ytra- Laugalandi, með lömbin ný- fæddu og hjá þeim stendur Hatta og fylgist með af áhuga. Utgerð Guðbjarg- ar skilaði hagnaði BRÚTTÓTEKJUR Hrannar hf., útgerðar Guðbjargar ÍS, á síðasta ári voru kr. 650 milljónir. Sex mánaða uppgjör kom út með hagnaði upp á 18 milljónir og má því gera ráð fyrir að útkoman fyrir árið verði jákvæð og hefur öllum lánum verið haldið í skilum. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð frá Hrönn hf. sem Morgunblaðinu hefur borist til birtingar. Þar kemur einnig fram að endanlegt kostnaðarverð skipsins reyndist vera 1,6 millj- arðar. Fjármögnun fór fram með þeim hætti að eldra skip félagsins, Guðbjörg, var tekið upp í andvirði þess nýja af skipasmíðastöðinni fyrir kr. 380 milljónir. Hrönn hf. greiddi í peningum kr. 220 millj- ónir, mismunurinn var tekinn að láni hjá norskum lánastofnunum. Eingöngu á rækjuveiðum Á síðasta ári var Guðbjörg ein- göngu gerð út til rækjuveiða og var skipið fyrst á heimamiðum, en síðan átta mánuði á Flæm- ingjagrunni, aflinn þarvarð 1.640 tonn. Miðað við þær takmarkanir, sem ákveðnar hafa verið á veiðum þar um slóðir myndi þessi afli gefa veiðireynslu upp á 350 tonn að því er áætlað er þegar veiðar þarna verða kvótasettar. „Því hefir verið haldið fram að Hrönn hf. hafi farið út í offjárfest- ingu þegar tekin var ákvörðun um byggingu Guðbjargar. Því er til að svara að ef ekki hefði kom- ið til þeirra takmarkana á veiðum utan 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar, sem taka gildi á árinu 1997, þá hefði tekist að ná endum saman í rekstrinum," segir meðal annars í greinargerðinni. ■ Að óbreyttu/21 4 sparisjóðir sameinast um fasteignakaup Fyrsta skrefið í átt að samein- ingu sjóðanna ísafirði. Morgunblaðid. UNDANFARNA mánuði hafa stað- ið yfir samningaviðræður á milli forráðamanna fjögurra sparisjóða á norðanverðum Vestfjörðum um hugsanlega sameiningu þeirra. Þeir sparisjóðir sem um ræðir eru Spari- sjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Onundarfjarðar, Sparisjóður Þing- ^fcvrarhrepps og Sparisjóður Súða- víkur. Forráðamenn sparisjóðanna hittust á fundi í gær, þriðjudag, og samkvæmt upplýsingum blaðsins var ákveðið á fundinum að halda viðræðunum áfram. Fyrsta skrefið í átt til sameiningar sparisjóðanna fjögurra var tekið á föstudag, er þeir sameinuðust um kaup á hús- næði verslunar G.E. Sæmundssonar hf., Aðalstræti 20 á ísafirði, en þar er ráðgert að útibú hins sameinaða sparisjóðs verði til húsa á ísafirði. Samkvæmt upplýsingum blaðsins r'^*£ar kaupverð fasteignarinnar um 15 milljónir króna. Ragnar Jörundsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Súðavíkur, sagði í samtali við blaðið að engum blöðum væri um það að fletta að sparisjóð- imir myndu sameinast, spurningin væri hins vegar sú, hvenær samein- ingin myndi eiga sér stað. „Við verðum að þjappa okkur saman til þess að vera samkeppnishæfir. Kaupin á húsnæðinu á Isafirði eru ákveðin vísbending um það sem koma skal,“ sagði Ragnar. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hefur nafnið Sparisjóður Vestfjarða verið ofarlega í huga forráðamanna sparisjóðanna fjögurra um heiti á hinni nýju sameinuðu peningastofn- un á norðanverðum Vestfjörðum. Við sameiningu sparisjóðanna verð- ur til sparisjóður sem verður sá fimmti stærsti á landinu miðað við innlán. „Það er hugsanlegt að samein- ingin verði tekin í þrepum. Fyrst muni einhverjir tveir sparisjóðir sameinast og hinir tveir komi að síðar á árinu. Með tilkomu af- greiðslu á ísafirði verður kominn sparisjóður í hvern einasta þétt- býliskjarna á norðanverðum Vest- fjörðum. Það er ekki spurning um það að Bolungarvík og Súðavík muni sameinast ísafjarðarbæ í framtíðinni og þá standa sparisjóð- irnir sterkir að vígi að vera með afgreiðslu á hvetjum stað til þess að fá viðskipti við sitt sveitarfélag. Þeir gera það ekki nema með því að þjappa sér saman,“ sagði Ragn- ar. Ragnar sagði að til væri stjórnar- samþykkt hjá Sparisjóði Súðavíkur um að breyta nafni sparisjóðsins í Sparisjóð Vestfjarða og myndi hann fyrst um sinn færa afgreiðslu sína á ísafirði frá Aðalstræti 19 í hið nýja húsnæði, í náinni samvinnu við forráðamenn hinna sparisjóð- anna þriggja. Reiknað er með að hin nýja afgreiðsla verði opnuð með vorinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.