Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stjóru BSRB
falið að
ræða grund-
vallarmál
Viðræður um vinnustaðasamninga í uppnámi vegna
deilu rafiðnaðarmanna í Helguvík
Landssambönd styðja RSI og
mættu ekki til boðaðs fimdar
VIÐRÆÐUR Vinnuveitendasam-
bands íslands og helstu landssam-
banda Alþýðusambands íslands um
vinnustaðasamninga eru í upp-
námi. Forystumenn landssam-
banda innan ASÍ frestuðu boðuð-
um samningafundi, sem vera átti
í gær, eftir að Rafiðnaðarsamband-
ið sleit viðræðunum fyrir sitt leyti
vegna þeirrar deilu sem upp er
komin varðandi uppgjör við rafiðn-
aðarmenn sem vinna að nýbygg-
ingu SR-mjöls í Helguvík. Deilt er
um hvort greiða eigi fyrir vinnu
mannanna sem ákvæðisvinnu eða
tímavinnu.
„Um vanefndir á gildandi kjara-
samningi er að ræða og vangreidd
laun starfsmanna. Áskilur RSÍ fyr-
ir hönd félagsmanna sér allan rétt
til aðgerða til þess að knýja fram
að rétt laun verði greidd," segir í
harðorðu bréfi sem Rafiðnaðar-
sambandið sendi VSÍ í gær. „Raf-
iðnaðarsamband íslands slítur hér
með frekari viðræðum við VSÍ um
gerð vinnustaðasamninga. RSÍ og
félagsmenn þess hafa náð árangri
í gerð vinnustaðasamninga í fyrir-
tækjum þar sem VSÍ hefur ekki
komið nálægt og mun vinna áfram
á þeim grunni."
Stöndum við hlið RSÍ
Björn Grétar Sveinsson, forseti
Verkamannasambands Íslands,
segir að forystumenn annarra
landssambanda, þ.e. VMSÍ, Sam-
iðnar, Iðju og Landssambands
verslunarmanna, hafi ekki séð
ástæðu til að mæta á fundinn sem
boðað hafði verið til í gær eftir að
hafa fengið vitneskju um deiluna
í Helguvík, og afstöðu Rafiðnaðar-
sambandsins til hennar, þar sem
þar sé ekki staðið við samnings-
ákvæði.
Ákvörðun um frestun fundarins
var tekin sameiginlega af forystu-
mönnum landssambandanna á
fundi sem boðaður var til að und-
irbúa hinn fyrirhugaða samninga-
fund.
„Við ákváðum að bregðast sam-
eiginlega þannig við að fara ekki
í viðræður meðan við sæjum hvern-
ig þessu máli suðurfrá reiddi af.
Já, við álítum að viðræður um
vinnustaðasamninga séu í upp-
námi. Rafiðnaðarsambandið er
einn aðili að þessum samningi með
okkur og við stöndum við hliðina
á þeim meðan á þessu gengur,"
sagði Björn Grétar.
„Ef svona mál á að stöðva gang
viðræðnanna er það vegna þess að
menn hafa verið að leita sér að
tilefni til þess,“ segir Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, aðspurður um þessi tíðindi.
Þórarinn segir að VSÍ eigi ekki
aðild að deilunni í Helguvík. Þar
sé um að ræða 10 rafiðnaðarmenn
sem starfa hjá þremur rafverktök-
um og deilt sé um hvort iðnaðar-
mennirnir eigi að vinna í ákvæðis-
vinnu eða tímavirinu. „Við erum
auðvitað ekki aðilar að þeirri deilu.
Þetta er eins og hvert annað deilu-
mál úti á vinnustöðum. Við teljum
einmitt að þetta ætti að vera mönn-
um áminning um mikilvægi þess
að hafa skýrar reglur um vinnu-
staðasamninga,“ sagði Þórarinn.
„Ég vona að þetta sé tímabund-
ið hlé og það sé hægt að taka
málið upp á nýjan leik og þá
kannski horfa á það hvernig fyrir-
tækjasamkomulag gæti stuðlað að
því að koma í veg fyrir svona mál
eins og hefur þarna risið upp. Það
er hins vegar fráleitt að fara að
blanda deilum um uppgjör sam-
kvæmt samningi milli 10 rafvirkja
og þriggja rafverktaka inn í hinar
stóru línur í kjarasamningum."
STJÓRN Bandalags starfsmanna rík-
is og bæja var á sameiginlegum fundi
formanna aðildarfélaga BSRB og
stjómarinnar falið að ræða við helstu
viðsemjendur aðildarfélaganna um
ýmis grundvallarmál sem stæðu
samningaviðræðum fyrir þrifum.
Annars vegar var ákveðið að stefna
að viðræðum við ríki og Reykjavíkur-
borg um breytt launakerfi en hins
vegar að hefja viðræður við Samband
sveitarfélaga um lífeyrismál og rétt-
indamál starfsmanna sveitarfélaga.
Aðildarfélög BSRB hafa almennt
sett fram kröfur um verulega hækkun
grunnkaups, að samið verði um allar
breytingar á launakerfinu og að
launahækkanir verði ekki látnar
renna inn í einstaklingsbundna samn-
inga.
I tilkynnirigu frá BSRB segir að
viðsemjendur aðildarfélaga banda-
lagsins hafi „ekki verið til viðræðu
um kröfur aðildarfélaganna heldur
reynt að drepa málunum á dreif með
því að bjóða upp á viðræður um tækni-
legar útfærslur á launakerfinu án
þess að vera tilbúnir að semja um
breytingamar."
Morgunblaflið/Ásdís
Selurinn
Kobbi synti
til hafs
SELURINN Kobbi, sem verið
hefur í fóstri hjá fjölskyldu í
Vík í Mýrdal frá því í nóvember
á síðasta ári, synti til hafs á
laugardag. Fóstri hans, Gísli
Daníel Reynisson, sagði að
Kobbi skilaði sér ef til vill aft-
ur, en heima bíða hans 700 kíló
af frosinni síld.
Kobbi útselskópur fannst yfir-
gefinn austur á Mýrdalssands-
fjörum, þá líklega um það bil
einnar viku gamall. í fyrstu fékk
hann rjómabland og lýsi í pela,v
en Gísli Daníel varð sér úti um
miklar birgðir af frosinni beitu-
síld, sem Kobbi hefur gert góð
skil. Á laugardag var svo farið
með Kobba í bað í fjöruborðinu,
eins og oft áður. „Hann lék sér
i flæðarmálinu i klukkustund,
en þegar ég gekk að bílnum elti
hann ekki, eins og hann var
vanur að gera, heldur synti til
hafs,“ sagði Gísli Daníel. „Kobbi
var nú orðinn feitur og pattara-
legur, svo ég hef engar áhyggj-
ur af honum, en hann skilar sér
kannski aftur þegar fer að taka
Morgunblaðið/RAX
GÍSLI Daníel Reynisson með
selinn Kobba.
innan úr honum. Hér hefur ver-
ið haugasjór og brim. Hann
þreytist kannski á þessum sjó-
gangi o g skilar sér aftur. Hann
þyrfti helst að klára síldina."
Gerði
stykkin
sín í kofa
barnanna
EINHVER miður geðfelldur ná-
ungi gerði sér lítið fyrir um helg-
ina og gekk öma sinna inni í litl-
um leikkofa í garði leikskólans
Laugaborgar við Leirulæk og var
það því ekki fógur sjón sem blasti
við bömum og starfsmönnum
leikskólans í gærmorgun þegar
þetta uppgötvaðist.
Að sögn Unnar Brynju Guð-
mundsdóttur leikskólakennara
voru um 60 til 70 böm nýkomin
út í garð, þegar ein af eldri telp-
unum kom og sagði starfsmönn-
um leikskólans frá þessu. „Hún
ætlaði varla að geta komið þessu
út úr sér því hún kúgaðist svo
mikið vegna lyktarinnar sem var
inni í kofanum," segir Unnur.
„Yngstu bömin höfðu ekki gert
sér grein fyrir þessu og var þetta
komið í fötin hjá mörgum þeirra,
auk þess sem þau vora búin að
stíga í þetta og dreifa þessu út
um garðinn," segir hún.
Verkamenn hjá borginni §ar-
lægðu stykkin, sótthreinsuðu
kofann og tóku öll leikföng sem
úti við vora og settu í sótthreins-
un. Þá vora fót bamanna sett í
poka og foreldrar beðnir um að
þrífa þau sérstaklega.
Úrkoma minni í gær en ráð var fyrir gert
Varpa ljósi á grun-
samlegar misfellur
LÖGREGLAN í Kopavogi
deyr ekki ráðalaus þegar út-
vega þarf tæki, sem auðveldað
geta störfin þar á bæ. Lög-
reglumenn þurfa oft að grand-
skoða bíla í leit að fíkniefnum
eða þýfi. Afbrotamenn eru
hugvitssamir þegar þeir leita
felustaða fyrir slíkt og því
þarf lögreglan að vera enn
hugvitssamari. Sævar Finn-
bogason, aðstoðarvarðstjóri í
Kópavogi, ákvað því að smíða
spegil á hjólum. Speglinum er
rennt undir bíla og ljós sitt
hvorum megin við hann lýsa
upp undirvagn bílsins. Ef ein-
hver misfella sést er bílnum
lyft upp og kannað hvað þar
er á seyði. Afbrotamenn í
Kópavogi komast því ekki upp
með að fela fíkniefni eða þýfi
undir bílunum og lögreglan
hefur sparað sér dijúgan
skildinginn með smíðinni, í
stað þess að panta svona leit-
artæki frá útlöndum. Magnús
Einarsson, yfirlögregluþjónn,
sýndi Ijósmyndara hvernig
spegillinn er notaður.
V erulega dregið úr
snj óflóðahættu
VERULEGA hefur dregið úr snjó-
flóðahættu um allt land eftir að djúp
lægð, sem fylgst hefur verið með
vegna hættu á snjóflóðum á Austur-
landi, gekk hraðar yfir landið en
spáð var. Af þeim sökum varð úr-
koma einnig minni en ráð var fyrir
gert. Svanbjörg Haraldsdóttir,
starfsmaður Snjóflóðavarna á Veð-
urstofunni, sagði í gærkvöldi að
búist væri við að lægðin gengi alveg
yfir um nóttina.
Svanbjörg segir að verkefni snjó-
flóðavaktmanna í gær hafí einkum
verið að fylgjast með hugsanlegum
afleiðingum úrkomu á austanverðu
landinu. Veður hafi hins vegar orðið
skárra en spáð var, m.a. vegna þess
að skilin hafi gengið hraðar yfir
landið en ætlað var.
Enn hætta við Seyðisfjörð
Við norðanverðan Seyðisfjörð er
enn í gildi hættuástand og í gær-
kvöldi hafði íbúa og gestum far-
fuglaheimilisins Haföldunnar ekki
verið leyft að snúa aftur í hús sitt.
Að sögn Hallgríms Jónssonar, snjó-
athugunarmanns á Seyðisfirði, hlýn-
aði mjög snögglega í veðri í gær og
taldi hann að áframhaldandi hláka
gæti verið varhugaverð.
Á Siglufirði var í gærkvöldi ekki
talin ástæða til að hafa sérstaka
snjóflóðavakt.
Vegagerðin varaði í gærdag við
töluverðri hálku víða á landinu. Síð-
degis í gær voru nokkrir fjallvegir
ófærir vegna snjóa og skafrennings.
Á vestanverðu landinu voru Bratta-
brekka og Hrafnseyrarheiði ófærar
og skafrenningur var á Steingríms-
fjarðarheiði. Þá voru Fljótsheiði og
Vopnafjarðarheiði á Norðaustur-
landi ófærar.
í
\
i
\
I
i
I
I
í
I
i
i
i
i
I
i
I
I
i
i
i
i