Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hópur fólks í hættu við jakaskoðun á Skeiðarársandi Jörðin opn- aðist við einn jakann FREYR Franksson varð vitni að því ásamt dóttur sinni og syni þegar svo virtist sem jörðin rifnaði í sundur við ísjaka á Skeiðarársandi á sunnu- dag. Talsverðir skruðningur fylgdu þessu og brá þeim talsvert í brún. Freyr var þarna staddur með hóp reiðhjólamanna úr íslenska fjalla- hjólaklúbbnum. Hann sagði að vara- samt væri að vera á ferð á þessu svæði en um helgina var þarna mik- ill íjöldi manns og börnin mörg hlaupandi um á svæðinu. „Við feðginin vorum á rölti þarna nánast við veginn. Drengurinn var á hjóli og fór nærri upp að einum jakanum sem var líklega 5-6 metra hár. Við vorum dálítið á undan hon- um, ég og dóttirin. Síðan heyrðum við brak og bresti en drengurinn náði að forða sér áður en jörðin brotnaði undir honum,“ sagði Freyr. Freyr henti síðar gijóti ofan í gatið sem myndaðist í jörðinni til þess að kanna dýpið. Hann sagði að grjótið hefði fallið nokkra metra. „Það myndast hættuástand í kringum jakana þegar þeir byija að bráðna. Það var gríðarlega margt fólk þarna sem rölti um í afslöppuðu umhverfi og án þess að það teldi ástæðu til þess að passa sérstaklega upp á börnin. Maður á ekki von á því að hættur leynist þarna,“ sagði Freyr. Hann sagði að brotið í kringum jakann hefði verið u.þ.b. einn metri á breidd og 3-4 metrar á lengd. „Svo er vatnsflæmi undir og gætu þess vegna verið þar göng.“ Hann vildi brýna fyrir fólki að þarna gætu leynst hættur. Almannavarnir kanna málið Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, segir að þetta mál hafi ekki komið upp á borð hjá Almannavörn- um. Hún sagði að almannávarna- nefndir á hveijum stað ættu að fjalia um slík mál. Almannavarnir ríkisins myndu þó hafa frumkvæði að því að þetta yrði skoðað ef talin yrði þörf á því. ------» ♦ ♦------ Féll í pytt við ísjaka MAÐUR sem var á ferð á Skeiðar- ársandi á laugardaginn féll í djúpan pytt milli tveggja ísjaka. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður á Vík, segir líklegt að ísskán hafi verið yfir pyttinum og hún hafi brotnað undan manninum svo hann féll á bólakaf í pyttinn. Enginn var nærri manninum þeg- ar slysið varð en honum tókst að krafla sig upp á þurrt land. Maður- inn þurfti ekki að leita aðhlynningar og hafði ekki samband við lögreglu. Reynir Ragnarsson segir að hættulegt geti verið að fara mjög nærri jökunum á sandinum. „Jak- arnir eru farnir að bráðna og kemur vilpa í kringum þá því þeir ná langt ofan í sandinn. Vilpan frýs síðan og skefur jafnvel sand yfir. Þegar tveir jakar eru svona hlið við hlið, eins og þarna var, myndast gönguleið milli þeirra þegar þeir bráðna. En það getur verið margra metra dýpi í kringum þá. Jakarnir ná 3-4 metra ofan í sandinn," sagði Reynir. Hann sagði að fjölmargir legðu leið sína á sandinn til þess að skoða jakana. Um síðustu helgi var marg- menni og allir gististaðir fullnýttir í kringum Kirkjubæjarklaustur. „Það hefur verið það hlýtt að jak- arnir bráðna æði mikið. Þeir verða ekki svipur hjá sjón þegar kemur fram á sumarið. Einn jaki, hálft bíl- hlass, var fluttur og settur niður við barnaskólann hér í Vík. Hann er allur að hjaðna niður,“ sagði Reynir. Vélsleðamaður var hætt kominn þegar snjóflóð skall á honum Flaug af og lenti á höfðinu SÆVAR Ö. Guðmundsson, lög- reglumaður í Hafnarfirði, komst í hann krappan sl. föstudagskvöld þegar hann lenti í snjóflóði á vél- sleða sínum. „Ég lenti á höfðinu og má líklega þakka fyrir það að hafa verið með hjálm. Ég heyrði engar drunur þvi það er svo mik- ill hávaði í vélsleðunum. Ég vissi ekkert fyrr en snjóskriðan kom inn í ljósgeislann og á sama auga- bragði skall hún á hægri hliðinni á mér og ég flaug undan,“ sagði Sævar. „Við vorum fjórir saman á ferð seint á föstudagskvöld. Við fórum frá Lyngdalsheiði og keyrðum inn með Hrafnabjörgum. Við ætluðum í skála inn við Skjaldbreið. Veðrið var mjög gott en svartamyrkur. Þegar við keyrðum meðfram Hrafnabjargahálsi voru tveir fé- laga minna á undan mér og einn á eftir. Það hefur sjálfsagt verið vegna hávaðans frá vélsleðunum og titrings sem flóðið fór af stað. Þeir sem voru á undan mér sluppu en ég fékk skriðuna á mig. Ég flaug af sleðanum og hann fór heilan hring. Ég barst síðan með flóðinu dálítinn spotta. Sá sem var á eftir mér kom að þessu þegar ég var að rísa á fætur á ný,“ sagði Sævar. Fór ekki á kaf Hann sagði að óskemmtilegt væri að lenda í þessu en þetta hefði farið betur en á horfðist. „Það vildi mér til happs að flóðið var ekki mjög þykkt þannig að ég fór ekki á kaf. Það hefur líklega verið innan við einn metri á þykkt. En það hefur verið 200-300 metra breitt. Þetta er löng hlíð og það hrundi úr henni nánast allri. Við skoðuðum svæðið daginn eftir og sáum hvernig skriðan hefur sprottið frá efst í ljallsbrúninni. Þar sáum við þykktina á flóðinu og okkur sýndist að í sárinu væri þykktin eitthvað innan við einn metri. Við sáum líka að það hafði fallið annað flóð svolítið norðar,“ sagði Sævar. Ekki vitað um flóð þarna áður Sævar segir að þessi leið sé mjög algeng vélsleðaleið. Ljóst sé að snjóflóð geti víða fallið. „Þarna vissu menn ekki til að hefðu fallið flóð áður. Menn verða bara að vera á varðbergi þegar ekið er eftir hlíðum, ekki síst í svarta- myrkri. Ég er sannfærður um að ég hefði getað beygt út úr flóðinu hefði þetta gerst í dagsbirtu,“ sagði Sævar. Morgunblaðið/Þorkell FÉLAGAR Gests í Hjálparsveit skáta í Garðabæ komnir niður af Esju eftir að hafa lent í snjóflóði. Snjóflóð skall á bj örgunars veitarmönnum sem voru við æfingar í Esjunni GESTUR Pálmason, 20 ára gam- all félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ, barst um 150-200 metra með snjóflóði í Grafardal í Esju sl. sunnudag. Hann var fastur í snjónum í um 30 mínútur en félagar hans grófu hann þá upp. Gestur segir að hann hafi haldið ró sinni allan tímann en hann óttaðist það mest að lenda í grjóti meðan hann barst niður hengiflug með flóðinu. I fyrstu var talið að hópur fólks hefði lent í snjóflóðinu en síðar kom í ljós að sjö menn frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ voru þarna saman. Fimm þeirra höfðu lent í flóðinu. Fjórum þeirra tókst strax að krafla sig úr flóðinu og hófu þeir strax leit að Gesti. Snjóflóðið var talið vera um 50 metrar á breidd og tölu- vert djúpt. „ Við vorum þarna á ferð um þrjúleytið. Við ákváðum að drífa okkur niður af fjallinu og leiðin lá um Grafargil. Við vorum á hrygg og ætluðum yfir á annan hrygg sem við sáum að við gátum fylgt; langleiðina niður. Á milli hryggjanna voru aðeins um fimm metrar. Við tókum svokallaðan prófíl, þ.e. grófum í snjóinn og skoðuðum snjóalögin í skaflinum á milli hryggjanna. Það staðfesti grun okkar um að vonlaust var að fara niður þá brekku því hún var nánast öll á iði. Tveir félagar mínir fóru yfir og voru að stíga yfir á hinn hrygginn þegar ég hélt af stað. Um leið fór brekkan af stað. Við lentum alveg í jaðrin- lenti ég á bakinu með höfuðið upp í hliðina en síðan endaði ég á maganum og höfuðið sneri nið- ur,“ sagði Gestur. Snjófló ðaýlan gerði gæfumuninn Hann sagði að það hefði hjálp- að sér mikið að vera búinn að læra rétt viðbrögð í snjóflóði. Hann hefði andað rólega og vissi að hann gat ekkert gert annað en beðið. Gestur var með snjó- flóðaýlu innan á sér og telur hann að það hafi flýtt mjög fyrir því að hann fannst. „Snjóflóðaýlan gerði gæfu- muninn. Félagar mínir voru það langt fyrir ofan mig og vissu ekki hve langt ég barst með flóð- inu. Ég lá fastur þarna í 20-30 minútur. Þeir grófu frá andlitinu á mér og eftir hálftíma var ég allur kominn upp úr snjónum. Ég fann ekki fyrir kulda en þeg- ar ég stóð upp skalf ég, að hluta til vegna sjokksins. Síðan fékk ég heitt vatn og hresstist allur," sagði Gestur. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti björgunarmenn eins nærri mönnunum og hægt var en stór- hríð var í fjallinu þegar þetta gerðist. Greiðlega gekk síðan að ganga niður af fjallinu. Gestur sagði að þetta hefði farið betur en á horfðist. Hann hefði sloppið við að lenda á gijóti og haft ákveðið rými til þess að anda í snjónum. Félagarnir hefðu sýnt fumlaus viðbrögð og brugðist hárrétt við. GESTUR Pálmason með föður sínum Pálma Gestssyni í gær. Barst niður hengiflug með flóðinu um á flóðinu og strákarnir náðu að stöðva sig með ísöxunum. En ég flækti mína exi í einhveiju og náði ekki að stöðva mig. Ég flaug því af stað með flóðinu, lík- lega 150-200 metra leið. Ég fann að ég fór fram af hengiflugi tvisvar sinnum og óttaðistþað mest á leiðinni niður að lenda á gijóti. Ég fann þegar ég stöðvað- ist. Ég gat nánast ekkert hreyft mig og ég fann að snjórinn var alveg við andlitið á mér. Ég náði rétt að hreyfa hálsinn, annars sat ég alveg pikkfastur. Þegar ég rann fyrst af stað uppi í hlíðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.