Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DENNI vill ekki heldur sjá álver í Hvalfirði . . .
Heimiliseijur til kasta lögreglu um helgina
Stakk mann með hnífi
KONA stakk sambýiismann sinn í
handlegg með hnífi á föstudags-
kvöld og hafði mikið gengið á á
milli þeirra áður, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu. Talsvert
mörg dæmi um ófrið og ofbeldi á
heimilum komu til kasta lögregl-
unnar um liðna helgi.
Konunni var ekið í Kvennaat-
hvarfið ásamt tveimur ungum börn-
um sínum. Maðurinn var færður á
lögreglustöðina eftir að gert hafði
verið að sárum hans.
Síðla aðfaranótt laugardags
þurfti síðan að flytja konu og barn
á slysadeild eftir að hún hafði verið
beitt ofbeldi á heimili sínu. Tveimur
öðrum börnum var komið til ætt-
ingja.
Ofbeldi og skemmdarverk
Þá réðst fyrrum sambýlismaður
konu á bifreið hennar fyrir utan
hús í Breiðholti, braut framrúðu,
dældaði vélarhlíf og þak eftir að
hafa verið meinuð innganga.
Tilkynnt var að maður hefði bar-
ið sambýliskonu sína í húsi í Sund-
unum á laugardagskvöld og haldið
á brott í bifreið sinni að svo búnu
og var hald lagt á hass í tengslum
við það mál.
Um svipað leyti var tilkynnt til
lögreglu að fyrrum sambýliskona
manns nokkurs hótaði að koma að
heimili hans með þijá bræður sína
og sækja til hans þriggja ára gam-
alt barn þeirra, sem hann hafði
forræði yfir.
Þá var ennfremur tilkynnt um
að fyrrum sambýlismaður konu
nokkurrar væri að ónáða hana og
henni stæði stuggur af manninum.
Fylgst var með öllum þessum
stöðum um nóttina.
Hestar trylltust
við flugeldaskot
Hrunamannahreppi.
TVEIR fullorðnir reiðhestar á bæn-
um Hvítárdal sem hafðir voru heima
við bæ voru horfnir á nýársmorgun.
Þeirra hefur verið mikið leitað, m.a.
úr flugvél. Að sögn Guðbjörns Dag-
bjartssonar, bónda í Hvítárdal, voru
þessir hestar heima við hesthús og
gefið út hey þar sem þeir voru orðn-
ir 18 og 27 vetra. Hin hrossin, sem
eru allnokkur á bænum og voru
annars staðar á landareigninni, voru
á sínum stað.
Guðbjörn telur víst að hestarnir
hafi fælst í flugeldaskothríðinni sem
var víðsvegar á bæjum og mikil á
Flúðum sem er í um 13 km fjar-
lægð. Ekki var skotið flugeldum í
Hvítárdal nú á gamlárskvöld þar sem
Guðbjörn segist hafa slæma reynslu
af því. Öll hans hross fæidust fyrir
átta árum og fundust síðan í um
20 _km fjarlægð.
Á gamlárskvöld var gott veður
eins og flestir muna og hljóðbært
mjög. Þá var og auð jörð og því
engin för sjáanleg. Það hefur verið
allnokkuð um það hér í uppsveitum,
eins og svo víða annars staðar á
landinu, að hross fælist við flugelda-
skothríðina á gamlárskvöld en jafn-
an fundist heil á húfi. Guðbjörn seg-
ist enn lifa í voninni að þessir uppá-
haldsreiðhestar finnist lifandi eða
dauðir. Þess má geta að Hvítá renn-
ur í gljúfri skammt frá bænum en
mikið mega þessir fullorðnu hestar
hafa verið trylltir hafi þeir hent sér
í Hvítárgljúfrið.
Ráðist á mann á Laugavegi
Stóra fíkniefnamálið
Tveimur
varsleppt
úr haldi
ÚRSKURÐUR um gæsluvarðhald
yfir tveimur mönnum sem hand-
teknir voru í tengslum við rann-
sókn stóra fíkniefnamálsins rann
út á föstudag og voru þeir látnir
lausir samdægurs.
Mennirnir eru báðir íslendingar,
en einnig eru Hollendingar meðal
þeirra sem sætt hafa gæsluvarð-
haldi vegna málsins er hófst þegar
hollenskt par var handtekið með
mikið magn af hassi í fórum sínum
á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir
áramót.
Rannsókn á viðkvæmu stigi
Samkvæmt upplýsingum frá
fíkniefnadeild lögreglu þótti ekki
ástæða til að óska eftir framleng-
ingu á gæsluvarðhaldi mannanna,
sem handteknir voru skömmu eft-
ir áramót.
Rannsókn málsins er enn á við-
kvæmu stigi samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu og sér ekki enn
fyrir enda þess.
FIMMTÁN ára piltur úr Hafnarfirði
sló niður mann ofarlega á Laugavegi
aðfaranótt sunnudags og sparkaði
síðan í andlit hans.
Sá slasaði var færður á slysadeild
í sjúkrabifreið, en árásarmaðurinn
var færður á lögreglustöðina.
Hann var eins og áður sagði að-
eins 15 ára gamall og var í kjölfarið
færður í hendur lögreglu heima-
byggðar sinnar, sem kom honum í
hendur foreldra hans. Ekki liggja
fyrir haldbærar skýringar á árásinni
samkvæmt upplýsingum.
Staða efnahagsmála í Þýskalandi
Hægfara upp-
sveifla í þýsku
efnahagslífi
Axel Nitschke
AXEL Nitschke starfar
hjá þýska Iðnaðar-
- og verslunarráðinu
og hefur meðal annars með
höndum kannanir, sem
gerðar eru tvisvar á ári og
ná til 25.000 fyrirtækja á
öllum sviðum um allt
Þýskaland. Þessar kannan-
ir eru meðal þeirra mæli-
kvarða, sem notaðir eru
þegar lagt er mat á ástand-
ið í þýsku efnahagslífi.
Hann hélt í gær fyrirlestur
á námsstefnu Þýsk-
íslenska verslunarráðsins
um Þýskaland undir heit-
inu „Staða og þróun efna-
hagsmála í Þýskalandi“.
Þetta ár er mjög mikil-
vægt fyrir ríki Evrópusam-
bandsins vegna þess að
frammistaða þeirra 1997
verður notuð til viðmiðunar
þegar metið verður hvort þau upp-
fylli skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans. Uppsveifla virðist vera í þýsku
efnahagslífi, en atvinnuleysi eykst.
Rúmlega 4,1 milljón Ejóðveija er
á atvinnuleysisskrá.
- Má búast við hagvexti í
Þýskaiandi á þessu árí?
Ég held að þýskur efnahagur
muni halda áfram að batna. Arið
1996 sáum við fyrstu merkin um
að líf væri að færast í efnahagslíf-
ið, þótt árið hafi byijað illa. Upp-
sveifluna ber fyrst og fremst að
þakka útflutningi, þaðan kemur
drifkrafturinn, og um leið er gengi
Bandaríkjadollars mjög hagstætt.
Helsta vandamálið er að gangsetja
vél fjárfestinga. Það hefur ekki
gerst enn og að mati okkar hjá
þýska Iðnaðar- og verslunarráðinu
veltur það, hvort uppsveiflan verð-
ur kraftmikil, á því að fjárfesting-
ar hefjist.
- Efnahagurínn batnar, en at-
vinnuleysið eykst. Helmut Kohl
kanslarí hefur sett sér það mark
að minnka atvinnuleysi um helm-
ing fyrir áríð 2000. Er það raun-
sætt?
Þetta markmið var sett fyrir ári
og þá sögðu ýmsir að það væri
raunsætt, en í millitíðinni hefur
þessu ekki verið fylgt eftir með
nauðsynlegum pólitlskum aðgerð-
um og þeim er stöðugt slegið á
frest. Ég nefni til dæmis að draga
úr skattbyrðinni, laun hafa hækk-
að, láunatengd gjöld hafa ekki
verið lækkuð. Eftir því sem lengur
er beðið með að hrinda þessum
aðgerðum í framkvæmd er þess
lengur að bíða að þetta takmark
náist, en það er hægt að ná því.
- Það er ekki fjallaðjafn mikið
um efnahagslífið í Austur-Þýska-
landi nú og gert var
fyrst eftir sameiningu
Þýskalands. Hvernig er
staðan þar?
Á síðasta árum hafa
orðið jákvæðar breyt-
ingar þar. Hagvöxtur var alfarið
meiri en í Vestur-Þýskalandi. Við
óttumst hins vegar að því verði
öðru vísi farið 1997 og 1998.
Ástæðan er sú að draga mun úr
byggingaframkvæmdum, sem
hafa verið helsta ástæðan fyrir
hagvextinum, og aðrir þættir efna-
hagslífsins hafa enn ekki styrkst
nægjanlega til að koma í stað
byggingaframkvæmda. Þó má sjá
jákvæða þróun í austur-þýskum
iðnaði. Vandi Austur-Þjóðveija er
hins vegar sá að þeir beina sjónum
mjög lítið til útlanda. Það verður
þó að taka það fram að um er að
ræða mörg fyrirtæki, sem hefur
► Axel Nitschke fæddist
17.10.1959. Hann nam þjóð-
hagfræði og fjölmiðlafræði við
háskólann í Frankfurt og há-
skólann í Göttingen. Hann starf-
aði sem dósent við háskólann í
Göttingen. Frá árinu 1991 hefur
hann veitt efnahagsmáladeild
þýska Iðnaðar- og verslunar-
ráðsins í Bonn forstöðu.
tekist að laga sig að markaðsbú-
skap og gengur vel. Flest fyrir-
tæki eiga hins vegar við einhver
vandamál að stríða. Þau eru rekin
með tapi og í markaðsbúskap
gengur það ekki eigi að lifa af.
- Þú segir að 1997 verði mikil-
vægt vegna Maastrícht-sáttmál-
ans, Evrósins og Efnahags- og
myntbandalags Evrópu.
Þýsk fyrirtæki eru mjög áfram
um að Evróið nái fram að ganga
og Þýskaland verði með. Evróið
verður hins vegar að vera sterkur
gjaldmiðill og því erum við þeirrar
hyggju að ríki verði að uppfylla
öll skilyrði til að geta verið aðiljar
að Evróinu. Hvað varðar undan-
farin tvö ár þá verður að segja
það að skuldauppsöfnun þýska rík-
isins var of mikil. Á síðasta ári
var hún 3,9 prósent af þjóðarfram-
leiðslu, en markið er 3,0 prósent.
Gert er ráð fyrir að það mark
náist á þessu ári, en til þess þarf
að grípa til sparnaðaraðgerða, sem
enn bólar ekki á.
- Hvaða áhrif mun það hafa á
aðra og smærri gjaldmiðla þegar
farið verður að nota Evróið sem
sameiginlegan gjaldmiðil?
Það er náttúrlega ljóst að með
Evróinu mun myndast stórt svæði
þar sem sami gjaldmiðillinn verður
notaður. Það mun hafa í för með
sér ýmsar breytingar í
þeim löndum, sem ætla
að skipta á sínum
gjaldmiðli og Evróinu.
Ég er hins vegar ekki
viss um að þetta muni
hafa mikil áhrif á þau ríki, sem
ekki ætla að taka þátt í Evróinu,
einkum og sér í lagi ef gjaldmiðill
viðkomandi lands er stöðugur og
góður. Það gegnir hins vegar öðru
máli ef gjaldmiðillinn er veikur.
Þá verður staða hans gagnvart
Evróinu svipuð og hún er nú gagn-
vart þýska markinu. Vandi þess-
ara ríkja verður sá að þau munu
þurfa að borga mikið fyrir vörur
frá ríkjum, þar sem Evróið verður
notað. En þessi vandamál verða
ekki mikil. Hins vegar held ég að
takist vel með Evróið muni það
hafa mikið aðdráttarafl og fleiri
vilji fá að vera með.
Evróið verður
að vera sterk-
ur gjaldmiðill