Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Læknir varar við lyfinu Teldanex Segir mun örugg- ari lyf vera til BJÖRN Árdal ofnæmislæknir segist lengi hafa varað við ofnæmislyfinu Teidanex vegna aukaverkana þess. Hann segir að til séu mörg örugg- ari lyf. Rætt hefur verið um að banna lyfið í Bandaríkjunum og Svíþjóð vegna hættulegra auka- verkana og talið er að rekja megi mörg dauðsföll í Bandaríkjunum til rangrar notkunar þess. Lyfið er selt í litlum skömmtum án lyfseðils hér á landi. „Teldanex náði stórum hiuta markaðarins hér á landi eftir auglýs- ingaherferð fyrir nokkrum árum og þá var gengið framhjá mun örugg- ari og betri lyíjum sem hafa engar hættulegar aukaverkanir. Sérstak- lega vara ég við notkun lyfsins fyrir böm,“ segir Björn. Fyrirtækið Omega Farma fram- leiðir samheitalyfið Terex, sem inni- heldur sama virka efni og Teldanex. Eyþór Sigurgeirsson markaðsstjóri segir að fyrirtækið fylgist vel með framvindu málsins í Bandaríkjunum og Skandinavíu. „Nú eru komin á markað önnur og betri ofnæmislyf sem eru að mörgu leyti að taka við hlutverki Teldanex og Terex, til dæmis Histal." Öll lyf hættuleg ef rangt notuð „Öll lyf eru hættuleg ef þau eru rangt notuð,“ segir Guðbjörg Al- freðsdóttir, markaðsstjóri Astra, sem er með umboð fyrir Teldanex. „Upplýsingar framleiðanda um lyfið fara allar til Lyfjanefndar. Það er hennar að taka afstöðu í málinu. Þessar aukaverkanir hafa lengi verið þekktar. Þær eru tilgreindar í sér- lyfjaskrá og á umbúðunum eru þær upplýsingar sem yfirvöld kveða á um. Ástæðan fyrir því að FDA, bandaríska lyfjaeftirlitið, vill að lyfið verði tekið af skrá nú í Bandaríkjun- um, er af því að framleiðandinn er að markaðssetja nýtt ofnæmislyf, sem er önnur kynslóð af Teldanexi. Þá finnst þeim ekki ástæða til þess að eldri gerðin sé á skrá.“ Morgunblaðið/Þorkell FJOLMENNI var á stofnfundi Grósku í Loftkastalanum á laugardaginn. Hátt í fimm hundruð á stofnfundi Grósku Urðun sorps frá Kópavogsbæ í Kirkjuferjuhjáleigri „Þetta eru nokkrir bílfarmar á ári“ GUNNAR Birgisson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs og fulltrúi í stjórn Sorpu, segist ekki telja ástæðu til að gera veður út af samn- ingi Kópavogsbæjar um flutninga sorps fyrir áhaldahús bæjarins til urðunar að Kirkjufeijuhjáleigu í Ölfusi, en samningurinn hefur verið gagnrýndur harðlega af öðrum stjórnarmönnum. í bókun Álfheiðar Ingadóttur, fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Sorpu, frá stjórnarfundi 12. desem- ber sl. segir m.a. að með samningn- um hafi Kópavogsbær horfið frá þeim markmiðum sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu settu sér við stofnun byggðasamlagsins Sorpu og um leið stefnt grundvelli þess í hættu. Markmiðið var að bagga allt sorp sem ekki færi til endur- vinnslu af svæðinu og urða í Álfs- nesi undir ströngu eftirliti, en sorp- ið sem flutt er úr Kópavogi að Kirkjufeijuhjáleigu er ekki baggað áður en það er urðað. Hagstæðari kostur Gunnar segir að sorpið sem flutt er að Kirkjufeijuhjáleigu sé aðeins lítill hluti þess sorps sem til fellur í Kópavogi, eða aðeins nokkrir bíl- farmar á ári. Kópavogsbær hafí tek- ið tilboði verktaka um gámaleigu, förgun á garðaúrgangi og losun sorps sem þarf að losna við frá áhaldahúsinu og að gámaleigan hafi verið stærsti hluti tilboðsins, sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón. Það hafí sýnt sig að mun hagstæð- ara var að aka sorpinu austur fyrir fjall til urðunar en að fara með það í Sorpu og m.a. þess vegna hefði tilboðinu verið tekið. Nú hafí Sorpa hinsvegar breytt gjaldskrá sinni og einfaldað gjaldflokka og segir Gunn- ar það fagnaðarefni. Áðspurður um hvort Kópavogs- bær muni halda áfram að senda sorp austur í Ölfus segir Gunnar að samningurinn sé aðeins gerður til eins árs og menn muni taka afstöðu þegar árið er liðið. „Ef Sorpa verður búin að laga sín gjöld þá er það auðvitað hagur bæði Kópavogsbæjar og Sorpu að Kópavogsbær leggi allt sitt sorp inn þar,“ segir hann. HÁTT í fimm hundruð manns komu á stofnfund Grósku, sam- taka jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks, sem haldinn var í Loftkastalanum sl. laugardag. Margir þingmenn og aðrir forystu- menn A-flokkanna voru á fundin- um. Þeir forystumenn samtakanna sem til máls tóku, sögðust stefna að sameiginlegu framboði vinstri flokkanna í næstu kosningum. Kjörin var ellefu manna sljórn, en 69 manna miðstjóm verður kosin á félagsfundi innan mánaðar. Áætlað var að halda fyrsta fund hinnar nýju stjórnar í gærkvöldi. Að sögn Hrannars B. Amarson- ar, eins sljómarmanna, voru stofn- félagar Grósku hátt í þijú þúsund og eru þar meðtaldir allir félagar ungmennahreyfinga A-flokkanna, Verðandi og Sambands ungra jafnaðarmanna, en þeir em sjálf- krafa meðlimir í samtökunum. Hrannar segir að þó nokkrir af þingmönnum og forystumönnum A-flokkanna hafi gerst stofnfélag- ar. „Við erum himinlifandi með mætinguna á fundinn og hann var bæði skemmtilegur og kraftmikill. Það vakti ekki síður ánægju að heyra yfirlýsingar forystumanna vinstri flokkanna í kjölfarið um áhuga á sameiginlegu framboði," segir Hrannar. Andvíg núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnuimr Meðal stefnumála samtakanna er jöfnun atkvæðisréttar, skýrari greinarmunur framkvæmdavalds og löggjafarvalds, að komið verði á fót opnum þingnefndum og sér- stökum rannsóknarnefndum al- þingis, að fjármái og fjármögnun flokka verði gerð opinber og að stjórnmálamenn geri grein fyrir eignastöðu sinni og tengslum við fyrirtæki og hagsmunasamtök og að gengið verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um inngöngu í Evrópusam- bandið. Gróska er andvíg núver- andi fyrirkomulag fiskveiða- stjórnunar. Tengsl ríkis og kirkju verða skýrð á aiika Kirkjuþingi sem hefst í dag Aðgreining en ekki aðskilnaður Á Kirkjuþingi sem hefst í dag verður tekið til umræðu frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar og einnig samkomulag ríkis og kirkju um eignir kirkj- unnar og laun presta. ÁRIÐ 1907 tók rikið við umsjón kirkjujarða en á þeim tíma átti kirkjan 16,2% jarða á íslandi. And- virði jarðanna var varðveitt í sjóð- um sem greiddu laun presta. I verðlagsþróun næstu ára rýrnuðu þeir verulega og árið 1919 voru prestar settir á launaskrá ríkisins og þeim greitt beint úr ríkissjóði. I síðustu viku var undirritað nýtt samkomulag milli ríkis og kirkju um eignirnar og laun presta sem nú bíður afgreiðslu ríkisstjórnar og Kirkjuþings og síðar Alþingis. Þorbjörn Hlynur Árnason, sókn- arprestur á Borg á Mýrum og for- maður viðræðunefndar kirkjunnar sem staðið hefur í samningavið- ræðum við ríkið, segir að með því sé samband ríkis og kirkju skýrt. „Hann gerir það ótvírætt að ríkið er ekki að greiða prestum laun vegna þess að þeir séu ríkisstarfs- menn heldur vegna þess að ríkið hefur tekið við ákveðnum verð- mætum frá kirkjunni. Samkomu- lagið er í raun árétting og út- færsla á þeim forsendum sem lagð- ar voru 1907. Þetta samkomulag er óháð stjórnarskrárákvæðum um það að hin lúthersk-evangelíska kirkja sé þjóðkirkja. Þó að það ákvæði yrði numið burt og ríki og kirkja þannig aðskilin stæði sam- komulagið." Hjalti Zóphaníasson, fulltrúi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í nefndinni, segir aftur á móti að ríkið geti hætt að greiða prestum laun. „Enginn er á því að þetta gildi um aldur og ævi. Ef hætt yrði að greiða launin yrði að vísu að fara fram einhvers konar upp- gjör og það yrði mjög flókið mál.“ Vald frá Alþingi til Kirkjuþings Frumvarpið um skipulag kirkj- unnar felur fyrst og fremst í sér- flutningiá valdi frá Alþingi til Kirkuþings. Jafnframt verður skip- an Kirkjuþings breytt þannig að fulltrúum leikmanna fjölgar. „Við viljum að kjörnir fulltrúar fólksins hafí meira að segja. Það er í takt við það sem er að gerast í ná- grannalöndunum,“ segir Hjalti. Kirkjuþingið fær meðal annars vald til að ákveða sóknarskipan og prestaköll en það vald hafði Alþingi áður. Breytingar í þessum efnum hafa verið mjög þungar í vöfum. Jafnframt fær kirkjan meiru um það ráðið hvernig fjár- munum er ráðstafað. „Kirkjan mun hafa meira að segja um mál og starfshætti sína og getur brugðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu á hveijum tíma,“ segir Þorbjörn Hlynur. „Þetta hef- ur jafnframt í för með sér mikla aðgreiningu ríkis og kirkju, mun meiri til dæmis en er í Danmörku og að sumu leyti meiri en í Sví- þjóð.“ í Svíþjóð er stefnt að aðskilnaði ríkis og kirkju árið 2000. Að sögn Hjalta komast Svíar þá að mörgu leyti í sömu spor og íslendingar verða eftir samþykkt frumvarpsins enda hafa tengsl ríkis og kirkju þar í landi verið mun nánari en hér. Einar Sigurbjörnsson prófess- or, sem var einn nefndarmanna, segir að í Svíþjóð færist veiting prestsembætta alfarið úr höndum ríkisvaldsins í hendur stofnana kiijunnar sjálfrar. Ráðherra kirkjumála mun eftir sem áður veita prestsembætti hér á landi. „Ákvæði stjórnarskrárinnar standa eftir sem áður óhögguð; hin evangeliska lútherska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi. Til þess að breyta því þarf þjóðarat- kvæðagreiðslu. Það má orða það þannig að þetta sé skref í átt að aðskilnaði, en fyrst og fremst verða mörkin milli ríkis og kirkju skýr- ari.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.