Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Aníta Þórarinsdóttir Nýr prestur í Langholtssókn SÉRA Jón Helgi Þórarinsson tók við embætti sóknarprests í Langholtssókn sl. sunnudag. Húsfyllir var í Langholts- kirkju og líflegur tónlistar- flutningur. Fyrsta embættis- verk séra Jóns Helga Þórar- inssonar var að skíra systur- dóttur sína, Katrínu Briem. A myndinni er hann að ausa hana vatni. Systir Katrínar, Aníta Briem, heldur henni undir skírn og að baki þeim standa foreldrarnir, Gunn- laugur Briem og Erna Þórar- insdóttir. Til vinstri standa prestarnir séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Pálmi Matthí- asson og séra Tómas Guð- mundsson. FRÉTTIR Viðræður iðnaðarráðherra við hollensk fyrirtæki um sæstreng Fréttir í hollensku blaði bornar til baka IÐNAÐARRÁÐHERRA segir að fréttir í hollensku biaði um niður- stöðu viðræðna hans við hollensk fyrirtæki um orkumál séu rangar. Þar sagði m.a. að iðnaðarráðherra hefði lofað víðtækum íslenskum stuðningi við hugmyndir um að flytja íslenska raforku til Evrópu með sæstreng. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra átti í síðustu viku viðræður við þijú hollensk fyrirtæki, Nuon, Epon og NKF, sem eru aðilar að svonefndum ICENET-hópi ásamt Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Þar er um að ræða samstarfsverk- efni um athugun á hagkvæmni þess að leggja sæstreng frá ís- landi til meginlands Evrópu. Eftir fundinn var í hollensku blaði haft eftir talsmanni Nuon, að Finnur hefði lofað víðtækum stuðningi við málið. Hann myndi láta flýta breytingum á íslenskri löggjöf til að gera erlendum fjár- festum kleift að taka þátt í raf- orkuframleiðslu á íslandi. Þá hefði hann einnig lýst yfir vilja til að taka sæti í stjórn ICENET. Edgar Guðmundsson sam- skiptafulltrúi hollensku fyrirtækj- anna þriggja hér á landi sagði að ekki væri flugufótur fyrir þessari frétt, og hefðu forsvarsmenn Nuon staðfest að rangt væri haft eftir talsmanni fyrirtækisins. Embættismannafundur í febrúar Finnur sagði að í ferð sinni til Hollands hafi ICENET-hópurinn ákveðið að koma inn í samstarf aðila sem sýnt hafa áhuga á lagn- ingu sæstrengs milli íslands og Evrópu en vinnuhópur þessara aðila var settur á fót eftir viðræð- ur Finns við orkumálaráðherra Hamborgar á síðasta ári. Fyrsti fundur þessa hóps verður haldinn í mars. Þá átti Finnur fund með orku- og efnahagsmálaráðherra Hol- lands, m.a. um aukið samstarf landanna í tengslum við ICENET- verkefnið og sagðist Finnur búast við að í lok febrúar myndu emb- ættismenn landanna tveggja hitt- ast til að ræða með hvaða hætti hægt væri að auka samstarf í fjár- festingum með Hollendingum. Iðnaðarráðherra sagði aðspurð- ur að Hollendingar gætu í raun, eins og önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, fjárfest í ís- lenskum orkugeira. Hins vegar einskorðaðist áhugi Hollendinga á að fjárfesta á íslandi alls ekki við orkugeirann og slíkar fjárfesting- ar væru þegar nokkrar, t.d. tæki fyrirtækið Nuon þátt í verkefnum á Austurlandi tengdum iðnaði og ferðamálum. Finnur sagði að í ferðinni hefði aldrei komið til tals hvort víðtækur stuðningur væri á íslandi við orku- útflutning. Sjálfur sagðist hann ekki vera viss um að slíkur stuðn- ingur væri fyrir hendi, m.a. vegna umhverfissjónarmiða í tengslum við virkjanir. Á móti kæmi það sjónarmið að útflutningur raforku um sæstreng til Evrópu gæti verið mjög stórt framlag Islendinga til umhverfismála heimsins því þá væri verið að selja endurnýjanleg- an orkugjafa inn á markað sem nú nýtti kol, olíu og kjarnorku. Danskir hafnarverkamenn neituðu að afgreiða Dísarfell í Árósum Samskip urðu að greiða í sjóði flutningaverkamanna Alþjóðaflutningamannasambandið ITF eldar grátt silfur við íslenzk skipafélög, sem skrá skip sín erlendis. Aðgerðir gegn Dísarfellinu í Danmörku í síðustu viku voru liður í þeirri deilu, Framkvæmdastjóri Sambands kaup- skipaútgerða segir útgerð skipsins hafa verið beitta fjárkúgun. DANSKIR hafnarverkamenn neituðu á fimmtudag í síðustu viku að vinna við losun og lestun Dísarfells, skips Samskipa hf., í höfninni í Árósum. Kröfðust hafn- arverkamenn þess að Samskip greiddu um 1,6 milljónir króna í sjóði Alþjóðasambands flutninga- verkamanna (ITF) og undirrituðu sérstakt samkomulag við sam- bandið. Orðið var við þessum kröfum á föstudagsmorgun og hófst þá vinna við skipið. Einar Hermannsson, formaður Sam- bands íslenzkra kaupskipaút- gerða, segir að skipafélaginu hafi verið nauðugur einn kostur að ganga að kröfunum og í raun hafi verið um fjárkúgun að ræða. Hentifánaskipin fari aftur undir þjóðfánann Dísarfellið er skráð í St. John’s á Antigua og Barbuda ásamt Mælifelli, öðru skipi Samskipa, og npkkrum skipum Eimskipafé- lags íslands. Borgþór Kærnested, fulltrúi ITF hér á landi, segir að markmiðið með aðgerðum ITF og hafnarverkamanna gegn kaup- skipaútgerðum, sem skrái skip sín undir hentifána, sé að koma þeim aftur undir eigin þjóðfána. Hann segir að ITF hafi krafizt þess að skipafélögin hér greiddu gjöld af hentifánaskipum í svo- kallaðan velferðarsjóð ITF, sem styrki ýmis velferðarmál far- manna og hafi t.d. fjármagnað sundlaug við Hrafnistu í Hafnar- firði. Auk þess segir Borgþór að ITF hafi krafizt þess að skrifað yrði undir samkomulag, sem með- al annars fæli í sér að íslenzkir kjarasamningar giltu á kaupskip- um, þótt þeim væri flaggað út, að hafnarverkamenn nytu réttar til vinnu og að einhliða uppsagn- arákvæði væru í kjarasamning- um. Borgþór segir að Eimskip og Samskip hafi hafnað kröfum ITF seint á síðasta ári. „I stjórn sjóðs- ins sitja útgerðarmenn og útbýta fénu ásamt farmönnum. Með tii- liti til þess að hingað hafa komið milljónir úr sjóðnum fannst mér óeðlilegt að útgerðaraðilar með hentifánaskip skyldu smokra sér framhjá þessum greiðslum," segir Borgþór. Hann segir að vextir og lögfræðikostnaður hafi bætzt við skuld skipafélaganna við velferð- arsjóðinn. Hrein fjárkúgun Einar Hermannsson segir að Samband kaupskipaútgerða hafi staðið í bréfaskiptum við aðal- stöðvar ITF í London til að út- skýra að ýmislegt í stöðluðu sam- komulagi við ITF, sem Borgþór Kærnested og Sjómannafélag Reykjavíkur hafi farið fram á að kaupskipaútgerðirnar undirrit- uðu, ætti ekki við hjá íslenzku skipafélögunum. Þar á meðal væri réttur ITF til að breyta ein- hliða kjarasamningum, sem gerð- ir hefðu verið á fijálsum mark- aði. Hins vegar hefðu útgerðirnar verið tilbúnar að undirrita sam- komulag við ITF með ákveðnum breytingum. Bent hefði verið á að skip, sem skráð væru undir erlendum fána, væru mönnuð ís- lenzkum áhöfnum og þar væri greitt samkvæmt íslenzkum kjarasamningum. Einar segir að aðgerðir ITF og danskra hafnarverkamanna hafi af þessum sökum komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sam- skipum hafi verið gert að greiða gjöld af tveimur skipum, bæði aftur og fram í tímann, auk vaxta og kostnaðar, samtals um 1,6 milljónir króna. Beðið hafi verið um útskýringar á kostnaðarliðun- um, en þær ekki fengizt. „Það var bara sagt að annað hvort greiddi útgerðin þetta eða skipið fengi enga afgreiðslu. Þetta er hrein fjárkúgun. Útgerðin átti engra annarra kosta völ en að reiða fram peningana og skrifa undir samkomulagið við ITF óbreytt. Auk þess var útgerðin knúin til að skrifa undir yfirlýsingu um að engin eftirmál yrðu af þessu máli, sem sýnir að menn gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu,“ segir Einar. Einar segir að ástæða þess að mörg skip íslenzkra skipafélaga séu skráð erlendis sé fyrst og fremst há skráningar- og stimpil- gjöld hér á landi. „Þessum rekstri er búið afar óvinsamlegt rekstrar- umhverfi hér miðað við nágranna- löndin,“ segir hann. Grafa undan eigin félagsmönnum Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, sagði að með aðgerðum ITF, sem Sjómannafélag Reykja- víkur stæði á bak við, væri enn aukinn kostnaður þeirra skipa, sem fyrirtækið hefði verið knúið til að skrá erlendis vegna hárra gjalda á íslandi. „Þannig er sam- keppnisstaða þessara skipa sköð- uð enn frekar. Sjómannafélagið virðist ekki skilja að það er ekki að grafa undan neinum nema eig- in félagsmönnum með þessu,“ segir Ólafur. Hjörleifur Jakobsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim- skips, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hefðu þótt aðgerðir ITF gegn Samskipum vægast sagt óeðlilegar. Hann segir að Eimskip hafi átt í viðræðum við ITF á íslandi og í London að undanförnu um kröfur sambands- ins. „Eg hef talið mig hafa vilyrði fyrir því að ekki verði gripið til aðgerða gegn okkur á meðan við erum í þeim viðræðum,“ segir Hjörleifur. Hann segir Eimskip oft hafa tekið það upp við íslenzk stjórn- völd að skráningargjöld yrðu lækkuð og stimpilgjöld felld niður til þess að hagkvæmara yrði að skrá skip hér á landi. Því hafi ekki verið sinnt, sennilega vegna þess fordæmisgildis, sem niður- felling stimpilgjalds í einni at- vinnugrein myndi skapa. Starfsleyfi Columbia Ventures Rúmlega 60 athugasemd- ir bárust HOLLUSTUVERND ríkisins bár- ust samtals rúmlega 60 athuga- semdir við tillögur að starfsleyfi álvers Columbia Ventures á Grundartanga. Að sögn Ólafs Péturssonar, deildarstjóra hjá Hollustuvernd, verður á næstunni farið yfir at- hugasemdirnar og metið hvers af þeim verður hægt að taka tillit tii. Að því búnu verður þeim sem sendu athugasemdir gerð grein fyrir því hvernig á athugasemdum þeirra var tekið. Ólafur sagði að málið yrði síðan sent umhverfisráðuneytinu með breyttri tillögu að starfsleyfi, sem þá yrði endanleg tillaga Hollustu- verndar. í framhaldi af því tekur ráðuneytið svo ákvörðun sína um stárfsleyfi álversins. ----» ♦ ♦---- Aðalskipulag Grímseyj- arhrepps 1996-2016 Lýst eftir at- hugasemdum TILLAGA að aðalskipulagi Gríms- eyjarhrepps 1996-2016 hefur verið lögð fram og hefur verið lýst eftir athugasemdum við tillöguna. Skipulagstillagan nær yfir núver- andi byggð og fyrirhugaða byggð. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grlmsey, segir að ekki sé um að ræða neinar afgerandi breytingar. „Hér var búið að gera skipulags- uppdrætti fyrir mörgum árum, sem farið var að byggja eftir og því einungis verið að festa það í sessi.“ Samkvæmt skipulaginu eru nægar lóðir fyrir íbúðarbyggingar og gert er ráð fyrir sumarhúsa- byggð. „Hins vegar hefur þróunin verið í þá átt að fólk hefur verið að flytja frá eyjunni,“ sagði Þorlák- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.