Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 16

Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Yfirlitsskýrsla um starfskjör lítilla og meðalstórra fyrírtækja 2.200-2.500 fynr- tæki stofnuð árlega HLUTFALLSLEGA fleiri ný fyrir- tæki eru stofnuð hér árlega en að meðaltali í ríkjum innan Evrópusam- bandsins. Samkvæmt athugunum Þjóðhagsstofnunar eru 2.200-2.500 ný fyrirtæki stofnuð hér á landi ár- lega. Þetta svarar til 13% aukningar en slit fyrirtækja nema svipuðum fjölda á hverju ári. Árleg fjölgun fyrirtækja í ESB er hins vegar í kringum 10% og svipaður fjöldi fyrir- tækja leggur upp laupana. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um lítil og meðalstór fyrirtæki á íslandi og í Evrópu, en Þjóðhagsstofnun á að- iid að rannsóknarhópi innan ESB sem vinnur að athugunum á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Árleg skýrsla hópsins er komin út og í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að tilgangur athugunarinnar sé að rannsaka hvaða þætti í starfsum- hverfí fyrirtækja megi lagfæra til að auka samkeppnishæfni, verð- mætasköpun og atvinnu. Athugunin tekur ekki til frumframleiðslu, land- búnaðar og fiskveiða, og hún tekur ekki heldur til opinberrar starfsemi. 19 stórfyrirtæki Fyrirtæki með færri starfsmenn en 250 eru talin til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og falla í þénnan flokk 99,8% allra fyrirtækja í Evrópu og 99,9% fyrirtækja á íslandi. Sam- kvæmt þessari skilgreiningu^ teljast aðeins 19 stórfyrirtæki á íslandi. Fjöldi starfsmanna lítilla og meðal- stórra fyrirtækja samsvarar 57 þús- und ársverkum, sem er 87% af vinnuaflinu í þessum atvinnugrein- um. Ef litið er einungis til fyrir- tækja sem eru með fleiri en 10 manns í vinnu og að 250 kemur í ljós að hjá þeim starfa 45% vinnu- aflsins hér á landi en þriðjungur í Evrópu. Lítil og meðalstór fyrirtæki sýna heldur meiri vöxt en stórfyrirtæki ef litið er til síðasta áratugs og virð- isauki er mestur í meðalstórum fyrir- tækjum í Evrópu, þ.e. fyrirtækjum af stærðinni 50-250 manns. Þá kem- ur fram að ný störf verða einkum til með stofnun nýrra fyrirtækja frekar en með stækkun þeirra sem fyrir eru. Vænlegt að útvíkka verktakastarfsemi Einnig kemur fram í skýrslunni að konur eru um 25% þeirra sem reka sjálfstæð fyrirtæki í Evrópu og hlutur kvenna í stofnun nýrra fyrir- tækja sé stærri eða um 30%. Sam- kvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar eru 14,5% fyrirtækja hér á landi í eigu og lúta stjórn kvenna, en 24% nýrra fyrirtækja eru í eigu kvenna. Loks kemur fram að til að efla atvinnu innan lítilla og meðalstórra fyrirtækja er talið vænlegt að gera vinnutímann sveigjanlegri, útvíkka verktakastarfsemi og draga úr launatengdum gjöldum, samhliða því að auka þjálfun starfsmanna og ráða langtíma atvinnulausa. Meirihlutinn í Skýrr hf. boðinn út EIGENDUR Skýrr hf., ríkissjóður, Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita Reykjavíkur hafa formlega óskað eftir tilboðum í 51% hlutafjárins í fyrirtækinu sem er að nafnvirði 102 milljónir króna. Voru fyrstu sölu- gögnin afhent í gær hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með sölu bréf- anna. Óskað er eftir tilboðum í allan hlutinn í einu lagi, en tveimur eða fleiri fjárfestum er heimilt að að standa saman að tilboði. Fyrri hluti sölutímabilsins stend- urtil 14. mars nk. ogþurfa bjóðend- ur fyrir þann tíma að skila inn lág- marksverðtilboðum, viðskiptaáætl- un og upplýsingum um eigin fjár- hag. Þeir þrír bjóðendur sem skila hagstæðustu tilboðunum að teknu tilliti til verðs, viðskiptaáætlunar og fjárhagsstöðu fá rétt til að taka þátt í seinni hluta söluferlisins sem stendur til 16. maí. Við mat á rekstrarhugmyndum verður m.a. byggt á því hvort þær samrýmist framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið sem fram kemur í samnefndri skýrslu. Loka- bjóðendur eiga síðan möguleika á að kynna sér nánar einstök gögn og ræða við aðstandendur fyrirtæk- isins, eftir að hafa undirritað trún- aðaryfirlýsingu. Eins og fram hefur komið hafa eigendur Skýrr selt starfsmönnum u.þ.b. 5% hlut í félaginu miðað við gengið 1,3. Eftir sölu á 51% hluta- fjárins standa því 44% hlutaijár í eigu ríkis, borgar og Rafmagnsveit- unnar. Er stefnt að því að selja þessi bréf til almennings á næstu misser- um, en seljendur áskilja sér þó rétt til að endurskoða þá afstöðu sína. Arðsemissjónarmið ekki að leiðarljósi Skýrr hafði á árinu 1995 um 720 milljóna króna tekjur og tæplega 7 milljóna hagnað, en eigið fé sam- kvæmt stofnefnahagsreikningi í byijun árs 1996 nam tæpum 220 milljónum. Þess er hins vegar getið í sölulýsingu að félagið hafi ekki verið rekið með arðsemissjónarmið að leiðarljósi hingað til. Markmið rekstrarins hafí verið að veita eig- endum trygga og góða þjónustu á sviði upplýsingatækni. Yfirgnæfandi hluti tekna Skýrr kemur frá svonefndum landskerfum, t.d. bókhalds- og áætlanakerfi ríkis- ins, launakerfi ríkisins, þjóðskrá, fasteignaskrá, ökutækjaskrá, tekju- bókhaldi og skattkerfi. Einnig sinnir fyrirtækið tölvukerfum Reykjavíkur- borgar. Nú er unnið að gerð samn- ings milli landskerfa og Skýrr um rekstur, þjónustu, viðhald, þróun og nýsmíði. Gert er ráð fyrir að fjár- málaráðuneyti og Skýrr undirriti rammasamkomulag um almennar kröfur sem gera verði til rekstrar landskerfa um öryggi, þjónustu, eignarrétt o.fl. Á grundvelli sam- komulagsins er síðan gert ráð fyrir að gerðir verði sérstakir samningar um hvert kerfi fyrir sig. Gengið er út frá því að slíkir samningar um rekstur og þjónustu, viðhald og þró- un verði uppsegjanlegir með tveggja ára fyrirvara. VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1% frá desembermánuði og gildir vísitalan 218,2 stig í febrúarmánuði. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn er 698 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 4,7%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,5% verðbólgu árí. Fundur iðnaðar- og viðskiptaráðherra með efnahagsmálaráðherra Hollands Samstarf um atvinnuupp- byggmgu aukið Á FUNDI Finns Ingólfssonar, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, með efnahagsmálaráðherra Hollands í Haag nýlega var ákveðið að taka upp nánara samstarf stjórnvalda í löndunum til að auka samskipti þjóðanna í atvinnuuppbyggingu. Jafnframt var fundað með hinum svonefnda ICENET hópi, sem kann- að hefur hagkvæmni þess að flytja raforku um sæstreng frá íslandi til meginlandsins, og er gert ráð fyrir að fyrsti fundur hópsins með bresk- um og þýskum fyrirtækjum og ís- lenskum stjómvöldum verði haldinn í Reykjavík í marsmánuði og verði þar teknar ákvarðanir um áfram- haldandi undirbúningsstarf. Á fundi iðnaðarráðherra og efna- hagsmálaráðherra Hollands var far- ið yfir samskipti ríkjanna á sviði- orkumála og mál er varða fram- kvæmd tilskipunar Evrópusam- bandsins um sameiginlegan raforku- markað í Evrópu. Sérstaklega var rætt um þá áherslu sem hollensk stjómvöld leggja á framleiðslu raf- orku úr endurnýtanlegum orkugjöf- um, en slík orka er nú þegar seld á hærra verði en önnur orka. Er markmiðið að auka hlut slíkrar orku úr 1-2% af heildamotkun í 10% árið 2010. í því sambandi var rætt um tengingu íslenska raforkukerfisins við orkumarkaði í Evrópu og sölu á raforku frá íslandi um sæstreng til hollenskra orkufyrirtækja, að því er fram kemur í frétt frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Heildarathugun Á fundi iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins og þeirra þriggja fyr- irtækja sem mynda ICENET hópinn var af íslands hálfu lögð sérstök áhersla á að fram færi heildarat- hugun á verkefninu í samstarfi við þau orkufyrirtæki í Hollandi og Þýskalandi sem sýnt hefðu málinu áhuga. Hvað ísland snertir voru lögð til gmndvallar jákvæð áhrif raforkuflutnings um sæstreng á uppbyggingu orkuiðnaðar á íslandi og betri nýtingu orkuauðlindanna út frá íslenskum hagsmunum. í öðm lagi var lögð áhersla á jákvæð áhrif sæstrengsins á möguleika samningsaðila til að uppfylla fram- tíðarskuidbindingar Ioftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna um að draga úr losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. ÍBÚ ÐARLÁN TIL ALLT AÐ Þú átt góðu láni að fagna hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis SPARISJOÐUR REYKJAVlKUR OC NÁCRENNIS Frumvarp um einn gárfestingarbanka Lagt fram á þingi ínæsta mánuði FYRIRHUGAÐ er að frumvarp um sameiningu fjárfestingarlána- sjóðanna, Fiskveiðasjóðs, Iðnþró- unarsjóðs og Iðnlánasjóðs í einn sjóð, verði lagt fram á Alþingi skömmu eftir að þing kemur sam- an og stefnt er að því að það verði fljótlega eftir æstu mánaðamót. Nefnd þriggja ráðuneytisstjóra vinnur að undirbúningi lagafrum- varpsins og gengur það eftir áætl- un samkvæmt upplýsingum Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Auk Ólafs vipna að undirbún- ingi málsins Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins, og Halldór Kristjánsson, settur ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvörp þurfa að koma sem fyrst Ólafur sagði að því hefði marg- sinnis verið lýst yfír að stefnt væri að því að ganga frá þessu máli á yfirstandandi þingi. Frum- vörp um fjárfestingarsjóðina þyrftu því að koma sem allra fyrst fram eftir að þing kæmi saman og allur undirbúningur málsins hefði verið miðaður við að frum- varpið kæmi fram fljótlega eftir mánaðamót. Fólk Ráðinn til Kaupmanna- samtakanna • SIGURÐUR Þórarinsson hefur verið ráðinn rekstrarhagfræðingur Kaupmannasamtaka íslands. Sigurð- ur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1989 af fjár- mála- og reiknings- haldssviði. Hann starfaði á árunum 1990-1993 hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka sem ráðgjafi í fjármál- um einstaklinga og við rekstur sjóða. í maí 1996 lauk Sigurður meistara- prófi í alþjóðaviðskiptum frá Við- skiptaháskólanum í Kaupmanna- höfn. Sigurður er kvæntur Elínu Mariu Hilmarsdóttur ritara og eiga þau þijú börn. >- I > > í ! i j [■ I ! I ft l ! I- § !- i & í l í í t L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.