Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 27 LISTIR Fyrirheit um meiri háttar hátíð Morgunblaðið/Jón Svavarsson EF Schubert-hátíð Garðbæinga verður með þeim formerkjum, sem þessir tónleikar, verður þetta meiri háttar tónlistarhátíð segir gagnrýnandi Morgunblaðsins. A myndinni fagna Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil í lok tónleikanna. TÓNLIST K i r k j u h v o 11 „LJÓÐA “ TÓNLEIKAR Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Franz Peter Schubert. Laugardagurinn 18. maí, 1997. VÍNARBÚUM hefur oft verir strítt á því, að þrátt fyrir 200 ára forustu Vínveija á sviði tónlistar, hafi fyrsta innfædda Vínartónskáldið, sem eitt- hvað kvað að, verið Jóhann Strauss yngri. Schubert fæddist að vísu í Vínarborg en faðir hans var Tékki og móðirin líklega pólsk. Þá þykir Vínarbúum það heldur verra, þegar því er haldið fram, að tónlist Schu- berts sé ekki vitund „vínarísk" og að sá stimpill hafí fyrst verið settur á verk þessa snillings, eftir að hann öðlaðist frægð, þá látinn fyrir löngu. Það sem er merkilegt við tónlist Schu- berts, umfram innri gæði hennar, er frumleikinn. Þar í er fólgin skýringin á því, hversu það tók í raun langan tíma fyrir Vínarbúa, að átta sig á þessum snillingi. Lieder-verk hans eru algjör nýj- ung, því þannig hafði enginn samið fram að þeim tíma og því er afstaða Goethes skiljanleg. Hann einfaldlega gat ekki meðtekið Alfakong Schu- berts, því þetta stórkostlega söng- verk var hreinlega of nýtískulegt. Eitt af einkennilegri atvikum varð- andi flutning á sinfónískum verkum Schuberts, er sagan um „Ófull- gerðu" sinfóníuna. Schubert hafði verið heiðraður 1822 af tónlistarfé- lagi í Graz og sem þakklætisvott sendi hann tvo þætti af sinfóníu í h-moll og líklega verið tilbúinn til að ljúka verkinu, ef einhver áhugi hefði komið í ljós af hálfu tónlistarfé- lagsins. Staðreyndin er sú, að verkið var æft en aldrei flutt opinberlega, var lagt til hliðar og geymt í bóka- safni vinar Schuberts, Anselm Huttenbrenner í 38 ár. Þá komst handritið í hendur hljómsveitarstjór- ans Johanns Herbeck og fimm árum seinna, 1865, er þessi sinfónía fyrst flutt og telst þá enn til frumlegri sinfónískra verka rómantíska tímans, sem segir nokkuð til um snilld Schuberts. Það sama má segja um ljóða- söngverk þessa snillings. Mörg ljóða- söngverka hans hafa enn ekki al- mennt verið flutt og hann er því enn að koma á óvart. Á fyrstu tónleikum Tónlistarhátíðarinnar í Garðabæ, fluttu Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil nokkur af þeim snilldarverkum Schubert, sem ekki hafa verið mikið flutt. Mönnum hættir til að velja þá söngva, þar sem lagsnilld meistarans blómstraði, en síður þau verk sem eru leikrænni og gædd djúpri tilfinningatúlkun. Tónleikarnir hófust á An den Mond, „Fullest wieder Busch und Tal“ (Go- ethe), samið 19. ágúst 1815, Schu- bert var þá 18 ára og hafði samið nærri 180 sönglög. Im Freien, „Draussen in der weiten Nacht" (Seidl) var annað viðfangsefnið, samið 1826. Þijú næstu söngverkin eru sjaldan sungin en þar eru Thekla, Eine Geisterstimme (1813, 16 ára) „Wo ich sei, und wo mich hingewendet" (Schiller), Kolmas Klage (1815) „Rund um mich Nacht“ (Ossian) og Ellens Gesánge, (1825) þtjú söngverk við texta eftir Sir Walther Scott, sem öll voru flutt af mikilli snilld. Þriðja lagið í Ellens Gesánge, er hin fræga Ave María og auðvitað er áhrifamikið að hitta gamlan kunningja en að heyra Ave Maríuna, sem hefur óverðskuldað þurft að þola alls konar drusluklæðn- að, svona fallega uppfærða, er sér- stæð lífsreynsla og ómetanleg. Eftir hlé voru flutt Lob der Trán- en (Schlegel), Lieb Minna (Stadler), Bertha’s Lied in der Nacht (Grill- parzer) og hið stórbrotna lag Der Zwerg (Collins). Síðasti hluti efnis- skrárinnar samanstóð af þekktari lögum, eins og t.d. Fischerweise (Schlechta), An den Mond (Hölty), það af þremur með þessu nafni, sem hefst á líkri hljómskipan og 15 ára eldra verk, Tungiskinssónatan eftir Beethoven. Tvö síðustu lögin voru Sei mir gegrússt (Rúckert) og síðast Rastlose Liebe (Goethe). Rannveig Fríða Bragadóttir er frábær listamaður og söng bæði vel og af innlifun, t.d Kolmas Klage og alla þtjá, af Ellens Gesang en þó sérstakiega þriðja, Ave Maríuna. Thekla, sem Schubert samdi 16 ára, er mjög sérkennilegt og tónsvið söngraddarinnar aðeins hrein fer- und. Hér er um að ræða mjög ein- falt stef, sem sitt á hvað er útfært í moll og dúr og náði bæði söngvar- inn og undirleikari að gæða þetta sérkennilega lag einstaklega fögrum blæbrigðum. Fischerweise var fal- lega mótað, svo og Sei mir gegrússt. Það hefur ávallt verið erfitt að nálg- ast Schubert, því ekki er nóg að syngja laglínurnar með fallegri röddu og ekki má heldur oftúlka textann. Það þarf að sameina lag og texta og þá fær tónlistin nýja merkingu. Þessi galdur er Rann- veigu Fríðu gefinn og skipar henni í flokk með bestu ljóðasöngvurum. Undirspilið, sem venjulega var aðeins hljómrænn stuðningur með einstaka millispili, varð hjá Schubert þriðji þátturinn í gerð söngvanna, eins konar leiktjöld eða stemmnings umhverfi en aldrei þó eftirherma. í lögunum eru margvísleg tónbrigði lögð í hendur píanistans og voru þau meistaralega mótuð af Gerrit Schuil og má vel segja, að sem iistamanni megi skipa honum þar sem Rann- veig Fríða er meðal jafningja. Ef Schubert-hátíð Garðbæinga verður með þeim formerkjum, sem þessir tónleikar, verður þetta meiri háttar tónlistarhátíð. Fyrirhugaðir eru átta tónleikar til viðbótar og á næstu tónleikum, þann 1. febrúar, mun annar sönglistamaður, Sólrún Bragadóttir, ásamt Gerrit Schuil, flytja okkur söngva meistarans. Jón Ásgeirsson v Kf |w. ..y' ’ si W ' J ^■ j I ÍÍM ■ y yv. í, ■ Á -" i 1 1 I f * | 1 ÍU:Ú EMÍ ■ ' h * ' jjffi Morgunblaðið/Jón Svavarsson LEIKENDUM og aðstandendum sýningarinnar fagnað í leikslok. Egils eða Fanta LEIKLIST L c i k f c I a g Mcnntaskólans við Ilamrahlíö: POPPLEIKURINN ÓLI II Spuni frá 1970 endur- og uppspunn- inn. Höfundar: Litla leikfélagið og LFMH Höfundar tónlistar: Óðmenn og Svavar K. Kristinsson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Tónlistar- stjóri: Jón Ólafsson. Ljósahönnuður: Egill Ingibergsson. Leikendur: Þijá- tíu og funm félagar í leikfélagið MH. Hljómsveit: Svavar K. Kristinsson, Haukur Halldórsson, Ólafur Stein- grímsson, Freyr Bergsteinsson, Jón G. Jóhannson. Gestaleikari: Jóhanna G. Þórisdóttir. Frumsýning i Tjara- arbíói, Reykjavík, 18. janúar. POPPLEIKURINN Óli var sam- inn og sýndur af Litla leikfélaginu árið 1970. Að því félagi stóð hópur leikara sem útskrifast höfðu úr Leik- listarskóla Leikfélags Reykjavíkur árin áður og eru nú margir hvetjir orðnir landskunnir listamenn. Andi hippaáranna sveif yfir verkinu 1970. Fjallað var um samskipti barna og fullorðinna og mötun og mótun ein- staklingsins. í leikskrá sem fylgir sýningunni nú er sagt frá því að atriði um dægurmál á borð við Víet- namsstríðið, kommúnisma og kalda stríðið hafi verið tekin út en ný sett í staðinn sem lýsa ungu fólki í dag. Þessi sýning er í alla staði vel unnin. Tónlistin er ágætlega gerð og leikin og margt ljúft fyrir eyrað og stöku óður ögrandi, eins og t.d. í eiturlyfjaatriðinu. Þar hefur Jón Ólafsson haft hönd í bagga. Þijátíu ára gömul tónlist ræður ríkjum og ekkert farið að slá í hana enda hljóð- færaskipunin traust. Gítar, bassi, trommur og stöku angistarhljóð úr barka bregðast ekki fremur en fyrri daginn. Það eru oftast á milli þijátíu og ijörutíu manns á sviði og sá fjöldi er agaður og veit hvað hann á að gera og ekki að gera _og það er eflaust því að þakka að Óli var æfð- ur upp á leiklistarnámskeiði í MH en það námskeið var undanfari sýn- ingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir kenndi á námskeiðinu og leikstýrir verkinu og gerir það vel að vanda. Búningar eru litskrúðugir og lýsing örugg og markviss. í MH er sterkur hópur efnilegra leikara, og þó að allur hópurinn eigi heiðurinn af þessu má ég til með að nefna nokkra sem mest mæddi á: Stefán Hallur, Sara Hlín, Björn Thors, Unnur Ösp og Guðrún Jóhanna stóðu sig öll vel í einstökum leikatriðum, og sömu sögu er að segja um Tómas Lem- arquis í ýmsum hlutverkum. Þó þótti mér miður að verða þess áskynja á þessari sýningu að í stað kommúnismans, kalda stríðsins og stríðsins í Víetnam, sem unga kyn- slóðin barðist gegn fyrir þijátíu árum og notaði til að skerpa siðgæð- isvitundina, hefur enginn annar heimsósómi komið. Hér örlar hvergi á vandlætingu gegn stríðsrekstri á Balkanskaga, þjóðarmorðum í Rú- anda, ofbeldinu fyrir botni Miðjarð- arhafs. Orkan beinist öll að eigin persónu og verður sjálfhverf: Mestu þrengingarnar hljótast af því að standa frammi fyrir sífelldu vali all- nægtaþjóðfélagsins. Hvort vel ég Egils eða Fanta? Hugsjónir virðast liðnar undir lok og þrótturinn sem þeim fylgir rokinn út í veður og vind. I staðinn er kominn einhver háðs- tónn en hann fer ungu fólki illa því hann er í eðli sínu geldur en ekki gefandi því hann sprettur upp af brostnum vonum. Þarna er ekki við unga fólkið að sakast, ef rétt reyn- ist, heldur miklu fremur okkur sem á undan fórum og misstum á ein- hvern hátt frá okkur ástríðudraum- inn um betri heim. í leikslok setjast allir niður, róa fram í gráðið og heita því að vera góðir. Það er allt gott og blessað. Þó er á þessum aidri hollara að vera reiður. Guðbrandur Gíslason Söngtónleikar í Hvoli SONGNEMENDUR frá Tóniistar- skóla Árnesinga og Tónlistarskóla Rangæinga halda sameiginlega tón- leika í Hvoli á Hvolsvelli miðvikudag- inn 22. janúar og hefjat þeir kl. 21. Er þetta í annað sinn sem nem- endur þessara skóla halda sameig- inlega tónleika. Fram koma 14 ein- söngsnemendur, fimm frá Árnesing- um og níu frá Rangæingum og eru Árnesingarnir nemendur Ingveldar Hjaltested en Rangæingarnir nem- endur Jóns Sigurbjörnssonar og Eyrúnar Jónasdóttur. Munu þeir flytja íslensk og erlend lög en einnig munu Rangæingarnir syngja nokkur lög saman. Tónleikar þessir eru fyrstu af- mælistónleikanir sem haldnir verða í vetur en Tónlistarskóli Rangæinga heldur upp á 40. starfsár sitt á þessu skólaári. Munu nemendur skólans standa fyrir margvíslegu tónleika- haldi í tilefni afmælisins og verða t.d. þrennir einsöngstónleikar í sai skólans á Hvolsvelli þar sem fram koma þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi. Einnig munu nem- endur í hljóðfæraleik halda tónleika þegar líða fer á vorið. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, sími 568 9212 BRUNO MAGLI kvenskór PETER KAISER Rýmingarsala í 2 daga Peter Kaiser frá: 3.995,- Bruno Magli frá: 4.995,- Ath.: Einungis í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.