Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 29 Opnun verknámshúss í matvælagreinum við MK Stutt Aðbúnaður óvíða betri í heimi Grunnskólinn 455 þúsund bækur í eigu skólasafna ALLS áttu 76 skólasöfn í grunnskól- um landsins 455 þúsund bækur og kennslugögn (nýsigögn). Vorið 1995 skiluðu 76 grunnskólar skýrslu um starfsemi skólasafnsins en alls hafa 111 skólar gegnum tíðina skilað skýrslum til ráðuneytisins. Telst þessi f|öldi bóka vera 17,12 eintök á nemanda, að því er fram kemur í nýútkominni ársskýrslu skólasafna í grunnskóium árið 1994-1995. Útlán voru 10,5 eintök á nem- anda. Pjáveitingar til kaupa á safn- gögnum og öðrum nauðsynjum voru tæplega 28 milljónir króna eða kr. 1.051 á nemanda. Árið 1993-1994 var fjárveiting kr. 1.034 á nemanda eða rétt liðlega 26 milljónir króna. ----» ♦ «--- NEMENDUR og starfsmenn skólans sýndu kunnáttu sína Morgunblaðið/Þorkell verki við opnun skólans. NYTT verknámshús fýrir hótel- og matvælagreinar var fonnlega opnað í Menntaskólanum í Kópavogi sl. föstudag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við sama tækifæri var afhjúp- aður minnisvarði eftir Pál Guðmunds- son á Húsafelli um Bjöm Ólafsson verkfræðing, formann byggingar- nefndar, sem lést árið 1992 eða skömmu eftir að byijað var á bygg- ingu hússins. Gefandi listaverksins var Kópa- vogsbær en Hulda Guðmundsdóttir ekkja Bjöms og Guðmundur Bjöms- son, sonur þeirra hjóna, afhjúpuðu minnisvarðann í setustofu nemenda, sem fengið hefur heitið Stofa Bjöms Ólafssonar. í máli Margrétar Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópa- vogi (MK) kom fram að þáttaskil væru í sögu skólans eftir að hann tók við því hlutverki að annast menntun í hótel- og matvælagrein- um. Tók hún fram að starfsmenn skólans yrðu að hafa metnað til að efla menntun fagreina með því að vera vakandi fyrir nýbreytni og að vinna að þróun námsins í samráði við atvinnulífið. Rakti hún síðan sögu framkvæmda við skólann, sem staðið hafa yfir allt frá árinu 1983. Þá gerðu Högni Júlíusson framreiðslunemi Liðin tíð að drekka vodka með matnum HÖGNI Júlíusson er á þriðja ári í framreiðslu- námi. Hann stundar nú verklegt nám á Lækja- brekku, en var fyrir ára- mót í Hótel- og matvæla- skólanum. Hann segir að í skólanum læri nemendur hárrétt vinnubrögð en æf- inguna fái þeir í vinnunni. „Þetta er því mjög góð blanda." Hann kveðst ánægður með glæsilega aðstöðu í skólanum, enda sé þar allt til alls. Mikil hvatning sé að læra að vinna í umhverfi þar sem nemendur hafi við höndina öll áhöld sem til séu. Högni segir námið vera skemmtilegt og spennandi, því auk stærðfræði, bókfærslu og frönsku læri nemar ýmsar aðferðir við framreiðslu, s.s. franska, rúss- neska og enska. Mismunurinn felst m.a. í því að ekki er alltaf boðið eins af fati. „Við lærum líka vín- Júlíus Högnason Tímarit • ÞEMA nýjasta heftis tímaritsins Uppeldiser börn og auglýsingar. Meðal annars eru birtar niðurstöð- ur úr könnun sem Gallup vann fyrir tímaritið í nóvember sl. Kem- ur í Ijós að 67,7% þeirra sem eru eldri en tuttugu ára og eiga börn yngri en 16 ára eru neikvæðir eða mjög neikvæðir í garð auglýsinga, sem ætlaðar eru börnum. Meðal annars efnis má nefna grein Ing- ólfs V. Gíslasonarum fjölmiðlaof- beldi og viðtal við Þorbjörn Broddason um ofbeidi í sjónvarpi. Ennfremur er umfjöllun um börn og tannlækna, börn og sorg, með- göngu og fæðingu, tíu ráð um brjóstagjöf o.fl. Tímaritið Uppeldi ergefið út fjór- um sinnum á ári. Blaðið er selt í áskrift og kostar 2.376 með stað- greiðsluafslætti. ríkið og Kópavogsbær með sér samn- ing um að byggt yrði í Kópavogi húsnæði fyrir hótelgreinamar. Mikil gróska Björn Bjarnason menntamála- ráðherra kom nokkuð inn á málefni framhaldsskólanna í ræðu sinni. Benti hann á að um leið og látið væri í veðri vaka að framhaldsskól- arnir væru að komast á vonarvöl og einkum væri vegið að verk- menntun, leyfði hann sér að full- yrða að líklega hafi aldrei á jafn- skömmum tíma verið gert jafnmikið átak til að styrkja verkmenntun í sessi með fjárfestingu í nýjum fram- haldsskólum eins og að reisa verk- námshúsið við MK og byggja Borg- arholtsskólann. KOPAVOGSBÆR gaf skól- anum minnisvarða um Björn Olafsson formann bygging- arnefndar. Þá tók ráðherra fram í ræðu sinni að svo vel væri búið að náminu í Hótel- og matvælaskólanum að á fáum stöðum i heiminum væri að- búnaður betri. í máli hans kom fram, að kennsla í kjötiðn flyttist á næsta ári frá Iðnskólanum í Reykja- vík í MK og sömuleiðis kennsla í matvælagreinum frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þá sagði hann að unnið væri að því að koma á skipulegu samstarfi milli Hús- stjórnarskólans i Reykjavík og MK. Fjölmargar gjafir voru afhentar skólanum við þetta tækifæri og margar ræður fluttar, m.a. af for- mönnum hinna ýmsu fagfélaga, sem lögðu áherslu á mikilvægi þess að gott samstarf væri á milli at- vinnulífs og skóla. Framhaldsskólinn 23 milljónir til bókakaupa SKÓLASÖFN í 22 framhaldsskólum áttu samtals 214.500 eintök bóka, nýsigagna og marmiðlunardiska árið 1995, sem er 13,31 eintak á nem- anda, að því er fram kemur í nýútko minni ársskýrslu skólasafna í fram- haldsskólum 1995-1996. Útlán, skráð lán innan skóla og millisafnalán, voru 4,94 á nemanda og fjárveitingar til kaupa safngögn- um og öðrum nauðsynjum voru rúm- lega 23 milljónir króna eða kr. 1.432 á nemanda. Árið áður var samsvar- andi upphæð kr. 1.150 eða tæplega 19 milljónir króna alls. Að þessu sinni bárust skýrslur frá 22 skólum en alls hafa 28 framhaldsskólar skilað skýrslum um starisemi skólasafna. skólar/námskeið fræði, því á sama hátt og við þurfum að vita úr hverju rétturinn saman- stendur verðum við að þekkja vínið. Fólk gerir sífellt meiri kröfur til vitn- eskju framreiðslumannsins og það spáir miklu meira í vintegundir en áður. Liðin tíð er að fólk drekki vodka í kók með niatnum." Þegar Högni er spurður hvaða eiginleikum góður fram- reiðslumaður þurfi að vera gædd- ur segir hann: „Góður mannþekkj- ari og snöggur að átta sig á því hvað við á hverju sinni, því fólk er misjafnt. Framreiðslumaðurinn þarf að geta verið stífur þegar við á og blandað geði þegar þarf. Hann þarf að hafa þjónustulund og geta talað gott mál. Síðast en ekki síst þarf góður framreiðslu- maður að hafa augun opin og vita hvað viðskiptavininn vantar áður en hann veit það sjálfur." myndmennt tungumál ýmislegt ■ MYND-MÁL - Myndlistarskóli Málun, byrjendahópur, framhaldshópur. Teiknun I og II. Upplýsingar kl. 14-21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir. tölvur ■ Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn býður úrval tölvunámskeiða: Skrifstofu- og upplýsingatækni. 152 klst. (228 kennslustundir). Tölvu- og bókhaldsnám. Bæði er boðið upp á kvöld- og dagnámskeið. Markmið- ið er að þjálfa nemendur til starfa á nútímaskrifstofu. Auglýsingagerð. Kennt er á CoralDraw (útgáfu 7), bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið. Delphi forritun. 36 klst. (54 kennslustundi). Byrjendanámskeið í Borland Delphi. Forritun og kerfisgreining. 120 klst. (180 kennslustundir). Markmióið er að þjálfa nemendur í kerf- isgreiningu og forritunargerð. Pascal, Delphi og heimasíðugerð. Ýmis önnur tölvunámskeið: • World grunn- og framhaldsnámskeið. • Excel grunn- og framhaldsnámskeið. • Gerð kynningarefnis (PowerPoint). • Intemet og heimsíðugerð. Öll kennslugögn innifalin. Úrvals aðstaða og tækjakostur. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn, Hólshrauni 2, Hafnarfirði, sími 555 4980. ■ Enskunám f Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglinga- skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðsldptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Upplýsingar gefur Jóna Maria Júlíusdóttir, eftir kl. 18.00 í síma 462 3625. ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. * ■ Sölutækni og þjónusta Kennd mikilvæg atriði varðandi sölu- mennsku, framkomu, samskipti í síma, viðskiptatengsl o.fl. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn, Hólshrauni 2, Hafnarfirði, sími 555 4980. ■ Frá Heimspekiskólanum Getum bætti við nemendum (f.90-83) á námskeið sem hefjast í næstu viku. Upplýsingar og innritun í síma 562 8283 kl. 16.30 - 18.30. Fullorðinsfræðslan Almenn gæði Fornáms og framhaldsskólastig og námskeið/matshæft nám: Skólanám og fjarnám. ENS, DAN, SÆN, NOR, ÞÝS, SPÆ, HOL, STÆ, EÐL, EFN, ÍSL, ICE- LANDIC og námskeið f. atvinnu- lausa og f. samræmdu prófin. Námsaðstoð. Hin vinsæiu enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. + 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. ★ 8 kunnáttustig. Einnig er í boði viðskiptaenska, rituð enska og stuðningskennsla fyrir ungl- inga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaóir kennarar. Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í símum 552 5330 og 552 5900. Gerðubergi 1 ® 557-1155 skjalastjórnun ■ Inngangur að skjalastjórnun. Námskeið, haldið 10. og 11. feb. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.