Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Bj örgum börn- unum — útrýmum bamaþrælkun FYRIR 50 árum þegar heimurinn var enn í sárum eftir einhverja blóðugustu styrjöld sem háð hefur verið, heimsstyijöldina síð- ari, var UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna stofnuð. Hin gífurlegu vandamál barna í hin- um stríðshijáðu lönd- um Evrópu og í Kína urðu til þess að skapa samstöðu margra þjóða um að koma börnum til hjálpar. UNICEF hóf hjálp- arstarfið í smáum stíl, útdeildi þurrmjólk og öðrum bráð- nauðsynlegum matvælum til barna og bjargaði þúsundum frá mikilli neyð. UNICEF átti að ljúka störfum í Evrópu og Kína árið 1950. Á þess- um ljórum árum hafði starfslið UNICEF öðlast mikla reynslu í ár- angursríku starfi og var ákveðið að samtökin skyldu hefja hjálpar- starf í öðrum heimsálfum, í löndum sem höfðu mikla þörf fyrir aðstoð, í sumum vegna afleiðinga heims- styijaldarinnar og í öðrum vegna fátæktar. Vandamálin voru margvísleg, en UNIEF hafði takmarkaða getu og varð að beina kröftum sínum í ákveðinn farveg. í mörgum þorpum og bæjum í þessum löndum var ástandið slæmt. Börnin voru fata- laus og gengu um skólaus. Mæður notuðu dagblöð í staðinn fyrir bleyj- ur á kornabörn. UNICEF byijaði á því að útvega ull, baðmull og ieður til þess að íbúar þessara landa gætu sjálfir útbúið úr þessum efn- um það sem þörf var á. í upphafi gat UNICEF ekki tekið á fleiri vandamálum, þrátt fyrir að þau væru augljós. UNICEF hefur aukið starfsemina jafnt og þétt í þessi 50 ár sem sam- tökin hafa starfað. Milljónum barna hefur verið bjargað. Talið er að síðan 1980 hafí UNICEF tekist að bjarga lífi 25 milljóna barna. Árið 1980 var árlegur barnadauði 25 milljónir en er nú 12,4 milljónir barna á ári. Þrátt fyrir mikið starf er þörfín enn mikil og UNICEF stefnir til mikilla átaka til að tryggja ókomnum kyn- slóðum betri lífsskil- yrði. í dag er UNICEF að störfum í 144 löndum. Fyrir þrotlausa baráttu fyrir bætt- um heimi, hlutu samtökin friðar- verðlaun Nóbels 1965. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Á seinni árum hefur afstaðan til barna breyst mikið. Fleiri og fleiri viðurkenna að börn eiga sama rétt og fullorðnir. 2. september 1990 boðaði Alls- heijarþing Sameinuðu þjóðanna til ráðstefnu, sem skilgreind var sem ráðstefnan um Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Ráðstefnan tókst vel og undirrituðu flestar þjóðir heims sáttmálann með fyrirvara um samþykkt þjóðþinga. Um miðjan september sl. höfðu alar þjóðir heims undirritað sátt- málann að undanskildum Cookeyj- um, Oman, Somalíu, Sviss, Samein- uðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum. Með undirritun samningsins hafa þjóðir heims undirritað umfangs- mesta samning um mannréttindi sem undirritaður hefur verið — 96% barna búa nú í ríkjum þar sem sátt- málinn hefur verið samþykktur. Hvert ríki sem undirritar samn- inginn hefur gengist undir að vinna með foreldrum og öðrum ábyrgum 35.000 börn deyja dag- lega, segir Eyjólfur Sigurðsson, úr marg- víslefflim sjúkdómum og næringarskorti. aðilum og beita sér fyrir að öll rétt- indi barna sem tilgreind eru í sátt- málanum verði tryggð. Eitt er að samþykkja, annað er að framkvæma. Öllum þeim þjóðum sem undirrit- uðu samninginn ber að tilkynna til Sameinuðu þjóðanna þær beytingar sem gerðar hafa verið í viðkomandi landi til að tryggja réttindi barna. Upplýsingarnar eiga að berast á tveggja ára fresti. Mörg lönd hafa ekki gefið skýrsl- ur um þróun mála og 28 lönd höfðu í september sl. ekki gefið neinar upplýsingar í þijú ár. Því miður er ástæða til að ætla að þessar þjóðir hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og geti því ekki gefið skýrslu um neinar eða takmarkaðar framfarir börnum til handa. Það er ljóst að mikið verk er óunnið, þar sem 35.000 börn deyja daglega úr margvíslegum sjúkdóm- um og næringarskorti. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér mörg markmið í baráttunni fyr- ir réttindum barna. Samtökin hafa haldið margar ráðstefnur þar sem leiðtogar helstu ríkja heims hafa gert samþykktir sem allar eiga það sammerkt að tryggja börnum aukin réttindi. Samþykkt er að útrýma joðskorti fyrir lok ársins 2000 og samþykkt að útrýma barnaþrælkun fyrir sama tíma, svo eitthvað sé nefnt. UNICEF áætlar kostnað við að jafna rétt fólks í heimiinum 40 milljarða dollara á ári. Þá er talið Eyjólfur Sigurðsson UNGUR drengur leitar að nýtanlegum hlutum á öskuhaugum í Brasilíu. Hann, ásamt milljónum barna, á enga framtíð. að hægt sé að tryggja öllum heil- brigðisþjónustu, menntun og hreint vatn. Þetta eru miklir fjármunir, en samanborið við það fé sem eytt er til vígbúnaðar á hveiju ári — 140 milljörðum dollara — getur þetta ekki talist mikið. Vilji er allt sem þarf. UNICEF krefst aðgerða gegn barnaþrælkun 11. nóvember, þegar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, minntist 50 ára starfs samtakanna var tilkynnt á mjög umfangsmiklum fundi með blaðamönnum, að á árinu 1997 myndu samtökin reyna að beina athygli þjóða að einu dapur- legasta vandamáli heimsins, barna- þrælkun. Framkvæmdastjóri UNICEF, Carol Bellamym, minntist þess á fundinum að flestar þjóðir heims hefðu undirritað Barnasáttmálann, en þrátt fyrir samþykktina gengi hægt að leysa úr hinum margvís- legu vandamálum barna. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda þeirra barna sem þrælað er út á vinnumarkaðnum, en ljóst er að hundruð milljóna barna vinna 12-16 stundir sjö daga vikunnar við erfiðar aðstæður. Störfin eru margvísleg. Námu- vinna, á plantekrum, í iðnaði, við sölumennsku á mörkuðum, á ösku- haugum við að tína nýtanlega hluti og það sem verst er, vændi og í klámiðnaði. Það eru þijár megin ástæður fyrir því að börn neyðist til að vinna. í fyrsta lagi fátækt. í öðru lagi skortur á menntun og í þriðja lagi vegna áralangra hefða. Það er öllum ljóst, að ef atvinnu- rekendur sæktust ekki eftir börnum í störf væri engin barnaþrælkun. Það sorglegasta er, að fullornum er sagt upp störfum og börnin ráð- in í staðinn. Svo dæmi sé tekið, þá er algengt að fullorðnir fái um 200 krónur í daglaun í námuiðnaði en ef börn eru ráðin fá þau 30 krónur á dag. Fjölskyldurnar eru komnar í sjálfheldu. Þeir fullorðnu eru at- vinnulausir og einu meðlimir fjöl- skyldunnar sem hafa vinnu eru börnin. Því verður Ijölskyldan að Ríkisforstj órinn og einkareksturinn NOKKUR blaðaskrif hafa að undanförnu orðið um málefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins í kjölfar greinar, sem forstjóri fyrirtækisins, Höskuldur Jónsson, skrifaði í Morgunblaðið 18. desem- ber sl. Þar hélt forstjórinn því fram að það væri ódýrari kostur fyrir neytendur að fyrirkomulag smá- söluverslunar með áfengi yrði óbreytt, í stað þess að þessi rekst- ur verði færður í hendur einkaað- ila eins og Verslunarráð íslands og fleiri aðilar hafa taiið bæði skynsamlegt og eðlilegt. Fullyrð- ingum forstjórans í þessum efnum var svarað í nokkrum blaðagrein- um og varð það til þess að hann fór fram á ritvöllinn að nýju föstu- daginn 10. janúar en ekki verður séð að í þeirri grein hafí honum tekist að skjóta styrkari stoðum undir málflutning sinn. Að bera saman ósambærilega hluti Veigamesta athugasemdin, sem Samanburður forstjóra ÁTVR er ónothæfur sem viðmiðun, að mati Birgis Ármannssonar, þegar metið er hvort fyrirkomulag áfengis- verslunar eigi að vera óbreytt. gerð var við samanburð forstjór- ans, var að hann bæri saman ósambærilega hluti þegar hann byggði á því að álagning ÁTVR væri aðeins 10,5% að meðaltali en almenn heildsölu- og smásölu- álagning væri hins vegar á bilinu 40 til 60%. Þannig var ekki í sam- anburði hans tekið tillit til þess að þegar álagning ÁTVR er reikn- uð er búið að taka inn í vöruverð- ið áfengisgjald, sem rennur til rík- issjóðs. Áfengisgjaldið er lang- stærsti hluti hins svokallaða kostnaðarverðs, sem miðað er við þegar álagning ÁTVR er ákveðin, og er jafnframt margfalt hærra en gjöld sem lögð eru á ýmsar sambærilegar neytendavörur, svo sem mat og drykkjarvörur, en ætla má að forstjórinn hafi miðað við slíkar vörur í samanburði sín- um. Grunnurinn eða höfuðstóllinn, sem álagning ÁTVR er reiknuð ofan á, er því hærri upphæð held- ur en gengur og gerist í verslun með sambærilegar vörur, og því skilar hin tiltölulega lága álagning ÁTVR í prósentum fyrirtækinu mun hærri krónutölu (t.d. miðað við hveija flösku, dós, eða kút) heldur en ella. Bent hefur verið á, að samkvæmt gögnum frá fjár- málaráðuneytinu væri núverandi álagning ÁTVR sambærileg við 40 til 55% álagningu, ef áfengis- gjaldið væri ekki inni i kostnaðar- verðinu. Ollum má því vera ljóst, að samanburður for- stjórans var að þessu leyti afar villandi. Hvað um sérkjör ÁTVR? Þegar borin er saman álagning ÁTVR og heildsölu- og smásöluálagning hjá einkaaðilum er líka nauðsynlegt að taka tillit til margvís- legra sérkjara, sem ÁTVR nýtur miðað við önnur fyrirtæki í verslunarrekstri. Á þetta var bent í kjöl- far fyrri greinar ríkisforstjórans en í síðari greininni gerir hann ekki tilraun til að svara þessu atriði. I þessu sambandi er í fyrsta lagi nauðsynlegt að hafa í huga að ÁTVR greiðir hvorki tekju- og eignarskatt né sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þetta þýðir hugsanlega um 800 milljóna króna sparnað fyrir fyrir- tækið á ári. Fyrirtækið nýtur einnig ótakmarkaðrar ríkis- ábyrgðar, sem leiðir til þess að fyrirtækið hefur betri aðgang að lánsfé en einkarekin fyrirtæki, og loks má geta þess að ÁTVR hefur lögbundinn einkarétt til innflutn- ings og heildsölu á tóbaki, en slíkur einkaréttur hlýtur ávallt að styrkja stöðu fyrirtækisins í sam- anburði við fyrirtæki, sem að öllu leyti starfa í samkeppnis- umhverfi. Án efa gætu ýmsir heildsalar og smásalar hugsað sér að reka fyrirtæki sín með lægri álagn- ingu ef þeir nytu sömu kjara og ÁTVR hvað þessa þætti varðar. Þeir myndu líka áreiðanlega vera sammála ríkisforstjóranum um, að með því að undanþiggja allan almennan verslunarrekstur tekju- og eignarskatti og sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði væri unnt að tryggja neytendum lægra vöruverð en þeir búa við í dag. Hver er framtíðarstefnan? Eins og framansögðu má sjá, sneiddi forstjóri ÁTVR í grein sinni 10. janúar hjá því að svara veigamestu rökunum gegn þeim samanburði milli ÁTVR og einka- rekinna fyrirtækja, sem hann kom á framfæri í fyrri grein sinni um Birgir Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.