Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21 JANÚAR 1997 37
HALLDÓRA
*
SIG URÐARDOTTIR
+ Halldóra Sig-
urðardóttir
fæddist á Brautar-
hóli á Svalbarðs-
strönd 24. nóvem-
ber 1927. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
14. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Vilhjálmsson
frá Dálkstöðum og
Sigurlaug Jóns-
dóttir frá Flatey á
Skjálfanda. Systk-
Hrönn,
1975, og Leif,
9.11. 1978.
íni Halldóru eru
Vilhjálmur, f. 16.3. 1926, d.
16.8. 1993, Jón Björn, f. 3.3.
1932, Helgi, f. 2.12. 1933.
Eftirlifandi eiginmaður
Halldóru er Vigfús Ólafsson,
f. 7. nóv. 1922. Börn Halldóru
og Vigfúsar eru: 1) Anna Gunn-
ur, f. 8.4. 1948, maki Anton
Sölvason og eiga þau einn son,
Sölva, f. 6.12. 1979. 2) Sigur-
laug, f. 9.2. 1950, maki Jónas
Franklín og eiga þau þrjár
dætur, Ásdísi Mar-
íu, f. 26.9. 1978,
Auði Dóru, f. 26.7.
1981, og Hildi Þóru,
f. 19.12. 1985. 3)
Sigurður, f. 17.1.
1954, maki Þóra
Leifsdóttir og eiga
þau tvö börn, Erlu
f. 4.10.
f.
4)
Hulda, f. 5.1. 1957,
maki Ómar Stef-
ánsson, börn þeirra
eru Vigfús, f. 22.7.
1975, Stefán, f.
7.10. 1978, og Ester, f. 24.5.
1990. 5) Gunnar, f. 22.4. 1960,
maki Jóhanna M. Friðriksdótt-
ir, synir þeirra eru Samúel og
Friðrik, báðir f. 23.10. 1989.
6) Dóra Vigdís, f. 23.11. 1967,
maki Þórður Mar Sigurðsson.
7) Ásdís, f. 6.6. 1970, d. 16.3.
1971.
Útför Halldóru fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar við fréttum að þú, elsku
mamma og eiginkona, værir með
erfiðan sjúkdóm og ættir ekki langt
eftir lifað þá var eins og tilgangs-
leysi og tómleiki fyllti líf okkar og
við spurðum okkur sjálf, af hverju
þú? Þú sem varst fasti punkturinn
í tilveru okkar og varst alltaf til
staðar, þú sem alitaf varst svo
dugleg og sterk, þú sem alltaf
hugsaðir meira um aðra en sjálfa
þig. Hversu oft vorum við ekki
búin að minnast á það við þig að
nú væri kominn tími til að minnka
vinnuna og hugsa meira um sjálfa
þig. Svo hófst barátta þín við sjúk-
dóminn og þú barðist svo hetjulega
að það var um það talað. Við reynd-
um að styðja þig í baráttu þinni
eftir bestu getu og við áttum erfið-
ar en jafnframt yndislegar stundir
saman. Þetta voru stundir þar sem
við gátum sagt hug okkar, við gát-
um grátið og hlegið saman. Það
varst þú sem hjálpaðir okkur svo
mikið í gegnum sorgina með þínum
glettnu tilsvörum og uppörvunar-
orðum. Að lokum sagðist þú vera
sátt við að deyja og tilbúin og stuttu
seinna varstu farin frá okkur. Þú
varst og ert hetja í augum okkar
allra. Við eigum yndislegar minn-
ingar um yndislega mömmu og eig-
inkonu og þær munu aldrei gleym-
ast. Við söknum þín.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá.
Það verður dásamleg dýrð handa mér.
Dásöm það er dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér.
Er ég skal fá Jesú auglit að sjá
það verður dýrð, verður dýrð handa mér.
Og þegar hann, sem mig elskar svo heitt,
yndælan stað mér á himni ’himni hefur veitt
svo að hans ásjónu ég augum fæ leitt
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Astvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér.
Blessaði freisari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Lárus Halldórsson.)
Vigfús, Anna, Sigurlaug,
Sigurður, Hulda, Gunnar
og Dóra.
Mig iangar að minnast hennar
Dóru tengdamóður minnar með
nokkrum orðum. Fyrstu kynni mín
af þessari miklu kjamakonu voru
þegar ég og Gunnar sonur hennar
rugluðum saman reytum okkar fyr-
ir um það bil 13 árum. Var mér
þá boðið í hádegismat í Þórunnar-
strætinu. Það var lambalæri með
öllu eins og henni var einni lagið.
Var mér afskaplega vel tekið af
fjölskyldunni og hún hefur verið
mér náin síðan. Eitt fannst mér
einkenna fjölskylduna og það var
samheldnin sem ekki síst var Dóru
að þakka, hún var svo mikil fjöl-
skyldumanneskja. Dóra var mikil
húsmóðir enda tengjast flestar
minningar um hana mat og matar-
boðum. Henni þótti alltaf svo vænt
um þegar fjölskyldan var öll
samankomin.
Þegar ég lít yfir farinn veg með
Dóru sé ég alltaf ákveðna mynd í
huganum, það er ungamóðir sem
breiðir vængina yfir ungana sína
og skýlir þeim með fjöðrum sínum.
Ég var svo heppin að fá að vera
einn unginn þessi ár.
Minnisstætt er mér núna síðast-
liðið haust, þegar Dóra fór og
keypti lopa í peysur á tvíburana
sem þeir áttu að fá í jólagjöf. Veik-
indi hennar höfðu sett mark sitt á
hana, en hún var staðráðin í að
ljúka við peysurnar. Svo kom þó
að hún þurfti að leggjast inn í
hinsta sinn á spítalann og peysurn-
ar ekki fullkláraðar, en þá komu
fleiri hendur að verki, svo tókst að
ijúka pijónaskapnum fyrir jól. Það
gladdi hana mjög þegar hún fékk
tækifæri til að sjá drengina í peys-
unum eftir jól, það var hénni mik-
ils virði.
Dóra sýndi einstakt hugrekki og
þolgæði í veikindum sínum og hún
hefur kennt mér margt sem ég er
þakklát henni fyrir og ég mun
ætíð geyma minninguna um hana
í hjarta mér.
Eg bið Drottin Guð að styrkja
okkur öll í sorginni. Ég veit að þú
ert komin til nýrri og betri heim-
kynna. Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Dóra mín.
Þín,
Jóhanna Friðriksdóttir.
Okkur systkinin langar að kveðja
heiðurskonuna Dóru hinstu kveðju
og þakka henni fyrir löng og góð
kynni. Hún hafði verið mikið veik
síðustu mánuði og við vissum að
hveiju dró og þó það sé sárt að
missa hana svona fljótt er það
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyr/r WIND0WS
Einföld lausn á
flóknum málum
m KERFISÞRÓUN HF.
^ Fákaleni 11 - Sími 568 8055
huggun að veikindastríði hennar
skuli vera lokið. Viggi, eiginmaður
Dóru, og faðir okkar éru bræður
og þessar tvær fjölskyldur byggðu
saman tvíbýlishús - okkar æsku;
heimili - og þar bjuggu fjölskyld-
urnar í góðu sambýli í rúmlega 20
ár, allt þar til Dóra og Viggi minnk-
uðu við sig og fluttu í Víðilundinn.
Þess vegna eru Dóra, Viggi og
börn þeirra óijúfanlegur hluti af
okkar æskuminningum. Það var
alltaf mikiil samgangur á milli
hæðanna og sérstaklega voru heim-
sóknir okkar systkinanna á efri
hæðina tíðar. Okkur þótti spenn-
andi að umgangast eldri frænd-
systkini okkar og þau yngri voru
á svipuðu reki og við og því áttum
við margt sameiginlegt. Alltaf tóku
Dóra og Viggi jafn vel á móti okk-
ur þó heimilið væri mannmargt og
fyrir það viljum við þakka.
Dóra var sérstaklega gestrisin
kona, það fundu bæði börn og full-
orðnir glöggt. Oft var spilað og
spjallað og Dóra var alltaf svo
hress. Þegar spilakvöld hafði verið
hjá Vigga kvöldið áður nutum við
góðs af og Dóra bauð okkur í dýr-
indis tertur og rétti því Dóra var
listakokkur. Þó Dóra ynni langan
vinnudag virtist hana ekki muna
um að baka og slá upp veislu ef
svo bar undir. Að vinnudegi loknum
settist hún iðulega með pijónana
fyrir framan sjónvarpið og pijónaði
hveija flíkina á fætur annarri. Dóra
var einstaklega greiðvikin og vildi
allt fyrir okkur gera t.d. var hún
boðin og búin að hjálpa okkur systr-
unum við ptjóna- og saumaskap.
Ef hún gat gert einhveijum greiða
gerði hún það með glöðu geði. Eitt
af því sem okkur systkinunum þótti
mjög vænt um var að hún mundi
alltaf eftir afmælisdögum okkar og
þó við flyttum að heiman og hittum
hana sjaldnar breytti það engu þar
um. Dóra og Viggi voru mjög sam-
hent hjón og unnu m.a. saman í
fyrirtæki fjölskyldunnat' í fjölda-
mörg ár.
Ekki höfum við heldur gleymt
öilum bílferðunum sem við fórum
með þeim hjónum. Við systkinin
vorum öll flutt að heiman þegar
Dóra og Viggi fluttu úr húsinu.
Okkur þótti mjög skrýtin tilhugsun
að þau byggju ekki lengur á efri
hæðinni og raunar tók það ótrúlega
langan tíma að átta sig á því. Ekki
var það síður skrýtin og tómleg
tilfinning að geta ekki labbað upp
á efri hæðina og heilsað upp á þau
þegar við komum heim í jóla- og
páskafrí. Margar fleiri minningar
eigum við um þessa góðu konu sem
reyndist okkur svo vel og þær
munum við geyma í hjarta okkar.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Dóru fyrir þann hlýhug og vináttu
sem hún sýndi okkur alla tíð.
Missir Vigga, barnanna og fjöl-
skyldna þeirra er mikill. Við send-
um þeim og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þau í sorginni.
Við kveðjum Dóru með þakklæti
og virðingu. Blessuð sé minning
hennar.
Systkinin í Þórunnarstræti.
Dóra mín.
Nú þegar sól er farin að hækka
á lofti fæ ég þær fréttir að þú
hafir kvatt þennan heim. Ég á erfitt
með að trúa því, hélt alltaf í þá
von að þú sigraðir þennan illvíga
sjúkdóm. Ég kom til þín í Víði-
lundinn, þá varstu nýkomin heim
af spítalanum og varst enn mikið
lasin. Á augabragði töfraðir þú
fram veisluborð, gast hlegið að líf-
inu og gert örlítið grín að þeirri
veröld sem tekur við af því. Við
ræddum um það að þú tækir þér
ferð á hendur til okkar hér í
Skógum þegar þú værir orðin
hressari. Þú slóst á létta strengi
og sagðir að annaðhvort kæmir þú
lífs eða liðin! Undir niðri vissir þú
örugglega hversu vonin um lífið
var veik.
Þegar ég var unglingur var ég
hjá þér í nokkrar vikur á meðan
mamma dvaldist erlendis. Þá var
sumar og við Hulda nutum þess
að vera til. Þá, eins og alltaf,
varstu mér svo góð. Eftir að ég
kynntist Sverri og eignaðist börnin
mín þijú fann ég alltaf þessa hlýju
frá þér í minn garð. Fyrir það vil
ég þakka þér.
Elsku Viggi, Hulda og fjöl-
skyldur:
Yfir heimi er hjam.
Humnótt á vegi.
Ég er birtunnar bam -
býst enn við degi.
(Stephan G.)
Bestu kveðjur úr Skógum.
Helena, Sverrir og börn.
Kjördæmisþing
reykvískra sjálfstæðismanna í Súlnasal Hótels Sögu
laugardaginn 25. janúar 1997
Kl. 13.00 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
^ félaganna í Reykjavík.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Davíðs Oddsonar.
Kl. 14.30 Opinn fundur um efnið: Vantar meiri kröfur,
T samkeppni og eftirlit í skólastarf?
Baldur Guðlaugsson, formaður Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík, setur fundinn.
Dr. Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og
menntamáJa, fjallar um stöðu íslenska menntakerfisins í alþjóðlegu samhengi.
Árdís Elíasdóttir, nemandi í M.R., fjallar um hvort skólinn nýtist nemendum
nægilega vei.
Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, fjallar um það hvort æskilegt
sé að auka kröfur, samkeppni og eftirlit í skólastarfi.
Jónína Bjartmarz, frá samtökunum Heimili og skóli fjallar um rétt foreldra til
að hafa áhrif á skófastarf og með hvaða hætti foreldrar eiga að gera kröfur til skóla.
IUugi Gunnarsson, hagffæðingur fjallar um menntun og markað.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, greinir frá stefnu íslenskra stjórnvalda
í menntamálum og hver framtíðarsýnin sé.
Fyrirlesarar svara fyrirspurnum fundarmanna.
Þingforseti Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfúlltrúi
Kl. 16.45 Kynningar. Að loknum fundi fara fram eftirtaldar kynningar
r í hliðarsal (Skála):
TIMSS fjölþjóða rannsókn á kunnáttu í stærðfræði og náttúrufræðigreinum
og hvernig staðið er að könnunarprófum og samræmdum prófum.
Einnig verða kynntar áherslur og skipulag í endurskoðun aðalnámskráa.
Þorrablót í Valhöll.
Kl. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna
w í Reykjavík haldið í Valhöll.
Húsið opnað kl. 19.00.
Miðasala í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
sími 568 2900.
mjr
Ijf
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN