Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN S.
THORARENSEN
+ Þorsteinn S.
Thorarensen
var fæddur á Mó-
eiðarhvoli í Hvol-
hreppi í Rangár-
vallasýslu 12. maí
1917. Hann lést í
Reykjavík 11. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Skúli og
Ástríður Thorar-
ensen.
Skúli var bóndi
og oddviti á Móeið-
arhvoli, f. 25. apríl
1890, d. 27. febrúar
1948. Foreldrar hans voru Þor-
steinn Skúlason Thorarensen,
bóndi og hreppsljóri á Móeið-
arhvoli, f. 2. september 1853,
d. 29. apríl 1916, og kona hans
Solveig Guðmundsdóttir Thor-
arensen, húsfreyja, f. 8. ágúst
1861, d. 6. júní 1918. Ástríður
móðir Þorsteins var húsfreyja
á Móeiðarhvoli, síðar í Reykja-
vík. Hún var fædd 10. ágúst
1895, d. 6. ágúst. 1985. Hún var
dóttir Kjartans Olafssonar
bónda, smiðs og hreppstjóra á
Þúfu í Vestur-Landeyjahreppi,
f. 5. ágúst 1832, d. 10. mars
1900, og konu hans Kristínar
Halldórsdóttur húsfreyju, f. 28.
september 1852, d. 10. mars
1898.
Þorsteinn kvæntist 10. des-
ember 1949 Unu Hansdóttur
Thorarensen, f. Petersen. Una
var fædd 11. mars 1921 og lést
2. október 1987. Foreldrar
hennar voru Hans Pétur Pet-
ersen, kaupmaður í Reykjavík,
f. 5. nóvember 1873, d. 8. maí
1938, og kona hans Guðrún
Margrét Jónsdóttir Petersen,
húsfreyja, f. 8. júní
1892, d. 16. desem-
ber 1961.
Börn þeirra eru:
1) Ástríður, hjúkr-
unarfræðingur í
Reykjavík, f. 1951,
gift Davíð Oddssyni
f orsætisráðherra.
Þeirra sonur Þor-
steinn f. 1971. 2)
Skúli, starfsmaður
Landspítalans, f.
1955, kvæntur Sig-
ríði Þórarinsdóttur
kennara. Þau
skildu. Börn þeirra
Þorsteinn, f. 1979, og Hildur,
f. 1983.
Þorsteinn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1936 og lögfræðingur frá Há-
skóla Islands í janúar 1943.
Hann stundaði bústörf á búi
föður síns að Móeiðarhvoli frá
1. febrúar 1943 til 1. júní 1944.
Fulltrúi hjá borgarfógeta (síðar
yfirborgarfógeta) í Reykjavík
frá 1. nóvember 1944 til mars
1963. Borgarfógeti frá 19. mars
1963 til 1. nóvember 1987. Oft
settur setudómari og setufógeti
víða um land. Settur hæstarétt-
ardómari frá 1. október til 31.
desember 1980 og oft endranær
í einstökum málum. Aukakenn-
ari við lagadeild Háskóla Is-
lands frá 1. október 1970 til 1.
febrúar 1988. Varadómari í
Félagsdómi frá 1. október 1974
til 30. september 1983. Forseti
Félagsdóms frá 1. október 1980
til 30. september 1983.
Utför Þorsteins S. Thorar-
ensen verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ég kynntist Þorsteini S. Thorar-
ensen fyrir réttum 28 árum, þegar
ég var að bera mig eftir að eignast
hlutdeild í því, sem honum þótti
hvað vænst um. Það var ekki laust
við að mér stæði nokkur beygur
af honum í byrjun. Hann var stór
og þrekinn og sterklega vaxinn og
mér þótti hann nokkuð hryssings-
legur. Það var fjarri honum að vera
með brosgeiflur framan í hvern
mann, einsog kennt er í bókum um
umgengni og frama, enda sóttist
hann hvorki eftir frama, né heldur
að koma sér í mjúkinn hjá fjöldan-
um. En ég þurfti ekki að missa
hann til að meta hann. Það tók
engan mann, sem Þorsteini kynnt-
ist, langan tíma að skynja að þar
fór afar sérstakur maður, góður,
traustur og tryggur.
Þorsteinn var einkabarn foreldra
sinna, Skúla og Ástríðar Thoraren-
sen. Til þeirra beggja sótti hann
óvenjulegt ágæti sitt, einstæðar
gáfur, þrek og þrótt, en umfram
allt lífsviðhorf sem aldrei haggað-
ist, á hveiju sem gekk. Nú orðið
snýst æði margur einsog skoppara-
kringla við minnsta goluþyt, en því
fólki fipaðist aldrei. Mönnum gat
vegnað vel eða illa í tilverunni og
hlotið efni og umtal eftir því, en
ekkert gat haft af því vináttu fólks-
ins frá Móeiðarhvoli, ef það hafði
eignast hana.
Þorsteinn lærði lögfræði og
stundaði þau fræði allan sinn starfs-
dag. Óhætt er að segja nú, að þekk-
ing hans í þeim fræðum almennt
hafi verið með því sem best gerist
og á því sviði, sem hann lagði sig
einkum eftir, varð naumast til ann-
arra eftir meiru leitað. Hann hafði
hins vegar ekki minnstu þörf til að
trana þekkingu sinni fram og gerði
reyndar lítið úr, en reyndist þeim,
sem til hans gengu í smiðju, hjálp-
legur og úrræðagóður.
En þótt honum yrði svo mikið
úr lögfræðinni, er mála sannast að
þekking hans á öðrum sviðum var
ótrúleg og virtist hvergi fyrirstöðu
að finna. Hveija íslenska jurt mátti
spyija hann um og vafningalaust
nefndi hann nafn hennar íslenskt
og latneskt, helstu einkenni, nota-
gildi og hvar slík planta væri líkleg
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Bergholti,
Raufarhöfn,
lést á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn,
laugardaginn 18. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Jóhannsson, Elín Sigmundsdóttir,
Sveinbjörn Joensen, Guðný Jósefsdóttir,
Dagbjartur Hansson, Lilja Stefánsdóttir,
Þórdís Sigfúsdóttir, Richard Þorgeirsson,
Gerður Sigfúsdóttir, Karl Sesar Sigmundsson,
Kristján Sigfússon, Natalía Kravtchouk,
Anna Sígfúsdóttir, Pétur Valdimarsson,
Þórkatia Sigfúsdóttir, Jón Guðmundsson,
Sigfús Sigfússon, Árnfna Jónsdóttir,
Bergþór Sigfússon, Hulda Þorbjörnsdóttir,
Bára Sigfúsdóttir,
Hreinn Sigfússon,
Ævar Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
að velja sér bólstað. Hann var jafn
vel heima í ríki steinanna. Stjörnu-
fræði og veðurfræði hafði hann
kynnt sér rækilega. Fannst mér
einatt hann ekki vera síðri náttúru-
fræðingur en lögfræðingur, svo
mjög sem mér þótti þó til lagaþekk-
ingar hans koma. Latneska texta
las hann sér til ánægju og með
sama erfiðisleysi og aðrir menn það
blað, sem þetta er skrifað í. Grísku
kunni hann góð skil á, sem og rúss-
nesku, svo ekki þarf að nefna þau
tungumál, sem nær okkur standa.
Ef segja má um nokkurn mann, að
minni hans hafi verið óbrigðult, þá
myndi ég nefna Þorstein Thoraren-
sen fyrstan til sögunnar. Frásagnir
hans af fólki og fortíð í Rangár-
þingi eru eftirminnilegar. Mannlýs-
ingar voru óborganlegar. Bóndi hér
og bústýra þar, eða vinnumaður og
vinnukona urðu ljóslifandi fyrir
áheyrandanum. Talanda og töktum
var lýst af mikilli kímni og sérstöku
tungutaki, sem ekki var annarra
en Þorsteins. Alltaf fylgdi þó hlýja
í garð söguhetjanna.
Þorsteinn var útilífsmaður mikill.
Ferðaðist hann víða um landið, en
hvergi undi hann sér betur en á
föðurleifð sinni, þar sem hann
þekkti hvern stein og hveija þúfu.
Skotveiðimaður var hann góður og
ekki þarf að orðlengja að þekking
hans á skotvopnum og öllu sem
þeim fylgir var alkunn í þeim hópi,
sem þar þekkir til. Hann var ramm-
ur að afli og hélt styrk sínum ótrú-
lega lengi. Slíkir menn eru ekki
alltaf færir í því sem fínlegra er.
En Þorsteinn var laginn smiður og
hafði svo fagra rithönd, að orð var
haft á.
Þorsteinn var sjálfum sér nógur.
Hann var heimakær og hollur Qöl-
skyldu sinni og setti velferð hennar
efst á sitt blað. Kona hans, Una
Hansdóttir Petersen, sem lést fyrir
tæpum 10 árum, var honum sam-
hentur lífsförunautur, glæsileg
kona og myndarleg húsmóðir. Þau
Una eignuðust tvö börn, Ástríði og
Skúla og þijú barnabörn. Var afar
kært með þeim.
Þorsteinn Thorarensen lést eftir
stutta sjúkralegu. Hann hafði kennt
sér meinsins tæpum fimm árum
fyrr, en hélt sínu striki og hafði
alla sína hentugleika, allt fram und-
ir það síðasta. Hann fór ekki í graf-
götur með að hveiju stefndi, en það
raskaði ekki ró hans í neinu og sjúk-
dóminn ræddi hann aidrei.
Mannkostir Þorsteins S. Thorar-
ensen voru öllum auðsæir, sem
kynntust honum og þá ekki síst
þeim sem kynntust honum best.
En kannski reis hann hæst þegar
við ofurafl dauðans var að etja. Það
er mikill missir að slíkum manni -
það munaði svo mikið um hann.
Davíð Oddsson.
Á lífsleiðinni eru menn stöðugt
að reyna að safna sér margvíslegum
dýrmætum. Menn safna með ærn-
um tilkostnaði skartgripum, fornum
munum, listaverkum eða frímerkj-
um. Svo safna menn auðvitað fjár-
munum, bankainnistæðum eða
skuldum. Síðasta tískan er að safna
hlutabréfum. En dýrmætasta söfn-
unin er ódýrust, hún kostar bara
ekki neitt nema að vera til, lifa líf-
inu í samfélagi við fólk, helst gott
fólk. Það er söfnun minninganna.
Þegar komið er á efri ár er dóta-
kista minninganna venjulega orðin
full af fjársjóðum og maður undr-
ast það, hvernig í ósköpunum full-
komnasta Pentium-tölva heims í
heilabúi mannsins getur varðveitt
þetta allt, óteljandi persónur á öllum
stigum lífsins, ástir og tilfinningar,
já allt þjóðfélagið, allan heiminn um
aldarskeið með þjóðfélagsbreyting-
um og landið okkar í öllum sinum
breytilega árstíða- og veðurfars-
ham.
Minningarnar vella upp í hugann
við fráfall bestu vina, ekki síst frá
heiðum æskudögum. Þannig stend-
ur nafni minn Þorsteinn mér nú Ijós-
lifandi fyrir hugskotssjónum. Við
vorum systkinabörn í báðar ættir,
íjölskyldur okkar svo að segja
tvinnaðar saman í eina, nýbúar í
Skólavörðuholtinu með rætur í
kartöflugörðum Suðurlandsins.
Hann einbirni sinna foreldra á Mó-
eiðarhvoli, við mörg systkin í horn-
húsinu á Fjölnisvegi. Hann var okk-
ar elstur og gegndi foringjahlut-
verki. Við lifðum hin óvanalega
hlýju og sólríku sumur fyrir stríð í
sveitinni, hann kom suður á veturna
og bjó hjá okkur eða var í kosti,
meðan hann stundaði nám sem lauk
með lögfræðiprófi og þar með var
lífsferill hans markaður.
Samvistir okkar við nafna voru
þegar við lítum til baka sennilega
mestu sælustundir lífs okkar. Hann
var mjög sterkur persónuleiki og
stjómaði gjarnan lífshegðun okkar,
vandi okkur til leikja og þjálfaði
okkur í skák og spilamennsku, sí-
vekjandi áhuga okkar á öllu, stjórn-
málum og stríðinu og vakti með
okkur þjóðerniskenndina.
Á unglingsárum mínum, þegar
hann var að koma sér fyrir, hafði
ég sérlega náin tengsl við hann.
Fórum við oft saman út, sátum á
kaffi- og veitingahúsum og ræddum
óspart saman. Síðast finnst mér í
rauninni að hann hafi „platað" mig
til að fara út í lögfræðinámið, sem
ég síðan hef aldrei haft neitt gagn
af í starfi. Þó var það mér ómetan-
legt í uppbyggingu míns eigin per-
sónuleika, sem ungt fólk hefur svo
mikla þörf fyrir, því að með því
eignaðist ég sameiginleg áhugamál
með nafna, þar sem hann kenndi
mér t.d. að hugsa rökrétt og skyn-
samlega eftir því sem ég hafði getu
til. Þá var það m.a. skemmtilegt
að vita allt um lögfræðingastétt
landsins og læra óteljandi brandara
og gamanmál um dómara og lög-
menn, sem mig grunar að nafni
hafi sjálfur mótað af kynnum sínum
við þá, því hann var mikill sagna-
meistari og sá mannlífið oft í skæru
og skondnu ljósi. Síðan hef ég oft
rekist á þessar sögur í skrýtlubók-
um, án þess að höfundar sé getið,
enda er það aðal þjóðsagnanna.
Þá lögðumst við líka í ferðalög
saman, einkum skotveiðiferðir um
Suðurland að elta styggar gæsir
og jafnvel að drýgja þá synd að
plaffa á stöku ljúffenga stokkönd
eða árans kjóann að maður nefni
ekki skúminn á Markarfljótsaurum,
varla ætir. Eða safna sveppum eins
og kúalubbum í súpur og steikur.
Ósjaldan höfðum við með okkur
pela af hinum skoska kjarnadrykk
sem síðan hefur ætíð verið mér
heilsulind og læknislyf gegn pest-
um.
Ég minnist þess líka að hafa far-
ið ásamt systkinum mínum í nokkr-
ar útilegur á þessum tíma með
nafna mínum og fleira fólki. í þeim
kynntist hann m.a. í útilegu í íjórs-
árdal Unu Petersen, konunni sem
við öll elskuðum svo hógværa og
hlédræga en óumræðilega elsku-
lega.
Ég ætla mér ekki í þessu greinar-
korni að fara að rekja ævi- eða
starfsferil nafna míns, staldra að-
eins við tilhugsanir um eftirminni-
legustu sælustundir minninganna.
Hann var heilsteyptur maður,
óskaplega skemmtilegur, bráðfynd-
inn, stundum hæðinn brandarakarl,
frábær sagnameistari, úr því vil ég
ekkert draga, þó hann væri ekki
allra. Það geislar af honum í fjár-
hirslu minninganna.
Þorsteinn O. Thorarensen.
Fyrir um 250 árum flutti Þor-
steinn Magnússon, sýslumaður, að
Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu.
Hann varð fyrstur íslendinga
candidatus juris 1738 og segir í
Sýslumannaævum að sýslubúar
hafi fremur haft ótta af honum en
elsku. Hefur sama ættin setið jörð-
ina fram undir þetta því Þorsteinn
Thorarensen, sem kvaddur er í dag,
stóð þar síðastur fyrir búi sinna
kynsmanna um 1944. Síðan var
hann þar oft í tómstundum sínum.
Hinir fyrri ábúendur þar voru jafn-
framt embættismenn; sýslumenn
og þar sat Skúli Thorarensen, lang-
afi Þorsteins og héraðslæknir, um
miðja 19. öld.
Til er hugleiðing eftir dr. Helga
Fjeturs um ljósmynd af Skúla
lækni. Þar stendur m.a.: „Það er
mikið að sjá þegar litið er á þessa
mynd af Skúla lækni á Móeiðar-
hvoli og sést þó vitanlega ekki að
maðurinn var þijár álnir á hæð og
mjög þrekinn og vel vaxinn. Engum
getur blandast hugur um að þarna
er mynd af stórættuðum manni og
sönnum höfðingja. Svipurinn er
mikilúðlegur og þó góðmannlegur.
Hakan sterkleg mjög en munnurinn
fríður. Ef til vill eru þó augun eftir-
tektarverðust; þau eru svo greind-
arleg og lýsa svo frábærri sál.
Myndin ber það ekki einungis með
sér að hún er af mikilmenni, heldur
einnig að þessi svipmikli maður er
íslenskur. Og ef íslenskum lista-
mönnum er nokkur hugur á að
gera góðar myndir við Sögurnar
þá ættu þeir að virða fyrir sér þessa
mynd af íslensku mikilmenni. Skúli
var maður vel ættaður, sonur Vig-
fúsar sýslumanns á Hlíðarenda,
Þórarinssonar á Grund, og Sigríðar
Stefánsdóttur systur Ólafs stiftamt-
manns. En móðir Skúla var Stein-
unn, dóttir hins ágæta manns
Bjarna Pálssonar náttúrfræðings
og landlæknis og Rannveigar
Skúladóttur fógeta.“
Jón Borgfirðingur kom að Móeið-
arhvoli 2. júlí 1861. Skúli læknir
var ekki heima en hann hitti konu
hans, Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá
Reykholti, og segir hann í ferðasögu
sinni að hún sé gáfuð og kvenskör-
ungur. Á Móeiðarhvoli sé ríkmann-
legt umhorfs og landslag fallegt.
Þegar ég varð fulltrúi við borgar-
fógetaembættið í ársbyijun 1979
tókst strax góður kunningsskapur
með okkur Þorsteini. Var töluverður
skyldleiki með okkur og auk þess
höfðum við báðir gaman af fróð-
leik, gömlum og nýjum. Þorsteinn
var búinn að starfa við þetta emb-
ætti áratugum saman og var nán-
ast alfræðibók um fógetarétt sem
á mínum tíma í lagadeild var heldur
vanrækt grein. Þau störf, sem fóg-
etar gegndu fyrir réttarfarsbreyt-
inguna 1992, voru vandasöm þar
sem þau snertu mjög persónu gerð-
arþola, ekki síst svokallaðar beinar
fógetagerðir; innsetningar- og út-
burðargerðir. Var því mér og fleir-
um nokkurt undrunarefni að Þor-
steinn sótti aldrei um önnur emb-
ætti sem hann hefði, að minnsta
kosti á síðari árum, átt góða mögu-
leika á að fá veitingu fyrir. Ef til
vill hefur hann sjálfur skýrt það
best í bréfi, sem hann skrifaði mér
til Kaupmannahafnar í júní 1982,
hví svo varð ekki:
„Já, þetta mjakast svona áfram
held ég að ég verði að segja. Hver
dagurinn öðrum líkur og það er
akkúrat það sem maður kann best
við. Það var um tíma, að maður var
efíns í því hvort það væri nú ein-
mitt það ídeal, sem mann dreymdi
um þar austur í eystri kirkjusóknum
Suðurlands: að skrifa upp stóla og
saumamaskínur hjá náunganum.
Ég er samt ekki frá því að þetta
sé ekkert verri karrier en hvað ann-
að. Eins og kerlingin Guðríður Jóns-
dóttir: hún var einu sinni að þerra
ungbarnahland af gólfinu og ég,
strákurinn, lét þau orð falla að þetta
væri ógeðslegur starfi, en fékk það
svar: og heldurðu að það sé nú svo-
leiðis í lífinu að maður komist hjá
verkum þótt þau séu ekki upp á
það allra hreinlegasta?"
Það sem gerði Þorstein tiltölu-
lega sáttan við fógetastörfin hefur
sennilega verið það að hann átti
áhugamál sem hann sinnti í tóm-
stundum. Áður hefur verið minnst
á að hann var fróðleiksmaður og
eitthvað skrifaði hann niður af slíku
efni. En ekki síður held ég að latína
og málvísindi hafi verið honum
hugstæð. Sagði hann mér sjálfur
að þeir bekkjarbræðurnir, Hannes
Þórarinsson, síðar læknir, hefðu
orðið svo hugfangnir af latínu í
skóla að þeir hefðu farið að lesa
hana meira en krafist var til stúd-
entsprófs. Síðan var Þorsteinn í lat-
ínunámi í guðfræðideild og með
sjálfsnámi hugsa ég að hann hafi
orðið með bestu latínumönnum
landsins, næst Jakobi Benedikts-
syni. Á sjötugsafmæli hans sendi
ég honum heillaskeyti á latínu en
hann svaraði með svohljóðandi
þakkarbréfi: