Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 39
„Lapis audacitiæ prolesque foci
fulminis deitatis nunc Paulo Sculio,
jurisprudentiæ amico, debitas grat-
ias pro benevolentia ejus erga se
referre vult“. Þetta mun þýða: Þor-
steinn vill hér með flytja Páli Skúla-
syni, sínum löglærða vini, bestu
þekkir fyrir sýndan sóma. Þess má
geta að þessi latína er svo snúin
að mestu spekingar áttu í erfiðleik-
um með að þýða hana fýrir mig.
Þorsteinn fór á efri árum að
kenna við lagadeild og náði slíkum
vinsældum nemenda sinna að fá-
gætt er. Enda hafði hann það til
að bera sem háskólakennari þarf
að hafa; ágæta þekkingu, gaman-
semi og velvilja í garð stúdenta.
Ég get ekki stillt mig um að vitna
enn í bréf til mín er ég var við fram-
haldsnám í Kaupmannahöfn 1982:
„Maður á að fara að kenna gjald-
þrotarétt upp í deild næsta vetur,
það er því eins gott að fá fagið á
heilann eins fljótt og veða má -
eða án ástæðulausrar tafar. . . .
Morgunblaðsmenn unnu kosn-
ingar í Reykjavík. Þessi maður kaus
árla morguns, og svo eins og and-
skotinn austur í Oddasókn aleinn,
sat þar við lærdóm lengi dags, gekk
með byssu að leita að mink um
11-leytið í hraglandi rigningu en
sá engan - en golan var úr hafi.
Galopnaði svo bílinn og spennti upp
radío og lagðist svo í móann með
eina sherry, Walnut Brown, sem
mér líkar einna best. Þetta voru
geysilega merkilegar stundir og
lagaðar til að lypta huga manns til
upphæða. Það varð strax ljóst við
fyrstu tölur hvert stefndi, alls stað-
ar sami tendensinn um allt land.
Þegar klukkan var orðin nærfellt
tvö var ekkert annað að gera en
fara að aka austur í Breiðabóls-
staðarsókn. Nálægt Sámsstöðum
komu fréttir um að Morgunblaðs-
menn hefðu sex af níu í Eyjum.
Þá voru Eyjar fallagar þótt ekki
sæist til þeirra í svip fyrir vætuskýj-
um, - en ég vissi hvar þær voru
allt um það.“
Nú í desember hafði ég samband
við Þorstein og spurði hann hvort
hann vildi ekki leyfa mér að skrifa
niður eftir sér frásagnir, sem ég
gæti birt í Skildi, tímariti sem ég
gef út. Hann tók dræmt í það. Ég
hélt að það væri af hlédrægni en
sennilega hefur hann verið lasinn
enda lokadagurinn skammt undan
þótt enginn vissi það þá. Við ákváð-
um þó að hittast bráðlega en það
verður ekki hérna megin grafar úr
því sem komið er. Guð blessi minn-
ingu hans.
Páll Skúlason.
Ég og böm mín minnumst hans
Þorsteins með virðingu og væntum-
þykju. Það reyndist sannarlega
gæfuspor þegar þau Una systir gift-
ust í desember 1949. Saman reistu
þau sér einstaklega traust og hlýtt
heimili. Alltaf stóðu þau eins og
klettur og óhagganleg og ófá eru
þau skipti sem þau opnuðu heimili
sitt fyrir börnum mínum ef með
þurfti.
Einstaklega gat hann Þorsteinn
verið fróður um ólíklegustu mál og
ekki hvarflaði að mér að hægt
væri að reka hann á gat í einhverju
sem snerti land og þjóð eða sögu
mannkyns almennt og oft var þægi-
legt að geta flett upp í honum.
Ekki var síður skemmtilegt á að
hlýða þegar honum tókst upp við
að segja álit sitt á hinum ýmsu
málum. Ekki hnýtti hann þá hnúta
sína eftir almenningsálitinu heldur
hafði oft svo frumlegar skoðanir
að unun var að.
Hrædd er ég um að dagar mínir
hafi glatað hluta af ljóma sínum
þegar ég á aldrei eftir að fá Þor-
stein í heimsókn. Þorsteinn hafði
gaman af latínu og ég kveð hann
með ljóðlínum Catulusar sem hann
orti eftir bróður sinn.
nunc tamen interea haec, prisco quae more
parentum
tradita sunt tristi munere ad inferias,
accipe fraterno multum manantia fletu,
atque in perpetuum, frater, ave atque vale.
Lilja Petersen.
S VEINBJÖRN
SNÆBJÖRNSSON
+ Sveinbjörn Snæ-
björnsson var
fæddur í Tannarnesi
við Tálknafjörð 25.
ágúst 1920. Hann
lést á heimili sínu 18.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
Sveinbjörns voru
Snæbjörn Gíslason
frá Barðaströnd og
Margrét Jóna Guð-
bjartsdóttir frá
ísafirði. Þau áttu ell-
efu börn, sem hétu,
eftir aldursröð,
Lilja, Guðbjartur,
Kristín, Guðrún, Magnús og
Gísli sem öll eru látin. Þá komu
Bergsteinn og Sólveig, sem bæði
eru á lífi og síðan var
Sveinbjörn yngstur.
Tvö börn þeirra
hjóna dóu ung.
Sveinbjörn kvænt-
ist Matthildi Þórunni
Matthíasdóttur 1945,
d. 1986, og áttu þau
5 börn sem heita
Sigmar Þór, _ maki
Kolbrún Ósk Óskars-
dóttir, Grétar Snæ-
björn, maki Lilleba
Sveinbjörnsson, Guð-
bjartur Bjarki, maki
Hjördís Sveinbjörns-
son, en Grétar og
Bjarki eru báðir búsettir í Nor-
egi, Hafdis Sólveig, maki Guðni
Hjartarson, og Þórunn sem var
ættleidd og ólst upp hjá Sveini
Matthíassyni, bróður Matthild-
ar, og Maríu Pétursdóttur konu
hans, Þórunn býr í Danmörku.
Barnabörnin eru 14.
Margrét og Snæbjörn bjuggu
á Lambeyri í Höfðadal við
Tálknafjörð, þaðan fluttu þau
til Patreksfjarðar þegar Svein-
björn var 12 ára gamall. Frá
Patreksfirði byijaði Sveinbjörn
sjómennsku 14 ára gamall á 5
tonna trillu og átti það eftir að
verða hans ævistarf. Sveinbjörn
fékk afar litla skólagöngu eins
og algengt var á þessum árum.
Hann var hjá foreldrum sínum
til 15 ára aidurs, en þá flutti
hann til Bíldudals til að vinna,
einnig fór hann á vertíðir til
Suðurnesja. Tii Vestmannaeyja
flutti hann 1940 og átti þar
hcima til dauðadags.
Útför Sveinbjörns fór fram
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum 28. desember.
Mig langar að minnast í nokkrum
orðum tengdaföður míns Svein-
björns Snæbjörnssonar sem lést 18.
desember sl. Bjössi Snæ, eins og
hann var oftast kallaður af vinum
og kunningjum, fluttist til Vest-
mannaeyja árið 1940. Hann kom
þá hingað á vertíð eins og algengt
var á þessum tíma. Hann stundaði
hér aðallega sjómennsku til ársins
1973 en hætti þá til sjós og vann
við veiðarfæri og aðra vinnu tengda
sjónum þar til hann fór á eftirlaun
1990.
Ég kynntist Bjössa 1970 þegar
ég kom inn í fjölskylduna og urðum
við strax góðir vinir. Fyrstu árin
eftir að við Sigmar byijuðum að
búa kom hann ekki oft í heimsókn
til okkar, en eftir því sem árin liðu
urðu heimsóknirnar fleiri og eftir
að Matthildur tengdamóðir mín dó
var hann tíður gestur á heimili okk-
ar hjóna. Við töluðum oft sama,
hann hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og var fastur fýrir.
Bjössi var mikið jólabarn og hans
var sárt saknað á síðustu jólum,
því hjá okkur hafði hann verið síð-
ustu 10 jól og áramót. Auðséð var
í gegnum árin að hann naut jól-
anna, hann hafði gaman af því að
gefa gjafir sem alltaf voru fallegar,
góðar og nytsamar, ekki hvað síst
þær gjafir sem hann gaf barnabörn-
unum, enda var hann mjög barn-
góður maður. Þegar líða tók að jól-
um fór hann að tala um að nú þyrfti
hann að fara að kaupa jólagjafirnar
og um síðustu jól var engin undan-
tekning á. Við höfðum þegar farið
tvær ferðir og keypt hangikjöt og
þær gjafir sem hann sendi til Nor-
egs til sona sinna og fjölskyldna
þeirra. Þessari hefð að senda út
hangikjöt hafði hann haldið í yfir
tuttugu ár. Ég hafði gaman af því
að vera með honum í þessum jóla-
gjafainnkaupum, því hann stóð allt-
af fastur á því að keypt væri fýrir
sem jafnasta upphæð handa hveij-
um og einum. Daginn áður en kall-
ið kom höfðum við mælt okkur mót
um hádegið daginn eftir til að ljúka
jólainnkaupum, en þegar ég kom
til hans eins og um var talað var
hann búinn að kveðja þetta líf.
Á síðustu árum fór Bjössi þrisvar
út til Noregs að heimsækja syni
sína og fjölskyldur þeirra. Þar átti
hann góða daga því hann talaði
mikið um þessar ferðir sínar og
hafði auðsjáanlega gaman af því
að hitta barnabömin sín þar úti.
Við höfðum oft áhyggjur af því
þegar hann var að ferðast þetta
einn, þar sem hann var óklár í
málinu, en alltaf bjargaðist þetta
og hann skilaði sér á áfangastað
þó hann þyrfti að skipta um flugvél
á þessum stóru flugvöllum. Þegar
hann var kominn á áfangastað
hringdi hann ávallt sjálfur og til-
kynnti að hann væri kominn og
þetta hefði ekki verið neitt mál.
Hann hafði oft dreymt um að
fara til Akureyrar og hitta gamla
vini og kunningja og lét hann þann
draum rætast sl. sumar. Var hann
svo ánægður með ferðina að hann
hafði orð á því að hann langaði að
flytja norður.
Bjössi var mikill dýravinur og
eftir að hann hætti til sjós keypti
hann sér hesta og kindur sem hann
hugsaði vel um. Þó Bjössi væri ekki
hár í loftinu var hann ótrúlega seig-
ur og duglegur til vinnu og var
ekki mikið fyrir að skipta um vinnu-
veitendur en hann var mestan hluta
starfsævinnar hjá útgerð Óskars
Matthíassonar og fjölskyldu hans.
Ég kveð góðan mann og tryggan
vin og þakka honum fyrir allt og
allt. Blessuð sé mjnning hans.
Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.
ODDNÝ STEINUNN VIÐAR
SIGURÐARDÓTTIR VILHJÁLMSSON
+ Oddný Steinunn Sigurðar-
dóttir fæddist í Reykjavík
9. september 1934. Hún lést á
heimili sínu í Reykjavík 7. jan-
úar síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Bústaðakirkju
16. janúar.
Það eru um sjö ár síðan ég kynnt-
ist Oddnýju fýrst og var það þó
nokkuð löngu áður en ég og Nonni
sonur hennar fórum að vera saman.
Ég vann þá í kjötdeildinni í Nóa-
túni 17. Oft mætti Oddný í hádeg-
inu þegar mest var að gera til að
létta undir með okkur. Hún lét sér
það ekki nægja heldur sveif hún
um eins og hvítur stormsveipur og
þreif allt hátt og lágt og gekk í þau
störf sem flestir hefðu reynt að
sniðganga. Þetta lýsir Oddnýju vel
því hún var alltaf svo dugleg og
drífandi.
Seinna þegar við Nonni eignuð-
umst eldri stúlkuna okkar, Evu
Rakel, án þess þó að hefja sambúð
kynntist ég Oddnýju og mannkost-
um hennar betur. Oddný var þá að
eignast sitt 11 barnabarn. í hverri
viku kom hún í heimsókn og oftar
en ekki með eitthvað fallegt með-
ferðis. Oddný var því tíður gestur
á heimili foreldra minna og urðu
móðir mín og Oddný upp frá því
ágætar vinkonur. Ég veit að þar á
hennar eftir að verða saknað.
Þegar við Nonni hófum sambúð
fyrir u.þ.b. þremur árum var Oddný
alltaf tilbúin að aðstoða okkur í
einu og öllu. Ég man sérstaklega
eftir því þegar ég var að sauma
gardínukappa og hafði snúið z-
brautabandinu öfugt enda svo sem
ekki mikil saumakona. Oddný benti
mér á mistök mín og sagðist hjálpa
mér við að laga þetta sem hún gerði
ásamt því að mæta næsta dag með
tilbúna kappa sem ég hafði ekki
verið byijuð á. Oddný var einnig
óþreytandi í því að þvælast með
mér í búðir í leit að hinu og þessu
og oftast vissi hún hvar hlutina var
að finna. Hún virtist alltaf geta séð
af tíma fyrir aðra.
Oddný bjó í Austurgerðinu og
átti þar mjög fallegt og hlýlegt
heimili. Það var alltaf gott að koma
þangað og fá sér kaffi og eitthvað
með. Barnabörnum Oddnýjar
fannst einnig gaman að heimsækja
ömmu og afa í Austurgerðinu.
Oddný nennti alltaf að hafa fyrir
þeim og eru þau ekki fá skiptin sem
Oddný hefur farið með barnabörn-
um sínum í kerið sem er í fallega
garðinum hennar. Barnabörn
Oddnýjar hafa misst mikið en eiga
samt fallegar minningar um góða
ömmu.
Oddný og Jón eignuðust sumar-
bústað á fallegum stað fyrir u.þ.b.
ári. Oddný naut þess að eiga sumar-
bústað og fór þangað þegar tæki-
færi gafst. Þrátt fyrir veikindi sín
átti hún þar góðar stundir með fjöl-
skyldu sinni og vinum sl. sumar.
Veikindi Oddnýjar versnuðu eftir
því sem leið á haustið en ég hélt
samt alltaf að hún myndi læknast,
ég einhvern veginn trúði ekki öðru.
Oddný var líka svo dugleg í veikind-
um sínum eins og öllu öðru og var
miklu veikari heldur en hún vildi
vera láta. Þegar ég var í prófum í
desember sl. hringdi Oddný reglu-
lega og þá með áhyggjur af því
hver væri að gæta dætra okkar og
sagðist örugglega geta haft þær
dálítið hjá sér í Austurgerðinu ef
við þyrftum þess með. Yngri dóttir
okkar, Sara Dögg, átti afmæli 19.
desember sl. og vorum við þá ný-
flutt. Afmælisveislu átti að halda
síðar. Þau sem mættu fyrst allra
með pakka voru Oddný og Jón enda
þótt Öddný væri þá orðin mjög veik.
Hún reyndi bara að láta sem
minnst á því bera. Hún hélt bara
áfram að gefa mér góð ráð um
hvernig best væri að gera hitt og
þetta þannig að öllu yrði sem hag-
anlegast komið fyrir.
Elsku Oddný, mér finnst svo
ósanngjarnt að þú hafir dáið svona
langt fyrir aldur fram frá öllu og
öllum. Ég er samt fegin að þessari
erfiðu þrautargöngu þinni er lokið
og að þér líði vel þar sem þú ert
nú. Við eigum öll sem þekktum þig
eftir að sakna þín mikið og minning-
in um þig mun lifa með okkur.
Sigrún Karls.
+ Viðar Vilhjálmsson fæddist
í Reykjavík 4. september
1947. Hann lést á heimili sínu
í Hafnarfirði 8. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans fram í
kyrrþey.
Látinn er ástkær bróðir og mág-
ur, góður maður og trygglyndur,
Viðar Vilhjálmsson, langt fyrir aldur
fram. Heilsan brast og vonir um
bata urðu ekki að veruleika.
Viðar ólst upp í Hlíðunum í for-
eldrafaðmi og góðum systkinahópi.
Sem ungur maður kynntist hann
velgerðri og myndarlegri stúlku,
Rósu Stefánsdóttur úr Hafnarfirði,
sem átti eftir að verða lífsförunautur
hans, og í Hafnarfirði hefur heimili
þeirra verið, fyrir utan þann tíma
sem starf Viðars fyrir Landsbanka
íslands var í Grindavík og Höfn í
Hornafirði sem aðstoðarútibússtjóri.
Við bankann starfaði hann um ára-
tugar skeið, næsta áratug starfaði
hann hjá Landsvirkjun, en síðan tók
eigin atvinnurekstur við.
Okkur er minnisstætt fyrir tæpum
tveimur árum þegar við hjónin heim-
sóttum Viðar og Rósu og skoðuðum
gistiheimilið sem þau höfðu rekið
um nokkurt skeið en voru nú að
stækka og endurbæta af einstakri
smekkvísi og dugnaði. Þá var litið
til hækkandi sólar, en skyndilega
dimmdi, Viðar varð alvarlega hjart-
veikur og gekkst undir aðgerð, en
batinn lét á sér standa. Eftir stönd-
um við og söknum sárt. Viðar og
Rósa eignuðust þijá mannvænlega
og ljúfa drengi, Þorkel, Björgvin og
Arnar Þór, og einnig átti Árni bróð-
ir Rósu heimili sitt hjá þeim eftir
móðurmissi og var sem sonur þeirra.
Ljúft og hlýlegt var að koma á
heimili þeirra, íþróttaandi sveif þar
yfír, auðvitað undir merkjum FH,
en bræður Rósu, Kristján, Gils og
Sæmundur, hafa sett sitt mark á
íþróttastarfið þar, og Viðar hreifst
með þeim og starfaði um nokkurra
ára skeið í stjóm félagsins.
Fyrir rúmum tveimur árum lést
bróðir hans, Einar Þór, eftir hjarta-
áfall. Þeir bræður voru samrýndir
og áttu þeir ásamt konum sínum^
margar góðar stundir bæði í starfi
og leik.
Við söknum Viðars nú sárt, þessa
glaðværa og vinfasta drengs. Um
leið og við þökkum fyrir ógleyman-
legar og ómetanlegar samveru-
stundir þá biðjum við algóðan Guð
að styrkja Rósu og drengina þeirra,
einnig móður hans, Helgu, sem nú
hefur séð á bak tveimur sonum sín-
um með skömmu millibili, og ástvini
alla.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir,
og upphiminn fegri’ en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Guð blessi minningu þína.
Erla Vilhjálmsdóttir,
Skúli Jóhannesson.
t
Elskulegur faðir, bróðir minn, mágur
og frændi,
RAFN STEFÁNSSON,
Fálkagötu 17,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju-
daginn 21. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlega bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Berg Rafnsson,
Þórey R. Stefánsdóttir.