Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐ UR HJARTARDÓTTIR + Aðalheiður Hjartardóttir fæddist á Hellis- sandi 19. ágúst 1947. Hún lést á heimili sinu í Reykjavík 10. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörtur Jóns- son hreppsljóri og útvegsbóndi á Hellissandi, d. 1963, og Jóhanna Vigfús- dóttir organisti, d. 1994. Aðalheiður átti sex bræður, þá Snorra, sr. Hrein, Rafn, Hróð- mar, Jón og Vigfús. Hún ólst upp á Hellissandi, lauk síðan námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1965 og Hjúkr- unarskóla Islands árið 1969. Árið 1968 giftist hún sr. Val- geiri Ástráðssyni sem er sonur Ingibjargar Jóelsdóttur og Ástráðs Sigursteindórssonar. Börn þeirra eru: 1) Guðný hjúkrunarfræðingur, f. 16. des- ember 1968, sem gift er Þor- valdi Birgissyni. Sonur þeirra er Valgeir Þór, f. 1989. 2) Ingibjörg, sjúkraþjálfara- nemi, f. 10. júlí 1971, sem gift er Sigurði Péturssyni. Sonur þeirra er Pétur, f. 1994. 3) Jóhanna, hjúkrun- arfræðinemi, f. 20. febrúar 1974. 4) Hjörtur, mennta- skólanemi, f. 1. ág- úst 1976. Aðalheiður starf- aði sem hjúkrunar- fræðingur á Land- spitalanum og á sjúkrahúsi Sel- foss, sem hjúkrunardeildar- stjóri á Landspítalanum, hjúkr- unarframkvæmdastjóri í Selja- hlíð og sem aðstoðardeildar- stjóri á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Hún bjó á Eyrarbakka og í Seljahverfi í Reykjavík, þar sem hún tók þátt í margháttuð- um félagsmálum og kirkju- starfi. Utför Aðalheiðar verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við fráfall tengdamóður minnar, Aðalheiðar Hjartardóttur, vil ég minnast hennar með virðingu og þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast jafn einstakri og góðri konu eins og hún var. Það var fyrir rúmum 11 árum sem ég kynntist Heiðu fyrst. Ég hafði þá áður kynnst Guðnýju, elsta barni þeirra Heiðu og Valgeirs, og var farinn að venja komur mínar heim til þeirra í Klyfjaselið. Mér eru minnisstæð fyrstu kynni mín af fjöl- skyldunni sem tók mér af mikilli hlýju og vinsemd strax í upphafi. Heimilið bar vott um að þar færi samhent fjölskylda þar sem mikil áhersla var lögð á kærleiksríkt og líflegt heimilislíf. Heiða var alla tíð sérstaklega myndarleg húsmóðir og hún bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti framar öllu. Hún var eigin- manni sínum mikill styrkur í krefj- andi starfi hans og stóð með börn- um sínum í einu og öllu sem klettur. Árið 1989 er við Guðný giftum okkur þá var augljóst við skipulagn- ingu brúðkaupsins að Heiða og Valgeir voru að láta frumburð sinn frá sér, þvílík var umhyggjan og styrkurinn sem við urðum aðnjót- andi og höfum búið að síðan. Sl. haust fluttumst við fjölskyld- an, Guðný og Valgeir Þór, út til Kaupmannahafnar. Heiða hafði fylgst grannt með og stutt okkur við undirbúning þess. Hún og Val- geir höfðu talað um að koma í heim- sókn til okkar út í haustfríinu í október þegar upp kom að Heiða þurfti að fara í aðgerð sem síðar ieiddi í ljós alvarlegri sjúkdóm en nokkurn gat órað fyrir. Þegar frétt- ir þessar bárust okkur þá var sem allt stoppaði og að myrkur legðist yfir, maður fann allt í einu til mik- ils vanmáttar og margar spurningar streymdu fram á varir manns. Jólin höfðu alltaf verið sérstakur tími hjá Heiðu og hún hafði alla tíð gert þau ógleymanleg fyrir börn sín og barnabörn. í veikindastríði henn- ar var það hennar hinsta ósk að við héldum saman jólin og við áttum þess kost að vera saman þegar Heiða kom heim í Klyfjasel 20 á aðfangadag til að vera hjá okkur, og er það okkur öllum dýrmætt í minningunni. Heiða naut heima- hjúkrunar þar til yfír lauk hinn 10. jan. sl. Við tímamót sem þessi hrannast minningarnar upp og manni finnst ósanngjamt að jafn ung og góð kona sem Heiða sé tekin frá okkur. Heiða hafði verið svo stór partur af lífí okkar allra og nú er hún allt í einu farin. Mér eru minnisstæð orð í sorg okkar allra að ekki sé hægt að syrgja nema að hafa upplif- að gleðina. Það eru orð að sönnu, Heiða færði mikla gleði inn í líf mitt sem og margra annarra og þær eru ófáar gleðistundirnar sem við eigum í minningunni sem hana þekktum. Heiða hugsaði ávallt fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig, það var hennar leið í líf- inu allt fram á síðustu stund. Heiða mun alltaf verða fyrirmynd mín og barna minna í framtíðinni. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir alla þá vináttu, stuðning og hlýju sem hún hefur sýnt mér og ég bið algóð- an guð að styrkja Valgeir, Guðnýju, Ingibjörgu, Jóhönnu, Hjört, fjöl- skyldu og vini í hinni miklu sorg. Jesús sagði: „Ég lifí og þér mun- uð lifa.“ í krafti þeirra orða kveð ég mína kæru tengdamóður. Hvíl í friði. Þorvaldur Birgisson. Lítill ömmustrákur tekur utan um hana, kyssir og segir „elsku amma mín“. Bros færist yfir andlit hennar, það síðasta sem við fengum að njóta, því tveimur sólarhringum síðar yfirgaf hún þennan heim. Við ótímabært fráfall Aðalheiðar, eða Heiðu eins og hún var ávallt kölluð, missti ég tengdamóður og góðan vin. Hugurinn reikar aftur til þess tíma er ég fyrst kynntist mömmu hennar Ingibjargar eða fyrir rúmum sjö árum. Heiða tók sérstaklega vel á móti mér og lét mér fljótt líða sem ég væri einn af fjölskyldunni. Seinna sagði Heiða mér frá því að hún hefði strax séð að ég ætti eftir að verða lífsföru- nautur dóttur hennar. Það er okkur hjónunum í dag dýrmæt minning þegar Heiða leiddi Ingibjörgu upp að altarinu í Seljakirkju þar sem Valgeir gaf okkur saman. Sú kirkja var stór hluti af lífi Heiðu. Valgeir var kosinn prestur við Seljasókn þegar hverfíð var í byggingu og ásamt Heiðu hafa þau átt stóran þátt í uppbyggingu kirkjustarfs í Seljahverfi. Heiða skipaði stór hlut- verk í félags- og þjónustustörfum innan Seljasóknar. Þessum hlut- verkum sinnti hún eins og öðru af miklum dugnaði. Sem hjúkrunar- fræðingur var hún vel liðin. Þar nutu sín einnig hæfileikar hennar að umgangast fólk og hlúa að því með þeim kærleika sem hún gat alltaf gefíð af sér. Ég kynntist Heiðu best í því hlutverki sem hún skilur mest eftir sig, þar sem hún var eiginkona og móðir. Þar bera börn hennar vitni um gott heimili og kærleiksríkt uppeldi. Heiða var mjög glaðvær og skemmtileg kona. Ég minnist margra ánægjustunda þegar hún tók góðlátlegri stríðni frá tengda- syni sínum og svaraði jafnframt í sömu mynt. Það var þó annar hæfi- leiki sem mér fannst öðru fremur einkenna líf hennar. Heiða var sér- staklega kærleiksrík kona og hugs- aði ætíð um aðra fremur en sjálfa sig. Hún átti lifandi trú á Jesúm og var góður vitnisburður sem krist- in manneskja. Heiða fylgdi í verki því boðorði sem Jesús sagði að væri hið æðsta, að elska náungann eins og sjálfan sig (Matt. 22:39). Jólin skiguðu mjög stóran sess í lífí Heiðu. Á þessum tíma eru ann- ir Valgeirs miklar en þá eins og ætíð var hún manni sínum stoð og styrkur. Hún virtist þó alltaf hafa tíma til þess að skreyta heimili sitt og undirbúa á sinn einstaka hátt fæðingarhátíð Jesú Krists. Síðustu jól lét Heiða veikindi sín ekki aftra sér frá að skreyta og undirbúa jóla- hátíðina. Hún átti að gangast undir aðgerð þann 16. desember síðastlið- inn en þá voru jafnframt liðin 28 ár síðan hún eignaðist Guðnýju, elstu dóttur sína. Skurðinum var lokað án þess að neitt væri hægt að gera. Það varð ekki við þetta krabbamein ráðið og læknarnir töldu að hún ætti ekki nema örfáa daga eftir ólifaða. Hún ætlaði sér að beijast fram yfír jól og eiga þau í faðmi fjölskyldunnar. Heiðu var ofarlega í huga sá stuðningur sem svo margir veittu henni í veikindum hennar. Sérstaklega nefndi hún þann styrk sem hún og fjölskylda hennar fengu að finna frá öllum þeim sem báru okkur á bænaörmum í gegnum þessa erfiðu tíma. Fyrir þann styrk og baráttuvilja hennar gat hún haldið jólin með Ijölskyld- unni og fyrir það erum við mjög þakklát. Heiða og Valgeir voru mér og fjölskyldu minni mikill styrkur í erfíðum veikindum móður minnar og eftir fráfall hennar. Það er erf- itt til þess að hugsa að nú hafa þær báðar yfírgefið þennan heim. Það er þó huggun að þær hvíla nú báð- ar við brjóst hins himneska föður sem þær áttu einlæga trú á. Heiða átti sér ritningarvers í Biblíunni sem hún hélt mikið uppá og tala vel inn í þessar erfíðu aðstæður þegar hún er ekki lengur á meðal okkar. Jesús var að hughreysta lærisveina sína og sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þang- að, sem ég fer þekkið þér.“ (Jóh. 14:1-4) Þegar sonur minn var sóttur á leikskólann var það ætíð hans fyrsta bón að við færum „upp í Klyfjó". Það var ekki að ástæðulausu að Pétur litli, eins og flestir sem þekktu Heiðu, vildi vera í návist hennar. Hvað á nú að segja við lítinn strák sem spyr eftir ömmu sinni? Eftir miklar umræður sagði hann: „Amma Heiða er hjá Jesú.“ Þessi fáu orð segja í raun allt. Fullvissan um það að Heiða er nú hjá Frelsara sínum léttir sorgina en missirinn er mikill og söknuðurinn nístandi. Ég bið Guð að styrkja Valgeir, Guðnýju, Ingi- björgn, Jóhönnu, Hjört og okkur öll sem söknum Heiðu. Sigurður Pétursson. Mér er enn í fersku minni er fundum okkar Aðalheiðar eða Heiðu, eins og hún var ætíð nefnd, bar saman. Það var einn fagran sumar- og sólskinsdag árið 1956. Það vildi svo til að ég kom óvænt í heimsókn vestur á Hellissand til að heilsa upp á væntanlega tengda- foreldra mína og vitanlega til að heimsækja Hrein, bróður hennar, mannsefni mitt. Það má segja, að hið fyrsta sem við Heiða áttum sameiginlegt hafí verið í honum. En foreldrarnir voru ekki heima, enda vissu þeir ekki um komu mína. En Heiða tók á móti mér með mikl- um myndarskap. Ég sé enn fyrir sjónum mér níu ára, ljóshærða og afar fríða stúlku, dúka borð, leggja á það og hafa til kaffí og meðlæti á skömmum tíma. Þótt aldurinn væri ekki hár gustaði af henni. Það var svo bjart yfir henni, einhver heiðríkja sem fylgdi henni og glað- værðin og lífsgleðin streymdi frá henni. Ég hugsaði með mér að þessi stúlka myndi verða góð mágkona, hana væri gott að eiga að vini. Það kom snemma í ljós að hún var vel af Guði gerð. Dugnaður hennar og atorka leyndu sér ekki. Enda þurfti hún oft á þeim eigin- leikum að halda síðar á lífsleiðinni í því viðamikla lífsstarfí sem átti fyrir henni að liggja. Á þessum degi hófst vinátta okk- ar Heiðu, vinátta sem stóð í fjöru- tiu ár. Þessa dags verður ávallt gott að minnast. Þeirri minningu fylgja aðeins birta og fegurð stúlku sem níu ára gömul kom fram eins og reynd húsmóðir og veitti af rausn, ekki aðeins líkamlegt viður- væri, heldur öllu heldur kærleika og vináttu sem enn vermir og gleð- ur þegar litið er til þessa atviks. Heiða var næstyngst af sjö systk- inum. Hún var eina systirin í þeim stóra hópi. Og vitanlega var hún í miklu uppáhaldi hjá bræðrum sín- um. Ég veit að hún var sannur sól- argeisli i lífi föður síns. Það gefur að skilja að það hefur verið mikill fögnuður að eignast dóttur eftir þennan drengjahóp. Eftir að hún fæddist var faðir hennar vanur að syngja með hana í fanginu: Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt. Þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt fritt. Hún sagði mér seinna, að hún hefði verið hálfafbrýðisöm út í þessa sólrúnu, sem faðir hennar var að syngja um. Mér er ekki grunlaust um, að bræður hennar hafi verið örlítið afbrýðisamir yfir því fijáls- ræði, sem hún naut varðandi afnot af útihúsum, bæði hlöðu og fjárhús- um. En þar setti hún ásamt vinkon- um sínum upp stærðar bú. En tengdafaðir minn hafði alla tíð bú- skap, bæði kindur og kýr. Það mátti stundum heyra þá bræður tauta: Hún Heiða má allt. Það er margs að minnast frá þessum tíma. Þær eru eftirminni- legar beijaferðirnar. Það var viðtek- in regla að halda upp á afmæli Heiðu 19. ágúst með því að fara á beijamó. Var oft nokkuð fjölmennt í þeim ferðum. Tengdamamma kveikti upp í hlóðum út í hrauni og hitaði kakó á hlóðunum, til mikillar gleði fyrir börnin. Og ekki skorti nestið. Það var oft glatt á hjalla í þessum ferðum. Eftir að Heiða var flutt að heiman kom hún yfirleitt vestur á sumrin með börnum sínum og þá var gjarnan farið á beijamó. Eins og nærri má geta var nóg að gera á mannmörgu heimili. Þá var einnig gestkvæmt á heimilinu að Munaðarhóli. Tengdafaðir minn var hreppstjóri og tengdamóðir mín organisti í kirkjunni að Ingjalds- hóli. Auk þess sem hún var um áraraðir formaður kvenfélagsins á staðnum. Þá stóð hún fyrir rekstri sunnudagaskóla um fjölda ára. Tók Heiða þátt í því starfí aðeins nokk- urra ára gömul. Eignaðist þar sína barnatrú, sem hún hélt til hinsta dags. Það er ekki vafi á, að það æðruleysi og rólyndi sem hún sýndi er henni var ljóst hvert stefndi vegna veikinda sem hún mátti stríða við síðustu mánuðina, byggð- ust á því trúaruppeldi sem hún hafði hlotið í æsku. Þegar Heiða hóf nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík, veittist mér sú ánægja að hafa hana á heimili mínu um skeið. Ég minnist þess enn hve rösk hún var og einbeitt við allt sem hún fékkst við. Og alltaf var hún boðin og búin til að rétta hjálparhönd, hvort sem það var við að gæta barna, taka til eða sendast. Jákvætt viðhorf hennar og sú heið- ríkja sem fylgdi henni gerðu það að verkum, að í návist hennar varð allt svo miklu auðveldara viðfangs. Hún hafði snemma vanist á að taka til hendi bæði úti og inni á hinu mannmarga æskuheimili sínu. Hún var sérlega dugleg og afkasta- mikil við hvað eina sem hún tók sér fyrir hendur. Ég undraðist oft hve miklu hún gat komið í verk á stutt- um tíma. Ekki minnkuðu samskipti okkar og vinátta við það, að báðar vorum við giftar prestum. Þótt ekki sé langt um liðið voru störfín á prestsheimil- inu á þeim tíma með öðrum hætti en nú, sérstaklega úti á landsbyggð- inni og mæddi þá oft mikið á konu prestsins. Prestssetrin voru oft eins og samkomustaðir, þar fóru fram bæði skírnir og hjónavígslur. Og mæddi oft mikið á húsmóðurinni. Mér er óhætt að fullyrða að fáar prestskonur hafa staðið jafnvel við bakið á manni sínum og Heiða gerði alla tíð við hlið séra Valgeirs. Hún tók virkan þátt í öllu starfi með honum bæði á Eyrarbakka og eins við að byggja upp nýjan og stóran söfnuð í Reykjavík. Hún var um tíma formaður Kvenfélags Selja- kirkju. Þau hjónin voru mjög gestrisin, enda oft mannmargt á heimili þeirra. Sérstaklega var gestkvæmt hjá þeim hjónum þann tíma er þau bjuggu á Éyrarbakka. En það var eins og hún hefði alltaf nægan tima. Samt vann hún utan heimilisins árum saman sem hjúkrunarfræð- ingur. En alltaf gaf hún sér tíma til að sinna börnunum og uppeldi þeirra. Heiða var glæsileg kona, svip- hrein og hreinskiptin. Samvisku- semi var henni í blóð borin. Það kom vel í ljós í því, hve vel hún hugsaði um móður sína í veikindum hennar. Æskustöðvarnar vestur á Hellis- sandi voru alltaf ofarlega í huga hennar. Síðasta ferðin þangað vest- ur var til að vera við tónleika sem þau systkinin frá Munaðarhóli efndu til í minningu foreldra sinna. Það var í ágústmánuði sl. skömmu áður en hún veiktist. Það var einn- ig seinasta ferðin hennar í kirkjuna að Ingjaldshóli, þar sem minningar margar og dýrmætar voru geymd- ar. Það var hennar kirkja, þegar hún var barn. Þangað hafði hún oft komið. Þar hafði hún hlustað á afa sinn syngja, móður sína spila á org- elið og bróður sinn predika. Þar giftu þau sig, hún og sr. Valgeir einn sumardag árið 1968. Það voru glæsileg hjón, sem þann dag gengu út úr Ingjaldshólskirkju. Ferðina vestur notaði hún einnig til að búa um leiði foreldra sinna og leggja þar síðustu blómin sín á þeirra hinsta hvílustað. Hún hafí sjálf verið þeim sem fagurt blóm. Heiða bjó manni sínum og börn- um afar fallegt og vistlegt heimili. Þar var ætíð gott að koma og eiga stund saman með þeim hjónum. Ég veit að missir ástvina er mikill. En góðar minningar um góða konu, móður og ömmu, sem öllum vildi vel munu lýsa fram á veg. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst Heiðu og átt hana að vini. Söknuðurinn er sár, en bjartar minningarnar um góðan og tryggan vin munu lifa um ókomin ár. Megi blessun Guðs og friður fylgja manni hennar, börnum, tengdasonum og barnabörnum og ástvinum öllum um framtíð alla. Sigrún I. Halldórsdóttir. Mágkona mín og kær vinkona er látin. Ég var barn þegar Heiða kom inn á heimili mitt með Valgeir bróður mínum og hún sjálf var varla meira en barn. Langri samveru en þó alltof stuttri er lokið. Sársauki og söknuður fylla hugann. Minning- arnar hrannast upp. Góðar minn- ingar gegnum þroskaferil okkar beggja. Ég fylgdist með henni sem unglingi, fallegri og_ glæsilegri. Horfði á hana eldast. Útskrifast úr Kvennaskólanum, læra hjúkrun, gifta sig og verða eiginkona stóra bróður míns. Móðir Ijögurra bama og það sem henni þótti svo vænt um síðustu árin, að vera amma. Það hefur verið gott að eyða ævinni í samfylgd Heiðu. Fá að skottast í kringum þau Valgeir þeg- ar þau voru í tilhugalífinu. Fylgjast með þegar þau stofnuðu heimili og vera þátttakandi þegar börnin þeirra fæddust, hvert af öðru. Guðný, prinsessan sem ég spókaði mig með stolt um allan bæ. Ingi- björg sem ég svo hreykin fékk í afmælisgjöf. Jóhanna sem við Valdi < ( ( < ( I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.