Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HELGA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 18. janúar.
Þórður Þ. Kristjánsson, Unnur Haraldsdóttir,
Sigríður Þ. Kristjánsdóttir, Hilmar Leósson,
Guðfinna K. Kristjánsdóttir, Einar Ólafsson,
Eyrún Ó. Kristjánsdóttir, Helgi J. Ólafsson,
Ásdís J. Kristjánsdóttir, Valdimar M. Pétursson.
t
Bróðir okkar,
HARALDURAUÐUNSSON,
er lést föstudaginn 17. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu föstudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Fyrir hönd systkina,
Sigurjón Auðunsson.
*
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR,
Skólastig 5,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. janúar.
Benjamín Antonsson, Margrét Ásgrfmsdóttir,
Gunnhallur Antonsson,
Ýris Biggs, Jónína Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Konan mín og móðir okkar,
ÁSA ÞORLEIFSDÓTTIR PARNEURS
frá Bolunarvík,
lést á sjúkrahúsi í Eskilstuna í Svíþjóð.
Gunnar Parneurs,
Thorleif Parneurs,
Ulla Þorleifsdóttir Rosenberg
og aðrir vandamenn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞURÍÐUR JAKOBSDÓTTIR,
andaðist á elliheimilinu Grund sunnu-
daginn 19. janúar.
Sigurþór Jakobsson, SigríðurL. Þórarinsdóttir,
Gunnar Kristinsson, Rebekka Þráinsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR Þ. JÓNSDÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
lést laugardaginn 18. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Óli S. Runólfsson,
Ingibergur Vilhjálmsson, Ása Ásmundsdóttir,
Guðlaugur J. Vilhjálmsson, Aðalbjörg Baldvinsdóttir,
Haukur Vilhjálmsson, Ólöf Steinarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
PÁLÍNA ÞÓRUNN
MAGNÚSDÓTTIR,
Grundarstfg 3,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 19. janúar.
Jón Þórarinn Sigurjónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
stærri kleinuföt en mig rekur minni
til á öðrum bæjum. Heiða bar alla
rausn móður sinnar. Myndarlegt og
snyrtilegt heimilið þeirra. Það sagði
eitt sinn við mig aldraður vinu minn
eftir lát konu sinnar: Ég var hepp-
inn með konuna. Hún var svo
snyrtileg. Ég veit að hann Valgeir
gæti tekið undir þessi orð.
Ég þykist hafa þekkt Heiðu sem
mikla móður. Húsmóður jafnt sem
móður barnanna sinna. Umhyggja
hennar og natni fyrir velferð þeirra
var heilstæð og sterk. Með henni
miðlaði hún þeim af lífsafstöðu
sinni, dugnaði, útsjónarsemi og
vilja. Segir það ekki nokkuð að
Guðný, Ingibjörg og Jóhanna hafa
allar eignast þá hugsjón að hjúkra?
Gefa af sér. Miðla öðrum af kær-
leika og þekkingu. Hvað Hjörtur
velur sér eftir stúdentspróf á eftir
að koma í ljós.
Heiða var hestakona. Sem slíka
þekkti ég hana vel. Þá fékk gleðin
að njóta sín þegar hún kom ríðandi
að hestagerðinu til okkar á Mósa
sínum. Það var vor í lofti, hún hafði
farið ein upp í hesthús, lagt á, og
riðið upp í Heiðmörk, hlustað á sinf-
óníu vorsins, örugg og frjáls á sín-
um fáki. Hann Valgeir er heima
að semja fyrirlestur sagði hún og
hló létt meðan Mósi hennar teygði
sig í vornálina sem sprottið hafði
við gerðið. Með vinum okkar höfð-
um við Heiða riðið vítt og breitt
um fjöll og firnindi. Fetað fjöruna
við Eyrarbakka þar sem verka
þeirra Valgeirs sér svo glögglega
stað. Þjóðgarðinn Þingvöll höfðum
við litið af hestbaki á blíðskapar-
dögum. Einn sitt villtumst við Heiða
á Rótarsandi meðan ferðafélagarnir
fetuðu Hellisskarð og náðu loks
náttstað í Kerlingu. Heiða hafði
ætíð stóru hlutverki að gegna í öll-
um þessum ferðum. Valgeir sá um
að allt færi ekki í vitleysu með hest-
ana meðan Heiða sá til þess að all-
ir sokkar væru með, stígvél, peys-
ur, vettlingar og stakkar.
Kannski þekkti ég prestskonuna
minnst. Hana sem stóð með sínum
manni þar sem hann fór, það sem
hann sá fyrir sér. Hún var með
honum í starfi, starfí sem ekki er
vinna heldur lífsmáti. Heiða var lif-
andi, sterkur og traustur þáttur af
þessum lífsmáta. Starfaði í Kvenfé-
lagi Seljasóknar, var í kirkjukórnum
og þannig geta kunnugir talið meira
fram úr ríkum sjóði minninga.
Nú þegar alltof fáir dagar henn-
ar eru taldir, finnst mér að ég hafi
þekkt hana miklu betur en ég hélt.
Ef til vill er það rétt hjá gamla
manninum þegar hann segir að
maður viti aldrei hvað sé að þekkj-
ast. En viti maður það einhvern tím-
ann þá er það, þegar elskulegur
vinur hefur kvatt og maður sjálfur
staldrar við og spyr. Hvað er að
þekkjast? Mér finnst ég hafa notið
þess láns, að þekkja hana Heiðu.
Fyrir það er ég þakklátur er ég lít
til baka yfir svo gríðarmörg sam-
ferðarspor.
Kæru vinir, Valgeir, Guðný, Ingi-
björg, Jóhanna og Hjörtur, tengda-
börnin og barnabörnin. Guð gaf
henni Heiðu mikið. Því deildi hún
ríkulega með ykkur.
Guð blessi ykkur það allt og leiði
ykkur og styrki. Við Solveig Lára
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Gylfi Jónsson.
„Hinir dánu eru vinir sem dauð-
inn getur ekki svipt oss.“
(A.MOURIS)
Harðri og stuttri baráttu er lokið.
Fyrir rúmum þremum mánuðum
sátum við saman, eins og oft áður,
heima í stofunni hjá Valgeir og
Heiðu í Klyfjaseli og röbbuðum um
daginn og veginn. Framundan voru
mörg skemmtileg viðfangsefni, ferð
til Danmerkur og í gamni og alvöru
var rætt væntanlegt 50 ára afmæli
Heiðu. Lífið brosti við Heiðu, jafn
blítt og hún brosti við vinum og
gestum. En veður skipast fljótt í
lofti.
Heiða hlaut í vöggugjöf og upp-
vexti á menningarheimili sterka trú,
kærleika og lífssýn sem varðaði líf
hennar til hinstu stundar. Hún
þurfti oft að horfast í augu við raun-
ir og þrautir annarra manna og
vera þeim til styrktar. Hún hafði
mikið að gefa samferðafólki sínu;
var rík kona af umhyggju og hlýju.
Að leiðarlokum koma fram margar
minningar frá liðnum árum, minn-
ingar sem allar eru góðar og okkur
ógleymanlegar sem áttum þess kost
að kynnast Heiðu og njóta samvista
við hana. Ekkert er eins dýrmætt
og vináttan.
Heiða naut trúnaðar og trausts
samferðarmanna og félaga hvort
heldur var við líknarstörf eða fé-
lagsmál. 011 störf voru leyst af hendi
af einstakri samviskusemi, án
hávaða og bægslagangs en með
fallegu brosi og hlýju í hjarta. Heiða
var kona sem tróð sér ekki fram í
fremstu röð, vildi standa fremur til
hliðar þótt mörg störf hennar hafi
skipað henni í fremsta sess. Vina-
og kunningjahópurinn var stór og
áttu margir erindi á heimili Val-
geirs og Heiðu jafnt á gleði- sem
sorgarstund.
Það var mikið átak fyrir stóra
fjölskyldu að flytja til Reykjavíkur
fyrir 17 árum, flytja þrisvar milli
húsa, byggja sitt eigið hús jafn-
framt því að byggja upp nýjan söfn-
uð í stóru hverfi frá grunni þar sem
starfsaðstaðan var engin. Ekkert
safnaðarheimili og engin kirkja.
Slíkt hefði verið margri Ijölskyld-
unni ofraun en með samheldni og
dugnaði vannst hver áfangasigur-
inn eftir annan.
Heimili prestshjónanna, í einum
stærsta söfnuði landsins, var oft
líkast umferðarmiðstöð. Fólk kom
og fór. Erindin voru mörg. Vinahóp-
ur barnanna stór að viðbættum fjöl-
mennum vina- og kunningjahópi
foreldranna. Heimilið og heimilislíf-
ið var Heiðu allt. Þar var hún kjöl-
festa og foringi og sá til þess að
öllum liði vel. Þar ríkti öryggi og
festa. Fæstir gerðu sér grein fyrir
því að þessum erli fylgdi starfsdag-
ur utan heimilisins hjá Heiðu og
stundum kvöld- eða næturvakt
framundan.
Hér er komið á framfæri þakk-
læti frá íbúum Sólheima í Gríms-
nesi fyrir alla þá vinsemd sem Heiða
sýndi starfi Sólheima í nær tvo ára-
tugi. Var hún þar mikils metin og
er sárt saknað.
Heiða gerði sér grein fyrir hvert
stefndi. Hún mætti örlögum sínum
af æðruleysi og auðmýkt með þá
ósk og von í huga að hún gæti
haldið jólin með ástvinum sínum
og fengi að kveðja þennan heim á
heimili sínu í KlyQaseli. Sú ósk
rættist.
Yfirþyrmandi sársauki leitar að,
líkn er ógn og myrkur lýstur yfir.
Við biðjum góðan Guð að hugga
og styrkja Valgeir, dæturnar þijár
og son, tengdasyni og barnabörn
og aðra ástvini sem nú sárt syrgja.
Við vottum ykkur dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Heiðu.
Edda Hjaltested,
Pétur Sveinbjarnarson.
Góður samstarfsfélagi og vin-
kona, Aðalheiður Hjartardóttir, er
kvödd í dag. Þó að allt hafi sinn
tíma komu ævilok Heiðu allt of
fljótt. Það er sárt fyrir eiginmann
hennar, börn og aðra ástvini að
missa hana í blóma lífsins.
Vorið 1990 kom Heiða til starfa
á göngudeild háls-, nef- og eyrna-
deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Það kom strax í ljós, að hún reynd-
ist vera samviskusamur og áreiðan-
legur hjúkrunarfræðingur. Hún var
jafnframt dugleg og drífandi, tilbú-
in að takast á við nýjungar og axla
ábyrgð í starfi. Heiða var traust
vinkona, sem gott var að eiga að.
Hún var félagslynd og glaðsinna
og eigum við samstarfsfélagarnir
góðar minningar um hana í leik og
starfi. Hestamennska var eitt af
hennar áhugamálum og hún lagði
sitt af mörkum til þess að gera hina
árlegu hestaferð starfsmanna deild-
arinnar að skemmtilegum viðburði.
Þá lánuðu Heiða og Valgeir oft
gæðinga sína óvönum knöpum.
Gleðin réð þá ríkjum, en skjótt skip-
ast veður í lofti. Nú ríkir sorg og
söknuður, en gott er að eiga bjartar
og ljúfar minningar sem verma á
sorgarstundu.
Samstarfsfélagarnir minnast
Heiðu með virðingu og þakklæti
fyrir samstarf, sem aldrei bar
skugga á.
Blessuð sé minning hennar.
Bára Þorgrímsdóttir.
Við, heimilisfólkið í Klyfjaseli 26,
kölluðum Heiðu, nánasta granna
okkar í margræðum skilningi,
gjarnan „Heiða mín“. Þetta glens
okkar kom til af því, að sr. Valgeir
nefndi Heiðu sína sjaldnast til sögu,
nema á þennan veg, þ.e. „hún Heiða
mín“, eða „Heiða mín“.
Okkur mannfólkinu er tamt að
taka hveijum degi sem sjálfgefnum
hlut. Dagar koma, dagar líða, flest-
ir hver öðrum líkir og hverfa síðan
í gleymskuna. Suma daga man
maður hins vegar betur en aðra.
Einn slíkur dagur geymist í minni
okkar, dagurinn þegar Valgeir
færði okkur þau sorglegu tíðindi,
að „hún Heiða mín“, hefði gengist
undir uppskurð og við þá aðgerð
uppgötvast, að hún væri veikari en
menn hugðu. Hún gleymist ekki
heldur sú stund að kveldi þess 10.
janúar sl. er við fréttum að þá fyrr
um daginn, hefði veikindabaráttu
Heiðu lokið. Við höfum bæði undr-
ast og dáðst að þeirri artarsemi sem
Valgeir sýndi okkur í erfiðleikum
sínum og fjölskyldu sinnar. Hann
hefur leyft okkur að fylgjast með
framvindu mála og erum við honum
afar þakklát fyrir þá tillitssemi.
Ef við munum rétt, fluttu Val-
geir, Heiða og börn þeirra í næsta
hús við okkur fyrir rúmum áratug.
Aldrei hefur minnsta skugga borið
á sambúðina öll þessi ár. Samskipt-
in voru ekki ýkja mikil í fyrstu en
það átti eftir að breytast. Dag einn
kom Valgeir að máli við okkur.
Erindið var að kanna hvort við hefð-
um hug á að fara ásamt honum og
fleiri í hestaferðalag næsta sumar.
Tilboð þetta var þegið með tilhlökk-
un og þakklæti. Síðan þá höfum
við árlega farið saman í skemmri
og lengri hestaferðir, ásamt Val-
geiri, Heiðu og fleira góðu fólki.
Ferðir þessar hafa verið afar
ánægjulegar og þeir dagar flestir
verið í flokki daga, sem ekki gleym-
ast. Ein slík ferð var farin í júlímán-
uði síðastliðnum. Heiða var meðal
ferðalanga og virtist njóta þessarar
ferðar í sama mæli og aðrir ferða-
menn. Við ræddum það þá við hjón-
in, hversu vel Heiða liti út. Engum
datt þá í hug hve skammt væri þar
til leiðir skildu. Slík hugsun var þá
öllum víðsfjarri. Þessar andstæður,
minningin um samvistirnar frá síð-
asta sumri og vitneskjan um hvern-
ig fór, finnst okkur minna á, hve
litlu við ráðum um örlög okkar.
Reynslan virðist sanna að fátt er
eins óráðið og óvíst og lífið sjálft.
Menn eru á stundum minntir á
þessa staðreynd og skynja þá smæð
sína gagnvart þeim er örlögum
manna ræður.
Þegar við nú hugsum til Heiðu
kemur okkur í hug hugtakið „kúlt-
úr“. Samkvæmt orðabókum þýðir
það m.a. andleg og veraldleg rækt-
un, menning, sköpun og fágun.
Okkur finnst, sem Heiðu sé vel lýst
með þessu hugtaki. Heiða ræktaði
garðinn sinn og nánasta umhverfi
í ýmsum skilningi, af mikilli natni
og alúð. Hún ræktaði fjölskyldu
sína, vini og allt kvikt, sem henni
þótti vænt um. Allt, sem ætlað er
að gróa, vaxa og dafna, þarfnast
skapandi handa, umönnunar og al-
úðar. Þessa eiginleika alla átti
Heiða í ríkum mæli og nýtti þá,
öllum til fársældar.
Með þessum línum kveðjum við
„Heiðu okkar“ og þökkum henni
samverustundirnar, jafnt sem
granna, vini og ferðafélaga. Jafn-
framt vottum við sr. Valgeiri, börn-
um þeirra Heiðu og nánustu að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Omar Kjartansson,
Ragnheiður Blöndal og börn.
• Fleiri minningargreinar um
Aðalheiði Hjartardóttur bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
.
I
.
í
i
i
i
i
(
(
I
t