Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 43 MINNINGAR I I I j i I I J I I 1 S 1 i 1 I 1 í ! I I : i HELGI JÓNSSON + Helgi Jónsson fæddist í Rang- árvallasýslu 31. ág- úst 1937. Hann lést af slysförum 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar Helga voru Jón Jónsson frá Hárlaugsstöð- um, f. 12.1. 1897, og Rósa Runólfs- dóttir, f. 8.2. 1908. Systkini Helga: Guðrún, Jón Knút- ur, Sigurður, Sig- rún, Jón Vídalín, Herborg, Inga Lóa, Kristín, Asta Maja og Arnar. María og Kristín Herríður dóu á unga aldri. Á yngri árum stundaði Helgi vert- íðir í Vestmannaeyj- um, Grindavík og Hafnarfirði. Hann var við bústörf á Herriðarhóli til 1974, en réð sig þá i vinnumennsku að Merkigili hjá Món- iku Helgadóttur og varð síðar bóndi þar. Útför Helga fer fram frá Reykja- kirkju í Lýtings- staðahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður frá Ábæjar- kirkju, Austurdal. Það er síðla í ágústmánuði, við hjónin höfum verið í nokkurra daga sumarleyfisferð um Skagafjörð. Það var ákveðið að síðustu nóttina skyldi gist á Merkigili hjá Helga Jónssyni, fyrrum nágranna okkar. Þegar við ökum fram Austurdalinn í fyrsta og eina skiptið á ævinni, er hann baðaður kvöldsól og við sjáum aðeins þá stórkostlegu feg- urð sem svo stórbrotið landslag er fyrir augað á slíkum degi. Helgi bóndi er úti á túni við þriðja mann að ljúka heyskap. Við göngum með honum fram á gil- barm Jökulsárinnar. Þegar við lít- um fyrst niður í hyldýpið og síðan upp klettavegginn á bakkanum á móti þar sem vegurinn hlykkjast eftir mjórri syllu verður manni orða vant, hér má engu skeika, þá er voðinn vís. Helgi var ekki margmáll um ferðir sínar yfir Merkigilið fyrr eða síðar, en við skildum að þar hafði hann komist í hann krappan og stundum litlu mátt muna. Hið stór- brotna og sumarfagra landslag sem Helgi valdi sem umgjörð um líf sitt hefur nú orðið honum ofurefli, þeg- ar vetur konungur ríkir á þessum slóðum er enginn barnaleikur að vera bóndi á Merkigili. Helgi var höfðingi heim að sækja og landsþekktur var hann orðinn fyrir móttöku kirkjugesta eftir ár- lega messugjörð í Abæjarkirkju í Austurdal. Helga varð tíðrætt um kirkjuna í Ábæ þá kvöldstund sem við hjónin sátum hjá honum. Það var auðheyrt að þessi kirkja var honum hjartans mál og þar vildi hann hafa allt til sóma. Þegar við komum að Merkigili var messudag- urinn í Ábæ nýliðinn og Helgi sýndi okkur stoltur gestabókina sína, það var greinilegt að margir komu að Merkigili, ekki aðeins þennan eina dag ársins, gestabókin var þétt skrifuð. Helgi sagði: „Þetta er allt í lagi á sumrin, en veturnir eru langir." Hún er ógleymanleg þessi kvöldstund sem við sátum í eldhús- inu hjá Helga á Merkigili og sögð- um honum fréttir af sameiginlegum kunningjum og hann sagði okkur sögur af mannlífinu í Skagafirði. Heimsóknir til Helga í Merkigil verða ekki fleiri, sem sannarlega var þó vonast til. Búast má við að hinn fagri Austurdalur virki tóm- legur næst þegar gesti ber þar að garði. Helga þökkum við samfylgdina og systkinum hans vottum við hjón- in samúð okkar. Sveinn Tyrfingsson, Jórunn Eggertsdóttir. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum hans Helga frá Herru sem fórst á svo sviplegan hátt hinn 12. þ.m. Um hádegisbilið þann dag varð mér svo mikið hugsað til hans og fór að rifja upp gamlar minning- ar, um kvöldið hringdi Kristín syst- ir hans og sagði mér hvað gerst hafði á þeirri sömu stundu. Helgi Jónsson var frá Herríðarhóli, Ása- hreppi, Rangárvallasýslu. Þar á æskuheimili hans kynntist ég þess- um stóra, þrekvaxna, trausta og hlýja manni. Þótt 20 ára aldurs- munur væri á okkur kom okkur ætíð vel saman. Helgi var stór maður og minnti mig alltaf á ein- hvern fomkappa. Jón faðir hans sagði mér einu sinni með stolti í röddinni að alltaf hefði mátt þekkja Helga úr krakkahópi í skóla þar sem hann hefði borið höfuð og herðar yfir aðra í hópnum. Hann var alinn upp á barnmörgu heimili, þar var alltaf fjölmennt, einnig eft- ir að á fullorðins ár var komið, og gestkvæmt mjög. Bjuggu þeir bræður þar stórbúi og voru langt á undan samtíðinni í mörgu. Þegar þeir byggðu upp fjós og hlöðu sem reyndist vera næststærsta á land- inu á eftir hlöðu í Gunnarsholti voru aðrir enn í torffjósum. Einnig í vélakaupum voru þeir stórstígir á þessum árum og þótti stóri Deutz- inn á Herru mikið tæki. Þegar far- ið var með fé á fjall, á dráttarvélum með féð á heyvögnum, var Deutz- inn hafður fyrstur, voru svo Far- mall-kubb og aðrar vélar bundnar aftan í eins og klyfjahestar. Helgi hafði einstakt lag á því að fá okk- ur krakkana til að taka þátt í öllum bústörfum, þótt sum þeirra þættu ekki vinsæl hjá okkur borgarbörn- um. Ein aðferðin var að segja okk- ur framhaldssögur við mjaltir. Frá- sögnin og efnið varð svo lifandi í flutningi hans að enginn lét sig vanta við mjaltir. Hann gat látið sumar þeirra endast í nokkrar vik- ur og voru þær þá orðnar með skrautlegasta móti svo jafnvel Indi- ana Jones hefði þótt nóg um. Það er einkennilegt hvað lífið var erfitt við hann Helga, þessa miklu félagsveru. Þegar hann sagðist ætla að skreppa smátíma norður að Merkigili til að hjálpa henni Móniku með heyskap grunaði mig ekki að sá smátími yrði 20 ár. Þegar ég heimsótti hann nokkrum árum seinna spurði ég hann hvern- ig honum líkaði við Skagfirðinga, sagði hann sér líka vel við þá en sumt í fari þeirra skildi hann ekki enda væri hann Sunnlendingur og yrði alltaf Sunnlendingur. Móniku var hann góður og hugsaði vel um hana og hélt síðan minningu henn- ar á lofti eftir hennar dag. Aðstæð- ur á Merkigili til búskapar eru erf- iðar. Mikið þurfti hann stundum að leggja á sig til að framkvæma hluti sem öðrum þykir sjálfsagt að fá heim að dyrum. Eins og að sækja póstinn sinn, það eru ekki margir sem ganga 20 km að vetrarlagi aðra leiðina til þess arna. Lífið var þér erfitt, Helgi minn, en ég vona að á þeim Drottins grundum sem þú gengur nú sé gangurinn þér auðveldari. Við vottum öllum systkinum Helga og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Þorlákur. Þegar ég frétti að Helgi Jónsson hefði hrapað í Merkigilinu og hlotið bana af gat ég varla tniað því. Hvernig gat þetta komið fyrir mann, þaulkunnugan og alvanan öllum aðstæðum? Það mun hafa verið á árunum 1964-65 að ég kom fyrst að Herríðarhóli, þá var þar enn í for- eldrahúsum mannvænlegur hópur systkina og einn af þeim var Helgi. Jón, faðir hans, og Rósa Runólfs- dóttir höfðu þá búið þar í áratugi. Ekki tókust mikil kynni með okkur Helga þá. Þó hafði hann öðru hvoru samband við mig þar til hans barst norður í land og gerð- ist ráðsmaður hjá Móniku H. Helgadóttur á Merkigili í Skaga- firði. Þar voru aðstæður til bú- skapar nokkuð ólíkar því sem Helgi hafði vanist í Holtunum. Þá var Merkigil orðinn fremsti bær í Akrahreppi, fjallajörð, erfið til búskapar að mati okkar Sunnlend- inga, en landrýmið mikið. Byggð- ist búskapurinn á sauðfjárrækt að mestu og kúm til heimilisnota. í 18 ár, eða þar til Mónika dó, bjuggu þau þar saman, en eftir það bjó hann þar einsamall. Eftir að Helgi fór norður hafði samband okkar verið stopult, en fyrir svona áratug sagði ég við Helga þegar við einhverju sinni töluðum saman í símanum að nú mundi ég heim- sækja hann í sumar. Þegar við hjón komum svo að Merkigili ásamt dóttur okkar var Helgi úti á hlaði. Leiddi hann okkur tafar- laust í stofu og segir eins og ekk- ert sé sjálfsagðara: „Þið verðið í nótt.“ Þessu góða boði gátum við að sjálfsögðu ekki hafnað. Daginn eftir var síðan farið fram að Abæ. Sagði Helgi okkur skil á kennileit- um og öðru því sem fyrir augu bar. I Ábæjarkirkju hafði verið messað sunnudaginn áður og var kirkjugestum, sem voru á annað hundrað, boðið í messukaffi heim að Merkigili eins og ætíð hafði tíðkast á meðan Móniku naut við. Lagði Helgi allan metnað sinn í það að þessi siður héldist enda fjölgaði kirkjugestum ár frá ári og í sumar voru þeir hátt á þriðja hundrað. í hittiðfyrra var ég þarna í einmuna blíðu við guðsþjónustu. Þá kom kór úr Borgarfirði og leiddi söng. Síðan fór allur söfnuðurinn heim að Merkigili og þáði veiting- ar, en þar sem allir komust ekki að í einu var tekið lagið úti á hlaði og spilaði Bjarni Valtýsson undir. Undi fólk sér hið besta við þetta fram eftir degi. Óhætt er að full- yrða að Helgi lagði metnað sinn í það að gera Ábæjarmessuna sem virðulegasta og hygg ég að fleiri en ég eigi góðar minningar frá þessum athöfnum. Helgi var maður einarður í skoð- unum, sem hann lá ekki á ef svo bar undir. Ég var einu sinni spurð- ur að því hveijum Helgi væri líkur. Mér datt strax í hug Skarphéðinn en hann bar svo af öðrum mönnum að um hann er sagt að menn kenndu hann óséðan. Helgi var hermannlegur í framgöngu, snar- menni og lá ekki á liði sínu. Á Merkigili eru smalamennskur erfiðar og oft fór Helgi gangandi eftir að komið var fram á vetur að leita eftirlegukinda, sem víða gátu leynst, en hann þekkti vel til og bjargaði inn margri kindinni. í einverunni hafði Helgi oft síma- samband við vini sína og kunningja og við systur sína, Kristínu, næst- um daglega. Ég sé Helga fyrir mér standandi á fjallabrúnum horfa fránum sjón- um yfir hjarnið þar sem gil og djúp gljúfur skera í sundur landið. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Gunnlaugur Skúlason. Nú er skarð fyrir skildi í Austur- dal. Helgi Jónsson bóndi á Merki- gili er fallinn frá með sviplegum hætti. Hann hrapaði til bana í klettagilinu mikla sem bær hans heitir eftir. Á síðustu árum hafa Orkustofnunarmenn átt nokkur samskipti við Helga. Jökulsá eystri fellur í djúpu gljúfri neðan túns á Merkigili. Hún hefur lengi þótt fýsi- leg til virkjunar og ýmsar útfærslur á beislun hennar hafa verið settar á blað. Ein hugmyndin nefnist Merkigilsvirkjun. Sumarið 1994 höfðum við Árni Hjartarson og Guðmundur Ómar Friðleifsson að- setur á Merkigili hjá Helga meðan við unnum að jarðfræðilegri kort- lagningu þar í grennd. Birgir Jóns- son og Þórólfur H. Hafstað komu síðar og áttu þar næturstað. Við framhaldsrannsóknir innar í daln- um var jafnan haft sanband við Helga og margsinnis komið í Merkigil. Hann var einbúi en hann var ekki einrænn. Hann tók gestum vel, bauð upp á kaffi og jólakökur í eldhúsinu, ræðinn og hvatskeyt- inn, rómsterkur og snöggur upp á lagið. Hann var eina sóknarbamið í Abæjarsókn og jafnframt með- hjálpari við Ábæjarkirkju, einu kirkju landsins sem er með glugga yfir altarinu. Hún er hið fræga glugghross í Atómstöð Halldórs Laxness. Helgi átti drýgstan hlut að messugjörð sem þar hefur verið framin ár hvert á verslunarmanna- helgi. Þá var mikið um að vera á Merkigili. Helgi fylgdist af áhuga með rannsóknum okkar, fékk jarðfræði- kortin send þegar þau voru tilbúin og hengdi þau upp á veggi. Hann lét oft í veðri vaka við sveitunga sína að það væri ekkert vafamál að Merkigilsvirkjun yrði reist í hög- unum innan við bæinn. Jarðganga- vélin væri á leiðinni. Og við okkur sagði hann í gríni að í ellinni ætl- aði hann að fá sér þægilega vinnu þar í stöðinni. Hann iét sér ekkert óviðkomandi sem gerðist í dalnum og þegar við hittum hann síðasta sumar var hann nýkominn úr sigl- ingu niður Jökulsárgljúfur með nokkrum ævintýramönnum. Það var svaðilför. Nú er dauft yfir mannlífi í Austurdal, aðeins einn jLXXxxmrxx, Erfidrykkjur PERLAN Sími 562 0200 llllllllllll1 Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áraiöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 Be s. helgason hf I STEiNSMiÐJAH bær eftir í byggð og við sem kynnt- umst Helga á Merkigili söknum vinar í stað. Nokkrir starfsmenn á Orkustofnun. Með örfáum orðum langar mig að kveðja Helga Jónsson, bónda á Merkigili í Austurdal í Skagafirði, sem lést af slysförum þann 12. jan- úar við gilið Merkigil. Það er erfitt að sætta sig við að hraustur einbúi á bóndabæ hverfi eins og hendi sé veifað frá bústofni sínum. í lífinu er fátt víst nema dauðinn og hvenær hann ber að veit enginn. Helga man ég fyrst eftir heima á Herríðarhóli í Holtum í Rangár-, - vallasýslu og svo við tamningar á Hellu. Helgi flutti að Merkigili sum- arið 1976. Þar bjó hann ásamt ömmu minni Moniku Helgadóttur sem vildi eyða sínum ævidögum þar. Milli þeirra skapaðist góð vinátta og trygglyndi. Á Helgi þakkir og hlýhug skilið fyrir að gera ömmu kleift að vera á Merkigili til æviloka. Hlaust mér sú ánægja að eyða sumardögum með þeim við húsverk, heyskap og allt sem til féll á bæn- um. Þar kynntist maður af eigin raun þeirri paradís sem Austurdalur býr yfir. Fjallakyrrð, frið og heill- andi náttúrufegurð sem býr yfir sín- um hættum, ekki síður en umferðin um helstu þjóðvegi landsins. Því skil ég betur afstöðu þeirra að vilja eyða ævidögum sínum á Merkigili. Ég kynntist Helga sem mjög hreinskilnum, ábyrgðarfullum og traustum manni, sem stóð fast á sínum skoðunum og var vinur vina sinna. Þó var hann gestrisinn og tók ávallt vel á móti fólki sem átti leið um. Hann var dýravinur og heimilishundurinn var honum ætíð tryggur. Hann hafði alla tíð gaman af hrossum og má segja að hans*' hinsta ferð hafi tengst þeim. í mín- um huga lifir Merkigil áfram með Helga og ömmu á tröppunum, með fögnuði þegar maður kom og veif- andi í kveðjuskyni þegar maður fór, á móti bænum, hinum megin við Jökulsárgilið. Guð styrki systkini hans, aðra ættingja og vini í sorg sinni. Guð varðveiti minningu hans. Monika Sjöfn Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.