Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAFN
STEFÁNSSON
+ Rafn Stefánsson
fæddist á Akur-
eyri 12. júní 1943.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu aðfaranótt 31.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
Rafns voru hjónin
Guðmunda Eirný
Siguijónsdóttir, f.
20. júní 1907 á
ísafirði, d. 9. apríl
1991, og Stefán
Friðriksson, f. 15.
júní 1893 á Gils-
bakka í Eyjafjarð-
arsveit, d. 8. janúar 1967. Þau
voru lengst af búsett á Akur-
eyri. Systur Rafns voru Ingi-
björg Sigrún Eyfjörð, f. 27.
september 1926, d. 26. mars
1956. Fyrri maður hennar var
Ingólfur Guðmundsson, f. 15
ágúst 1923, og seinni maður
Ásgrímur Stefáns-
son, f. 30. maí 1920;
Guðrún Lovísa, f.
15. júní 1929, d. 17.
apríl 1970. Eigin-
maður hennar var
Ásgeir Ólafsson, f.
6. júlí 1928; Þórey
Rósa f. 3. nóvember
1933. Eiginmaður
hennar er Maríus
Guðmundsson, f. 1.
júlí 1935. Rafn átti
einn son með Hug-
rúnu Kristinsdótt-
ur, Stefán Berg, f.
5. mars 1970. Rafn
vann ekki á mörgum stöðum
og síðustu 30 árin vann hann
hjá Sæbjörgu, í búðinni þeirra
á Dunhaga 18.
Útför Rafns fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in kl.13.30. Jarðsett verður í
Gufuneskirkj ugar ði.
Kæri bróðir minn. Nú ert þú far-
inn og ég sit hér og læt hugann
reika því minningarnar eru margar.
Þú varst að koma í jólamatinn hjá
mér á aðfangadagskvöld þegar þú
fékkst fyrra áfallið. Viku seinna
kom kallið. Þetta var sárt og
snöggt. Þú varst lengi búinn að
stríða við veikindi, en þú áttir einn-
ig góðar stundir sem þú nýttir þér.
Þú áttir gamlar vinkonur sem þú
heimsóttir bæði á Hafnarbúðum og
Grund. Síðar varst þú með gamla
fólkinu í handavinnu ef þú gast
rétt því hjálparhönd og þú naust
góðs af því sjálfur. Ég veit að þú
eignaðist marga góða vini þar sem
urðu þér hjartfólgnir. Eins var það
með litla fólkið sem þú barst mikla
umhyggju fyrir.
Þú varst með létta lund og áttir
auðvelt með að kynnast fólki og
húmorinn var til staðar þegar þess
þurfti með. Ég veit að það kom sér
vel í starfi þínu í fiskbúðinni. Þú
eignaðist einnig marga góða vini
þar.
Ég man eftir deginum þegar þú
fæddist. Þá var ég á 10. ári. Ég
var ekki heima en systur mínar
komu á móti mér og sögðu mér að
mamma væri búin að eignast stelpu.
Ég hafði þó óskað mér að það yrði
strákur. Þær vissu það og voru að
stríða mér. Ég man hvað ég var
stolt að eiga bróður. Við ólumst upp
saman hjá foreldrum okkar og þar
leið okkur vel. Svo liðu árin og ég
flutti til Reykjavíkur og fór að vinna
þar. Þú laukst skyldunámi fyrir
norðan og vannst nokkur sumur í
síld. Síðar komst þú suður og fórst
að vinna hjá ísbirninum þó svo
meginhluta starfsævinnar hafir þú
unnið hjá Sæbjörgu.
Ég man þegar ég var með börn-
in mín lítil og þú bjóst hjá okkur
þá sagðir þú þeim oft sögur og ég
spurði þig hvar þú hefðir lesið þess-
ar sögur. Þú sagðist bara búa þær
til. Þær voru ekki langar en pöss-
uðu fyrir smáfólkið. Oft var glatt
á hjalla þegar þú tókst fram gítar-
inn og lést krakkana syngja. Þegar
yngsta barnið fæddist komst þú
alltaf í pabbatímann á kvöldin
vegna þess að heimilisfaðirinn var
á sjónum. Þú hálfmóðgaðist þegar
ég sagði þér að mömmurnar á stof-
unni héldu að þú værir pabbinn.
Þú áttir alltaf svo mikið í börnunum
mínum.
Ég man allar ferðirnar okkar
norður, ekki sist veru í sumarbústað
með móður okkar. Gítarinn var þá
oft hafður með og sungið og spilað.
Þá var glatt á hjalla. Þetta eru lítil
brot minninganna. Allar hinar
geymi ég í hjarta mér.
Læknum Rafns á Landspítala
sem hugsuðu svo vel um hann, og
öllu starfsfólki á deild 11A þakka
ég af alhug fyrir hlýju þeirra og
góðsemi í hans garð.
Elsku Rabbi minn, ekki hvarflaði
að mér að það væri svona stutt í
viðskilnað, en Guð ræður okkar
ferð og við getum ekki annað en
lotið því. Við töluðum svo oft um
þessa hluti. Nú veit ég að foreldrar
og systur okkar hafa tekið á móti
þér. Ég bið þér Guðs blessunar og
t
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
BENEDIKT HAUKSSON GRÖNDAL,
lést föstudaginn 10. janúar 1997.
Jarðarför hans fór fram í kyrrþey þann
16. janúar sl.
Ólafía Einarsdóttir,
Gunnar M. Gröndal,
Guðfinna L. Gröndal,
Haukur H. Gröndal,
Páll Gröndal.
t
Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS SIGURÞÓRSSON,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
áðurtil heimilis
i Skipholti 26,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands laug-
ardaginn 18. janúar.
Guðjón Tómasson, Kristín ísleifsdóttir,
Sigurþór Tómasson, Ruth Ragnarsdóttir,
Tómas Tómasson, Guðrún Elín Kaaber,
barnabörn og barnabarnabörn.
hjartans þakklæti frá mér og mági
þínum, Maríusi, fyrir allt sem þú
hefur verið okkur og börnum okk-
ar. Stefán minn við vottum þér
okkar innilegustu samúð.
Þín systir,
Þórey.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
vin okkar og frænda Rafn Stefáns-
son, sem alltaf var kallaður Rabbi.
Við minnumst Rabba er við vorum
börn. Hann lét okkur emja úr hlátri
þegar hann lék og hamaðist við
okkur. Hann var frábær sögumaður
og oft urðu sögurnar til á sömu
stundu og þær voru sagðar. Sög-
urnar hans Rabba höfðu alltaf ein-
hvern boðskap að flytja. Oftast
sagðar til að kenna okkur að stika
okkur áfram á bugðóttum vegi
barnssálarinnar. Þau okkar sem
höfðu sterkan og þrjóskan vilja
voru tekin föstum tökum og á auga-
bragði færð inn í ævintýralegan
heim. Eftirá var barnslundin aftur
orðin bljúg og tilbúin að láta af
þijósku sinni og oftast búin að
gleyma hvað olli henni. Rabbi var
mikill barnavinur og átti hvert bein
í okkur sem vorum systurbörn hans.
Hann reyndist einnig sannur vin-
ur er við áttum leið um heim ungl-
ingsáranna. Alltaf var hann tilbúinn
að gefa ráð og það var gott að leita
til hans. Seinna meir fengum við
tækifæri til að gleðja hann er hann
á fimmtugsafmæli sínu bauð skyld-
mönnum til veislu fram í Eyjafjörð
eftir að við höfðum haldið nokkurs
konar ættarmót þar. Fyrir þetta
tilefni höfðum við komið saman
nokkur frændsystkin til þess að
festa á filmu nokkur myndbrot úr
ævi Rabba. Þá rifjuðust upp fyrir
okkur skemmtilegar stundir er þau
komu saman systkinin þrjú, Rabbi,
Tóta frænka og Gunna móðir okk-
ar. Þá var nú kátt í kotinu. Þau
höfðu öll gaman af því að syngja
og Rabbi lyfti söngnum upp með
taktföstum gítartónum. Söngvar
eins og „Sestu hérna hjá mér“ og
„Kvöldið er fagurt“ voru sungnir í
röddum og af mikilli innlifun. Okk-
ur krökkunum fannst alltaf eitthvað
sérstakt við samband þeirra systk-
inanna. Það var svo einlægt og fag-
urt.
Þar sem þetta var faglega gerð
heimildarmynd tókum við tali
nokkra viðskiptavini Rabba í fisk-
búðinni á Dunhaganum. Allir voru
þeir sammála um að fiskurinn hjá
Rabba væri sá besti í bænum. Einn
nefndi að það væri ekki bara fiskur-
inn sem drægi hann í búðina, held-
ur væri svo gaman að spjalla við
Rabba, hann væri svo mikill heim-
spekingur. Nokkrar góðar katta-
sögur heyrðum við einnig af Rabba
og látum við eina fylgja hér með.
Rabbi var ötull að gefa köttum í
hverfinu og eitt sinn er köttur var
inni á gólfi hjá honum að gæða sér
á fiskmetinu verður einum við-
skiptavini að orði: „Get ég ekki
fengið gefíns físk eins og þessi?“
Ekki stóð á svari hjá Rabba. „Jú,
ef þú leggst á fjóra fætur eins og
hann.“
Rabbi naut þess að vera innan
um fólk og hann var oftast hrókur
alls fagnaðar þar sem hann var.
Hann var 'ófeiminn að segja sína
skoðun á hlutunum og oft sá hann
spaugilegu hliðarnar á málunum.
Börn og gamalmenni elskuðu
Rabba. Hann var eitthvað svo ljúf-
ur. Seinni árin fann hann það sem
köllun sína að sinna öldruðum.
Hann tók að sér gamalmenni sem
hann heimsótti reglulega á elliheim-
ili og fór með í bíltúr. Hann talaði
alltaf með mikilli hlýju um þessa
vini sína og víst er að samfylgdin
við þau gaf honum mikið.
Rabbi tók að sér að fylgja móður
okkar fársjúkri til Kaupmannahafn-
ar, en hún átti að fara þar í upp-
skurð eftir að hafa greinst með
æxli við heilann. Hann vildi ekki
að hún vaknaði upp ein meðal
ókunnra eftir uppskurðinn. Til þess
kom þó ekki því hún fékk lungna-
bólgu og lést áður en af uppskurði
varð. Rabbi var viðkvæm sál og lát
systur hans fór mjög illa með hann.
Á þessum tíma var séra Jónas Gísla-
son sjúkrahúsprestur í Kaupmanna-
höfn og reyndist hann Rabba sem
besti vinur. Viljum við hér færa
honum okkar bestu þakkir. Eftir
að séra Jónas kom heim leitaði
Rabbi oft til hans og svo fór að
lokum að hann benti honum á leið
sem gjörbreytti lífi Rabba. Hann fór
að sækja samkomur í Grensás-
kirkju. Hann hafði alltaf átt trú á
Guð en nú eignaðist hann fullvissu
um fyrirgefningu Guðs í Jesú Kristi.
Hann tók á móti Jesú Kristi sem
frelsara sínum og líf hans tók nýja
stefnu. Þetta var honum svo mikil-
vægt að hann talaði mikið um það
við okkur sem vorum mest með
honum á þessum tíma. Svo fór að
lokum að spurningar vöknuðu: „Er
Guð virkilega raunverulegur?"
Hann var svo áþreifanlegur í lífi
Rabba. „Ef hann var raunverulega
til, hvaða máli skipti það mig?“
Málin voru rædd við Rabba og við
fórum saman á samkomur. Rabbi
trúði því að til væru svör við flestum
spurningum. Ef hann átti þau ekki
sjálfur, hringdi hann í einhvern vin
sem vissi betur. Loks gerðist undr-
ið. Fagnaðarerindið upplaukst fyrir
þeirri sem þetta skrifar og jíf mitt
opnaðist einnig fyrir Jesú. Ég man
alltaf eftir þeirri gleði sem þetta
vakti með Rabba, hann táraðist.
Margar yndislegar stundir höfum
við átt saman síðan þar sem við
höfum velt fyrir okkur leyndardóm-
um trúarinnar og gefið hvort öðru
hiutdeild í því sem Guð var að gera
í lífi hins. Seinna meir, eftir að
Rabbi veiktist og varð að hætta
vinnu, urðu þessar stundir okkur
báðum enn dýrmætari.
Rabbi var mikill og einlægur vin-
ur. Hann bar umhyggju fyrir öllu
sínu skyldfólki og hans er sárt sakn-
að. Við viljum þakka honum allar
stundir, þær voru gefandi og lær-
dómsríkar. Við vitum að góður Guð
hefur tekið á móti honum, hann er
í öruggri höfn. Drottinn blessi minn-
ingu hans.
Að lokum látum við fylgja hér
með lítið ljóð er hann setti á blað
og gaf undirritaðri í afmælisgjöf.
Drottinn kallaði á lítinn engil.
Bamið mitt, ég ætla að senda þig
niður til mannanna með lítið fræ
sem þú átt að gróðursetja í hjörtu þeirra.
Litli engillinn gjörði sem Drottinn bauð.
Af litla fræinu óx lítil grein með þrem rósum.
Við neðstu rósina sagði Drottinn:
„Þú átt að heita trú. Vertu ekki hrygg
þó þú sért neðst á greininni því þú munt vaxa
og treysta mér.“
Við mið rósina sagði hann:
„Þú skalt heita von, sem er sálin
sem ég gef mönnunum
og koma aftur til mín.“
Við efstu rósina sagði Drottinn:
„Þú skalt heita kærleikur, sem er elska mín
til mannanna og það er ósk mín að hún
breiðist út á meðal þeirra og til mín.“
Eirný og Magnús.
Nú er komið að því að kveðja
eina af þeim bestu manneskjum sem
ég hef þekkt og er sú kveðja trega-
blandin.
Rabbi móðurbróðir minn var létt-
ur í lund og alltaf stutt í glens og
grín og fylgdu þá oft fleygar setn-
ingar með. Rabbi vann lengi í fisk-
búðinni við Dunhaga og er stór hluti
æskuminninganna tengdur henni,
því reglulega fór ég í heimsókn
þangað. í hádeginu kom Rabbi yfir-
leitt heim til okkar og lagði sig, en
hann fékk ekki frið fyrr en eftir
a.m.k. eina sögu. Þegar ég varð
eldri skiptum við um hlutverk og
þá var það ég sem sagði sögurnar.
Þrátt fyrir 27 ára aldursmun urðum
við bestu vinir. Á gelgjuskeiðinu var
Rabbi eini maðurinn sem gat haldið
mér „niðri á jörðinni" og Rabbi,
manstu eftir öllum göngutúrunum
okkar .. . það klikkaði aldrei hjá
okkur, fimm kílómetrar á dag sama
í hvaða veðri. Eins og þú veist þá
stoppar enginn tvíbura og við skellt-
um okkur saman til Kanarí, manstu
eftir hneykslissvipnum á fólkinu,
„barnaræningi og bleiubarn ferðar-
innar“.
Elsku Rabbi minn, mig langar
til að þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum saman
og eitt að lokum, þó þú hafir orðið
eitthvað móðgaður þarna um árið
þegar einhver hélt að þú værir pabbi
minn, þá leit ég á það sem virðing-
arvott. Ættingjum og vinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Elsku frændi, hvíldu í Guðs friði,
þeir deyja ungir sem guðirnir elska.
Þín elskandi frænka og stóra
kelustelpa,
Guðrún Rós.
Mig langar að segja nokkur orð
í minningu Rabba (frænda), frænda
og besta vinar bestu vinkonu
minnar Guðrúnar Rósar Maríus-
dóttur, systurdóttur hans. Ég
kynntist Guðrúnu vinkonu um fimm
ára aldur og fljótlega Rabba frænda
eftir það. Hann afgreiddi mig, for-
eldra mína og afa og ömmu í fisk-
búðinni á Dunhaganum þar sem
hann öðlaðist góðan orðstír því allt-
af var hann með fyrsta flokks hrá-
efni og ávallt kátur og með bros á
vör og kom fólk stundum eingöngu
til þess að spjalla við hann en keypti
svo líka fisk í leiðinni. Á heimili
Guðrúnar vinkonu var hann mikill
heimagangur og ég sömuleiðis og
man ég allar stundirnar með honum
í eidhúsinu þar sem við sátum
kannski tvö og átum og spjölluðum
um heima og geima á meðan heimil-
isfólkið sat inni í stofu. Ég get ekki
sagt annað en að hann Rabbi var
yndislegur maður í alla staði og
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÓN EGGERT RÍKARÐ ARNGRÍMSSON,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 14. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ásta Edda Jónsdóttir, Hinrik Greipsson
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
STEINGRÍMUR JÓNSSON,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðju-
daginn 14. janúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á líknarfélagið Heilavernd.
Sigríður Sigurðardóttir,
Leifur Steinarsson,
Dagný Leifsdóttir, Sigrún Leifsdóttir
og fjölskyldur.