Morgunblaðið - 21.01.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 51
I
I
!
I
i
I
:
í
l
í
I
<
i
4
i
BRÉF TIL BLAÐSINS
Um samnings
mesta ógagn
Frá Daníel B. Sigurgeirssyni:
UM ÞESSAR mundir er varla hægt
að opna dagblað án þess að sjá þar
eitthvað um yfirvofandi kjarasamn-
inga. Sömu sögu er að segja um ljós-
vakamiðlana. Allt er þar yfirfulit af
athugasemdum
ýmissa manna um
það hve mikið sé
hægt að hækka
launin, um það hve
lítið launin geti
hækkað o.s.frv.
Það sem flestir
nota til viðmiðunar
er ágæt reikniað-
ferð, prósentu-
reikningurinn svo-
kallaði. Skal eng-
an furða á því enda er hún auðlærð
og vel skiljanleg flestu vitibornu fólki.
Því miður er það þó svo að hún dug-
ir skammt. Það endar nefnilega með
því að hækkunin (nú eða lækkunin
ef því er að skipta) verður línuleg.
Skoðum þetta frekar.
Setjum nú sem svo að aðilar vinnu-
markaðarins semji um launahækkun
upp á 5%. Flestir munu nú eiga auð-
veit með að reikna út a.m.k. hér um
bil hve mikið laun þeirra hækka, til
dæmis munu laun þeirra sem eru með
60.000 kr. á mán. hækka um 3.000,
þeir sem eru með 100.000 kr. á mán-
uði fá 5.000 kr. launahækkun o.s.frv.
Kynnum nú til sögunnar aðra
reikniaðferð, jöfnur með tveim
óþekktum stærðum. Aðferð þessi
stendur prósentureikningnum sjálf-
sagt skammt að baki í kynningu, ég
gæti jafnvel trúað að meiri tíma væri
eytt í hana í framhaldsskólum lands-
ins heldur en prósenturnar. Ef við
kjósum að nota þessa reiknireglu, þá
líta samningarnir svona út: y = 0.05x
þar sem x eru laun áður en þau
hækka og y er launahækkunin sjálf.
Þessa útkomu getum við sýnt á mynd
- og kynnum þá til sögunnar grafið
sívinsæla sem margur framhaids-
skólaneminn hefur sofnað út frá,
hugfanginn af óendanlegum mögu-
leikum þess (sjá mynd 1).
Á þessari mynd sést vel að eftir
því sem laun fólks hafa verið hærri
fyrir samninga, þeim mun meiri
hækkun fá þau í umslagið í krónum
talið. En að sjálfsögðu mun hálauna-
pakkið segja: „Við fengum nákvæm-
lega sömu hækkun og allir aðrir,“ og
eru þar að vísa til prósentuhækkunar-
innar, þ.e. að þau hafi fengið sömu
prósentu í hækkun eins og láglauna-
pakkið. Og ef menn reyna að semja
öðruvísi, t.d. með því að semja um
eina fasta greiðslu yfir allan skalann
fara þau sem eru ekki neðst að tala
um að þau hafi setið eftir í samning-
um og því þurfí að leiðrétta laun
þeirra. Og aftur vísa þau í prósentum-
ar ógurlegu.
Nú legg ég til að við leggjum pró-
senturnar til hliðar og tökum upp þá
aðferð við launasamninga að nota
jöfnur með tveimur óþekktum stærð-
um. Og þá opnast okkur áður ókunn
lönd sem aldrei hafa verið numin á
þessum vettvangi - nú getum við
ráðið nákvæmlega hvaða hópur fái
mestu launahækkunina og hvaða hóp-
ur þá minnstu. Því jöfnurnar gætu
haft x í hvaða veldi sem er, við getum
notað 1 á móti x, rót af x o.s.frv.
Hækkun launa gæti því allt eins litið
svona út (sjá mynd 2):
Á mynd 2 sjáum við að Þeir sem
eru með laun fyrir neðan 80.000
hækka mest í krónum talið (og reynd-
ar í prósentum líka en munið! við
erum búin að leggja prósentumar
niður!) en þeir sem em fyrir ofan
100.000 kr. í mánaðarlaun hækka
sáralítið. Nú er það svo að þetta línu-
Daníel B.
Sigurgeirsson
Mynd 2
50000
100000
150000
McDonald’s veitingastaðir
eru neytendavingj arnlegir
Frá Pétri Þóri Péturssyni:
NÝVERIÐ birtist bréf frá fjórum
ungum stúlkum úr Reykjavík undir
yfirskriftinni ,Starfsfólk McDonald’s
dónalegt við unglinga". Þær segja
farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn
nýverið á McDonald’s í Austurstræti
. Eflaust er margt rétt í bréfinu og
annað rangt eins og gengur. Þær
segjast hvað eftir annað hafa verið
reknar út að ástæðulausu. Þær segja
m.a.: ,Ef við sitjum tvær inni á staðn-
um og aðeins önnur pantar eitthvað
er hin rekin út.“
Málið er það að starfsfólk McDon-
ald’s í Austurstræti hefur átt í mikl-
um vandræðum með tiltölulega fá-
mennan hóp unglinga, sem telur
staðinn vera félagslegt athvarf en
ekki veitingastað. Umræddir ungl-
ingar koma inn tveir eða fleiri sam-
an, kaupa einn gosdrykk, og telja
sig geta út á það, hreiðrað um sig
á staðnum til þess að drepa tímann
eða hitta félaga sína. McDonald’s er
matsölustaður, rétt eins og aðrir veit-
ingastaðir, þar sem fólk á öllum aldri
kemur inn og kaupir sér mat og
meðlæti. Við getum ekki leyft fólki
að nota staðinn sem athvarf. Slíkt
truflar næði matargesta.
Það sem okkur hjá McDonald’s í
Austurstræti þykir sorglegast er
hvað fámennur hópur unglinga eyði-
leggur orðspor allra unglinga, hvað
þetta varðar. Umræddir vandræð-
aunglingar hafa eyðilagt verðmæti,
eins og t.d. innréttingar, salerni,
skiptiborð ungbarna, útbúnað fyrir
fatlaða, matarbakka, stóla og borð
fyrir hundruð þúsunda króna frá því
að staðurinn var opnaður. Lyst ehf.,
sem er eigandi McDonald’s á ís-
landi, hefur eytt meiru í viðhald
staðarins í Austurstræti frá opnun
hans fyrir ári, en á þremur árum í
McDonald’s staðinn við Suðurlands-
braut.
Starfsfólkið okkar verður stundum
þreytt á umræddum hópi unglinga
og skelfilegri umgengni þeirra um
veitingastaðinn. Það kann að skýra
það að stundum er e.t.v. grunnt á
góða skapinu. Okkur þykir óskaplega
leitt ef það reynist rétt að saklausir
og góðir unglingar þurfi að líða fyrir
misgjörðir hinna.
McDonald’s staðirnir eru vingjarn-
legir veitingastaðir fyrir fólk á öllum
aldri. Við þjálfum starfsfólkið í fram-
komu og kurteisi til að þjóna gestum.
Við viljum eiga góð samskipti við
alla og ekki síst við ungt fólk enda
er það góðir viðskiptavinir. Stúlkurn-
ar fjórar eru í hópi góðra viðskipta-
vina og við höfum sent þeim bréf
og boðið þeim að koma aftur sem
fyrst og þiggja holla og góða McDon-
ald’s máltíð, sem gestir okkar. Þá
getum við sest niður, rætt saman
og leyst málið á vingjarnlegan hátt.
Sjónarmið þeirra eru okkur verð-
mæt. Orð eru til alls fyrst.
PÉTUR ÞÓRIR PÉTURSSON,
rekstrarstjóri McDonald’s
í Austurstræti.
rit er jú bara hugmynd að kjarasamn-
ingi, grafið gæti litið allt öðruvísi út,
sömuleiðis myndi grafið einungis
byija að virka við lágmarkslaun (hver
svo sem þau nú eru, ég verð að viður-
kenna fávisku mína í þeim efnum),
en það er nú einu sinni í höndum
þeirra sem semja um launin að ákveða
lögun ferilsins og þar með einnig
hvernig jafnan myndi líta út.
Að sjálfsögðu eru gallar á þessari
tillögu minni, sá stærsti sem ég sé
er til dæmis sá að það verður erfíð-
ara fyrir fréttamenn að útskýra fyrir
almúganum um hvað var eiginlega
samið. í stað þess að geta afgreitt
málið með því að segja: „Laun hækka
um 5%,“ verður þetta ágæta fólk nú
að segja til dæmis: „Laun hækka um
x - 0,lx + 9.000,“ sem að sjálfsögðu
er illskiljanlegt eitt og sér en þó mun
gáfulegra en hið fyrrnefnda af þeirri
einföldu ástæðu að það er meira vit
í þessari nýju aðferð.
Kostirnir við þessa aðferð eru á
hinn bóginn mun fleiri en gallamir.
Verði samið á svipuðum nótum og
kemur fram á mynd 2 eru þessir
kostir helstir: 1. Þeir sem hafa lægst
laun hækka mest. 2. Þeir sem hafa
hæst iaun hækka minnst. 3. Þeir sem
hafa hæst laun hafa áfram hæst laun.
4. Launabilið minnkar en hverfur þó
ekki aiveg. Það má vera að ég hugsi
svipað og Karl Marx en engu að síð-
ur er ég ekki fylgjandi því að allir
hafi sömu laun. Þar koma til ástæður
sem of langt mál væri að telja upp hér.
Þessi aðferð þarf ekki að vera miklu
flóknari í notkun en gamla og úrelta
prósentuaðferðin því með nútímat-
ölvutækni er lítið mál að rissa upp
hvernig grafíð á að líta út og láta svo
tölvurnar um að reikna út hver jafnan
fyrir þetta tiltekna graf sé. Hitt er
svo annað mál að ég á alls ekki von
á því að þessi aðferð verði tekin upp
því íslendingar geta verið svo dæma-
laust þröngsýnir á köflum og sjaldn-
ast þekkja þeir góða hluti þó þeir séu
reknir framan í andlitið á þeim. Að
öllum líkindum verður þessi hugmynd
þöguð í hel því ég nenni ekki að
spandera fleiri milljónum í auglýs-
ingaherferð til að koma þessari að-
ferð á framfæri - burtséð frá því að
ég hef ekki efni á því. Nú en ef við
viljum ekki framfarir - þá við um það.
DANÍELB. SIGURGEIRSSON
starfar á skrifstofu söngmálastjóra.
Frá Halldóri Kristjánssyni:
ÉG sé að Morgunblaðið varar við
bindindi 3. janúar þessa árs. Þar á
ég við fregn með fjögurra dálka fyr-
irsögn: „Mælt gegn óhófi og bind-
indi.“ Hún kvað vera frá fréttastofu
Reuters í London. Þar er sagt að
bandarískir og danskir vísindamenn
birti nú niðurstöður rannsókna sinna
í British Medical Journal. Amerísku
læknarnir hafa rannsakað 18.244
kínverska karla á tímabilinu 1986-
1989. Það leiddi í ljós að dánartíðni
karla á aldrinum 45-64 ára var
19,5% lægri meðal þeirra sem drukku
allt að 14 drykki á viku en algerra
bindindismanna. Hæst var þó dán-
artíðni ofdrykkjumanna, þeirra sem
drukku yfir 43 drykki á viku.
Því miður fylgir ekki þessari frétt
hversu lítil áfengisneysla fór að
Morgun-
blaðið
varar við
bindindi
lengja líf Kínveijanna, eða hve mik-
ið þeir þoldu án þess að endast verr
en bindindismenn.
En fleira vantar í þessa skýrslu.
Hvar eru þeir taldir sem orðnir eru
bindindismenn en hafa ekki verið
það alla tíð?
Þess er getið í sömu fréttagrein
að fyrrnefnt blað mæli timburmönn-
um bót. Haft er eftir sérfræðingi í
taugasjúkdómum að engin iækning
sé til við „þynnku" daginn eftir
drykkju. Hins vegar sé hún líklega
til góðs, því óttinn við timburmenn-
ina verði til þess að flestir kunni sér
meira hóf í áfengisneyslu en annars
væri.
Svo er nú ekki alveg víst hversu
marktækar rannsóknir á Kínveijum
eru fyrir Vesturlandabúa. Mér hafa
sagt fróðir menn að því sé líkast sem
Kínveijar séu innbyggðir með anta-
bus svo að þeir verði rauðir í andliti
ef þeir neyta áfengis. Má vel vera
að það dragi nokkuð úr drykkju
þeirra líkt og timburmennirnir þegar
þeirra er von.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli.
14.900 lcr.
Áður 29.900 kr.
Allt að 70% afsláttur
Á næstu dögum er hægt að gera stórkostleg kaup í Pennanum - Skrifstofubúnaði.
Húsgögn fyrir heimili og skrifstofur ásamt skrifstofutækjum á verði sem sjaldan sést
- og gildir aðeins á meðan birgðir endast. Hér eru nokkur dæmi:
Skrifstofuhúsgögn með verulegum afslætti • Stakir gesta- og fundarstólar frá 2.900 kr. til 4.900 kr.
’ Stillanleg tölvuborð með fellanlegri músarplötu fyrir 6.900 kr. • Stálhillur frá 1.190 kr. • Skrifstofuskilrúm
m/áklæði (150 sm x80 sm) 9.900 kr. og (185 sm x80 sm) 11.900 kr. • CC300 Ijósritunarvél á 49.000 kr.
Skannarfrá 14.900 kr. • Ljósaborð með 30% afslætti. • Ofl. ofl.
Skritátcjjubúnaður
HALLARMÚLA 2*108 REYKJAVÍK • SÍMI 540 2030 *FAX 568 9315
Le Corbusier bekkir