Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 56

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Gott bíó PÖRUPILTAR SLEEPERS BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEYIN BACON JASON PATRIC ATHUGIÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 6 og 9. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. FRUMSYNING Brenda Blethyn fékk Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki ATH. BORN FJOGURRA ARA OG YNGRI FÁ FRÍTT INN. ötfnSgísXaOu QfQsI ORkS DENNIS QUAID SEAN CONNERY DRAGWHHARJ Sýnd kl. 9 og 11.10. B. i. 12 ets ,. mal og lygar Leyndarmál og lygar er sú mynd sem allir eru að tala um út um allan heim. Ekki bara út af þeim verðlaunum og viðurkenningum sem hún hefur fengið heldur Ííka vegna þess að hún fjallar um efni sem allir þekkja og snertir alla. Um þessa mynd er aðeins eitt að segja: KVIKMYNDIR VERÐA EINFALDLEGA EKKI BETRII! Leikstjóri Míke Leigh (Naked). Sýnd kl. 6 og 9. MIÐAVERÐ KR. 600. EKKI MISSA AF ÞESSARI Besta kvikmynd ársins 1996' Arnaldur Indriðason MBL BRIMBROT TUboð 300kr^ ★ GB DV ★ ★★l/2 SV MBL ★ ★★ÁS Bylgjan ★ ★★ ÁÞ Dagsljós SÝND KL. 6 og 9. Golden Globe verðlaunin afhent í Los Angeles um helgina MADONNA sést hér með verðlaun sín sem hún fékk fyrir bestan leik í söngva- og gamanmynd. Með henni á myndinni er Nicole Kidman sem var kynnir á verðlaunahátíðinni. ► KVIKMYNDIN „Evita“, sem byggð er á samnefndum söngleik Andrews Lloyds Webb ers um argentínsku forsetafrúnna Evu Peron, fékk flest verðlaun, eða þrenn alls, þegar Golden Globe verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles um helgina. Myndin fékk verðlaun fyrir að vera besta söngva- og gamanmynd siðasta árs, í henni hljómaði besta frumsamda Iagið, You Must Love Me, eftir þá Andrew Lloyd Webber og textaskáldið Tim Rice, og Madonna fékk verðlaun fyrir bestan leik í söngva- og gamanmynd. „Eg hef verið svo óendanlega lán- söm að undanförnu," sagði Madonnaaf þessu tilefni en auk velgengni hennar í starfi eignaðist hún dóttur á siðasta ári. Sú mynd sem fékk flestar tilnefningar, eða alls sjö talsins, „The English Patient“ fékk aðeins tvenn verðlaun, ein fyrir að vera besta dramamyndin og önnur fyrir að vera með bestu kvikmyndatónlist- ina. Milos Forman var útnefndur sem besti leikstjórinnn fyrir mynd sína, „The People vs. Larry Flynt“ en þar fer Woody Harrelson með titilhlutverkið, en handritshöfundar myndarinnar hömpuðu einnig verðlaunum fyrir starf sitt. Tom Cruise var valinn besti leikarinn í gaman- eða söngvamynd fyrir hlutverk sitt í „Jerry Maguire", og Brenda Blethyn fékk verð- laun fyrir bestan leik í dramamynd fyrir hlutverk sitt í mynd Mike Leighs, „Secrets & Lies“. Oft er litið á Golden Globe verðlaunin sem fyrirboða á væntanleg- ar Óskarverðlaunaveitingar í mars en verðlaunin eru þó ólík Ósk- arsverðlaununum að því leyti að þar er gerður greinarmunur á söngva- og gamanmyndum annars vegar og dramamyndum hins vegar og veitt sérverðlaun í hvorum flokki fyrir sig. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni. LEIKARARNIR Gillian Anderson og David Duch- ovny fengu verðlaun fyrir bestan leik í karl- og kvenhlutverkum í drama sjónvarpsþáttaröð en þau fara með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Ráðgátum. BRESKA leikkonan Helen Mirren fékk verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni, „Losing Chase“. Hér sést hún reyna að fá sér bita af verðlaunagripnum. LAUREN Bacall sést hér með verðlaunin sem hún hlaut fyr- ir bestan leik i aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni „The Mirror Has Two Faces“. Madonna valin besta leikkonan XJUZ7 AVVAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.