Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1996 B 3 Af bréfunum má sjá að Sigríður Páisdóttir var skemmtileg kona og hún dáði bróður sinn mjög og reiddi sig algerlega á hann framan af ævi. Hún var gift Þorsteini í sex ár, þá lést hann hann skyndilega og hún var ekkja í önnur sex ár. Þau ár eru skemmtileg- asti kaflinn í bréfaskriftum hennar. annars hefur þar að auki dáið alh’a- mesti fjöldi af öðrum skn'l. Annars eru mjög fáar fréttir að segja héðan, fáir prestaskrattar eða önnur þess háttar óþörf dýr deyja.“ Andinn í bréfí Katrínar er að mörgu leyti mjög á skjön við það sem almennast er í bréfum fí-aman af öldinni. í flestum bréfunum ríkir mikill guðsótti, ekki síst hjá konum. í bréfí hennar kemur einnig glögg- lega fram sú mikla stéttaskipting sem var í samfélagi þessara tíma. Dæmi um þetta má einnig sjá hjá Pétri Péturssyni forstöðumanni Prestaskólans og síðar biskupi í bréfi sem hann ritar 5. febrúar árið 1850 til Bjarna Thorsteinssonar amt- manns á Vesturlandi. „Eftir því sem heyrist hingað og þangað, er ofur hætt við, að kosningamar takist verr en skyldi og að á þessum þjóðfundi verði allrahanda óþjóðalýður, eða réttara sagt, tómir bændur með fyr- irliðum sínum og er þá auðséð, að allt muni verða vitlaust." Sigríður Pálsdóttir „Einn af mínum uppáhaldsbréfrit- urum er Sigríður Pálsdóttir. Hún dvaldi að vísu aðeins einn vetui- í Reykjavík en skrifaði þá sem endranær bréf til bróður síns Páls Pálssonar amtskrifara á Stapa. Bréf Sigríðar eru harla mörg, 240 talsins, og eru þau varðveitt í bréfasafni Páls bróður hennar. Sigi-íður fæddist 17. maí árið 1819 og ólst upp á Austurlandi á Hallfreð- arstöðum. Faðir hennar var sýslu- maður og móðir hennar var systur- dóttir Geirs Vídalíns biskups, svo hún tilheyrði óumdeilanlega yfirstétt landsins. Sigríður er ein örfárra kvenna sem bréf hafa varðveist frá í ein- hverjum mæli. Hún byrjaði að skrifa bróður sínum níu ára gömul og hélt því áfram til dauðadags. Hún andað- ist árið 1871. I bréfum sínum lýsir Sigríður fyrst og fremst sjálfri sér og sínum kjörum. Því miður er engin mynd til af henni en eftir að hafa kynnst henni svona vel í gegnum bréfín myndi ég mjög gjarnan vilja vita hvernig hún leit út. Eg ímynda mér að hún hafi verið falleg kona, hún giftist tvisvar og lifði báða eigin- menn sína. Sigríður var um tíma þjónustu- stúlka í Laugarnesi. Meðan hún dvaldi þar kom Þorsteinn Helgason, systursonur biskupsfrúarinnar, frá löngu námi í Kaupmannahöfn. Hann var heitbundinn Sigríði dóttur Hannesar Finnsonar biskups og stjúpdóttur Steingríms Jónssonar eftirmanns hans í embætti. Það fór svo að Þorsteinn sleit trúlofun sinni við Sigríði biskupsdóttur vegna Sig- ríðar Pálsdóttm- vinkonu okkar, sem þá var 21 árs að aldri. Inn á þetta dramatíska atvik kemur hún í bréfí til Páls bróður síns sem hún skrifar frá Reykjavík 13. nóvember 1831. Þá hafði biskup rekið bæði hana og Þor- stein frá Laugarnesi og hún fengið hæli hjá frænku sinni og nöfnu sem var landfógetaekkja í Reykjavík." „Þykir mér líklegt að þú getir nærri, margt af fólki getur so geðs til mín að ég hafi verið orsök í óreglunni með giftingu S(igríðar) H(annesdótt- ur) það sem árið komandi tala um, það er mér raunalaust en ef hún og foreldrar hennar eru sömu meining- ar fellur mér þyngra, ekki hafa þau talað við mig en mikinn þótta og þurrlindi hef ég merkt á þeim til mín, þetta líð ég þegjandi af þeim án þess að geta nokkuð við þau talað eða afsakað mig og mín einasta huggun er að ég hef góða samvisku fyrir ekki að hafa spillt á milli þeirra. Hvað talaði biskupinn um þetta við þig í sumar, æ fínndu nú aungva vegi til að bæta úr þessum óróa mínum og því sem húsbændur mínir sem voru og dóttir þeirra hafa þóst líða fyrir mína skuld, það væri kannski til veg- ur en hann vil ég ekki nefna...“ Ekkjuárin skemmtilegust „Sigríður Pálsdjóttir og Þorsteinn Helgason giftust ári síðar og eign- uðst þrjár dætur. Frá þeim er mikill ættbogi kominn. Má nefna að Ragn- heiður elsta dóttir þeirra giftist Skúla lækni Thorarensen og þau áttu mjög marga afkomendur. Þau Sigríður Pálsdótth1 og Þorsteinn kynntust eins og fyrr sagði í Laugar- nesi er hann dvaldi þar hjá Sigríði Hannesdóttur unnustu sinni og menn bjuggust við giftingu þein-a þá og þegar. Hún giftist hins vegar Arna Helgasyni í Görðum, síðar biskupi, nokkrum árum seinna. Af bréfunum má sjá að Sigríður Pálsdóttir var skemmtileg kona og hún dáði bróður sinn mjög og reiddi sig algerlega á hann framan af ævi. Hún var gift Þorsteini í sex ár, þá lést hann hann skyndilega og hún var ekkja í önnur sex ár. Þau ár eru skemmtilegasti kaflinn í bréfaskrift- um hennar. Henni varð smám saman ljóst að hún yrði að standa á eigin fótum, þetta er því eins konar þroskasaga konu. Sigríður hafði búið í Reykholti ásamt Þorsteini en þurfti að víkja þegar nýr prestur kom. Hún fékk ábúð á Siðumúla sem kirkjan átti og nánast hrakti þaðan fyrri ábúanda með aðstoð prófasts. Hún stóð í ýms- um deilum m.a. við prestinn í Reyk- holti sem ekki vildi borga kirkjuloft sem Þorsteinn og Sigríður höfðu byggt. Presturinn beygði sig þegar Sigríður hótaði að rífa niður kirkju- loftið. Sigríður átti einnig í ótal öðrum deilum þar til hún giftist, bróður sín- um til mikils léttis, séra Sigurði Thorarensen í Hraungerði, sem var vel fjáður ekkjumaður. Þau voru gift í rösk tuttugu ár. Ekki var þetta girndarráð eins og hið fyrra hjóna- band, þau Sigríður og Sigurður höfðu ekki einu sinni sést þegar hann kom að sækja hana sem brúði sína haustið 1845. Allt líf Sigríðar Pálsdóttur er nán- ast skjalfest í sendibréfum hennar. Hún var að skrifa bróður sínum og þetta voru trúnaðarbréf, hún var því ekki að setja sig í neinar stellingar, heldur kom til dyranna eins og hún var klædd og hikaði ekki við að létta á hjarta sínu eins og hún þurfti. Þetta gerir það að verkum að manni fmnst maður þekkja þessa konu afar veFað lestri bréfanna loknum, þau eru líka einstök heimild um tilfinn- ingalíf kvenna á nítjándu öld. Hlut- skipti þeirra var um margt svo afar ólíkt hlutskipti kvenna í dag.“ Merkilegt innlegg til sögu Reykjavíkur „Svo við víkjum aftur sögunni að bréfasöfnunum í handritadeild þá má segja að ásigkomulag þeirra sé töluvert mismunandi. Stundum var erfítt að lesa bréfin, bréfritararnir skrifuðu fljótaskrift og hana er mis- erfitt að lesa. Sum bréfin eru máð og illlæsileg af þeim sökum. Vel flokkað bréfasafn sem er aðgengilegt í tölvu nýtist ekki aðeins sagnfræðingum við þeirra rannsóknir heldur líka ýmsum fræðimönnum í öðrum grein- um. Gott dæmi um þetta er t.d. lýs- ing sjónarvotta af ýmsum náttúru- hamfórum, svo sem snjóflóðum. Einnig eru þarna merkar heimildir um atvinnusögu og skólamál. Ekki síst eru þessi bréf merkilegt innlegg til sögu Reykjavíkur og jafnvel landsins alls.“ Oxeladfn: Notkunarsvið: Oxeladín er hóstastillandi mixtúra og er mýkjandi við ertingu í öndunarfærum. Frábendingar: Gæta þarf varúöar við notkun hóstamixtúra hjá litlum börnum, því mikilvægt er að þau geti hóstað upp slími og óhreinindum sem kunna að setjast í öndunarfæri. Aukaverkanir: Ekki þekktar. Athugið: Lyfiö inniheldur 7,9% alkóhól. Dexómet: Eiginleikar: Lyfið hefur hóstastillandi verkun í líkingu við kódein, en hefur ekki aðrar verkanir kódeins og engin ávanahætta fylgir notkun þess. (lotkunarsvið: Dexómet er hóstamixtúra, sem herur áhrif á hósta sem stafar af minni háttar ertingu í hálsi eða berkjum. Varúðarreglur: Um 3% einstaklinga geta ekki umbrotið lyfiö í lifur og geta þeir fengið verulegar aukaverkanir af venjulegum skömmtum. Lyfið skal ekki nota lengur en í viku í senn. Aukaverkanir: Einstaka sinnum geta komið fram útbrot. Einnig ógleði og uppköst. Aö auki hefur verið vart viö þreytu, svima, ofskynjanir og hjartslátt. Pektólín: Notkunarsviö: Pektólín er hóstastillandi mixtúra og verkar á ofnæmi. Aukaverkanir: Athugið að lyfið hefur róandi verkun. Því ber að vara við stjórnun vélknúinna tækja samtímis notkun lyfsins. Tússól: Notkunarsvið: Tússól er hóstastillandi mixtúra. Aukaverkanir: Við ofskömmtun geta komið uppköst og truflun á jónavægi líkamans. Athugið: Lyfiö inniheldur 7,5% alkóhól. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfjunum. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar, sem fylgja lyfjunum. Fástr apótekum og lyfjabúðum / DELTÁ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.