Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 5

Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 5 Fj ölsky ldulausa þjóðfélagið Kaupmannahafnarbréf íslendingar eru með afbrigðum frændræknir, en aftur á móti gegnir frændrækni margfalt minna hlutverki í Danmörku. Sigrún Davíðsdóttir veltir hér fyrir sér ýmsum hliðum frændrækni. MAMMA, eru fjölskyldur mikið saman á íslandi?" spurði tíu ára íslendingur- inn, búsettur í Danmörku, mömmu sína, þegar hann hafði dvalið um hríð á ís- landi og gengið þar í skóla. Mamman kvað svo vera. Fjölskyldutengslin væru tvímæla- laust meira ræktuð á íslandi en í Danmörku, en spurði svo af hverju honum dytti þetta í hug. Svarið var að einu sinni eftir skóla á íslandi þá heyrði hann bekkjarfélaga segja við annan að hann ætlaði að fara í heimsókn til frænku sinnar. Sá tíu ára minntist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt dönsk skóla- systkin tala um það í miðri viku að þau ætl- uðu að skreppa í heimsókn til skyldmennis. Og bragð er að þá bamið finnur: frændrækni er ekki fyrirferðarmikil í dönsku þjóðfélagi, sérstaklega ekki í stórborgarsamfélagi eins og í Kaupmannahöfn. En það er ekki aðeins frændræknin sem er lítil. Það stefnir í að meirihluti fullorðinna Dana búi einsamall. I Danmörku er meðalflölskyldustærð 1,8, en í íslenskri meðalfjölskyldu eru heilar þijár manneskjur. En kannski er þróunin ekki nein tilviljun, því ýmsir hafa bent á að velférðar- þjóðfélagið leysi í raun fjölskylduna upp með því að draga úr þörfinni á samheldni hennar. Hinar ýmsu birtingarmyndir frændseminnar Það vantar annars ekki að Danir hafi ná- kvæm frændsemisheiti. A því sem Isiendingar kalla í daglegu tali „frænda“ og „frænku" hafa Danir ýmis heiti, svo sem „fætter“, „kus- ine“, „faster“, „moster“ og „nevo" og nota þessi orð af mikilli nákvæmni. íslendingar tala um „ömmu“ og „afa“ en Danir gera grein- armun á móður- og föðurforeldrum, tala um „morfar", „farfar" og svo framvegis. Að baki liggur sú undarlega staðreynd að Danir hafa frændsemisheitin nákvæmlega á takteinum, þótt frændrækni þeirra sé í lágmarki. íslend- ingar eru ekki sérlega nákvæmir í frændsemis- heitunum og nota þau venjulega ekki nema þegar þarf að tilgreina í hveiju skyldleikinn liggur, en hins vegar er frændræknin vel þroskaður eiginleika þeirra flestra. Það er kannski erfitt að mæla hvort frænd- rækni eykst, en ættarmótin íslensku eru þó vísbending í þá átt, því þeim virðist heldur fara Qölgandi en hitt og æ meira í þau lagt. Heilu ættbogarnir koma saman, mörg hundruð manns, og það er ekki lengur látið nægja að hittast í einhveiju félagsheimili yfir kaffíbolla, heldur er ráðist í alls kyns sameiginlegar fram- kvæmdir. Það getur heldur betur fengið kjálk- ann á Dönum til að síga af undrun að heyra um ættarmót, þar sem um hundrað jeppar fullir af einum og sama ættboganum þeystu yfir hálendið saman. Önnur hlið frændrækninnar er svo auðvitað Qörleg útgáfustarfsemi í kringum ættrakning- una. Nú eru heimilistölvurnar lagðar undir þessa iðju. Þessi hlið frændrækninnar er alveg séríslensk og kemur útlendingum rækilega á óvart, þegar þeir rekast á ættarskrár og ætt- fræðiforrit hjá íslenskum vinum og kunningj- um. Hér geta menn almennt ekki rakið ættir sínar nema örfáar kynslóðir. Eitt sinn var ég á tali við ítala, sem sagði mér nokkuð stoltur að fjölskylda hans gæti með vissu rakið ættir sínar alla leið aftur til aldamótanna 1800. Það þarf vart að skýra út fyrir íslenskum lesendum hversu ámátlega ættlaus maður með svo skamma æýtartölu er í íslenskum augum, þeg- ar flestir íslendingar geta rakið ættir sínar aftur í goðafræðina, þótt óvissuþátturinn auk- ist í réttu hlutfalli við lengd tölunnar. Og enn önnur hlið frændrækninnar er svo auðvitað að fólk þekkist, íslendingar þekkja ættmenni sín og geta rakið saman ættir þvers og kruss. Og það fyrsta sem íslendingar gera alment þegar þeir kynnast einhveijum landa sínum er að staðsetja viðkomandi og tengja hann ættmennum. Allt er þetta Qarri Dönum, og reyndar flestum öðrum nágrannaþjóðum, ekki aðeins vegna þess að fólkið er fleira og hefur flutt milli landshluta, heldur einnig vegna þess að skilningurinn á gildi ættrakn- ingar er ekki fyrir hendi. Hinn beinharði ágóði frændrækninnar Kannski lifir fræpdræknin svona góðu lífi á íslandi af því að íslendingar hafa það bara í sér að vera frændræknir og af því að það er hluti af lífinu að hafa samband við skyld- menni sín. íslendingar, sem flutt hafa frá ís- landi og stórum fjölskyldum sínum þar, hafa oft á orði að til mótvægis við söknuðinn eftir ijölskyldunni, sem auðvitað geri vart við sig, þá komi að það gefist meiri tími til að sinna öðru en fjölskyldunni og því fylgir kannski örlítill léttir. En félagsfræðingar gleypa örugglega ekki við því að íslendingar séu bara frændræknir svona sisona, heldur myndu vilja huga að þeim hag, sem fólk hefði af því að rækta fjöl- skyldutengslin. Hinn beinharði ágóði frænd- rækninnar er ekki aðeins að fá útgefnar ættar- skrár með nafninu sínu og komast á ættar- mót, heldur fyrst og fremst að geta hnippt í ættmennin, þegar mikið liggur við. Greiði kemur á móti greiða og það er svo notalegt að geta bara haldið sig við fólk, sem maður þekkir eða þekkir til. Hin hliðin á notalegheit- unum er svo það sem kallast „nepótismi", sumsé það að hygla ættmennum fram yfir aðra. I augum útlendinga, sem þekkja til á Is- landi, er lítill vafi á að þetta er lenska á ís- landi og í augum þeirra hefur þetta óneitan- lega á sér yfirbragð spillingar. En á meðan íslendingum finnst almennt að þetta sé eðlileg aðferð, sem allir njóti góðs af, þá þykir þetta vísast ekkert í ætt við spillingu, þó útlending- um kunni að þykja það. En það er alltént hvorki auðvelt að vera útlendingur í svona þjóðfélagi og hafa ekki ættartengslin, né er auðvelt að vera ættlítill eða öllu heldur að eiga fáa að, sem eiga lítið undir sér. Frá fjölskylduþjóðfélagi til einstæðingaþjóðfélags Frændræknin hefur á sér margar hliðar og ein þeirra er samheldni og hjálpsemi. Ekki er til dæmis ósennilegt að fyrir daga húsbréfa- kerfisins hafi það verið algengara að foreldrar reyndu að hjálpa börnum sínum við ’núsakaup, annaðhvort með beinum fjárframlögum eða með því að hjálpa þeim við að taka lán. Ömm- ur og afar passa barnabörnin, börn og tengda- börn hugsa um gamalmennin, systkin og tengdafólk hjálpast að við flutninga, að gera upp hús eða fóstra börnin í fjölskyldunni þeg- ar á þarf að halda. Allt eru þetta samskipti sem virðast mun algengari á íslandi en í Danmörku. Og allt er þetta þjónusta, sem á einhvern hátt er sett í kerfi í Danmörku eða vinargreið- ar, sem leystir eru utan fjölskyldunnar. Hús- næðislánakerfi hefur fyrir löngu gert börn fjárhagslega sjálfstæð gagnvart foreldrum og í sömu átt hníga aðrar félagslegar bætur til ungs fólks. Barnapössun er rækilega uppfyllt af hinu opinbera og hjálpsemi fer að mestu fram milli óskyldra, eins og nágranna og vinnufélaga, sem venjulegur Dani hittir marg- falt oftar en skyldmenni sín. En það má leiða að því líkur að velferðar- þjóðfélagið, sem hefur að mörgu leyti leyst af hólmi þjónustuhlutverk íjölskyldunnar, vegi um leið að rótum fjölskylduþjóðfélagsins. I velferðarþjóðfélaginu er einstaklingurinn minnsta einingin, ekki fjölskyldan. í Dan- mörku, þar sem velferðarkerfið hefur verið byggt upp sem þjónustukerfi, má álykta sem svo að það hafi ef til vill líka leitt til þess að fjölskyldan sé á góðri leið með að verða um- fröm, því æ fleiri velja að búa einir, fremur en í fjölskyldu og þess verður skammt að bíða að helmingur fullorðinna búi einir. Þá er þessi þróun í átt frá ijölskylduþjóðfélagi yfir í ein- stæðingaþjóðfélag ekki tilviljun ein. Frænd- ræknin er ekki endilega eingöngu af hinu góða, en sama má segja um hvarf frændrækn- innar. Á SUNNUDÖGUM var kakó með bútti- deigs-vínarbrauðslengjum og snúðum með glassúr og súkkulaði og franskbrauð eftir KFUM og K sungið: „svarar, svarar, vertu velkominn og þá kom steypiregn og vatnið jós og jós og þá kom steypiregn og vatnið jós og jós og þá kom steypiregn og vatnið jós og jós og húsið á sandi, það féll . . .“ allt endurtekið „og húsið á bjargi stóð fast“. Og glansmynd. Sé farið til upphafsins, til 11. aldar, hét sunnudagur, héreftir Drottinsdagur, gam- alt heiti, eða dies dominica enda helgur i augum manna. Hvíldardagur. Erfiða átti alla daga í sveita síns andlits nema á hvíld- ardaginn. Þá mátti gera sér glaðan dag eftir messu eða hvíla lúin bein. Öll vinna bönnuð og sem dæmi, éf hestur var járnað- ur á sunnudegi varð hann haltur, ef rúm- föt voru viðruð á sunnudagsmorgni varð hjónaskilnaður. Ef gert var að sjóklæðum manna á sunnudögum drukknuðu þeir. Að vinna á sunnudögum var synd. „Það er vonandi að hann skáni eitthvað úr helg- inni,“ segja menn oft í illviðrum og hríðum á vetrum eða óþurrkum á sumrum. En svo var til fram undir þetta sú trú, að veðurf- ar batnaði „upp úr prédikuninni" á sunnu- dögum, og títt er að gá til veðurs, þegar komið er úr kirkju, til að sjá, hvort ekki hefir breytzt útlitið til batnaðar. Ef ekkert hefir skipazt á meðan verið var í kirkjunni þótti víst, að þessu mundi hann halda þessa vikuna. Margt hefur á daga vora drifið eins og fræðast má um í bókunum íslenzk- ir þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili og Saga daganna eftir Árna Björnsson. Sunnudagur er þó mitt uppáhald, svo spari- legur sem hann er í sportsokkum mjalla- hvítum og lakkskóm gljáandi biksvörtum með bandi yfir ristinni og hneppatölu he- spaðri. Ekki kom til greina að láta sjá sig í bomsum, gúmmískóm eða vaðstígvélum eða svarthvítum strigaskóm. Þá var maður skríll. Sjá, synd Sódómu systur þinnar var ofdramb; hún og dætur hennar höfðu gnótt matar og lifðu góðu lífi í makind- um, en réttu þó ekki hinum voluðu og fátæku hjálparhönd. (Esekíel 16,49-50) Á sunnudögum, umsjón Stína fína (af hveiju þarf hún ekki að stimpla sig?). Umræðuefnið: Braggabúar. Talar við fimm manns, þar af eina konu fædda 1920 Sódóma gúmorron sinn undir hvorn En hví er ekki hægt að gera þá kröfu að fá fríð og hvíld frá bílatraffík á sunnudögum? Er hvíldardagur- inn ekki fyrír bíllausa? Má hvíldardagUrinn ekki vera hávaðalaus dagur? Skrölt og skralllaus Laugavegnr á sunnudögum? spyr Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir í Borgarpistli sínum. og einn mann fæddan 42 og þau áttu heima í sitthveiju braggahverfinu víðs vegar um borgina. Þau tala og tala en þegar þátturinn var afkynntur varð mér hugsað til þess að nú eina ferðina enn hefði sú ríka sennilega fengið borgað í bein- hörðum peningum en braggabú- arnir mátt þakka fyrir að ein- hver vildi tala við þá. Þetta | svona kom í framhaldi af lestrin- um í Morgunblaðinu um Agga sögumann; sagnauppsprettan Aggi og rangan á Kolkrabbaa- eyjufyndninni (Mbl. 13. okt. 1996); þar kemur fram að Skippý skræk hefur þurrausið huga Agga, í heil þijú ár var hann að rekja úr honum garnirnar og eins og Aggi segir: „Þetta var ekkert spjall yfir kaffibolla, heldur hörkuvinna." „Við töluðum saman í síma en ég j?í talaði líka inn á segulbands- spólur og sendi honum.“ Án þess mér komi það við: Hver gæti ekki kallað sig rithöfund út á svona mergsog? Vinnu- brögð snapara og snuðrara. „Segðu mér sögu,“ sagði hálf- EKTA glansmynd. danski snáðinn siðblindur á báð- um. _ Ó, dýra list! Beethoven spilaður, ó hve fagurt á sunnudegi. Við hvern haldiði að umsjónarmaður sé að tala? Jú, Onkel Jóakim eins og hann hafi einhveija list- ræna taug? Er hann ekki bara einn peningur og fötin skapa manninn, nei, ég hef einfaldan smekk og kaupi klæði hjá Onkel Jóakim. „Þessi kafli er fjörugur og glettinn,“ heyri ég hann segja. Þetta getur hann sagt sem hefur okrað á tuskum í áratugi, nema fötin séu þess virði. Látum oss sjá! Konsert fyrir klarinett og hljómsveit. „Þetta er Benny Go- odman ..." Tra..ra..ra..raaaaaaaa . . . Gæti dáið, ó, ég vil bara fá að hvíla mig (er’d’ekki aðfara- nótt hvíldardags?), sofa, klukkan orðin fimm þrettán á skjánum, lítið hald í tölvunni nema sem geymslu, rafeinda- ritvélin þrautalending- in . . . svarar, svarar, vertu velkominn, vissulega ertu . . . hjarta mitt fagnar mér ertu nær herra... Á sunnudögum eða kvöldin var fyrst sunginn sálmur, síðan lesinn lesturinn, bæn á eftir og svo sunginn sálmur á eftir. Ailtaf var sungið á sunnudögum úr sálmabókinni, eftir að hún kom út um aldamótin 1800 . . . lánsvegur er það að geta bjargað mönnum úr lífsháska og gera það . . . En hví er ekki hægt að gera þá kröfu að fá frið og hvíld frá bílatraffík á sunnudögum? Er hvíldardagurinn ekki fyrir bíllausa? Má hvíldardagurinn ekki vera hávaðalaus dag- ur? Skrölt og skralllaus Laugavegur á sunnu- dögum? Æ, ég þoli ykkur ekki. Skríll og aftur skríll og aftur skríll og aftur skríll. ísköld sundlaug. Ég var stödd í blágrænu ísköldu sund- laugarvatni, svo köldu að ég var skelfingu lostin, dauðhrædd. „Af hveiju var ég hér?“ Yfir sundlauginni dinglaði ljósasería, marg- lit og frekar fjandsamleg í golunni, stórar klunnalegar ljósaperur, ekki smáar og sí- breytilegar, kvikar og heillandi, nei, venju- legar en ögrandi eins og þær vildu segja: „Jæja, hvað gerirðu nu, lille dú?“ Hvers lags frekja er þetta? Ég hef ekkert gert af mér. En varla bíður þetta mín? Sindr- andi ský, dökkbláum svörtum glitmekki allt umhverfis hann. Var hún ekkert að hugsa? Nei. Hún lá uppi í rúmi í hnipri því henni var svo kalt, hún gat ekki hugsað og ekki verið heldur. Hver var hún? Hún leitaði með logandi ljósi að lifandi veru. Herbergi úr herbergi, ranghala eftir ranghala og fékk sér sæti, yfirleitt var yfir- fullt, troðfullt, þó mátti bæta einum við, virtist vera. „Ert þú líka dáin?“ spurði hún eina sem hélt á ungum krakka. Hún kinkaði kolli, fýld á svip og snúðug, en ásakandi, til mín, hvað hafði ég nú gert? Þau voru öll grá í framan og eins og dáið fólk í bíómyndum en ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því. Ég, hún, gekk klefa úr klefa og leitaði að sæti, stóð óðara upp aftur, því ekki mátti vista mig í dánarheimum. Þau voru svo fálát, andstyggileg og eins og þeim væri í nöp við mig. Eitt þeirra reyndi að stinga mig í ristina með skærum. Samt var þetta meinlaust en einhvern veginn var ég fyrir þeim, hafði móðgað þau, og átti ekki heima hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.