Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 9 Morgunblaðið/Kristinn SÖNGVARINN Stefán Jónsson, LÚDÓ í maí 1963, f.v. Rúnar Georgsson, Sigurður Þórar- irtsson, Arthur Moon, Stefán, Baldur Már Arngrímsson, Hans Kragh og Hans Jensson. LÚDÓ árið 1966, f.v. Baldur Már Arngrfmsson, Þorleifur Gíslason, Ólafur Benediktsson, Hans Jensson, Stefán Jónsson, Gunnar Bernburg og Sigurður Þórarinsson. LÚDÓ í dag — Stefán, Þorleifur Gi'slason, Sveinn Óli Jónsson, Hans Jensson, Gunnar Bernburg, Berti Möller og Elfar Berg. helgi, fyrir troðfullu húsi og yfir sumartímann fyrir austan fjail, uppi í Borgarfirði, eða suður á Keflavíkurflugvelli, mest þó hér á Suðvesturland- sundirlendinu. Við vorum í Þórskaffi alveg til 1966-67“. Og þá var bítlaæðið hafið. Og þið þá enn í fullu fjöri? „Já, já, og bítlatímabilið var byijað og í lagi að segja frá því að þá breyttist þetta. Ná- kvæmlega eins og þegar við lentum í samkeppni við KK og höfðum svo betur þá byrj- aði ný samkeppni og þá við Hljóma og reyndar Dáta líka. Það gekk nú nokkuð vel fram- an af en þeir sigu á, vel að merkja. Við fylgdum tíðarand- anum og vorum með nýjustu bítlalögin ekkert síður en þeir. Árið 1967 tvístraðist hljóm- sveitin að nokkru leyti. Þá kom ný hljómsveit Jóns Sig- urðssonar. í þeirri hljómsveit var hluti af Lúdómönnum, ég, Rúnar Georgsson sem hafði verið í hljómsveitinni um tíma, og skömmu síðar Hans Kragh. Sú hljómsveit var til nokkuð lengi. Við höfum síðan verið við þetta með hvíldum. Alltaf þó hluta úr ári og nú hin síð- ari árin, ég. Elfar, Hans Kragh, Berti og svo hafa ver- ið með t.d. Þorleifur Gíslason og Rúnar Georgsson, Hans Jensson og Arthur Moon.“ Komu ekki út plötur með Lúdó sextettinum á sjöunda áratugnum? „Jú, en margir hafa undrast það að við skyldum ekki spiia inn á fleiri plötur á þessum tíma. Það var 1962 að maður að nafni Helgi frá hljóðfæra- verslun Sigríðar Helgadóttur kom að máli við okkur og vildi gefa út með okkur tveggja laga plötu. Nú, við settumst niður og fundum tvö lög, bæði erlend reyndar, annað lagið er búið að vera lífseigt í gegn- um tíðina. Því ekki að taka lífið létt? Ómar Ragnarsson kom á staðinn og smellti inn texta við það, eins og honum er einum lagið. Á hinni hlið- inni er lagið Nótt á Akureyri. Síðan gerðist ekkert í plötuút- gáfu þar til ca 1965 að 4 laga plata kom út, þar sem Þuríður Sigurðardóttir söng fyrst inn á plötu. (Elskaðu mig). Eftir að hljómsveit Jóns Sigurðssonar hætti fór ég ásamt nokkrum félögum nín- um í Lúdó að spila á Keflavík- urflugvelli, í klúbbunum þar upp frá og þar vorum við í ein þijú ár. Þaðan lá leiðin í Átthagasal Hótel Sögu og ég gekk þar inn í hljómsveitina með Elfari Berg, Hans Kragh og Berta og við vorum þarna á einkaböllum og árshátíðum í nokkur ár. Þar var Svavar Gests að skemmta sér, líklega árið 1976 og kom að máli við okkur þegar hann heyrði okk- ur fara með gömlu lögin og sagði: - Það væri nú gaman að prófa þetta. Að setja eitt- hvað af lögunum inn á plötu. Þá var Svavar orðinn stærstur í plötuútgáfu. Hjá Svavari yar tekin upp tólf laga plata, Óls- en, ólsen og fleiri þekkt lög. Nú, platan seldist upp á skömmum tíma og var mikið spiluð í útvarpi. Mér skilst að hún hafi selst í um níu þúsund eintökum og á jólamarkaði var hún uppseld. Næsta ár var leikurinn endurtekinn og kom þá ný tólf laga plata. Þar var lag eins og Rokk i blokk, sú plata gekk einnig ágætlega. Þessi gömlu góðu lög lifa og eru ótrúlega lífseig og það segir okkur vissa sögu. Aftur á móti hefur svo margt verið framleitt. Þú heyrir þetta ör- skamma stund og svo er þetta gleymt. Fátt af þessu nýrra lifir. Við höfum séð það í gegnum tíðina að rokkið á mjög sterkar taugar í flestum. Þetta er fjörug músík sem lífg- ar alla upp. Það á við um unga fólkið ekkert síður en það eldra. Frumkrafturinn er slíkur. Rokkið stenst tímans tönn.“ Berti Möller er varðstjóri á lögreglustöðinni við Hlemm. Hann var á vakt þegar ég kom þar í miðri viku. Hann er hávax- inn og þrekinn og þegar ég leit hann augum þar sem hann sat fyrir innan glerrúðu fannst mér að hann hlyti að hafa lykla- völd að þeim stofnunum sem skipta máli í þjóðfélaginu. Hann lagði ljósmyndamöppu á borð fyrir framan sig og tók að skoða gamlar myndir og rifja upp upphafið á ferli Piútó og brosti, strauk yfir hárið sem er tekið að grána nokkuð. „I fyrstu útgáfu af hljóm- sveitinni vorum við fjórir, ég, Elfar Berg, Hans Jensson og Hans Kragh. Þá fannst okkur vanta bassaleikarann og feng- um til iiðs við okkur Gunnar Kvaran og nokkru síðar, eða um mitt ár ’58 bættist Stefán síðan í hópinn. Við vorum nokkrir saman niðri í Tryggvagötu þegar við hittum Stefán og þá var SAS tríóið á toppnum. Við buðum honum að vera með og þar með var hljómsveitin orðin kvintett. Upp úr því fórum við í mikla reisu og byijuðum í félags- heimilinu Ölveri um verslunar- mannahelgina ’58. Síðan héld- um við á Patreksfjörð, Bíldud- al, Blönduós og enduðum í Ólafsvík og á Hellissandi. Þeg- ar allur kostnaður af ferðinni hafði verið gerður upp áttum við níu hundruð krónur á mann sem þóttu töluverðir peningar á þeim árum.“ Hver er uppruni þinn? Ertu Reykvíkingur? „Já, og bjó á þessum árum í blokk á Birkimel 6 B. Það var mikil músík í mínu fólki þannig að músíkin varð hluti af mér og ég fékk gítar í ferm- ingargjöf og lærði á hann og fór snemma að spila. Ég vissi af pilti sem átti heima í næsta stigagangi við mig á Birkimelnum og var með herbergi í risi og spilaði á trommur, Hans Kragh heitir hann, og við vissum hvor af öðrum. Við byijuðum að spila með Pálmari sem rekur hljóð- færaverslun Pálmars og Einari Loga á balli uppi á Akranesi.“ Eftir það vildu þeir endilega fá okkur til að halda áfram. Við vorum ekki alveg nógu spenntir. Síðan fréttum við af Elfari og Hans Jenssyni og þá verður til upphafíð að Plútó. Hansi var úr Bústaðahverfinu og Elvar úr Kópavoginum. Við spiluðum síðan mikið í Vetrar- garðinum og um haustið ’58 fór ég í nám og hætti og Ólaf- ur Gunnarsson kom í staðinn. Ég hélt síðan áfram í hljóm- sveitum næstu árin og var við- loðandi músík til 1964 að ég fór í lögregluna. Svo var ég aftur byijaður 1967 og hef eiginlega spilað stöðugt síðan. Árið 1972 fór ég að spila aftur með gömlu félögunum og höf- um við verið að meira eða minna síðan.“ Og stemningu rokkáranna ætlið þið svo að rilja upp á Hótel Islandi? „Já, og ég þykist vita að allur sá fjöldi sem man þessa stemningu og langar að upplifa hana aftur kemur og riflar upp með okkur þessi ógleymanlegu ár.“ Kaupmaðurlnn - píanólelkarinn Elfar Berg kom í viðtal frá Hafnarfírði þar sem hann starf- rækir verslunina Holtanesti. Hann er fremur lágvaxinn, þrekinn og hefur líklega bætt við sig nokkrum aukakílóum um hátíðarnar eins og fleiri án þess að vera beinlínis með ístru. Dæmigerður athafna- maður með mörg stór áform. „Þetta byijaði eiginlega þannig að ég og Hans Jensson vorum að spila saman á harm- onikku og saxófón og síðan komu hinir hver af öðrum, Hans Kragh, Berti, Gunnar Kvaran og Stefán. Við Hans Jensson spiluðum í byijun í VR-salnum við Vonarstræti og KR-heimilinu. Ég var í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Ég talaði við Magnús í PFAFF. Þá var hann orðinn virtur trommuleikari og við báðum hann að koma og spila með okkur. Hann hafði ekki tíma en benti okkar á Hansa Kragh og síðan þróaðist þetta í atvinnuhljómsveit, árið 1959 í Vetrargarðinum. Fljótlega upp úr þessu byij- aði sveitaballsmenningin. Fyrsta stóra ballið okkar var í Félagsgarði í Kjós. Síðan lá leiðin í Selfossbíó um hveija helgi. Þar var mikið fjör. Það voru dæmi þess að það komu fimm, sex troðfullar rútur frá BSÍ og leigubílar í löngum bunum. Þarna voru stundum slagsmál. Einu sinni var svo mikið að gera hjá lögreglunni að þeir urðu að handjárna ein- . hveija við ljósastaurana. Það var alveg pakkað inn í húsið og troðfullt og við skildum ekkert í því að við komumst ekki í gegnum húsið til að fara í pásu. Stuttu áður en við fórum í pásuna kom svo stór glufa á dansgólfinu og það kom fljúgandi hæna upp á senuna. Það hafði þá ein- hver gestanna farið inn í hæsnahús þarna í nágrenninu og stungið henni inn á sig.“ Þú byijaðir þá ekki sem píanóleikari? „Nei, ég bytja að spila á harmonikku og svo lærði ég á básúnu hjá Birni R. í Lúðra- sveitinni Svaninum og þar var Hans Jensson á saxófón. Þeg- ar rokkið þróaðist gekk ekki lengur að spila á harmonikku, ég fór að spila á píanó. Ég hef spilað með fjölmörg- um hljómsveitum á milli þess em ég hef verið í Lúdó. Fékk t.d. góða þjálfun með Óla Gauk, Jóni Páli Bjarnasyni og Andrési Ingólfssyni.“ Hvað er þér minnisstæðast á löng- um ferli með Lúdó? „Minnisstæðúst er vel- gengnin og samheldnin hjá okkur félögunum í Lúdó og hún hefði ekki haldist ef kon- ur okkar hefðu ekki þekkst allan tímann. Þó svo að ég hafi nú stofnað Plútó þá hætti ég tiltölulega snemma eða árið 1961 og fór að spila í öðrum hljómsveitum þar til ég byijaði aftur í Lúdó áratug síðar eða 1972. Lengst af á mínum ferli sem hljóðfæra- leikari hef ég einnig starfað við annað. Fyrst sem prent- ari, síðan sem sölustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um og síðan með verslun." Dúklagningamelstarinn - saxófónleikarinn Hans Jensson dúklagninga- meistari er önnum kafinn flesta daga vikunnar og hafði verið að störfum á Akranesi þégar hann kom í viðtal á laugardegi. Fremur hávaxinn og greinilega í góðu formi og ekki óvanur því að hafa heil- mikið umleikis. „Ástæðan fyrir því að hljómsveitin hélt svona lengi út og var mjög vinsæl var sú að það var þessi sami kjarni lengst af. Mórallinn var góður og samkomulagið gott og þess vegna tókst okkur að vinna vel saman. Ég var með frá byijun og til 1967 að ég hætti. Hver var aðdragandinn að því þú byijaðir að spila opin- berlega í danshljómsveit? „Ég lærði hjá Braga Ein- arssyni og Vilhjálmi Guðjóns- syni og var í einkatímum í Tónlistarskóla Reykjavikur. Ég byijaði að spila á altósaxó- fón en þegar Plútó var stofnuð var ég kominn með tenórsaxó- fón, annað þýddi ekki þegar rokkið var komið til sögunnar. Ég var kominn í iðnnám þegar ég byijaði að spila. Ég hef gert ýmislegt annað en. að spila í danshljómsveitum. Ég var í karlakórnum Stefni. Ég keypti mér jörð í Borgarfirði og var þar í ein þijú ár og þar stofnaði ég kór, samkór Mýramanna og var fyrsti stjómandi hans. Undanfarið hef ég verið að spila þegar við erum beðnir um og svo hef ég verið að spila jazz. Þegar ég hætti í Lúdó 1967 spilaði ég lítið sem ekkert í tíu ár. Svo byijaði ég aftur að spila á böllum um 1980. Kom svo síðar inn í Lúdó. Hér áður fyrr var þetta mikil keyrsla og ótrúlega mikil vinna og maður varð að hvíla sig á þessu. Strax á fyrstu árunum tókum við sveita- ballabisnessinn á einni helgi eins og hann lagði sig. Eg man eftir einu balli á Hvoli þar sem voru þúsund manns. Þegar maður lítur til baka voru þetta rosalega góðar tekjur sem við höfðum. Það hefur orðið mikil bylting síðan við vorum að spila þama á fyrstu árunum. I þá daga var einn míkrófónn fyrir söngvara og tvö hátalarabox." Ragnar Ragnarsson bygg- ingaverkamaður minnist þess þegar hann var sautján ára að hafa verið á dansleik þar sem hljómsveitin kom fram. „Það var árið 1958. Ég var ekki vanur því að veita hljóm- sveitum sérstaka athygli. Nema þama var allt öðmvísi hljómsveit sem spilaði ferskt, hrátt rokk. Þeir voni engum líkir og voru helsta stuðhljóm- sveitin. Ég læt taka frá fyrir mig miða á Hótel íslandi um leið og miðasaian verður opn- uð. Maður sleppir ekki svona tækifæri. - Að rifja upp gömlu árin með Lúdó og Stefáni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.