Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST MEÐ HELSTU popp- sveitum síðustu ára aust- ur á Bretlandseyjum er Simply Red-flokkurinn, sem hefur reyndar lengstaf verið eins manns verk, söngvarans knáa Micks Hucknalls. Félagar hans hafa sumir sakað hann um ólýðræðisleg vinnubrögð, en Hucknall veit hvað hann vill eins og sannast á safnplötu helstu laga sveitarinnar og kom út seint á liðnu ári. Simply Red fagnaði tíu ára afmæli með breiðskífunni Greatest Hits sem á eru fimmtán lög, allt frá fyrsta lagi Hucknalls sem náði vinsæld- um í lagið Angel sem naut hylli fyrir fáum vik- um. I gegnum tíðina hef- ur Hucknall stýrt sveitinni styrkri hendi og náð að fella lög sín að þeim straumum sem hæst hafa borið; þó ekki hafí hann verið í hópi braut- ryðjenda hefur hann náð að halda tónlistinni ferskri, í það minnsta fram undir það síðasta, en síðasta breiðskífa sveitarinnar seldist ekki eins vel og vænst var. Kannski hefur hann kom- ist á sporið aftur með Angel, en þar leggja hon- um lið Fugees-liðsmenn Lauryn Hill, Wyclef og Praz. Sagt hefur verið að ferill Micks Hucknalls sé líkt og liðinn áratugur; áratugur uppamennsku, íburðar og lífsnautna, en Hucknall eigi erfiða daga framundan því nú stefni í meinlætalíf og nægju- semi sem eigi ekki vel við kvennamann og spjátr- ung með rúbínstein í ann- arri framtönninni. Hvað sem því líður hlýtur safn helstu laga Simply Red að teljast gott, ekki síst þegar þeim sem kaupa gefst kostur á að kaupa sér sérstakt Simply Red úr eins og boðið er á umslagi. Léttlyndi Stilluppsteypumenn. Morgunblaðið/Þorkell Nafnspjald Stillupsteypu STILLUPPSTEYPA hefur verið iðin við útgáfu á liðnum árum, en þá yfirleitt í sam- floti við aðra; það var ekki fyrr en fyrir skemmstu að fyrsta eiginlega útgáfan með tónlist Stilluppsteypu leit dagsins ljós. Sú kallast ein- faldlega Stillupsteypa og á henni eru fjögur lög, eins- konar stuttskífa þó rúm- ar tuttugu mínútur af tónlist sé þar að fínna . Stilluppsteypumenn segjast hafa segj- ast hafa ákveðið að setja saman hálfan disk af endurhljóð- blönduðum lögum, og hinn helminginn með nýju efni, meðal annars til að kynna hljómsveitina. „Þetta er fyrsta alvöru útgáfan, fyrsti diskurinn sem við fáum fyrirtæki til að dreifa fyrir okkur, og hugsaður sem nafn- spjald hljómsveitarinnar, en til þess að menn úti leggi frekar við hlustirnar fengum við Hafler Trio og Matt Wand tij að endurhljóðblanda lög, enda eru það þekkt nöfn úti, þá sérstaklega Matt Wand.“ Þeir félagar segja lögin tvo sem teljast ný á plötunni tek- in upp í sumar, en endurunnu lögin eru eldri, „Andrew Mac- Kensie, sem skipar Hafler Trio, endurhljóðblandaði gamalt lag, en Matt Wand setti saman nýtt lag úr hlut- um úr eldri lögum“, segja þeir og bæta við að standi til að gera myndband við það. Tónlist Stilluppsteypu þyk- ir ekki vel algengileg, en þeir félagar segja að talsverður markaður sé fyrir tónlist sveitarinnar úti. „Hér á landi er eins og fáir skilji það sem við erum að gera, en úti er góður markaður og þannig erum við alltaf búnir að selja fyrir kostnaði þegar hver út- gáfa kemur út. Það hefur reyndar ekki komið út diskur sem eingöngu er helgaður okkur, hitt hefur ýmist verið í takmörkuðu upplagi, sjö- tommur eða vínylútgáfa, þannig að nú er lag að kynna nafnið almenni- lega úti og kannski hér heima líka.“ Stillupsteypu- mönnum vefst tunga um tönn þegar þeir eru beðnir að lýsa tónlist sinni, svara því til að það sé verk annarra að setja merki- miða á tónlistina. „Við erum ekki að halda okkur á neinu sérstöku sviði, við gerum bara það sem okkur langar hverju sinni, en það má þó segja að við erum ekki að leika pönktónlist, sem fjöl- margir virðast halda. Annað sem við höfum rekið okkur á er að fólk heldur að við séum afskaplega þunglyndir, en þvert á móti erum við frekar léttlyndir og bregðum oft á leik í tónlistinni og lagaheit- um, þó það sé kannski kímni sem aðrir skilja ekki.“ GusGus perlur GUS GUS-flokkurinn hefur er kominn á mála hjá einni virtustu útgáfu Bretlands, 4AD, og hefur feng- ið frábæra dóma fyrir það sem sveitin hefur sent frá sér ytra hingað til. Framundan er ferð um heiminn, útgáfa á fyrstu breiðskífunni ytra og íj'ölmiðlastúss út í eitt. Fyrsta skrefið í þeim leik verða tónleikar flokksins í Perlunni næstkomandi föstudag, sem með- al annars eru haldnir fyrir fríðan hóp blaðamanna, sjónvarpsmanna, útsendara útgáfu- og dreifingarfyr- irtækja og þorra starfmanna 4AD, sem steðja hingað til lands til að sjá á sviði nýjustu sveit fyrirtækisins og þá sem það gerir sér mestar vonir um. eftir Áma Matthíasson Sigurður Kjartansson, Magnús Jónsson og Hafdís Huld, þriðjungur Gus Gus, segja að tón- leikarnir séu haldnir á vegum 4AD, en upphaf- lega hafi staðið til að halda fyrstu tónleikana í Lundúnum. „Við höfum aftur á móti ekki legið á þeirri skoðun okkar að við viljum helst starfa hér á landi og þá þótti ___ heillaráð að halda fyrstu tónleikana hér í stað þess að setja eitthvað upp í klúbb í Lundún- um sem allir hafa komið hundrað sinnum í.“ Þau segja að ekki síst fyrir þá sök að tónleikarnir séu á íslandi hafi grúi ákveðið að koma til að sjá sveitina á sviði. Þar á meðal eru menn frá MTV, en mynda á þijú lög fyrir Alternative Nation-þátt MTV, sem stjórnandi þáttarins, Toby Amos kemur hingað af því tilefni, og fleiri sjónvarpsstöðvum, bresk- um stórblöðum á við In- dependent, tímaritum eins og Face og iD og svo mætti lengi telja. „Til við- bótar við þetta gengi verða síðan frammámenn og starfsmenn fyrirtækja sem eiga eftir að dreifa plötunni okkar í hvetju landi fyrir sig, menn frá Þýskalandi, Frakklandi og Japan og góður hópur frá Warner í Bandaríkj- unum, en menn þar á bæ hafa ákveðið að leggja vinnu í að kynna og selja plötuna okkar þar í landi,“ segja þau en einnig verður selt inn á tónleikana, átta hundruð miðar alls, og eingöngu í forsölu. Þau Sigurður, Hafdís og Magnús taka undir að vissulega sé Gus Gus hópurinn sérkennilega samsettur, kvikmynda- gerðarmenn, plötusnúð- ar, söngvarar og hljóð- færaleikarar, og að ekki verði allir á svið- inu; það sé af- káralegt að búa til verkefni bara til að koma sem flestum á svið. „Það eru þó allir að vinna að tón- leikunum, það þarf að stýra ljós- um og sviðsbún- aði; það fléttast allt sam- an.“ Þau segja að einn til níu verði þó á sviðinu, breytilegt eftir því sem fram fer, en alls er flokk- urinn með ríflega klukku- stundar dagskrá. Þau segja að lögin hafi tekið allmiklum breytingum frá því sem var á breið- skífunni sem kom út hér á landi fyrir hálfu öðru ári, bæði vegna þess að mikið hafi gerst í tónlist sveitarinnar, meðal ann- ars fyrir tilverknað endurhljóðblandana, en einnig sé allt annað að standa á sviði en dunda í hljóðveri. Til upphitunar verður Vuca, íslenskur tónlistar- maður sem heitir Arni Valur upp á íslensku, og einnig treður Skari skrípó upp. Húsið verður opn- að kl. 21.00, en Gus Gus hefur leik sinn uppúr kl. 23.00. Afmælis safn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.