Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hátíðarsýning á Fögru veröld Fyrirlestur um þjóðgarða Ameríku Jí„LIONSKLÚBBURINN Þór stendur fyrir, í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur, listamenn og Mótorsmiðjuna, sérstakri hátíðar- sýningu í kvöld kl. 19, á leikritinu Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson," segir í fréttatilkynningu frá Lionsklúbbnum Þór. Þar segir jafnframt: „Leikritið fjallar um borgarskáldið Tómas Guðmundsson, svo vill til að Tóm- as Guðmundsson var einn af stofn- endum Lionsklúbbsins Þórs og þótti því við hæfi að standa fyrir >■ sérstakri sýningu í fjáröflunar- skyni. Ágóði af sýningunni rennur til styrktar Mótorsmiðj- unni, en Mótorsmiðjan vinnur mjög athyglisvert starf með ungl- ingum á höfuðborgarsvæðinu, og verður notaður til kaupa á verk- færum og uppbyggingar torfæru- brautar Mótorsmiðjunnar." Loks segir að fyrir sýninguna muni Bubbi, Sniglabandið og fleiri listamenn skemmta sýningargest- um og að þeir gefi vinnu sína. FYRSTI fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á ný- byijuðu ári verður mánudaginn 27. janúar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Á fundinum flytur Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, prófessor í grasafræði, erindi sem hún nefnir: Þjóðgarðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. í fyrirlestrinum verða sýndar myndir og sagt frá nokkrum þjóð- görðum í Bandaríkjunum. Einkum verður fjailað um gróðurfar og einnig um önnur sérkenni þeirra. Yellowstone, elsti þjóðgarður heims, er gríðarstór að flatarmáli, á stærð við Vatnajökul. Hann er þekktur fyrir stórbrotið landslag en ekki síður fyrir ríkulegt dýralíf. Um þrír fjórðu hlutar hans brunnu í miklum skógareldum árið 1988. Rocky Mountains-þjóðgarðurinn spannar yfir 2.000 metra hæðar- mun og þar sjást vel gróðurbreyt- ingar með hæð, frá skógum úr ponderosafurum neðst upp í trjá- lausa túndru í nær 4.000 metra hæð. Everglades-þjóðgarðurinn er einstætt, marflatt votlendi á syðsta hluta Flórídaskaga. Lífríki Ever- glades er nú ógnað vegna síaukinn- ar byggðar sem raskar vatnabú- skap og útbreiðslu framandi plöntutegunda. í Mesa Verda-þjóð- garðinum og Canyon de Chelly- friðlandinu í Arizona eru sérkenni- legar og vel varðveittar indíána- byggðir með húsum sem hlaðin voru inn í hvelfingar í miklum gljú- frum. Landslag er þama einnig stórbrotið og hrjóstrugt. Ef tími vinnst til verður einnig stuttlega sagt frá Arches-þjóðgarðinum. -----» ♦ ♦----- Samningar um frið í Mið- Austurlöndum HANAN Goder, sendiráðsritari í sendiráði ísraels í Ósló flytur á þriðjudagskvöldið erindi um ísrael og samninga um frið í Mið-Austur- löndum. Erindið verður flutt í íþrótt- amiðstöðinni í Laugardal, húsi 1, 2. hæð og hefst hann kl. 20. í fréttatilkynningu frá ræðis- manni ísraels á íslandi segir að Goder muni fjalta um stöðuna í samningamálum ísraels og PLO og friðarhorfur í þessum heimshluta og svara fyrirspurnum að því búnu. Fundurinn er öllum opinn. LEIÐRÉTT Mat á öryggi fólks í brennandi byggingum ÞAU mistök urðu við frágang fréttatilkynningar um fyrirlestur Gunnars H. Kristjánssonar að mein- legar villur slæddust með. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og endurbirtir hér frétta- tilkynninguna: „Mánudaginn 27. janúar næst- komandi mun Gunnar H. Kristjáns- son, verkfræðingur, halda opinber- an fyrirlestur sem nefnist: Mat á öryggi fólks í brennandi bygging- um. Fyrirlesturinn, sem er loka- áfangi náms til meistaraprófs við verkfræðideild Háskóla íslands, verður haldinn í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar VRII við Hjarðarhaga og hefst hann kl. 16.15. Gunnar Kristjánsson lauk prófi frá verkfræðideild Háskóla íslands 1992. Jafnframt störfum sínum hjá Brunamálastofnun ríkisins hefur Gunnar lagt stund á rannsókn- artengt framhaldsnám við Háskóla íslands og Tækniháskólann í Lundi. Umsjónamefnd með náminu skipa dr. Björn Karlsson, Tækniháskólan- um í Lundi, Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri, og Ragnar Sigur- björnsson, prófessor við Háskóla íslands, sem er formaður nefndar- innar og aðalleiðbeinandi. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir." Tilk Doðsdagar! Púðar - Lampar 20 - 30% afsláttur iittala l/ja ppl Laugavegi24. FINLAND Ivd 1 V- 1 simi 562 4525 I.O.O.F. 3 = 1781278 = M.A. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. I.O.O.F. 19 = 1782718 = I. □ Gimli 5997012719 I 2 I.O.O.F. 10 = 1771278 = I □ Helgafell 5997012719 VI 2 -rr-, Kristniboðsfélag karia Fundur verður í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 27. janúar kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson hefur biblíu- lestur. Allir karlmenn velkomnir. Aðalfundur félagsins verður á sama stað 10. febrúar kl. 20.30. Stjórnin. Miðilsfundur! Kl. 20.00. Opinn miðilsfund- ur með Þórhalli Guðmundssyni verður haldinn í Bæjarbíói, Hafn- arfirði, miðviku- daginn 29. janúar Húsið verður opnað kl. 19.00. Aögangseyrir kr. 1.000,-. Forsala í síma 565-4087 eftir kl. 17.00. Kl. 11.00. Sunnudagaskóli. Kl. 20.00. Hjálpræðissamkoma. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allir velkomnir. Mánudag kl. 15.00. Heimilasam- band. Valgerður Gisladóttir talar. Allar konur velkomnar. Orð lifsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Ásmundur Magnússon précf- ikar. Kennsla i kvöld kl. 20.00. Samkoma á miðvikud. Id. 20. Allir hjartanlega velkomnirl Morgunsamkoma 4B kL 11.00. Sér stund fyrir bömin. Sameiginleg máitið eft- ir stuncfina. Fólk taki með sér mat á htaðborg. Gönguferð á eftir, ef veður leyfir. Almenn samkoma í Breiðhoits- kirkju kL 20.00. Lofgjörð, fyrirbænir og vitnisburð- ur. Olaf Engsbráten predikar. Allir velkomnir. Dulheimar Sálarfriður i Hlégarði Vertu með, komdu og taktu þátt í skemmtilegri og uppbyggjandi dagskrá sem er: • Skyggnilýsing. • Hlutskyggni. • Lestur í litaborða. • Gospel tónlist. • Heilun. Mætum öll í félagsheimilið Hlé- garð, Mosfellsbæ, mánudags- kvöldið 27. jan. kl. 20.30. Fund- argjald kr. 1.000. Mætið tíman- 'lega. Dulheimar, sími 581 3560. Námskeið í kinesiologi Kennt er að vinna með jafn- vægi huga og líkama í sam- ræmi við heild- ræna sýn á til- veruna. Kennt er að vinna með orkuflæðið í tengslum við kínverska nála- stungukerfið. Steitulosun -- jákvæð hugsun - sjálfsþekking. Bryndís Júllusdóttir, kinesiolog. Skráning í síma 486 3333. Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00 Samúel Ingimarsson talar um grundvöll kirkjunnar. Kvöldsamkoma kl. 20.00 Gestir frá Vineyard kirkjunni á Keflavíkurflugvelli. Tilbeiðsla og fyrirbænaþjónusta. „Sjá, nú hef ég nýtt fyrir stafni, það rekur þegar að votta fyrir því - sjáið þér það ekki?" Jes. 13.19. Pýramídinn - andleg miðstöð Matthildur Sveinsdóttir tarotlesari verð- ur með tarot námskeið helg- ina 1. og 2. febr- úar á Major spil- um, minni spil- um, táknmáli spilanna og lögn- um þeirra. Matthildur verður einngi með einkatíma. Upplýs- ingar og bókanir í símum 588 1415 og 588 2526. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma i dag kl. 16.30. Barnagæsla meðan á samkomu stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30 Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hverfisgötu 105,1. hæð, sími 562 8866 Samkoma kl. 20.00. „Hvað stoppar þessa kynslóð?". Prédikarar Hilmar Kristinsson og Linda Magnúsdóttir. Frelsis- hetjurnar kl. 11 - krakkakirkja. Þriðjudaginn kl. 20.00: Almenn samkoma. Föstudagskvöld kl. 21.00: Gen-x kvöld fyrir ungu kynslóö- ina. Allir velkomnir. Samkoma kl. 16.30 í Bæjar- hrauni 2, Hafnarfirði. Predikun: Stefán Ágústsson. Barnastarf meðan á samkomu stendur. Mánudagur: Bænastund kl. 20.00. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Alllr velkomnlr. Aoaistöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í dag kl. 17. Vitnis- burðir KSS-inga: Sigurður Bjarni Gíslason, BaldurH. Ragnarsson, Gísli Geir Harðarson og Petra Eiríksdóttir. Ten Sing hópurinn syngur. Allir hjartanlega velkomnir. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn tekur lagiö. Barnagæsla. Ræðumenn Björg Lárusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Fyrsta „opna hús“ ársins verð- ur laugardaginn 1. febrúar kl. 14-17. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Ræðumaöur Hafliði Kristinsson. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Þriðjudagur: Samvera á vegum systrafélagáins kl. 20.30. Miðvikudagur: Lofgjörö, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbburinn kl. 18.00, fyrir öll börn á aldrinum 3ja - 12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Öðruvisi sunnudagsferðir 26. janúar 1997 kl. 10.30. 1. Skíðaganga út í bláinn. Farið verður á hagstætt skíðagöngu- svæði í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Fararstj. Bolli Kjart- ansson. 2. Óvissufjallganga Fararstjóri velur gott fjall til að ganga á. Mætið vel búin. Fararstjóri: Jón- as Haraldsson. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Heimkoma um kl. 16.00. Verð 1.000 kr. Þorraferð og þorrablót í Freys- nesi 8.-9. febrúar. Fá pláss laus. Miðar á skrifstofu. Ferðafélag íslands. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Sálarrannsókn- arfélag íslands í samvinnu við Erlu Stefánsdótt- ur, sjáanda, hef- ur ákveðið að bjóða mikið veik- um einstaklingum og öldruðum upp á einkatíma, þar sem fjallað verður um dauð- ann og lífið fyrir og eftir hann frá sjónarhóli spíritista og þeirra, sem geta séð yfir landamæri lífs og dauða. Einkatímarnir geta verið í hús- næði SRFl, í heimahúsum eða, að fengnu leyfi, á sjúkrastofnun- um. Verð háð aðstæðum hverju sinni. Frekari upplýsingar i síma 551 8130 milli kl. 10-12 og 14-16 og á skrifstofunni, Garða- stræti 8, alla virka daga. SRFl. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Huglæknarnir og miðlarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristin Karlsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir, María Sigurðar- dóttir og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa öll hjá félag- inu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjáns- son upp á umbreytingafundi fyr- ir hópa. Bæna- og þróunarhringir, sem Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir, eru vikulega á mánudögum og þriðjudögum. Bjarni Kristjáns- á son, miöill og huglæknir, hefur starfað hjá SRFÍ á fjórða ár. Bjarni býður uppá einkatíma vikulega á þriðjudögum og fimmtudögum. Fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.30 verður á vegum SRFi op- inn heilunarfundur með Kristínu Þorsteinsdóttur í húsakynnum Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, Kópa- vogi. Allir velkomnir á meðan húsrum leyfir. Frjáls framlög. í mars kemur breski umbreyting- amiðillinn Diane Elliott og um mánaðamót maí-júní breski hug- læknirinn Joan Reid. I mai kemur velski miðillinn og kennarinn Colin Kingshot til starfa. Nánar auglýst síðar. Frekari upplýsingar í síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 alla virka daga og á skrifstofunni, Garðastræti 8. SRFl. Dagsferð 26. janúar kl. 10.30 Raðganga Útivistar. 2. áfangi, Bæjarsker-Stafnnes. Verð 1.300/1.500. Dagsferð 1. febrúar kl. 10.00 Dagsferð jeppadeild- ar. Valið verður milli þriggja leiða eftir veðri og færð. Mæting hjá Nesti í Ártúnsbrekku. Allir velkomnir. Dagsferð 2. febrúar kl. 10.30 Gömul verleið. Kl. 10.30 Skíðaganga, Mosfells- heiði, Borgarhólar, Bringur. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist GPS námskeið 27. og 28.janúar kl. 20.00. Loksins GPS nám- skeiö. Kennt á tækin, rétt notkun korta við leiðarval. Komiö með eigin GPS tæki. Námskeiðið er haldiö í samvinnu við Björgunar- skóla Landsbjargar. Verð kr. 2000, öll námsgögn innifalin. Skráning á skrifstofu Útivistar. Allir velkomnir. Áttavitanámskeið 10. og 12. febrúar kl. 20.00. Kennd verður rétt meðferð áttavita, kortalestur, stefna fundin af kortiog sett á kort, staðsetningar með miðun- um, misvísun og fleira. Verð kr. 1.800, innifalið vandað fræðslurit um rötun. Skráning á skrifstofu Útivistar. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.