Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Staða lögregluvarðstjóra Sýslumaðurinn á Húsavík auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögregluvarðstjóra með að- alstarfsstöð á Raufarhöfn og Þórshöfn. Um- sóknarfrestur er til 16. febrúar 1997. Upplýsingar gefur Sigurður Brynjúlfsson yfir- lögregluþjónn í síma 464 1630. Sýslumaðurinn Húsavík, Halldór Kristinsson. Heilsugæslustöð Fáskrúðsfjarðar Staða læknis við Heilsugæslustöð Fáskrúðs- fjarðar er laus til umsóknar. Helst er óskað eftir sérfræðingi í heimilis- lækningum. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. Einnig er laus til umsóknar staða hjúkrunar- forstjóra á sama stað. Sú staða er laus frá 9. mars 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. ---------------------------------- : Heimilistæki hf. hafa 35 ára reynslu af því að þjóna íslenskum fyrirtækjum um vandaðan tæknibúnað. Á þessum ámm höfum við lært að skynja þarfir fyrirtækjanna.Tækni- ng tölvudeild Heimilistækja hefur það markmið að bregðast ávallt skjótt við nýjum möguleikum nýrrar tækni og hafa ávallt á að skipa starfsfólki í fremstu röð. Vegna stóraukinna umsvifa hjá - Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. I leitum við að drífandi starfsmönnum sem tilbúnir eru að takast á við spennandi störf hjá traustu og ■ framsæknu fyrírtæki. Tölvubúnaður — söluráðgjafi Óskum eftir að ráða söluráðgjafa til að selja tölvur og netbúnað til fyrirtækja og stofnana. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á því sviði og vera hæfur til að aðstoða viðskiptavini við tölvuvæð- ingu fyrirtækja. í dag starfa þrir starfsmenn við sölu tölvubúnaðarfrá Laser, Acer, Philips, HP, Multitech, Microsoft, Garrett o.fl. Hugbúnaðarsérfræðingur - Fjölnir/ Navision Financials Vegna fjölda verkefna á þessu sviði óskum við eftir að bæta við okkurfleiri hugbúnaðarmönnum með mikla reynslu á þvi sviði. Áhersla er lögð á skipulögð og sjálf- stæð vinnubrögð, þjónustulipurð og þægilega framkomu. (£Jj Símstöðvar - söluráðgjafi Óskum eftir að ráða söluráðgjafa til þess að selja sím- kerfi, símstöðvar og annan símabúnað til fyrirtækja og stofnana. Reynsla af uppsetningu og þjónustu símstöðva ásamt þekkingu á ISDN umhverfi er mikill kostur. Sölu- starfið fer fram með tilboðagerð og heimsóknum til væntanlegra viðskiptavina. f dag starfa þrír starfsmenn við sölu simabúnaðar hjá Heimilistækjum. Fyrirtækið selur símabúnað frá Philips, Ascom og Hybrex. (£{j Ljósritunavélar — söiuráðgjafi Óskum eftir að ráða söluráðgjafa til að selja Infotec Ijósritunarvélar og faxtæki til fyrirtækja og stofnana. Um er að ræða sölustarf sem að mestu fer fram með heimsóknum til væntanlegra viðskiptavina. Reynsla í sölu Ijósritunarvéla er nauðsynleg. Áhugasamir vinsamlega sendi skriflegar umsóknir merktar viðkomandi starfi til Heimilistækja hf„ Sætúni 8,105 Reykjavík, fyrir 31. janúar n.k. Upplýsingar veita Gunnar Halldórsson, deildarstjóri Tækni- og tölvudeildar (gh@ht.is) og Einar Öm Birgisson, sölustjóri símabúnaðar (eob@ht.is). Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Heimilistæki hf TÆKNt-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1600 • http://www.ht.la vy VERKFRÆÐISTOFAN AFL OG ORKA HF Hraunbergi 4, 111 REYKJAVÍK Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður: Hólabrekkuskóli Kennari óskast í Hólabrekkuskóla til kennslu yngri barna til loka skólaársins. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 557 4466. Hlíðaskóli Sérkennari óskast frá miðjum febrúar til loka skólaársins. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 552 5080. Vélatæknifræðingur/ vélaverkfræðingur Tækniteiknari Verkfræðistofan Afl og orka ehf., Hraun- bergi 4, 111 Reykjavík, leitar að vélatækni- eða vélaverkfræðingi. Einnig er leitað aðtækniteiknara með reynslu af notkun teikniforrita. Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. merktar: „V - 4370" fyrir þriðjudaginn 4. febrúar nk. Nánari upplýsingar á staðnum. Fulltrúi hjá Almanna- vörnum ríkisins Um er að ræða fullt starf við almenn skrifstofu- störf, s.s. bókarastörf, gjaldkerastörf, áætlana- gerð og ritarastörf, ásamt ýmsum störfum sem til falla. Viðkomandi heyrir beint undir fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins. Viðkomandi skal hafa nokkurra ára reynslu á þessum sviðum, góða íslenskukunnáttu og almenna málakunnáttu. Gert er ráð fyrir að kjör verði samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SFR nema um annað verði samið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist Almannavörnum ríkisins, Seljavegi 32, 101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1997. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Þorvalds- dóttir í síma 568 5001. POSTUR OG SÍMI HF Gagnaflutningur Gagnaflutningsdeild Pósts og síma hf. auglýsir eftir verk-, tækni- eða tölvunarfræðingi til starfa. í boði er spennandi starf á því sviði fjarskipta þar sem mikilla breytinga og framfara er að vænta á næstu árum. Gagnaflutningsdeild annast rekstur grunnkerfa Pósts og síma hf. fyrir almennan gagnaflutning, tölvupóst og Internetþjónustu. Nánari upplysingar um starfið veitir Karl M. Bender, forstöðumaður gagnaflutningsþjónustu samkeppnissviðs Pósts og síma hf. í síma 550 6331. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997. Umsóknir berist starfsmannadeild Pósts og sima bf. Landssímahúsinu við Austurvöll, 150 REYKJAVÍK. PÓSTUR OG SÍMI HF v________________________________) ÍSLANDSFLUG Óskar eftir að ráða flugrekstrarstjóra Um er að ræða krefjandi starf hjá spennandi og vaxandi flugfélagi. Auk áhuga, menntunar og þekkingar á flugi eru frumkvæði, reglusemi og færni í mann- legum samskiptum nauðsynleg. Starfs- reynsla við stjórnun æskileg. Góð málakunn- átta, þekking á tölvukerfum, svo sem Word og Excel skilyrði. Skriflegar umsóknir, sem tilgreina menntun og reynslu óskast sendar félaginu fyrir 7. febrúar nk. merktar: „Flugrekstrarstjóri". íslandsflug er reyklaus vinnustaður. AKUREYRARBÆR FÉLAGS- OG FRÆÐSLUSVIÐ Hjá félags- og fræðslusviði Akureyrarbæjar eru eftirfarandi störf laus til umsóknar: Hjá ráðgjafardeild: Sálfræðingur, 70% stöðugildi. Óskað er eftir ráðningu sem fyrst eða eftir samkomulagi. Verksviðið er greining og meðferð fatlaðra einstaklinga, barna og full- orðinna. Laun skv. kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigurð- ardóttir, deildarstjóri ráðgjafardeildar í síma 460 1422. Hjá búsetu- og öldrunardeild Starfsmenn sambýlis fyrir geðfatlaða. Um er að ræða ýmis störf í vaktavinnu við nýtt sambýli. Hlutastörf koma vel til greina. Reynsla af störfum með geðfötluðum æski- leg. Laun samkvæmt kjarasamningi Einingar og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um störfin veitir Kristján Jó- steinsson, forstöðumaður í síma 462 7995. Umsjónarmaður félagslegrar liðveislu - 50% stöðugildi Starfsmann vantar til að hafa umsjón með félagslegri liðveislu á vegum deildarinnar. Krafist er menntunar eða góðrar reynslu á félags- eða uppeldissviði. Starfið er að mestu unnið síðari hluta dags og að hluta utan venjulegs vinnutíma. Laun skv. kjarasamn- ingi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Björn Þórleifs- son, deildarstjóri í síma 460 1410. Einnig veitir starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar upplýsingar um kaup og kjör í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð vegna allra starfanna fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og er umsóknarfrestur til 7. febrúar. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.