Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Þrír menn og þtjár myndir BRESKI kvikmyndaiðnaðurinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga með myndum Mike Leigh (Leyndarmál og lygar) og Ken Loach (Land og frelsi) en ekki síst samstarfi þriggja manna sem gert hafa tvær af athyglisverðustu og vinsælustu myndum Breta síðustu ára, „Shallow Grave“ og „Trainspotting". Þeir heita Danny Boyle, sem leikstýrir, Andrew McDonald, sem framleiðir, og John Hodge, sem skrifar handritin. í hópinn má bæta fjórða manninum, leikaranum Ewan McGregor, en hann hefur leikið í myndum þeirra hingað til og leikur líka í þeirra nýjustu sem heitir „A Life Less Ordinary". Hana gera þeir í Hollywood. Boyle er elstur félag- anna, fæddur í Manc- hester árið 1956, og hefur reynslu af leikstjórn í sjón- varpi. Næstur er Hodge sem fæddur er árið 1964 í Glasgow en hann starfar sem ' læknir eftir Arnald þegar Indriðason hann er ekki að skrifa kvikmynda- handrit. Framleiðandinn McDonald er fæddur árið 1966 í Glasgow einnig og hafði áður unnið hjá skoska sjónvarpinu. Þeir eru vaxt- arbroddurinn í breskri kvikmyndagerð en Bretar hljóta að hafa áhyggjur af því að þeir eru teknir að vinna í Hollywood. Draumaverksmiðj an kaupir hæfileikamenn alls staðar að úr heiminum og það var aðeins spursmál hvenær þremenningarnir flyttust vestur. Hróður þeirra barst þangað og víð- ar eftir fyrstu myndina, „Shallow Grave“. Það var svört kómedía um ungt fólk sem tók rangar ákvarðanir þegar leigjandi þeirra geispaði golunni í íbúðinni þeirra og skildi eftir helling af seðlum. Þegar hún var frumsýnd í Bretlandi var Hodge þegar byijaður á nýju handriti sem fékk nafnið „Train- spotting". Sú mynd félag- anna fór sigurför um heim- inn; hér á landi komst hún í 18. sæti yfir mestsóttu myndir síðasta árs með 21.300 áhorfendur og varð mest sótta breska myndin hér í áraraðir. Hún var enda gómsæt svört kóme- día um líf eiturlyfjaneyt- enda í Edinborg gerð eftir frábærlega vel skrifuðu handriti og fastur leikari hópsins, McGregor, fór á kostum. Enn var Hodge kominn af stað með handrit þegar Komnir til Ameríku: framleiðandinn Andrew McDonald, leikstjórinn Danny Boyle og handritshöfundurinn John Hodge. þetta var. „A Life Less Ordinary" blandar saman rómantík, spennu og gríni að sögn þeirra félaga og fjallar um húsvörð (McGregor) í skrifstofu- byggingu sem rænir dóttur yfirmanns síns en hún er íeikin af Cameron Diaz. A flóttanum koma við sögu tvær skuggalegar mann- eskjur sem þeim stafar mikil ógn og hætta af en þær eru leiknar af Holly Hunter og Delroy Lindo. Myndin var fyrst hugsuð sem bresk framleiðsla en frægð hópsins spilaði inní og Fox-kvikmyndaverið keypti allan pakkann og flutti vestur um haf. Hún er fimm sinnum dýrari en „Trainspotting" en höfund- arnir segjast ekki tapa nið- ur neinum sérkennum sín- um við flutninginn vestur þótt handritið hafi tekið nokkrum breytingum þeg- ar sögusviðið breyttist. Er á þeim að heyra að það hafi orðið minna breskt en meira amerískt, sem von- legt er. Næsta mynd þremenn- inganna mun heita „Alien Love Triangle". McGregor vonar að hann verði í henni einnig. Maður vonar það sama. í BÍÓ BOGINN hyggst endur- sýna Stjömustriðsmynd- imar þijár eftir George Lucas, eins og fram kom hér í síðustu viku í tilefni 20 ára afmælis fyrstu myndarinnar, Stjörnu- striðs. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim verður tekið en víst er að ómögu- legt er um það að spá. Myndirnar verða endur- sýndar í Bandaríkjunum frá og með næstu mán- aðamótum og þar renna menn blint í sjóinn einnig. Milljónir dollara verða lagðar í auglýsingastarf og leikföngin streyma enn á ný af færibandinu en það segir ekkert um væntanlegt gengi mynd- anna. Bíómyndir hafa ekki verið endursýndar hér á iandi árum saman nema í sérstökum kvik- myndaklúbbum utan „Casabianca", sem Sam- bíóin endursýndu á 50 ára afmæii myndarinnar fyrir nokkrum árum. Er líf í 20 ára gömlum geim- vísindamyndum? Trekkja þær enn að áhorfendur? Enginn veit neitt, sagði handritshöfundurinn Wiliiam Goldman um kvikmyndabransann og hitti naglann á höfuðið. MINNI, einfaldari mynd; Stone við tökur á U-beygju. Oliver Stone tekur U-beygju STONE er önnum kafmn við að kvikmynda nýjustu mynd sina sem fengið hefur heitið U-beygja eða „U-tum“. Hún hét áður „Stray Dogs“ en það þótti of líkt enskri þýðingu á Kurosawa-mynd frá 1949 er hét „Stray Dog“. Myndin er tekin í smábæ í Arizona og gerist í einum slíkum. Hún gerist á einum degi og segir frá flækingi er blandast inn I undarleg mái bæjarbúa sem hafa ekkert gott í huga. Leikendur í myndinni eru ekki af verri endan- um: Sean Penn, Jon Voight, Nick Nolte, Claire Danes og Jennifer Lopez. „Þessi mynd er ekki ólík „Bad Day at Biack Rock““ er haft eftir Stone (með Spencer Tracy, var sýnd fyrir skemmstu. í ríkisstjónvarpinu) og hann bætir við að hún sé iíka skyld ýmsu í „Red Harvest". Stone segist vera orðinn dauð- leiður á dýru Holiywood-myndun- um sem hann hefur verið að gera að undanfömu. U-beyja er tekin á 38 dögum fyrir helmingi minni peninga en Nixon kostaði. Og ólíkt síðustu myndum ieikstjórans er þessi hreinn skáldskapur. EASTWOOD fer með aðalhlutverkið í og leikstýrir nýjum spennutrylli sem heitir „Absolute Power“. Með hon- um í myndinni eru Gene Hackman (síðast unnu þeir saman í Hinum vægðarlausu), Ed Harris og Judy Da- vis ásamt Scott Glenn. Myndin er um morð sem tengist forseta Bandaríkjanna (Hackman) og hjákonu hans, en Davis er starfsmannstjóri Hvíta hússins er reynir að gæta forsetans. Framleiðslan gekk einkar vel fyrir sig enda Eastwood þekktur í Hollywood fyrir einkar afs- Íappað andrúmsloft við tökur og snagg- araleg vinnubrögð; hann eyðir aldrei krónu umfram áætl- un og skilar einatt af sér á áætluðum lokadegi. „Þarna var hellingur af fag- mönnum sem vann sitt starf hratt og vel án þess að tútna út í sjálfbirgingshætti," er haft eftir hand- ritshöfundi myndar- innar, Wiliiam Gold- man, en hann vann handritið uppúr sakamálasögu eftir David Baldacci. Ed Harris tekur undir með honum. „Tökurnar eru ein eða tvær og kabong, kabinga!" Hann leikur rann- sóknarlögreglumann á höttunum eftir morðingjanum og Eastwood er þjófur sem liggur mjög undir grun. Myndin verður frumsýnd í næsta mánuði í Bandaríkjunum. HOLLENSKI leikstjórinn Jan DeBont er tekinn til við að fiima framhalds- myndina „Speed 2“. í stað Keanu Reeves, sem ekki þáði 11 milljónir dollara fyrir að endurtaka rulluna, var Jason Patric fenginn til að leika á móti Söndru Bullock er átti ekki í nein- um vandræðum með að endurtaka leikinn. Fram- haldið gerist um borð í skemmtiferðaskipi en óþokkinn Willem Dafoe hefur komið því svo fyrir að það stefnir hraðbyri á næsta hafnarbæ. Mlndverski leikstjórinn Mira Nair („Saalam Bombay!“) hefur gert nýja mynd sem heitir einfald- lega „Kama Sutra: Astar- saga“. Með aðalhlutverkin fara óþekktir indverskir leikarar, Indira Varma, Sarita Choudhury, Ram- on Tikaram og Naveen Andrews. Myndin dregur nafn sitt af kynlífskveri hindúa en ieikstjórinn Nair segir að aðaláherslan sé ekki á líkamsstellingar. MKraftaverkamyndin Brimbrot eftir danska leik- stjórann Lars von Trier hefur unnið til óteljandi verðlauna um allan heim, m.a. verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í New York. Trier hiaut verð- laun sem besti leikstjórinn, Emily Watson fékk verð- laun sem besta leikkonan og kvikmyndatökumaður- inn Robby Muller fékk verðlaun fyrir bæði Trier- myndina og mynd Jim Jar- musch, Dauður maður. Þá hreppti Brimbrot Felix- inn sem besta mynd síðasta árs og fern helstu verðlaun- in sem samtök bandarískra kvikmyndagagnrýnenda veita ár hvert. Myndin hef- ur unnið til verðlauna í Haugasundi, Stokkhólmi, Toronto, Edinborg og fékk tvær útnefningar til Golden Globe verðlaunanna. í Dan- mörku hafa 220.000 manns séð myndina og um 90.000 manns í Noregi og annað eins í Svíþjóð. Hér á landi hafa um 6.000 manns séð myndina. Nýr tryllir f rá Clint ALGJÖRT vald; Eastwood í „Absolute Power“. 33.500 höfðu séð Lausnargjald ALLS höfðu 33.500 manns séð spennumyndina Lausnargjald í Sambíóun- um undir síðustu helgi. Þá höfðu 72.500 séð Djöflaeyjuna, 7.000 Kvennaklúbbinn, 17.000 Hringjarann frá Notre Dame, 10.000 Jackog 11.500 Aðdáandann. Næstu myndir Sambíó- anna eru „Surviving Pic- asso“ með Anthony Hopk- ins, „The Preachers Wife“ með Denzel Washington, „The Frighteners" með Michael J. Fox, „Turbul- ance“ með Ray Liotta og „Michael Collins“ með Liam Neeson í leikstjórn Neil Jordans. Einnig munu Sambíóin á næstunni sýna myndir eins og „Space Jam“, „The Evening Star“, „Bound" og 101 dalmatiuhund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.