Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Móra ll í land- inuaflagaer UPPHAF að kunnugleg- um söngtexta bar fyrir augu og ýfði upp gárur. Nú hef- ur mórallinn víst farið aflaga í aldir og hvarvetna á byggðu bóli, að dómi hvers tíma. Varla sakar samt að rétt líta á sitt nánasta umhverfi og tíma. Vita hvort maður kemur auga á þetta fyrirbrigði móral eða siðgæði. Hvaða skepna það er þá? Ekki þarf lengi að leita áður en fyrir verða í blöðum og um- ræðu beinar eða óbeinar ásakanir um skort á sið- gæði. Þá nær alltaf sakir bornar á toppana, efsta lagið í okkar samfélagi. Lítið um slíkar kröfur til annarra, hversdagsfólks- ins. En ætli þetta hangi ekki allt á sömu spýtunni? Er það ekki fólkið sem hlýtur að setja mörkin og veita aðhaldið? Ann- ars bara píp, sem fljótt gleymist, að reka upp rama- kvein. Eitthvað í þessa áttina hefur stund- um hvarflað að þessum frétta- fíkli, sem lætur helst ekkert fram hjá sér fara í fréttaumfjöll- un fjölmiðla. Sumt stingur svo- lítið í augu. Tökum til dæmis viðhorfið til þess að borga skuld- ir. Þar birtist nú stundum ýmis- legt skrýtið og mótsagnakennt. Dæmi? Við heimkomuna eftir fjarveru í kosningabaráttu til forsetaembættisins var spurt frétta í hópi velvitenda. Ástþór Magnússon hafði bæst í fram- bjóðendahópinn. Tónninn í hans garð var eitthvað drýldinn. Nú, hvað var að honum? Einhver sagði að það væri bara fortíð hans. Hvaða fortíð? Jú, hann varð gjaldþrota einhvern tíma og skildi fjölda manns eftir með ógreidda skuldir. Nú hefur margur maðurinn orðið gjald- þrota með fyrirtæki sín án þess að við höfum tekið svona á því í fréttum. Sjálf hefi ég lent í fyrirtæki sem lagði upp laupana með ógreidd vinnulaun til mín og fannst þeim heiðursmönnum þeir ekki eiga að bera nokkra ábyrgð á því. Hefi ekki heyrt þeim legið það á hálsi í fjölmiðl- um eða annars staðar. Borgaði ekki Ástþór sjálfur allt sem hann fékk í kosningabaráttunni jafnóðum? Var þá hætta á að einhver tapaði á honum? Ekki virtist það talið honum til hróss. Þetta rifjaðist upp um daginn þegar Pétur Hafstein tók á sig sjálfur og persónulega eftir- standandi skuldir sem stuðn- ingsmannahópur hans hafði efnt til, veðsetti hús sitt og tryggði þar með að enginn sem tók að sér verkefni fyrir fram- boðið tapi fé eða eigi undir óskil- greindum stuðningsmannahópi. Þá mátti heyra á einhveiju fjölmiðlafólki - að vísu örfáu - að ekki væri það hrósvert. Mér er sagt að báðar Guðrúnarnar séu líka búnar að gera hreint fyrir sínum dyrum og tryggja að enginn tapi. Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um þá sem meðvitað lögðu fram fé og vinnu. Það er heldur ekki kjami þessa máls, heldur viðhorfíð til þess að fólk telji sig eiga og vilji bera ábyrgð á því sem það gerir. Sem sagt að gerðir og ábyrgð fari saman. Ef maður lítur í kringum sig Gárur eftir Elínu Pálmadóttur í samfélaginu finnst ólíklegasta fólki það ekki bera slíka ábyrgð ef hjá má komast að lög- um. Finnst það í raun og veru ekki missa reisn sína við að skilja fólk eftir með ógreidda reikn- inga. Ófá dæmi þekkir maður um fólk sem af greiðasemi eða fyrir tiltrú til viðkomandi mann- eskju hefur skrifað upp á lán eða víxla fyrir ættingja og vini, sem fara svo í gjaldþrot. Til dæmis gamla konan sem mátti leita til opinberra aðila um húsakjól og lifibrauð meðan sonurinn og fjöl- skylda hans flutti bara til út- landa, bar ekki við að sjá um hana eftir að allt var af henni tekið. Eða einstæð móðir í smá- íbúð sem skrifaði upp á fýrir æskuvinkonu sína og situr uppi með 30 þúsund króna mánaðar- greiðslur, en vinkonan og maður hennar neita að létta undir með henni með orðunum: Við eigum engan aur! Ótal svona sögur þekkir maður. Líka dæmi um fólk sem hefur stjómað fyrirtækjum þannig að þau fóru með miklar skuldir í gjaldþrot og finnst þeir raun- verulega ekki bera neina ábyrgð á kannski bláfátækum skuldu- nautum sem verða fyrir barðinu á því. Löggjafinn fríar þá. Voru það þó ekki þeir sem tóku allar ákvarðanimar sem leiddu til þessarar niðurstöðu? Alltaf er dálítið skondið þegar maður minnist kannski ábúðarmikils ræðuflutnings viðkomandi um ábyrgð samfara sjálfstæði, sem verður býsna máður þegar allri persónulegri ábyrgð er vísað út í hafsauga. Þá er ég ekki að tala um fólk sem verður eyði- lagt yfir því hvemig fór og ger- ir sitt besta til að tjón einstakl- inganna verði sem minnst, held- ur þá sem hafa siðgæði er fríar sig allri ábyrgð. Mórallinn getur víst verið býsna afstæður. Og varla þarf að líta mikið í kringum sig í okkar samfélagi til að það blasi við. Vísast hafa þeir á toppnum, sem við fjölmiðlafólk gjaman emm að brýna til siðgæðis, ósköp ámóta móral og umhverf- ið. Annars mundu þeir hafa eitt- hvert aðhald, ekki satt? Kannski við séum bara æði mörg með skítamóral eða viljum sleppa við að hafa nokkum. Mætti kannski enda þessar hugdettur með ljóðinu hans Pi- ets Hein (þýðing HH). Sú staðhæfing skal enn í efa dregin að auðna vor sé Iftils megnug; betur gæfist að efla trú á mátt og megin sem markið ofar hæstu vonum setur. Ég hygg að það sem hér skal fært í letur sé hagkvæmasta vizka sem ég þekki: Makalaust er, hve margt sá ekki getur, sem mikið langar til að reyna ekki. VÍSINDI//iy«) veldur tíbni kolefnisf Talnaleikur sameinda MYNDIN sýnir tíðni lífrænna sameinda (lóðréttur ás) sem fall af fjölda kolefnisatóma í sameindinni (láréttur ás). KOLEFNISSAMBÖND gegna grundvallar hlutverki í efnafræði allra lífvera, jafnt plantna sem dýra. Þau gegna einnig mikilvægu hlut- verki í allskonar neysluvarningi s.s. plastefnum, næloni og bensínvörum. Eins eru jafn vel þekkt efni og de- mantar, grafít og kol af mestu gerð úr mismunandi kristölluðum kolefn- issameindum. Fjöldi kolefnisatóma í hverri sameind getur verið mjög mismunandi, allt frá einu og upp í fleiri hundruð atóm. Þó margt sé vitað um eiginleika kolefnisatóma var það ekki fyrr en alveg nýlega að vísindamenn við Indian Institute of Chemical Technology í Hyd- erabad tóku eftir því að tíðni kolefn- is í lífrænum sameindum breytist á mjög reglubundinn hátt. Það sem kom vísindamönnunum sérstaklega að óvart var að fleiri lífrænar sam- eindir höfðu jafna tölu kolefnissam- einda. Sameindirmeð 6, 8,10 ... kolefnisatómum eru algengari en þær sem hafa 5, 7, 9 ... kolefnisa- tóm. Niðurstöðurnar, sem birtar voru 28. nóvember í breska vísinda- tímaritinu Nature, eru mjög áhuga- verðar og benda til þess að enn óþekkt grundvallar lögmál séu hér að verki. Flest fólk hefur þá hugmynd af vísindamönnum að þeir sitji í tæknivæddum rannsóknarstofum fullum af blikkandi ljósum og sindr- andi tölvuskjám. Flestar tilraunir eru tímafrekar og kostnaðarsamar og krefjast tæknilegrar og fjárhags- legrar samvinnu vísindamanna frá mismunandi löndum. Allt sem við- kemur vísindum virðist stórt, dýrt, flókið og tæknivætt. Fyrir mörgum áratugum og jafnvel öldum störfuðu vísindamenn öðruvísi en algengt er í dag. Starf þeirra líktist meir frí- merkjasöfnum og einkenndist oft af tímafrekri skráningu mæl- inga og annarra söfnunargagna. Oft var þetta gert án þess að styðjast við formleg kenn- ingakerfi og vís- indamennskan var fyrst og fremst bókhaldsfærsla sem fólst í hlut- lausri skráningu niðurstaðna athug- ana. Allar vísindagreinar fara í gegnum þetta söfnunar tímabil sem smám saman Ieiðir til þróunar kennisetninga sem leggja grundvöll að formlegri þróun þeirra. Margar vísindagreinar eru enn á því frum- þróunarstigi sem einkennist fyrst og fremst af gagnasöfnum og skorti á formlegum grundvallar skilningi á viðfangsefninu. Bæði eðlis- og eðlisefnafræði eru nú velþróaðar vísindagreinar scm styðjast við umfangsmikið kerfi kenninga og formlegrar þekkingar sem gefa vísindamönnum þann grundvöll sem rökrænt starf þeirra byggist á. Kennisetningar setja agabönd á hugsanahátt vísinda- mannsins sem geta auðveldlega dregið úr hugmyndaríki hans og ímyndunarafli. Þær geta einnig haft í för með sér „vísindalegt" sjálfsöryggi sem dregur úr efa- semdum og spurningagleði sem saman hafa oft verið kveikjan að vísindalegum framförum. Aðferðir frímerkjasöfnunar og bókfærslu eru ekki einkennandi fyrir nútíma eðlis- og efnafræði. Engu að síður virðist sem einmitt þannig starfsað- ferðir indversku vísindamannanna hafi leitt til uppgötvana sem ef til vill eiga eftir að hafa róttæk áhrif á þekkingarstoðir nútíma eðlisefna- fræði. Jagarlapudi Sarma, ungur dokt- ors stúdent í efnafræði við Háskól- ann í Hyderabad, hefur á undan- ÍVIAT ARLIST /Er offita sjúkdómur nútímansf Rétt mataræði og hoU hreyfing eftir Álfheiði Nönnu Friðriksdóttur Nútíminn er fullur af megr- unartali, megrunarkúrum, fitubrennslunámskeiðum, megr- unardufti, megrunarbuxum, maganuddtækjum og áfram mætti lengi telja. Allir eru famir að þekkja Gauja litla í Dagsljósi og menn fylgjast spenntir með kílóunum hrynja af honum. Sjálf dáist ég að dugn- aði hans. Án efa hefur verið hægt að fínna feitlagið fólk á meðal hinna fomu menningarþjóða Egypta, Assiría, Rómveija og Grikkja. Ef marka má bókmenntir og styttur frá þessum tíma var það í miklum minnihluta. Hinum svallgjörnu át- vöglum (sem rómversku keisar- arnir vora) er meira að segja sjald- an lýst sem feitum. í The British National Gallery gefur að líta myndir af grönnum konungum, drottningum og hirðfólki allt frá þrettándu öld og fram á þá 17. Um miðbik 17. aldar fer offita hins vegar að „ryðja sér til rúms“. Aukin velmegun á Vesturlöndum leiddi af sér aukna sykurneyslu (því sykur var dýr) og aukna fítu- neyslu. Offíta hefur verið að þró- ast síðan upp í að verða algengt líkamlegt ástand hjá fólki á Vest- urlöndum. Þetta vandamál er ekki nærri því eins mikið í vanþróaðri löndum líkt og Afríku og alls ekki til staðar í sumum löndum þriðja heimsins. Hins vegar má geta þess að um þriðjungur kvenna í Bret- landi fínnst þær vera of feitar og um 40% Bandaríkjamanna eiga við offítuvandamál að stríða. 011 þessi megrunaramræða orsakar því miður marga slæma hluti, anorexíu t.a.m., en þá fá menn á vitundina að þeir séu alltaf of feit- ir, þó ekkert séu nema skinn og bein. Sérstaklega hijáir anorexía ungar stúlkur, sem oft vilja vera eins og „súpermódelin“, en ganga heldur betur út í öfgar og missa stjórn á lífí sínu nánast á stundum. Það sem hins vegar er til um- ræðu hér er offítuvandamálið og af hveiju það stafar. Ein mann- eskja getur borðað á við hest, troð- ið í sig öllum mögulegum mat, fítandi eða ekki, án þess að fítna. Önnur manneskja sem jafnvel borðar fítuminni mat getur ómögulega haldið sér í hæfilegri þyngd, hún fítnar við hvern bita. Þetta virðist ekki vera sanngjarnt og oft hefur maður heyrt sagt í pirrings- og jafnvel reiðitón frá þeim sem fítnar við þann sem allt getur í sig sett án þess að fítna: „0, ég þoli ekki að þú getir borðað ijóma, súkkulaði, hnetur, smjör og hvað sem þú vilt án þess að hlaupa í spik, ef ég æti það sem þú setur í þig á hveijum degi væri ég eins og flóðhestur.“ En það er nú bara þannig að við erum eins misjöfn og við erum mörg. Einn hefur rautt hár og annar svart. Eins þolir fólk misjafnlega vel hinar ýmsu fæðutegundir. Á sama hátt er fólk ólíkt hvað varð- ar vöxt. í raun er afskaplega dóna- legt - í það minnsta tillitslaust - að vera með svona dylgjur út í fólk hvort sem það er grannt eða feitt, það er í raun álíka og að segja: „Ha, sjá þig fitubolla, þú mátt nú ekki borða eina karamellu og þú hleypur í spik,“ eða: „Af hveiju ert þú ekki með ljóst hár eins og ég?“ En af hveiju er offíta svo mikið vandamál? Áður fyrr hreyfði fólk sig meira en nú tíðk- ast. Menn og konur þurftu ekki einungis að ganga fleiri kílómetra til og frá vinnu, heldur var vinnan líka mjög likamleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.