Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 21

Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 21 Vélvirki - vélstjóri Óska eftir vel launaðri vinnu. Hef mikla reynslu af mannaforráðum hjá iðnaðar- og matvælafyrirtækjum. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl. merkt: „V - 127“. LANDSPÍTALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Laus störf Hjúkrunarfræðingar óskast á barnadeild 1 - lyflækningadeild og barnaskurðdeild 13E Landspítalanum. Starfshlutfall eftir sam- komulagi. Upplýsingar veita Hertha W. Jónsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 560 1000/1033. Lyfjafræðingur óskast við Apótek Landspít- alans. Um er að ræða 100% starf og þyrfti viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist til Rannveigar Einarsdóttur forstöðumanns Apóteks Landspítalans, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið í síma 560 1617. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- haldi Ríkisspítala, Þverholti 18, og í Upplýs- ingum á Landspítala. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 1997. Umsóknir gilda íþrjá mánuði. Öllum umsókn- um verður svarað. Tölvumaður Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða starfsmann í Upplýsingatæknideild. Starfið felst meðal annars í: • vinnu við tengingu félagsins við Internetið, heimasíðu o.fl. • almennri þjónustu við Microsoft hugbúnað svo sem Word, Excel, Exchange og Windows • umsjón með rekstri tækja á staðarneti • umsjón með uppsetningu einmenningstölva • kennslu á notendakerfum Óskað er eftir áhugasömum einstaklingi með menntun og/eöa reynslu á sviöi tölvumála Upplýsingar veita Ingvar Stefánsson starfsmannastjóri og Heimir Sigurðsson, forstöðumaður Upplýsingatæknideildar, alla virka daga, í síma 560 3300. Umsóknum um aldur, menntun og fyrri störf skal skila fyrir 30. janúar nk. merkt: Olíufélagið hf. b/t Ingvars Stefánssonar Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag með um 1300 hluthafa. Samningur Olíufélagsins hf. við EXXON veitir félaginu einkarétt á notkun vörumerkis ESSO á íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. er stærsta olíufélagið á íslandi, með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Olíufélagsins hf. eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík, en félagið rekur 130 bensín- og þjónustustöðvar vítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn um 290 talsins. Olíufélagiðhf & Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Hlaðhamrar óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa strax, í 50% stöðu e.h. Áhersla er lögð á góð samskipti og skap- andi starf. Launakjör eru skv. kjarasamningi Fél. ísi. leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Einnig kemurtil greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun og / eða reynslu og færni í samskiptum og fara launakjör þá eftir kjarasamningi bæjarstarfs- manna. Upplýsingar veitir Lovísa Hallgrímsdóttir leik- skólastjóri í síma 566 6351. Leikskólinn Hlíð óskar eftir að ráða leikskóia- kennara eða íþróttakennara til að sjá um hreyfiþjálfun barnanna. Um er að ræða 50% stöðu. Áhersla er lögð á góð samskipti og frumkvæði í starfi. Launakjör eru skv. kjara- samningi Fél. ísl. leikskólakennara og Launa- nefndar sveitarfélaga eða skv. kjarasamningi bæjarstarfsmanna. Staðan er laus frá 1. apríl eða eftir nánara samkomu- lagi. Uppplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir ieik- skólastjóri í síma 566 7375. Leikskólafulltrúi Bjórkjallarinn áður Amma lú Óskum eftir þjónum í fullt starf. Umsækjendur þurfa að hafa örugga og skemmtilega framkomu, vera ábyrgðarfullir og metnaðargjarnir. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 24 ára. Umsækjendur hafa tækifæri til að vinna á vinnustað þar sem hress og skemmtilegur starfsandi er í hávegum hafður. Tekið verður á móti umsækjendum í Bjórkjall- aranum milli kl. 15 og 17.30 mánudag og þriðjudag. Grafískur hönnuður og hljóðmaður íslensk margmiðlun hf., sem rekur Stöð 3, óskar eftir að ráða grafískan hönnuð og hljóðmann. Grafískur hönnuöur þarf að hafa unnið með grafik á Macintosh, vera frjór og skapandi og opinn fýrir nýjum og ferskum hugmyndum. Hijóðmaður þarf að hafa reynslu I hljóðblöndun og meðferð á ProTools hljóðblöndunarhugbúnaði. Umsóknarfrestur er til 31. janúar. Umsóknareyðublöö era afhent í afgreiöslu Stöövar 3, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 1. Störf hjá Löggildingarstofu Auglýst eru til umsóknar störf hjá nýrri ríkisstofnun, Löggildingarstofu, sem stofnuð var um síöustu áramót við sameiningu Löggildingarstofunnar og Rafmagnseftirlits ríkisins skv. lögum nr. 155/1996 um Löggildingarstofu. Stofnunin skiptist í faggildingarsvið, skrifstofu og lögfræðiumsýslu auk þess sem verkefnadeildir sinna lögmælifræði, markaösgæslu, hagnýtri mælifræöi og rafmagnsöryggismálum. Skrifstofustjóri Skrifstofustjóri er ábyrgur gagnvart forstjóra í starfsmannamálum, bókhaldi, gerö rekstrar- og fjárhagsáætlana, útvegun rekstrarvara, upplýsingagjöf, símavörslu. skjalavörslu, almennri skrifstofuþjónustu og tölvu- og upplýsingamálum. Umsækjandi skal hafa viðskiptafræöi- eöa aðra sambærilega menntun og hafa þekkingu og reynslu af bókhaldi, rekstri og stjómun. Ritarar/tölvumenn Ráðnir verða 2-3 ritarar/tölvumenn sem bera ábyrgð gagnvart skrifstofustjóra og skulu aöstoða hann við þau verkefni sem hann hefur umsjón með, Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun, reynslu at skrifstofustörfum, skjalavistun og í tölvunotkun og vera liprir í mannlegum samskiptum. Einn starfsmanna á skrifstofu þarf aö hafa haldgóöa þekkingu á tölvusviöi s.s. á tölvunetum og gagnagrunnum. Forstöðumaður faggiidingarsviðs Forstööumaður er ábyrgur gagnvart forstjóra og viðskiptaráðuneyti á faggildingum prófunar-, vottunar- og skoðunarstofa, undirbúningi reglugerða á sviöi faggildinga og eriendu samstarfi. Umsækjandi skal hafa lokiö fræðilegu námi f háskóla s.s. verkfræöi og hafa þekkingu á faggildingum og viðkomandi stöðlum. Þekking og reynsla á sviöi rekstrar og stjómunar æskileg. Lögfræðingur Lögfræðingur er ábyrgur fyrir almennum lögfræðistörfum fyrir stofnunina og aðstoð viö önnur stjórnvöld í málefnum er tengjast starfi hennar. Umsækjendur skulu hafa lögfræöimenntun og starfsreynslu, einkum á sviöl stjómsýslu og evrópuréttar. Deildarstjórar Ráönir veröa 4 deildarstjórar sem hver ber ábyrgö gagnvart forstjóra á sínum verkefnaflokki. Þeir skulu hafa háskólagráðu í verkfræöi eða raungreinum eöa sambærilega menntun sem tengist viökomandi verkefnaflokki. Þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu, rekstri og stjórnun æskileg. Deildarstjóri lögmælifræði er ábyrgur varöandi löggildingar á mælitækjum, stjórnsýslu eftirlits með vörum sem ekki lúta sériögum, námskeiöum og löggildingum vigtarmanna og úrskurðum í lögmælifræðilegum málefnum. Deildarstjóri markaðsgæslu er ábyrgur fyrir yfirumsjón framkvæmdar markaösgæslu með þeim vöruflokkum sem stofnunin annast, söfnun, útvinnslu og drelfingu upplýsinga um hættulegar vörur og fræöslu og ráðgjöf við stjórnvöld um markaðsgæslumál. Deildarstjóri hagnýtrar mællfræði er ábyrgur fyrir öflun og viðhaldi landsmæligrunna og kvörðunarbúnaöar, kvörðunum á hæsta stigi, þjónustukvöröunum, rekstri prófunarstofu á sviði hagnýtrar mælifræði, samanburöarprófunum og fræðslu og ráögjöf á sviöi hagnýtrar mælifræöi. Deildarstjóri rafmagnsöryggismála er ábyrgur fyrir rafmagnsöryggismálum s.s. umsýslu reglugeröa og staðla á rafmagnssviði, yfireftirliti meö raforkuvirkjum og stjómsýslu markaðseftirlits með rafföngum. Sérfræflingar Ráðnir verða nokkrir sérfræðingar til aö vinna að verkefnum stofnunarinnar undir stjórn deildarstjóra. Umsækjendur skulu hafa háskólagráðu (verkfræöi eða raungreinum eöa sambærilega menntun sem tengist einhvetjum af verkefnaflokkum stofnunarinnar. Eftirlitsmenn Ráðnir verða nokkrir eftiriitsmenn sem einkum munu starfa að lögmælifræði viö framkvæmd prófana og löggildinga mælitækja. Umsækjendur skulu hafa lokiö iönnámi í raf- eöa vélfræöi, hafa vélstjóramenntun á 3. stigi eða hærra eða hafa sambærilega menntun og starfspjálfun á sviði eftirlits og löggildinga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsækjendum er bent á þann möguleika að sækja um fleira en eitt starf. Samkvæmt ákvæöi til bráöabirgða í lögum um Löggildingarstofu skulu fyrrverandi starfsmenn Löggildingarstofunnar og Rafmagnseftlrlits rfkisins aö ööru jöfnu sitja fyrir um sambærileg störf hjá hinni nýju stofnun. Þar sem eriend samskipti er stór þáttur í starfsemi Löggildingarstofu er góð tungumálakunnátta krafa fyrir öil störf annarra en eftirlitsmanna. Umsóknir skulu berast til ráöningarþjónustu Hagvangs, Skeifunni 19,108 Reykjavík, þar sem einnig em veittar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og meö 10. febrúar og veröur öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsækjendur þurfa að geta hafiö störf sem fyrst. Löggildingarstofa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.