Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 19 Skrifstofustarf T ungumálakunnátta Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum hérlendis á sviði innflutnings og verslunarreksturs. Starfíð felst í innlendum og erlendum bréfaskriftum aðallega á ensku og dönsku auk annarrar tölvuvinnslu, skjalavistunar og öðrum tilfallandi skrifstofustörfum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með góða kunnáttu í ensku og dönsku ásamt íslensku í rituðu máli. Stúdentspróf eða þekking á skrif- stofustörfum æskileg. Áhersla er lögð á dugnað, frumkvæði, áhugasemi og þjónustulipurð. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Barðadóttir. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, viðtalstímar frá kl.10-13. STRA GALLÖP STARFSRÁÐNINGAR Mörkinni 3, 108 Reykjavík Síini: 588 3031, bréfsúni: 588 3044 ■BBt:SiSiiiiliiiBií;iiSIi'L Gudný Harðardóttir REYKJAVIKURHOFN Reykjavíkurhöfn er borgarfyriríœki sem stjórnar, byggir og rekur höfn og hafnarsvœði iitnan lögsagnarumdœmis Reykjavíkur. Reykjavíkurhöfn er helsta flutningahöfn landsins og á hafnarsvæðunum erfjöldi fyrirtækja, sem starfa að vöruflutningum, sjávarútvegi, iðnaði og þjónustu. Starfsmenn Reykjavíkurhafnar eru 60 og þar af eru 21 í hafnarþjónustu. FORSTÖDUMADUR HAFNARÞJÓNUSTU 0G YFIR - HAFNSÖGUMAÐUR SKIPSTJÖRHARMENNTUH ÁSAMT UIDSKIPTA EDA REKSTRARMENNTUN. Starfs- og ábyrgðarsvið Starfið felst í stjórnun, rekstri og skipulagningu á hafnsöguþjónustu, dráttarbátaþjónustu, og annarri þjónustu við skip svo sem festar, afgreiðsla vatns og rafmagns. Ennfremur yfirstjórn eftirlits með hafnarsvæðum öryggismálum og mengunarvörnum. Menntunar- og hæfniskröfur • Hafa lokið 3. stigs skipstjórnarnámi. • Viðskipta- eða rekstrarmenntun. • Skipstjórnarréttindi og reynslu við stjórn skipa. • Góð ensku og tölvukunnátta. • Eiga auðvelt með mannleg samskipti. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar:”Forstöðumaður hafnarþjónustu” fyrir 8. febrúar nk. RÁÐGARÐURhf SI]C«NUNAROG REKSIRARRÁEIGJÖF Furugerðl 5 108 Rtykjavlk Siml 533 1800 F»x: 633 1308 N»tf«ng: rgmldlun3tr»kn»t.l» Hnlmnnfðm http://www.tr»kn»t.l»/r«dgnrdur AKUREYRARBÆR Rafveita Akureyrar Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnstækni- fræðing/verkfræðing, tímabundið við sérstök verkefni, sem fyrst. Þekking á teikniforntum í tölvu er nauðsynleg (MicroStation). Verkefnin eru fólgin í forritun stjórntölvu, hönnun og teiknun tengimynda og landaupplýsingakerfi. Laun skv. kjara- samningi Stéttarféiags tæknifræðinga/verk- fræðinga við Akureyrarbæ. Upplýsingar um starfið veita rafveitustjóri og tæknifulltrúi rafveitunnar í síma 461 1300. Einnig veitir starfsmannastjóri upplýsingar um kaup og kjör í síma 462 1000. Umsóknareyðubiöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk. Starfsmannastjóri. Ftitari forstjóra Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða ritara til starfa á forstjóraskrifstofu sem fyrst. Starfssvið ritara felst í ýmsum störfum sem tengjast starfi forstjóra og helstu stjórnendum fyrirtækisins. Góð kunnátta í íslensku, tölvuvinnslu og erlendum tungumálum er skilyrði. Ahersla er lögð á lipurð, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi. Starfsreynsla úr sambærilegu starfi er mikill kostur. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir Með allar fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsókn skal merkt „046" og er um- sóknarfrestur til og með 3. febrúar n.k. Hagvangur hf Skelfan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Heimasíöa: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARÞJONUSTA Réttþekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Bókari Hekla hf. óskar eftir að ráða bókara til starfa. Helstu verkefni: Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á merkingum og skráningu bókhaldsgagna, innborgunum, stöðu reikninga, leiðréttingum og afstemmingum. Kröfur um hæfni: Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Góð reynsla á sviði bókhalds er mikil- væg. Viðkomandi þarf að vera þægilegur í samskiptum, nákvæmur í vinnubrögðum og tilbúinn að leggja sig allan fram. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til Heklu hf., fyrir 5. febrúar 1997. HEKLA Laugavegi 170-174. NORDJOBB Sumarvinna á Norðurlöndum NORDJOBB er atvinnumiðlun ungs fólks á aldrinum 18-26 ára, sem hefur áhuga á að vinna yfir sumarmánuðina í einhverju Norður- landanna. NORDJOBB miðlar sumarvinnu og húsnæði í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finniandi, á Grænlandi, Álandseyjum og í Færeyjum. Einnig býður NORDJOBB upp á fjölbreytt tómstunda- og félagsstarf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Nor- ræna félagsins, Bröttugötu 3b, 101 Reykja- vík, á Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Gler- árgötu 26, 600 Ákureyri, í framhaldsskólum, Hinu húsinu og víðar. Umsóknir skulu berast Norræna félaginu fyrir 15. febrúar nk. Allar upplýsingar fást í síma 551 0165. Tómstundafulltrúi Starf tómstundafulltrúa NORDJOBB er laust til umsóknar. Starfið er sumarstarf og felst í því að hafa umsjón með tómstundastarfi norrænna ungmenna hér á landi. Tóm- stundafulltrúi þarf að þekkja íslenska þjóð- hætti vel, hafa gott vald á einu norðurlanda- máli auk íslensku, vera vanur félagsstörfum, geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Upplýsingar eru veittar hjá Norræna félaginu í síma 551 0165. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Rekstrarstjóri Fyrirtækið er traust og rótgróið á sviði ferskvöruinnflutnings. Staðsetning er í Reykjavfk. Rekstrarstjóri mun hafa umsjón með daglegum rekstri og starfsmannahaldi, annast áætlanagerð og markmiðasetningu auk þess að hafa umsjón með gæðastjórnun. Hann annast verkstýringu ásamt skipulagningu vinnuferla og vinnuframlags auk þess að vera virkur.þátttakandi í daglegri starfsemi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun á sviði reksturs og/eða gæðastjórnunar. Menntun á sviði verkfræði og/eða tæknifræði einnig sérlega áhugaverð. Haldbær reynsla á sviði starfsmanna- stjórnunar nauðsynleg . Við leitum að ósérhlífnum, útsjónarsömum og vel skipulögðum aðila með góða innsýn í rekstur og gæðastjórnun. Viðkomandi mun fá þjálfun á erlendum vettvangi í starfsbyrjun. Áhersla er lögð á leiðtogahæfileika og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar n.k. Ráðning verður sem fyrst. Unnið verður með allar umsóknir í fyllsta trúnaði. Nánari upplýsingar veitir Guðný Harðardóttir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. STRA GALLUP STARF.SRAÐNINGAR Mörtdnni 3.108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsúni: 588 3044 H BI'J* II' 1 Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.