Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 23 Vi/ GCI --*- Ungt kraftmikið alþjóðlegt fyrirtæki óskar eftir sjálfstæðu og enskumælandi sölufólki sem þyrfti að geta byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Heiðveig Jóhanns- dóttir hjá GCI á íslandi mánudaginn 27. janúar í síma 511 1850. J FLUGFÉLAGH) jrr^TMNM Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að starfskrafti til að annast og skipu- leggja ferðir starfsmanna erlendis. Við leitum að einstaklingi sem hefur alhliða reynslu af farmiðaútgáfu, hótelbókunum og skipulagningu ferða utan íslands. Reynsla af sambærilegum störfum skilyrði. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og jafnframt vera tilbúinn að sinna öðrum tilfall- andi störfum. Umsóknir sendist í almennum pósti til Guð- mundar Hafsteinssonar, skrifstofustjóra, P.O. Box 80, 270 Mosfellsbæ fyrir 5. febrúar nk. SjÚKRAHÚS REYKJ AVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar á kvöld- og morg- unvaktir, á deild E-62 á Grensás, sem er ný flutt frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Deildin er aðeins 14 rúma eining og sinnir yngra fólki með fötlun. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björg Einars- dóttir, deildarstjóri, í síma 525 1515. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmanna- þjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1997. Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast til. starfa á öldrunar- svið Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landakoti. Starfið tengist þverfaglegri teymisvinnu í greiningu, meðferð, umönnun og stuðningi við aldraða. Ráðið er í starfið frá 1. maí 1997. Allar nánari upplýsingar veitir Jóna Eggerts- dóttir, forstöðufélagsráðgjafi, í síma 525 1000 og 525 1545. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1997. Deildarlæknar Laust er til umsóknar starf deildarlæknis við öldrunarsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landa- koti. Vaktir eru á öldrunarsviði og þátttaka í vökt- um lyflækningadeilda Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. í starfinu er fengist við fjölþætt viðfangsefni aldraðra með teymisvinnu. Góð staða fyrir þá sem hyggja á nám í heimilis- lækningum, lyflækningum, geðlækningum og öldrunarlækningum. Einnig góð til endur- menntunar, t.d. fyrir heimilislækna, svo og getur staðan hentað þeim sem eru að koma til landsins eftir langa fjarveru. Ráðning get- ur verið til 6, 12 eða 18 mánaða. Þátttaka í rannsóknavinnu æskileg. Upplýsingar veitir Pálmi V. Jónsson, for- stöðulæknir, í síma 525 1530. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 1997. Þjónustustjóri Framtíðarstarf Þekkt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar aö ráða öflugan þjónustustjóra til starfa sem fyrst. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns. Starfssvið: - Bein sala - Skýrslugerð - Úttektir - Samskipti við viðskiptavini - Dagleg stjórnun starfsmanna - Umsjón með verkframkvæmd Leitað er að metnaðargjörnum og drífandi einstaklingi sem hefur góða framkomu og ríka þjónustulund. Framhaldsmenntun úr tækniskóla/ háskóla er æskileg eða sambærileg reynsla. Góð tölvukunnátta og geta til að starfa sjálfstætt er skilyrði. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir Með allar fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsókn skal merkt „636" og er umsóknarfresturtil og með 3. febrúar n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Heimasíöa: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARÞJÖNUSíA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Störf ráðgjafa Vegna aukinna ráðgjafarverkefna á ýmsum sviðum fyrirtækjarekstrar leitar KPMG Sinna ehf. eftir hæfileikaríkum tarfsmönnum til ráð- gjafarstarfa fyrir viðskiptamen félagsins. Starfsvettvangur Verkefni ráðgjafa geta m.a. verið á eftirtöldum sviðum: • Stjórnunar- og skipulagsmál • Gæðastjórnun • Endurgerð vinnuferla • Árangursmælingar • Stefnumótun • Stjórnun skipulagsbreytinga • Gerð hæfnisstaðla (competencies) • Viðhorfsmælingar Kröfur um hæfni Æskilegt er að viðkomandi hafi MBA, cand. merc., cand. oecon. eða aðra sambærilega gráðu í viðskiptagreinum eða í félagsvísind- um. Reynsla í stjórnun innan fyrirtækja eða stofnana er æskileg. Við leitum eftir einstaklingum sem eru sjálf- stæðir í vinnubrögðum, frjóir í hugsun og tilbúnir að leggja sig alla fram til að uppfylla væntingar viðskiptavinarins. Þeir þurfa að vera þægilegir í öllum samskiptum, vel skipu- lagðir og áreiðanlegir. KPMG Sinna ehf. er rekið í nánum tengslum við KPMG Management Consulting sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingart sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er þoðið að senda inn umsókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 8. febrúar 1997. inna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 Sími 588-3375 108 Reykjavlk Fax 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management •Consulting. R.Á.S. ehf. Bifreiða-og vélaverkstæði Óskum eftir vönum mönnum á bifreiða- og vélaverkstæði, einnig járnsmiði og aðstoðar- manni á verkstæði. Upplýsingar í síma 587 2240 og 555 2244. ISAL Ertu drífandi og viltu breyta til? íslenska álfélagið hf. óskar eftir að ráða f ný störf Við leitum að duglegum og röskum konum og körlum til að sinna sérhæfðum störfum í steypuskála, kerskálum og skautsmiðju. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi, góða samstarfshæfni og árvekni. Kostur er ef nokkur tækni- og tölvukunnátta eða reynsla er fyrir hendi, svo og reynsla af störfum við annan iðnað eða í landbúnaði. Störfin eru aðallega unnin á þrískiptum 8 klst. vöktum allan sólarhringinn alla daga ársins, með ákveðnu vaktafríi á milli. Nýir starfsmenn hljóta þjálfun í upphafi starfstíma. Umsóknir óskast sendar til ÍSAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 10. febrúar nk. Þau, sem eiga eldri umsóknir hjá ÍSAL, eru vinsamlegast beðin um að endurnýja þær. Umsóknareyðublöð fást hjá íslenska álfélag- inu hf., Straumsvík, eða bókaverslunum Eymundssonar hf., Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Pennanum sf., Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. RSK Starfsemi ríkisskattstjóra skiptist í; eftirlitsskrifstofu, tekjuskattsskrifstofu og virðisaukaskattsskrifstofu. Verkefni eftirlitsskrifstofu er aðfylgist með og afla upplýsinga um skattaeftirliti ú landsvísu auk þess sem eftirlitsskrifstofa miðlar upplýsingum semþýðingu hafa við skattaeftirlit. Starfsmenn skrifstofunnar eru 12 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að bakt EFTIRLITSSKRIFSTOFA Laus eru til umsóknar störf við skattaeftiflit á eftirlitsskrifstofu ríkisskattstjóra. Störfin heyra undir forstöðumann eftiriitsskrifstofu. Um full störf er að ræða og æskilegur byijunartími í mars. Störfin felast í upplýsingaöflun, skipulagningu og þróunarverkefnum í tengslum við skattaeftiriit Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði. • Þekking á skattalegu umhverfi fyrirtækja og einstaklinga. • Reynsla af tengdum störfum er kostur. • Samskiptahæfileikar og metnaður til að beita vönduðum vinnubrögðum. Um er að ræða faglega áhugaverð störf fyrir aðila sem vilja afla sér dýrmætrar þekkingar. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar:”Skattaeftirlit” fyrir 3. febrúar n.k. RÁÐGARÐURhf Siyí^NUSIARCXIREKSlRARRÁÐC^ FurugorSI 5 108 Raykjavik Siml B33 1800 Fax: 833 1808 Natling: rgml8lun8trnkntt.li HtimatíAai htt|ki//www.tr4aknmt.ls/rmdi9a1rdttr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.