Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 7 förnum misserum eytt miklum tíma í að blaða í þykkum efnafræðidoð- röntum, þar á meðal sölubæklingum frá efnafyrirtækjum sem selja líf- ræn efnasambönd til iðnaðarfyrir- tækja og rannsóknarstofnana. Við athugun þessara bæklinga tók Sarma eftir því að fjöldi þeirra sam- einda sem hafði jafna tölu kolefnisa- tóma var meiri en þeirra sem hafði ójafna tölu. Fjöldi sameindanna í bæklingum og nokkrum gagna- bönkum sem Sarma rannsakaði var um það bil 7 milljónir og því var það mikið verk að fá úr því skorið hvort það sem honum sýndist reynd- ist rétt eða ekki. Ásamt tveimur öðrum efnafræð- ingum í Hyderabad fékk Sarma two efnafræðinga frá Swiss Federal Institute of Technology til liðs við sig til að gera kerfisbundna talningu á földa kolefnisatóma í meira en 10 milljón lífrænum efnasameind- um. Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar. Flestar efnasameind- irnar hafa 12 -1 6 kolefni en tíðni sameinda með færri eða fleiri kol- efnisatóm er langtum minni. Vís- indamennirnir rannsökuðu sameind- ir sem höfðu kolefnisatóm á bilinu frá einu til 80. Dreifingin sem þeir fundu er sýnd á myndinni. Sarma og félagar hans segjast ekki hafa skýringu á þessari sér- stöku dreifingu en telja að hún or- sakist að enn óuppgötvuðum eigin- leikum efnatengsla á milli kolefnisa- tóma. Efnafræði kolefnis er flókin, en ólíkt flestum öðrum efnum geta kolefnisatóm samtímis tengst þrem- ur öðrum atómum. Þessi atóm geta annaðhvort verið önnur kolefnisa- tóm eða aðrar tegundir frumefna. Það er þessi eiginleiki kolefnisatóma sem gerir þeim mögulegt að mynda jafn mörg og fjölbreytt lífræn efna- sambönd, sem sum hver gegna grundvallar hlutverki í efnafræði lífsins. Eins og svo oft í sögu vísind- anna er trúlegt að þessar tímafreku rannsóknir indversku og svissnesku vísindamannanna á þessum sam- eindum lífsins eigi eftir að styrkja kennilegar stoðir lífrænnar efna- fræði. Kvenmannstörfin fólu mest í sér þvott í höndum, gólfþvott, einnig þurfti að bera allar vörur frá kaup- manninum heim og vinna í hey- skap eða úti á akri framkallaði mikinn svita. Nú á dögum flytja vélar okkur til og frá vinnu og aðrar vélar vinna erfiðu störfin, bæði heima og í vinnunni. Ekki að furða að fólk hlaupi í spik. Við náum hreinlega ekki að brenna öllum þeim hitaeiningum sem við innbyrðum yfir daginn og þá daga þær náttúrlega uppi sem fita. Það er ekki bara líkaminn sem hefur áhrif á matarlyst okkar heldur einnig hugurinn. Næringarfræði- Iega séð þurfum við ekki svo mik- ið af mat til að fullnægja dags- þörf okkar fyrir vítamín og bæti- efni, en það er auðvelt að gera nartið að vana. Við tyggjum tyggi- gúmmí, sælgæti og kex, oft eink- um þegar við erum stressuð eða þreytt. Auglýsingar freista okkar, þar sem alls kyns gúmmulaði er fært til skýjanna. Þrýstingur er frá mörgum stöðum um að við borðum og drekkum meira og á sama tíma kaupum við okkur vélar sem létta okkur störfin, sem ann- ars myndu losa okkur við auka kaloríurnar. Neysluþjóðfélagið er heldur betur ekki klisja. Kettir hafa ekki farið varhluta af offitunni og heimiliskettir eru oft stríðaldir og þurfa lítið fyrir lífinu að hafa, sem kannski er ekki hið besta mál, því ný könnun sýnir að heili heimiliskatta hefur minnkað á undanförnum áratug- um og er að meðaltali 10% minni en heili katta sem þurfa meira fyrir lífinu að hafa. Vonandi á hið sama ekki við um menn! Þegar fátækt og atvinnuleysi var mikil þótti það merki um góð- an efnahag að borða vel og vera feitur; litið var á offitu sem stöðu- tákn. í Afríku fyrr á öldinni voru MAIMNLÍFSSTRAUMAR TÆKNI/Z/vab eru gagnvirkir atburbirf Núningur NÚNINGUR er eitt þeirra fyrirbrigða sem við komumst ekki af án en hugsum ekki út í. Við höfum í einu gagn af honum og erum að beijast við hann. Verulegur hluti af kostnaði við samgöngur fer í að yfirvinna núning. Hinsvegar kemst ekkert farartæki manna nema eldflaugar áfram nema fyrir tilverknað hans. KRAFTUR undirlags á veltandi hjól. a) hart hjól á linu undir- lagi. b) lint hjól á hörðum vegi. I báðum tilfellum er heildar- krafturinn gegn akstursstefnunni. Núningurinn er ákaflega mikilvægt fyrirbæri innan eðlisfræðinnar og afar flókið fyrirbrigði ef á að skilja hann út frá grundvallarlögmálum eðl- isfræðinnar. Hann tilheyrir flokki ferla sem sem nefna mætti á lélegu nýyrðamáli ógagnvirk (e. irreversible). Hvenær sem orka hluta af dagsdaglegri stærð (hreyfiorka t.d.) ummyndast í varma, getur atburðurinn ekki gerst í öfugri tímaröð. Ógagnvirkir atburðir ná þó yfir fleira en varmamynd- un. Það er t.d. hægt að hræra ijómann saman við kaffið, en ekki kaffið og ijómann í sund- ur. Samt eru þau meginlögmál sem stjórna eðlisfræðilegum at- burðum eins, hvað varðar við- snúning tímans. Hver atburður sem gerist ætti rétt eins að geta gerst í öfugri röð. Þetta sýnir sig í að margir atburðir (t.d. boltakast) orka eðlilega á áhorf- andann, sé kvikmynd af þeim leikin aftur á bak. Við þurfum að fara út fyrir það svið sem stranglega heyrir til eðlisfræði til að skýra þá mótsögn sem virðist fyrir hendi, þ.e. yfir í nútíma upplýsingafræði, um það hvernig við söfnum og geymum upplýsingar. Núningur skiptist í margs- konar allólík svið, sem eiga það sameiginlegt eitt að vélræn orka breytist í varma. Þau svið sem við höfum helst af að segja dag- lega eru: Núningur fasts efnis við fast efni, núningur fastra hluta við vökva eða loft og nún- ingur hjóls á föstu undirlagi. Núningur fasts efnis við fast undirlag (kubbur á borði) bygg- ist að mestu leyti á öðru en kennt er í íslenska skólakerfinu. Hann er talinn stafa af ójöfnum á yfirborði efnanna, þannig að bólur annars efnisins rekist inn í holur hins, og krafturinn við innbyrðis hreyfingu myndist af að ójöfnur heflist af. Þetta er ekki nema lítill hluti skýringar- innar. Árið 1950 birtu F.D. Bowden og B. Tabor niðurstöður er sýndu að meginframlag til núnings stafaði af viðloðun. Snerting efnanna veldur því að raftengikraftar orka á milli frumeinda þeirra, og það kostar kraft að ijúfa þau bönd. Hin „sígilda“ skýring er kennd er að mestu enn þann dag í dag en snýst aðeins um h.u.b. einn tíunda af heildarnúningnum. Sá núningur sem skiptir máli í vetraríþróttum er fast efni á snjó eða ís. Gott skíða- og skautafæri byggist að verulegu leyti á þunnu vökvalagi er myndast á milli skíðis og snæv- ar, skauta og íss. Því eru skíði úr tré eða plasti, að það leiðir verr í burt varmann frá nún- ingnum, og vatnshimnan mynd- ast því fremur. Þetta skýrir auð- veldlega að færið sé betra nærri frostmarki en í kaldara veðri. Núningurinn sem við eyðum tugþúsundum króna á ári í að yfirvinna er núningur hjóls á undirlagi og einkum núningur stinns hlutar (bíls) í lofti. Þar sem núningur veltandi hlutar er nokkuð óháður hraða, en loftnúningur á bílinn íjórfaldast við tvöföldun hraða, er það sá síðarnefndi sem skiptir öllu máli á vanalegum hraða úti á vegum. Dekkið framan við miðju snertiflatar (sjá mynd) verður fyrir meiri krafti en hluti þess aftan hans, sem er að lyftast upp af veginum. Þetta er vegna eftirverkunar fjaðurkrafta (e. hysteresis), bæði í hjóibarða og veginum undir. Gormur sem hefur verið styttur með að ýta honum saman gefur frá sér meiri kraft á innleið en á útleið, er verið er að gefa eftir. Þetta mætti kalla innri núning á ís- lensku. Auðvelt er að sýna að það leiðir til orkutaps, þ.e. varmamyndunar. Afar lítið er hægt að gera til að yfirvinna þá þröskulda sem eðlisfræðin setur okkur ef spara á orku í bílakstri, nema að minnka hrað- ann. Því eru einnig takmörk sett. Radíalhjólbarðar hafa dregið úr núningi hjóla, og hann minnkar með auknum þrýstingi í börðunum. Slíkt leiðir til lé- legra veggrips. Óráðlegt er að auka barðaþrýsting meir en gert hefur verið. Straumlínulag bíla er ekki hægt að gera öllu betur nema það komi niður á þægind- um notandans, en slíkt myndi minnka seinni liðinn A í jöfn- unni um núningsviðnám bíla: F = f + 0,5 CD v2, þar sem f er hjólanúningurinn, eða það sem þarf til að ýta bílnum áfram á jöfnum hægum hraða, og er á litlum bíl á hörðum hjólbörðum á góðu undirlagi um það bil þungi 20 kílóa. CD er loftvið- námsstuðull sem er um hálfur fyrir lítinn fólksbíl og v er hrað- inn í m/s. eftir Egil Egilsson brúðir sumra ættbálka aldar á smjöri og ijóma fyrir brúðkaupið til að tryggja gott „brúðkaups- verð“. Annað er nú upp á teningn- um. Þetta væri ekkert mál ef það væri hollt að vera of feitur, en málið er að fólki með offituvanda- mál er hættara við ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, að ekki sé minnst á andlegu vanlíðan- ina sem oft fylgir of mörgum aukakílóum. En hvað er best að borða til að halda sér í ákjósan- legri þyngd? Trefjarík og fitulítil fæða er hollust. Ávextir og blað- grænmeti, líkt og salat, kál og sellerí, eru trefjaríkust. Þar á eftir fylgir rótargrænmeti; kartöflur, gulrætur, næpur o.fl. Baunir, hnetur og þurrkaðir ávextir fylgja í kjölfarið, síðan kemur heilhveiti, hrísgijón, maís, trefjaríkt morgun- korn o.fl. Sykur er best að borða í miklu hófi. Fiskur og kjöt er hið besta mál, en forðast ber fitu og eins skiptir máli hvernig við eldum matinn. Ekkert bras! Drekkum svo nóg af tæru fjallavatni með, beint úr krananum. En það er ekki nóg að borða hollan mat ef maður hreyfir sig ekki. Það getur verið nóg að ganga í vinnuna og fara í sund 2-3 sinnum í viku. Hressandi morgundrykkur 4egg 6 dl hreinn appelsínusafi 4 msk. hunang 1 appelsína FERMINGAMYNDATOKUR SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, s. 552 2690 Alþjóðleg og öðruvísi kennaramenntun Det Nodvendige Seminarium í Danmörku býður upp á 4ra ára nám sem veitir rétt til að kenna börnum í óháðum skólum í Danmörku og öðmm Evrópulöndum, vinna í barnaþorpi í Afríku eða með götubörnum í fátækrahverfum t.d. Mexikóborgar, Maputo og víðar. Námið felst í: Félags- og samfélagsfraeðum, sálfræði, uppeldisfræði, listum, leiklist, tónlist og íþróttum, dönsku og öðrum Evrópumálum og stærðfræði. Alþjóðlegt nám þar sem innifalin er 4 mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða kennsluþjálfun í Danmörku og 8 mánaða starf sem kennari í Afríku. Nemendum stendur til boða tölvuvætt bókasafn, tölvunet, Internet og tölvupóstur. Nemendur frá 18 mismunandi löndum búa á skóianum. Tekjuöflun fyrir námskostnaði er hluti af 4 ára náminu. Byrjað 1. september 1997. Kynningarfundur í Reykjavík í febrúar. Hringið og fáið bækling. Det Nodvendige Seminarium, DK-6990 Ulfborg. Fax 00 45 9749 2209. E-mail: tinvddns@inet.uni-c.dk Heimasíða: http://inet.uni-c.dk/-tvinddns. FÓTHVÍLA Efþú vilt láta þér líóa virkilega vel. Iþróttasalir til leigu s Iþróttabandalag Reykjavíkur hefur íþróttasali til leigu í Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Langholtsskóla, Vörðuskóla, Ártúnsskóla, Laugarnesskóla, Selásskóla og Hlíðaskóla. Tilvalið fyrir fjölskylduna, vinnufélaga og aðra hópa. Upplýsingar hjá ÍBR í síma 553 5850. Afhýðið appelsínuna og skerið í tvennt. Skerið annan helminginn í sneiðar. Þeytið saman egg og hunang. Hellið appelsínusafanum og dálitlu af rifnum appeisínuberki saman við. Hell- ið í glös og skreytið með appelsínu- sneiðum. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.