Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 Leikskólakennari/ leikskólastjóri Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri óskar eftir að ráða leikskólakennara eða leikskóla- stjóra í 100% stöðu vegna fæðingarorlofs. Svalbarðseyri er í 12 km fjarlægð frá Akur- eyri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. mars nk. og er umsóknarfrestur til 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita: Katrín Guðjóns- dóttir, leikskólastjóri, eða Ragna Erlingsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 462 4901 milli kl. 8-17 alla virka daga. Fjármálastjóri Knattspyrnusamband íslands óskar að ráða fjármálastjóra. Verkefni fjármálastjóra er umsjón með fjármálum, bókhaldi og áætl- anagerð ásamt ýmsum störfum á skrifstofu KSÍ. Góð bókhaldskunnátta skilyrði og æski- legt að viðkomandi hafi unnið í Word og Excel. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu KSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykja- vík, eigi síðar en fimmtudaginn 30. janúar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum 70% staða sérfræðings í háls,- nef- og eyrna- lækningum við háls-, nef- og eyrnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1997. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Sveinsson, yfirlæknir. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Öllum umsóknum verður svarað. Forstöðumaður eldhúss - stjórnun- arstaða Laus er til umsóknar staða forstöðumanns eldhúss FSA. Um er að ræða heila stöðú sem veitist frá 1. mars nk. eða eftir samkomu- lagi. Forstöðumaður er yfirmaður starfs- manna eldhúss og ber stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi eldhússins, matreiðslu á fæði fyrir sjúklinga og rakstri mötuneytis fyrir starfsmenn. Umsækjendur þurfa að hafa meistararéttindi í matreiðslu eða hafa lokið námi í matar- fræði, næringarfræði eða öðrum skildum greinum. Við ráðningu verður ennfremur lögð áhersla á nám eða reynslu í stjórnum, frum- kvæði og góða hæfni til samskipta. Umsóknir sendist Vigni Sveinssyni, aðstoð- arframkvæmdarstjóra, fyrir 15. febrúar nk. og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður - Ferðamálafulltrúi Auglýst er staða ferðamálafulltrúa með aðsetri á Sauðárkróki. Starfssvæði Skaga- fjörður. Um er að ræða hálfa stöðu. Umsókn- ir sendist fyrir 15. febrúar nk. til skrifstofu Héraðsnefndar Skagfirðinga á Sauðárkróki, þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar. Héraðsnefnd Skagfirðinga, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrókur, sími 453 5737. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Garðaborg/Bústaðaveg Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% afleysingastöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristín Ein- arsdóttir í síma 553 9680. Leikgarður/Eggertsgötu Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingargefurleikskólastjóri, Sólveig Sig- urjónsdóttir, í síma 551 9619. Rofaborg/Skólabæ Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Þórunn Gyða Björnsdóttir, í síma 567 2290. Sæborg/Starhaga Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Þuríður Anna Pálsdóttir, í síma 562 3664. Ægisborg/Ægissíðu Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Mjöll Jónsdóttir í síma 551 4810. Stuðningsstarf Laufásborg/Laufásveg Leikskólakennari eða þroskaþjálfi í 75% stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Jóhanna Thorsteinson, í síma 551 7219. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. RSK RlKISSKATTSTJÓRI Viðskiptafræðingar lögfræðingar Verkefnisstjóri skattaeftirlits ríkisskatt- stjóra óskar eftir að ráða deildarstjóra til starfa. Starfið felst í umsjón með og skipulagningu afmarkaðra verkefna skatteftirlits undir stjórn verkefnisstjóra skatteftirlits ríkisskatt- stjóra í samráði við skattstjóra viðkomandi umdæma. Gerðar eru kröfur um háskóla- menntun í viðskiptafræði, hagfræði eða lög- fræði. Þekking á skattalegu umhverfi fyrir- tækja og einstaklinga og reynsla af tengdum störfum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Árni Harðarson í síma 563 1100. Á lögfræðisviði tekjuskattsskrifstofu er laust til umsóknar starf sem felst í umsjón með framkvæmd laga um fjármagnstekju- skatt. Gerðar eru kröfur um háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði. Staðgóð þekking á fjármagnsmarkaði eða reynsla á sviði skattamála er æskileg. Á einstaklingssviði tekjuskattsskrifstofu er laust til umsóknar starf sem felst m.a. í af- greiðslu skatterinda, upplýsingagjöf og al- mennri túlkun skattalaga. Gerðar eru kröfur um háskólamenntun í viðskiptafræði, hag- fræði eða lögfræði. Reynsla á sviði skatta- mála er æskileg. Á lögfræðisviði virðisaukaskattsskrifstofu er laust til umsóknar starf sem felst m.a. í afgreiðslu skatterinda, samningu kröfugerða vegna kæra til Yfirskattanefndar og al- mennri túlkun skattalaga. Gerðar eru kröfur um háskólamenntun í lögfræði. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar lög- fræðisviða tekjuskatts- og virðisaukaskatts- skrifstofu í síma 563 1100. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. mars nk. Launakjör taka mið af samningum BHMR. Umsóknir þar sem fram komi m.a. upplýs- ingar um menntun, starfsreynslu og með- mælendur sendist embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Umsóknar- frestur er til mánudagsins 10. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðningu. Sölu- og markaðsstjóri Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins á sviði ferðamála. Sölu- og markaðstjóri mun hafa umsjón með sölu- og markaðsálum, annast áætlanagerð ásamt skipulagningu söluherferða og markaðsátaka, sjá um auglýsinga- og kynningarmál auk þess að sinna samskiptum við viðskiptavini innanlands sem utan. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á viðskipta- og markaðssviði auk þess að hafa haldbæra reynslu af markaðsmálum. Leitað er að hugmyndafrjóum, sjálfstæðum og framtakssömum aðila sem tilbúinn er að takast á við áhugavert og krefjandi starf í líflegu starfsumhverfi. Kostur er þekking og reynsla á sviði ferðamála. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar n.k. Ráðning verður skv. nánara samkomulagi. Unnið verður með allar umsóknir í fyllsta trúnaði. Nánari upplýsingar veitir Guðný Harðardóttir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. STRAlGALLUP STARFSRÁÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsími: 588 3044 m H Wlli1 Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.