Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Áeftir- launum um Ástralíu Gamalreyndur sundkappi og fyrrverandi lög- regluvarðstjóri í Reykjavík, Eyjólfur Jóns- son, lét gamlan draum rætast og er nú á ferðalagi um þvera og endilanga Ástralíu. í þessum fyrsta pistli sínum um Ástralíuferð- ina fjallar hann umi kynni sín af Brisbane í Queensland. GREINARHÖFUNDUR var ekki lengi að komast í góð tengsl við innfædda. ÞAÐ VAR á stríðsárunum að ég kynntist breskum hermanni hér á landi, Joe Walsh að nafni. Með okk- ur tókust góð kynni, þrátt fyrir tals- verðan aldursmun, og ákváðum við að halda sambandinu þegar Joe fór aftur til síns heima. En hann fór töluvert lengra en til Englands, því hann gerðist innflytjandi í Ástralíu í stríðslok. Við héldum þó alltaf sam- bandi, bæði með bréfaskriftum og einnig kom hann oft tii íslands að heimsækja mig. Mig langaði alltaf að heimsækja hann á móti en lög- regluþjónslaunin buðu ekki upp á heimsreisur, sérstaklega ekki fyrir fjölskyldumenn í húsbyggingum. Heimboðið En aðstæður breytast. Árið 1995 fór ég á eftirlaun_og ári síðar missti ég konu mína. Ég var allt í einu orðinn einn og var hálfráðvilltur. Þá barst mér bréf frá mínum gamla vini sem bauð mér að koma og dvelja hjá sér eins lengi og ég vildi. Joe á böm sem búsett eru víðs vegar um Ástralíu og innifaldar í boðinu voru heimsóknir til þeirra allra með til- heyrandi gistingu. Þarna sá ég möguleika á að láta gamla drauminn rætast. Ég var þó hálfhikandi í fyrstu, enda ekki um neinn smáspöl að ræða. Eftir smáumhugsun ákvað ég þó að drífa mig, því þótt ég sé heilsuhraustur hef ég lúmskan grun um að ég verði ekki eilífur og þegar maður er farinn að potast á áttræð- isaldurinn er ekki öruggt að maður geti frestað hlutunum um eitt ár eða fleiri. Það var þann 14. desember sem ég lagði í hann. Fyrst var flogið til London þar sem gist var eina nótt. Kvöldið eftir var flogið til Kuala Lumpur í Malasíu. Þaðan var haldið áfram til Darwin í Northern Territ- ory þar sem var millilent og síðan þvert yfír Ástralíu til Adelaide. Á flugvellinum tóku þau á móti mér Joe og hjúkrunarkonan sem annast hann, því hann er töluvert eldri en ég og heilsan farin að bila, þótt andinn sé ungur og enn þá glittir í gamla eldhugann sem ég kynntist fyrir rúmlega hálfri öld. Joe býr í mjög stóru og glæsilegu húsi, enda maðurinn auðugur vel, og í næsta húsi býr sonur hans ásamt fjölskyldu sinni sem ávallt eru gamla manninum innan handar. Tveimur dögum síðar héldum við Joe af stað í langt ferðalag, nánar tiltekið til Brisbane að heimsækja dóttur Joe og dvelja hjá henni og ijölskyldu hennar um jólin. Á sakamannaslóðum Upphaf Brisbane má rekja til þess að árið 1817 ollu auknir glæp- ir í Bretlandi því að þarlend yfírvöld töldu að útlegð til New South Wales væri ekki nægileg ógnun og ákváðu að stofna nýja sakamannanýlendu langt norður af Sydney þar sem TASMANÍUDJÖFULLINN var á síðasta snúningi þegar honum var bjargað frá útrýmingu. taka mætti upp strangari refsingar. Landstjóri New South Wales, Sir Thomas Brisbane, sendi menn undir stjórn John Oxleys yfirlandmæl- ingamanns, til að leggja eignarhald á Moreton-flóa, stórt strandsvæði sem Cook kapteinn hafði skráð árið 1770. Við komuna þangað hitti Oxley þtjá skipbrotsmenn sem höfðu búið á svæðinu í nokkur ár meðal frumbyggja. Þeir sýndu hon- um leiðina að ósum Brisbane-fljóts. Oxley leist vel á svæðið og sneri aftur ári síðar á skipinu „Amity“ en þar um borð voru 29 sakamenn og 20 aðrir, þar á meðal grasafræð- ingur konungs Allan Cunningham og landmælingamaðurinn Robert Hoddle. Búseta hófst í Redcliffe, en 1825 var byggðin flutt að bökkum Bris- bane-fljóts. Liðsforingi að nafni Logan var settur yfir nýlenduna árið 1826 og sakamenn voru hafðir undir ströngum aga. Árið 1831 voru 1.019 karlkyns og 58 kvenkyns sakamenn í nýlendunni. Frjálsum landnemum var ekki heimilt að setj- ast að nær Brisbaneborg en 80 kíló- metra fyrr en árið 1842. Það var þremur árum eftir að síðustu saka- mennirnir voru fluttir til Moretown- flóa. Land var selt í Norður- og Suður-Brisbane og á fímmta áratug 19. aldar fóru Suður-Brisbane, Kangaroo Point og Fortitude Valley að byggjast upp. Tollstöð var reist í Norður-Brisbane á árunum 1848- 1849 og á sjötta áratugnum var Norður-Brisbane orðm verslunarm- iðstöð borgarinnar. Árið 1859 var Queensland lýst sjálfstæð nýlenda og Brisbane höfuðborg hennar. Árum saman var timburvinnsla stunduð frekar en landbúnaður á svæðinu, einkum eftir 1842 þegar sakamenn voru ekki lengur fyrir hendi sem vinnukraftur. Nýlendan HORFT yfir Brisbane af tindi Coot-tha-fjalls. „EYJÓLFUR“ og „Joe“ ásamt eigendum sínum. var þó mjög gott landbúnaðarsvæði og Brisbane varð fljótlega helsta flutningshöfn fyrir ull og uppskeru bændanna í fijósömum dölum og hálendinu umhverfis þá. Upp úr 1870 komu járnbrautirnar til sög- unnar og tóku við af fljótinu sem flutningsleið. Brisbane stækkaði hægt næstu öldina en upp úr 1960 hófst þar mikil námuvinnsla og þar með hófst breytingin úr bæ í nútíma stórborg. Samveldisleikarnir voru haldnir í Brisbane árið 1982 og árið 1988 hýsti borgin heimssýningu sem yfir 14 milljónir manna heimsóttu alls staðar að úr heiminum. Ibúar í Bris- bane eru nú orðnir 1.250.000 tals- ins. Sérkennilegur j ólaundirbúningur Það var mjög vel tekið á móti okkur á áfangastað en fjölskyldan býr rétt fyrir utan Brisbane. Þau búa ekki síður vel en ættfaðirinn. Húsið stórt og fallegt með stórum garði með miklum trjágróðri. Fugla- lífið í garðinum er ótrúlega ijöl- breytt og er þar mest áberandi hlát- urfuglinn, kookaburra. Hann ber nafn með rentu og fannst mér fyrst afar einkennilegt að vakna við hlát- rasköll þessa glaðlynda fugls. Hlát- ur hans er svo smitandi að ég hef oftar en einu sinni staðið sjálfan mig að því að taka undir með hon- um, stend jafnvel skellihlæjandi, aleinn, við spegilinn þegar ég er að raka mig. Hitinn var um 40q fyrstu dag- ana. En húsið er vel loftkælt og sundlaug í garðinum ef þörf er á að kæla sig frekar. Það var ein- kennileg tilfinning að undirbúa jólin við þessar aðstæður og sannast að segja fannst mér skreytt jólatréð eins og „skrattinn úr sauðarleggn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.