Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 1
72 SIÐUR B/C 25. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mótmælin í Búlgaríu færast enn í aukana Stóm stundin eyðilögð London. The Daily Telegraph. HJÓNALEYSI í Englandi hafa hótað að höfða mál gegn ensku biskupakirkjunni eftir að hjónaband þeirra var lýst ógilt vegna þess að í ljós kom að óvígður táningur gaf þau sam- an. Hjónaefnin höfðu eytt sem svarar 800.000 krónum í brúð- kaupið og uppgötvuðu ekki fyrr en viku síðar að hjónabandið er ógilt. Vegna misskilnings hafði staðgengiil sóknarprests- ins þeirra komið of seint í hjónavígsluna og hann taldi að ungi maðurinn sem gaf þau saman væri aðstoðarprestur. Síðar kom í ljós að hann er átján ára námsmaður, sem gegnir yfirleitt hlutverki messuþjóns í kirkjunni. Talið er að ungi maðurinn hafi ákveðið að hlaupa í skarð- ið fyrir prestinn til að hjónaefn- in yrðu ekki fyrir vonbrigðum á þessum mikilvæga degi í lífi þeirra. „Ég trúði þessu ekki. Stærsti dagurinn í lífi okkar var eyði- lagður," sagði „brúðurin". Talsmaður biskupakirkjunn- ar sagði að lög heimiluðu ekki málshöfðanir gegn kirkjunni sjálfri. Major tekst ekki að auka fylgið London. Reuter. BRESKA íhaldsflokknum hefur ekki tekist að saxa á forskot Verka- mannaflokksins, ef marka má skoð- anakönnun sem dagblaðið The Tim- es birtir í dag. Samkvæmt könnuninni hefur fylgi Verkamannaflokksins aukist um fjögur prósentustig frá því í byijun desember og er nú 55%. Fylgi íhaldsflokksins er óbreytt, eða 30%. Þessi niðurstaða er áfall fyrir John Major forsætisráðherra, sem verður að boða til kosninga ekki síðar en 22. maí. Engum breskum stjórn- málaflokki hefur tekist að fara með sigur af hólmi i kosningum eftir að hafa haft svo lítið fylgi fjórum mán- uðum fyrir kjördag. Fjolda- handtökur Reuter Kveikt í helgidómum HÓPAR indónesískra múslima kveiktu í kirkjum og hofum austur af Jakarta í gær eftir að fréttir bárust af því að kristin kona hefði móðgað múslima. Konan mun hafa ausið úr sér óbótaskömmum yfir hóp múslimskra ungmenna, sem henni þóttu of hávær. Höfðu ung- mennin gengið um hverfi í borg- inni og barið bumbur til að vekja fólk svo að það gæti matast áður en sólin kæmi upp. Nú er Ramad- an, föstumánuður múslima, sem neyta þá ekki matar frá sólarupp- komu til sólarlags. Þátttaka í allsherj- arverkfalli eykst Pantar Sofíu., Reuter. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Búlgaríu lokuðu helstu vegunum til Grikklands og Tyrklands og efndu til allsheijarverkfalla í gær, annan daginn í röð. Létu þeir sig engu skipta áskorun ríkisstjórnar sósíalista um að ganga til viðræðna um hvenær efna ætti til nýrra þingkosn- inga. Loka þurfti skólum, verksmiðjum og námum vegna verkfallsins og forystumaður Sambands óháðra verkalýðsfélaga sagði að þátttakan hefði verið mun meiri en daginn áður. 250.000 manns hefðu lagt niður vinnu og hálf önnur milljón Búlgara hefði tekið þátt í ýmsum mótmæla- aðgerðum til að knýja á um að boðað yrði til kosninga þegar í stað. Reuter BÍLUM og strætisvögnum var lagt til að stöðva umferð um þjóð- veginn milli Sofiu og næststærstu borgar Búlgaríu, Plovdiv. í næststærstu borg Búlgaríu, Plovdiv, lokuðu stjórnarandstæð- ingar stærstu gatnamótunum með kyrrstæðum bílum og leigubílstjór- ar komu fyrir vegatálmum á þjóð- veginum frá Sofiu til tyrknesku landamæranna. Strætisvagnabíl- stjórar í Sofíu kváðust ekki ætla að aka öðrum en mótmælendum til fjöldagöngu, sem farin hefur verið daglega undanfarna 25 daga til að krefjast þess að sósíalistar fari frá völdum og gengið verði til þing- kosninga. Sósíalistar hafa fengið umboð til að mynda nýja stjóm, sem þeir segja að eigi að sitja til bráða- birgða, í þrjá til fimm mánuði. Sam- band lýðræðisafla, sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðunni, hafnaði þessar málamiðlun og ítrek- aði kröfu sína um kosningar þegar í stað. Stöðugleiki forsenda aðstoðar Petar Stoyanov, forseti Búlgaríu, var staddur í Brussel í gær og ræddi þar við fulltrúa Evrópusambandsins (ESB). Hann sagði á miðvikudag að Búlgarir kynnu að lenda í van- skilum með erlendar skuldir, sem næmu um 10 milljörðum dala, um 700 millljörðum ísl. kr., nema til kæmi erlend aðstoð. Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, svaraði því hins vegar til að Búlgarir skyldu ekki vænta frekari aðstoðar fyrr en pólitískum stöðugleika væri náð í landinu. Osku Gandhis dreift Allahabad. Reuter. ÞÚSUNDIR Indverja komu saman við Ganges-fljót í gær þegar ösku Mahatma Gandhis var dreift yfir fljótið, nákvæmlega 49 árum eftir að indverski þjóðarleiðtoginn var myrtur. Hindúar sungu sálma meðan einn af afkomendum leiðtogans, Tushar Gandhi, tók skreytt duft- ker úr trékassa, sem hafði verið í öryggisgeymslu í indverskum banka í tæpa hálfa öld þar til hann var afhentur afkomendunum fyrr í vikunni. Tushar, eiginkona hans og tvö börn, sem sjást á myndinni, helltu síðan mjólk og lögðu blóm í kerið eins og venja er við slíkar athafnir á Indlandi. Tignir gestir snertu kerið með enninu áður en öskunni var dreift yfir fljótið. „Lengi lifi Mahatma Gandhi!“ hrópuðu þúsundir manna sem fylgdust með athöfn- inni á bakka fljótsins. „Þetta er einn af stærstu dög- unum í lífi mínu því ég hef fengið að sjá ösku Mahatma Gandhis," sagði Kamlesh Srivastava, félagi í góðgerðasamtökum sem eru kennd við eiginkonu þjóðarleið- togans. Kerið hafði verið geymt í banka í borginni Cuttack frá árinu 1950 og nokkrir indverskir embættis- menn vefengdu að aska Gandhis væri í því. Margir Indverjar töldu þó að svo væri og sagt var að kerið hefði gleymst þegar ösku leiðtogans var dreift til allra ríkja Indlands eftir dauða hans. Lagt var til að deilan yrði út- kljáð með því senda öskuna í DNA-greiningu, en afkomendur Gandhis höfnuðu því. Þeir sögðu að slíkt hefði verið „mesta móðg- un“ við leiðtogann, sem stjórnaði sjálfstæðisbaráttu Indverja fyrir tæpum 50 árum. í Kosovo Belgrad. Reuter. SERBNESKA lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 26 Alb- ani í Kosovo-héraði í Serbíu á síð- ustu þremur dögum, að sögn frétta- stofunnar Beta í Belgrad í gær. Beta sagði að flestir hinna hand- teknu væru annaðhvort pólitískir andófsmenn eða starfsmenn hjálp- arstofnana. Lýðræðisbandalag Kosovo, flokkur sem berst fyrir réttindum albanska meirihlutans í Kosovo, sagði að 35 manns hefðu verið handteknir, þeirra á meðal albansk- ir starfsmenn Rauða krossins. Lög- reglan hefði ráðist inn á heimili þeirra, brotið húsgögn og iagt hald á eigur þeirra „undir því yfirskini að hún væri að leita að vopnum eftir nokkur hermdarverk á síðustu vikum“. Mikil ólga hefur verið í Kosovo og vestrænir fréttaskýrendur hafa lengi óttast að átök milli Serba og Albana í héraðinu geti gert friðar- umleitanirnar á Balkanskaga að engu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.